Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Opin kerfi fyrst til að bjóða Pentium II tölvur: Fyrirtækið Opin kerfi, sem er umboð fyrir Hewlett-Packard á ís- landi, er með ýmsar nýjungar í boði á tölvumarkaðnum. Þar ber hæst Pentium II vélarnar sem eru með nýjan örgjörva frá Intel sem er öfl- ugri en fyrri örgjörvar á markaðn- um. Einnig má nefna ýmsar nýjung- ar í þjónustunetum. Fyrirtækið Opin kerfi fékk þetta nafn árið 1995 þegar Hewlett- Packard umboðið á íslandi varð al- íslenskt fyrirtæki. Þetta heimsku- nna fyrirtæki hafði þá verið með útibú hér á landi síðan 1985. Opin kerfi reka skrifstofu og verkstæði í Reykjavík og koma síðan vörunum til umboðsmanna á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni. Þeir reka hins vegar ekki verslun sjálfir. Mikil söluaukning Sala á HP-Vectra tölvum hér á landi var 91% meiri fyrstu sex mán- uði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta er mun meiri aukning en þekkist í Evrópu og Bandaríkjunum og talsmenn Opinna kerfa segja að íslendingar taki þessum vélum opn- um örmum. Nú er komin á markaðinn ný gerð að þessum vélum, HP Vectra VL með Pentium II örgjörva. Þessi örgjörvi er til bæði 233 og 266 MHz MMX sem er það öflugasta sem þekkist. Opin kerfi eru þeir fyrstu til að vera með Pentium II vélar á íslandi. Greiður aðgangur að móðurborði Meðal annarra nýjunga vélarinn- ar má nefna að notandinn hefur greiðan aðgang að móð- urborði hennar þannig að ekki þarf að opna vélina til að komast að móðurborðinu. Raunar er hægt að komast að öllum innri hlutum vél- arinnar án þess að nota skrúfjám. Blaðamanni DV varð ekki um sel þegar Pétur Bauer, sölustjóri hjá Opnum kerfúm, fór að taka vél- ina í sundur til að sýna honum innviði tölvunn- ar. En í raun var einfalt mál bæði að taka vélina í sundur og setja hana saman aftur. Þetta gerir. það að verkum að að- eins tekur örfáar mín- útur að stækka minnið eða harða diskinn eða stilla móðurborðið upp á nýtt. Skjárinn sem tengdur var við tölvuna vekur einnig nokkra athygli. Hann er alveg flatur og segja þeir Pétur og Sig- urður Örn Gunnarsson markaðsstjóri að þetta auki gæði skjásins miðað við stærð hans. Þetta þýðir með öðrum orðum að 15 tommu skjár nálgist það sem hægt er að sjá í 17 tommu skjá. Því er spáð að 60% tölvuskjáa verði orönir þannig árið 2000. Verð á þessum skjám er hins vegar enn þá hátt og er talið að nokkur ár líði áður en slíkir skjáir fáist á viðráð- anlegu verði. Þjónustunet Opin keríi bjóða einnig nýjungar í þjónustunetum. Þar getur netstjór- inn t.d. kveikt og slökkt sjálfur á öll- um tölvunum í einu og ef setja þarf nýtt forrit inn á netkerflð þarf hann ekki að ganga á milli hverrar ein- ustu tölvu og setja forritið inn. Að lokum má geta þess að á næst- unni munu Opin kerfi bjóða upp á A3 litaprentara, þrívíddarskanna og tæki sem er sambyggður skanni, prentari og litaljósritunarvél. Þetta á allt að bjóða á góðu verði. -HI imínn Laser Attraction Cyrix 6x86 P+166 örgjörvi 2.1GB haröur diskur 16MB vinnsluminni, 512KB 16x geisladrif 16 bita hljóökort 80W hátalarar 2MB S3 Trio64V2 skjákort Microsoft mús, Windows 95 lyklaborö Windows 95 stýrikerfi 14" Laser SVGA litasjcjár . staðgreitt (m.VSK.) | ■ •rVrfilÍIIIIÍÍ, . < ... * f t '/' ; ki/laser Heimilistæki hf computer TÆKIMI- OG TÚLVUDEILD BÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 www. ht.is Pétur Bauer og Sigurftur Örn Gunnarsson við Pentium II vélina. DV-mynd E.ÓI. WordPerfect 8 komið á markaðinn í febrúar 1996 keypti kanadíska hugbúnaðarfyrirtækið Corel Corp. WordPerfect frá Novell. í maí 1996 setti Corel svo WordPer- fect Suite 7 á markaðinn. Suite 7 innihélt einnig QuattroPro töflu- reikninn, Presentation framsetn- ingarforrit, Envoy viewer (skoð- ara) og Sidekick skipulagningar- kerfl frá Starflsh. Viðtökurnar voru frábærar og í júní sama ár var markaðshlutdeild WordPer- fect Suite 7 49% af skrifstofu- markaðnum í Bandaríkjunum. Nýlega setti svo Corel WordPerfect Suite 8 á markaðinn og hefin- þessi útgáfa nú þegar sópað að sér verðlaunum og við- urkenningum. Meðal nýjunga má nefna að WordPerfect Suite 8 styöur MMX tæknina frá Intel, nokkuð sem ekki fmnst í öðrum skrifstofukerfum. Með MMX fæst aukinn hraði við graflk og betri hljóðgæði og video. Þótt ekki sé MMX örgjafi til staðar er Suite 8 um 30% hraðvirkari í opnun skjala en WordPerfect Suite 7. í WordPerfect Suite 8 er Word- Perfect 8 ritvinnsla, QuattroPro 8 töflureiknir, Presentation 8, Cor- elCENTRAL, Corel Barista Java verkfæri, Corel Photo House 1.1, DAD (Desktop Application Direct- or), Envoy 7 skoðari, Netscape Navigator 3.0, 1.000 hágæða font- ar, 200 ljósmyndir og 10.000 Clipart myndir. Væntanlegt er á næstu dögum Corel Office Pro- fessional sem er af sama grunni að viðbættum Paradox 8 gag- nagrunninum, Corel Time Line og Corel WEB.SiteBuilder. Þrátt fyrir að WordPerfect Suite 8 sé mikið endurbætt og fullt af nýjungum hefur ekki ver- ið breytt um skráarform þannig að WordPerfect Suite 7 gengur fullkomlega saman við WordPer- fect Suite 8. Enn fremur getur Suite 8 unnið með flest skráar- form annarra skrifstofukerfa. Fyrir utan stuðning við MMX örgjafann frá Intel eru fjölmargar nýjungar í forritunum í Suite 8 pakkanum. í WordPerfect hefúr skuggakross verið endurbættur og fylgir hann hreyfingu músar- innar um blaðsíðuna. WordPer- fect gerir nú sjálfkrafa tengingar frá texta byrjun við netfong og slóðir á heimasíður. CorelCENTRAL 8 er nýjasta af- urðinn í Suite pakkanum. Þetta forrit hefur fullkomna dagbók og áætlanagerö, sem og símaskrá, nettengingu, tölvupóst og um- ræðuhópa. Veflnöguleikinn gerir notendum kleift að tengjast vef- síðum frá símaskránni. TÆKNIBUNAÐUR Suðurlandsbraut 6 - Reykjavík Sími 553 0600 • Fax 581 3035 Eigum Thunder og Tatung Pentium vélar á verði frá t, 94, ÖTATUIMG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.