Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 Vrikuna 17. - 24. september gefum við bol með hverri pizzu meðan bir^ðir endast ef verslað er fyrir kr. 1.500 eða meira. Eítt simanúmer um land allt 755 6767 Görnlu númerin gilda áfram I tilefni 5ára afmælis Fréttir DV Smalað í hrika- legum afrétti DV.Vík: Austur-Mýrdælingar smöl- uðu afrétt sinn 17. september í blíðskaparveðri. Farið af stað kl. sex og haldið að Reynis- brekku sem er sá bær sem er næstur afréttinum. Þar skiptu menn sér niður í jeppa. Fyrst var farið eftir heiðunum innan Reynisbrekku að gömlum vegi - þjóðveginum austur á land áður en vegurinn var færður niður á Mýrdalssand. Þegar heiðunum sleppir er farið upp á afréttinn sjálfan. Þar er vegur sem bændur gerðu á árum áður til að létta sér smölunina. Eftir honum er farið inn að Mýrdalsjökli i um 800 metra hæð. Áður gengu Guöni Einarsson í Þórisholti á brún Rjúpnagils. Lagt af staö í Kerlingardalsafrétt. DV-myndir Njörður menn inn allan afrétt- inn aö jökli, um 3 tíma göngu. Kalt var, 4 stiga frost. Það kom sér þó ekki illa því að nokkrum dögum áður hafði snjóað og var um 20 sm jafnfallinn snjór innst á afréttin- um. Vegna frosts var snjór ekki blautur og þvi komust jeppamir vel áfram. Menn þurftu ekki að ganga í blautum snjó. Þessi smölun var hin fyrsta af þrem á úthögum Mýrdælinga. Að venju var byijað að smala Kerlingardals- afrétt og safniö tekið til réttar. Síðan var smalað á ný 2 dögum síðar. Kerlingardalsafrétt- ur er austastur í fjall- lendinu upp af Mýr- dal framan við Mýr- dalsjökul og mjög skorinn djúpum gOj- um. Sum eru 500 og 600 metra djúp, þannig að ef menn þurfa að fara yfir þau - ef menn þá komast - er það rúmlega ein Esju- ganga. „Mér skilst að þetta sé eitthvert grófasta land á íslandi sem smalað er. Víða er ekki hægt að komast yfir gilin. Menn verða að fara ofan í þau inni við jökul og ganga fram eftir þeim. Síðan fara smalar sinn á hvorri brúninni og fylgjast að - reka niður það fé sem þeir sjá og smala fram fé sem er upp á fjöllun- um,“ sagði Karl Pálmason, bóndi í Kerlingardal og fjallkóngur í afrétt- inum. „Það er erfitt að átta sig á vega- lengdum í svona giljóttu landi. Veg- urinn sem liggur frá réttinni við Reynisbrekku langleiðina að Mýr- dalsjökli er um 20 km og augljóst að gönguleiðin er miklum mun lengri,“ sagði Karl. Um afréttinn er eingöngu hægt að fara fótgangandi. Hestar koma að litlum notum fyrr en í síðari smölunum. 26 menn fara í þær og ferðin tekur oft um 12 tíma. „Þetta er gríðarmikið land sem farið er yfir. Gilin gera það allt mun sein- farnara en annars væri,“ sagði Karl. -NH I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.