Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
Undanfarinn áratug hafa
sérfræðingar IBM í Frakk-
landi þróað fullkominn hug-
búnað sem kallast Talsjá eða
Speech Viewer. Nýverið
kynnti Nýherji þriðju útgáfu
forritsins en eldri útgáfur
þess hafa verið í notkun hér á
landi í tæpan áratug og gefið
•' góða raun. Nýja útgáfan af
Talsjánni er öll á íslensku.
Margvíslegt nota-
gildi
í raun er Talsjá sérhæft
tæki fyrir þá sem vinna við
greiningu og meðferð tal-
meina, máltruflana og heym-
armeina. Einnig má hugsa
sér að tækið nýtist þeim sem
viija læra erlend tungumál,
æfa framburð eða læra söng.
Ein af þeim sem hefur notað
Talsjána undanfarin ár er
Þóra Sæunn Úlfsdóttir, yfir-
^ talmeinafræðingur Sjúkra-
húss Reykjavíkur. Hún notar
Talsjá II mikið í sinni vinnu
en segir að sér lítist vel á
nýju Talsjána. „Sérstaklega
líst mér vel á hversu auðvelt
er að halda utan um gögn um
hvem skjólstæðing fyrir sig í
nýja forritinu," segir Þóra en
til stendur að hún fái nýju
Talsjána til sín.
Meðal skjólstæðinga henn-
ar er fólk sem hefur orðið fyr-
ir heilablóðfalli eða heilaá-
i&verka og misst röddina, orðið
þvoglumælt eða þarf að læra Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur viö Talsjána.
hljómfall. Einnig notar hún
forritið til að æfa framburð hljóða
hjá börnum með framburðarörðug-
leika.
Öm Kaldalóns, kerfisfræðingur
hjá Nýherja, segir að markverðasta
breytingin frá fyrri útgáfum Tal-
DV-mynd E.ÓI.
sjárinnar sé að nú geti algengar
margmiðlunartölvur keyrt forritið
án vandkvæða. „Heimilistölvur sem
má nota jafht í leiki og í að fletta
upp í alfræðiorðabókum, geta út-
varpað hljóði og sýnt hreyfimyndir
eins og gert er
hann.
í Talsjánni," segir
Fer vel með tal
Hljóðnemi fylgir hugbúnaðnum
og þegar talað er í hann birtir for-
ritið „þrivíddarmynd“ af talinu.
Þannig er hægt að „sjá“ árangur-
inn á tölvuskjá um leið og talað
er. Þeir sem standa sig vel fá
umbun með myndum eða hljóðum
þannig að forritið eykur
áhuga nemenda á að
standa sig enn betur. Þetta
segir Þóra vera afar mikil-
vægt enda auðveldi þetta
starf hennar og skjólstæð-
inga hennar.
Auk hljóðnemans fylgir
yíirgripsmikið æflngakerfi
með Talsjánni. Það gerir
leiðbeinendum og nemend-
um kleift að fylgjast með og
ná valdi á hljóðmyndun,
röddun, raddtíðni, radd-
styrk, framburði og tal-
hraða svo að eitthvað sé
nefnt. Forritið býður upp á
þann möguleika að taka
upp hljóðdæmi og spila þau
aftur þannig að skjólstæð-
ingar og leiðbeinendur geta
fylgst afar náið með fram-
forum. Vandræðalaust er að
sérsníða æfingar með tilliti
til þarfa einstakra skjól-
stæðinga og nota eldri upp-
lýsingar um frammistöðu
þeirra til þess að ákveða
framhald kennslu. Þær má
prenta út sem töflur eða
lfnurit og nota til þess að
stilla æfingakerfi fyrir
hvern og einn.
Til marks um góða
hönnun Talsjár má nefna
að forritið fer mjög vel með
tal sem er spilað hægt.
Röddin dýpkar ekki eins
og gerist þegar tal er spilað
hægt af segulbandi. Enn-
fremrn- er auðvelt að læra
framburð af Talsjánni,
menn geta einfaldlega
stillt ákveðinn framburð
inn í tölvuna og borið sitt tal sam-
an við hann. Þá er hægt að æfa sig
þangað til að talið er orðið nægi-
lega llkt framburðinum," segir
Örn að síðustu.
-HI
Árleg ráðstefna Teymis:
Margir erlendir sérfræðingar
Teymi kynnir eitt af forritum sfnum. Ráðstefna þess hefur unniö sér fastan
sess á íslandi.
Það er orðinn árlegur viðburður
hjá upplýsingatæknifyrirtækinu
Teymi hf. að halda ráðstefnu á
haustdögum. Ráðstefnan hefur
mælst vel fyrir hjá þeim sem hana
hafa sótt og hafa sumir haft á orði
að þetta væri vandaðasta ráðstefna
sinnar tegundar á íslandi (sbr. grein
í DV I nóvember 1996).
Að þessu sinni verður ráðstefnan
haldin á Hótel Loftleiðum 8. og 9.
^ október. Fyrirlestrum er skipt í
þrjár brautir: rekstrarbraut fyrir þá
sem vinna við rekstur upplýsinga-
kerfa, stjómunarbraut fyrir þá sem
eru í forsvari fyrir upplýsingadeild-
um og loks þróunarbraut fyrir þá
sem vinna að þróun hugbúnaðar.
í fyrirlestrum verða margvíslegar
kynningar á nýjum stefnum og
straumum sem eru að ryðja sér til
rúms á upplýsingatæknimarkaðn-
um, auk þess sem inn í dagskrána
era fléttaðar stuttar kennslustundir,
en þá mimu helstu sérfræðingar á
viðkomandi sviði kenna hagnýt at-
riði. Þá munu yfirmenn nokkurra
upplýsingatæknideilda segja frá
reynslu sinni við lausn ýmissa við-
fangsefna. Á þessari tveggja daga
ráðstefnu munu 22 fyrirlesarar frá 5
þjóðlöndum vera með 36 fyrirlestra,
þar af verða 5 kennslustundir.
Ráðstefnunni er ætlað aö opna
þátttakendum nýjar víddir og gefa
þeim nýjar hugmyndir að lausnum
viðfangsefna, auk þess að vera fræð-
andi og umfram allt skemmtileg.
Áhrif nettölvunar
Meðal efnis á ráðstefnunni er
kynning Teymis á Oracle8 og nett-
ölvun (e. Network Computing) inn á
íslenska markaðinn. Ráðgjafi frá
Gartner Group mun ræða um það
hvaða áhrif nettölvun muni hafa á
upplýsingatæknimarkaðinn. For-
stjóri Oracle í Danmörku mun tala
um framtiðarsýn Oracle og fast á
hæla hans kemur sölustjóri Damga-
ard Intemational og kynnir Concor-
de/XAL 3.0, nýjustu útgáfuna af
Concorde-upplýsingakerfinu, og er
ísland fyrsta landið utan Bandaríkj-
ana þar sem þessi útgáfa er kynnt.
Margir sérfræðingar verða með
kennslustundir þar sem þeir kenna
hagnýt atriði sem munu nýtast vel í
daglegri vinnu þátttakenda. Þá
munu forstöðumenn nokkurra upp-
lýsingatæknideilda stórra fyrir-
tækja og stofhana koma og segja frá
sinni reynslu og hvernig þeir hafa
nýtt tiltekna tækni sér til framdrátt-
ar.
Sýningarsvæði
Samhliða fyrirlestrum verður
stórt sýningarsvæði opið þar sem
þátttakendum gefst kostur á að
skoða og kynna sér nánar þær nýj-
ungar sem fjallað er um I fyrirlestr-
um. Sýningarsvæðiö verður opið
báða dagana. Það verða sýnd Java-
forrit sem nota J/SQL og JDBC til
að tala við Oracle8 gagnagrann í
gegnum CORBA. Teymi hf. mun
einnig kynna Oracle WebDeveloper
sem er einstakt þróunarverkfæri til
að hanna Java-hugbúnað. Teymi hf.
sýnir hvemig nota megi nettölvur
og PC-tölvur saman á sama neti.
Innifalið í ráðstefnugjaldinu er
aðgangur að öllum fyrirlestram,
kennslustundum og sýningarsvæði,
sem og öll ráðstefnugögn og léttar
veitingar.
Nánari upplýsingar um ráðstefn-
una er að flnna á http:
//www.teymi.is/radstefna eða í
slma 561-8131. Hægt er að skrá sig á
ráðstefnuna á báðum stöðum.
Skráning er til 30. september.
-HI
maxon
Maxon DM70
Práölausar DATA-sendingar
meö innbyggöu modemi og RS232 porti.
Rafögn ehf., Ármúla 32, s. 588 5678