Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 Spurningin Lesendur Hvernig fer landsleikur ís- lendinga og Svisslendinga í handknattleik á morgun? Valgeir Ágúst Bjarnason at- vinnulaus: Island vinnur með 26 mörkum gegn 23. Ásgeir Hjartarson hárgreiðslu- maður: íslendingar sigra með tveggja marka mun. Lokatölur verða 29-27. Helgi Geir Amarson nemi: ís- lenska landsliðið sigrar 28-26. Laufey Baldursdóttir nemi: Ég held að Svisslendingar vinni leik- inn með 25 mörkum gegn 23. Bolli Eggertsson: Ætli Svisslend- ingar vinni ekki leikinn með tveggja marka mun. Lokatölurnar verða 32-30 fyrir Sviss. Georg Franklínsson nemi: Leikur- inn fer 21-19 fyrir ísland. Dagsljós Sjónvarps Hreindýr á Héraði. - Bréfritari fordæmir veiðiaðferðir skotmanna á stærsta villta spendýri landsins. Óskar Pálsson skrifar: Ég hef verið svo heppinn að sjá tvær glefsur af tveimur Dagsljós- þáttum í Sjónvarpinu. Ég kom t.d. inn í umræðu um Almannavamir ríkisins. Þar mátti líta „ofvirkan" þáttarstjómanda i svörtum fötum skarta áberandi brúnum skóm. Það er nú kannski í lagi aö sýna smá- samræmi í klæðaburði, er það ekki? Þetta er nú Ríkissjónvarp, og skar óneitanlega í augu. í annað sinn er ég leit þennan dagskárlið vora hreindýraveiðar til umræðu. Sá þáttarstjórnandi sagð- ist sæmilega sáttur við að hafa misst af morði hreindýramóður með tvo kálfa, vegna þess að það heföi ekki gefið rétta mynd af hrein- dýraveiðum að skjóta dýr á „aðeins 40 minútum". Seinna sáu þeir sam- an hjörð af dýrum sem leiðsögu- maður kallaði „bland í poka“ vegna samsetningar hjarðarinnar (kálfar, kýr og tarfar)! Vegna bílflota veiðimanna kom styggð að dýrunum sem komu sér undan upp á fjallstopp, utan skot- færis Dagsljósskotliðs. Náttúran sjálf sá um björgun dýranna, auk móðurinnar með kálfana og þoku- slæðings sem lá yfir. Ég hef verið náttúraunnandi frá því ég man eftir mér. En þótt ég stundi silungsveiði til einkaneyslu hlýt ég aö fordæma þessa skotveiði á íslands eina villta spendýri sem er þyngra en við sjálf. Með því að skjóta kýr, kálfa og sterkustu tarf- ana (vegna homanna) hljótum við að enda með veikburða stofn. Það er sannað að viðhald sterkra dýra- stofna byggist á því að sterkustu tarfamir búa yfir þeim genum sem gera dýrunum kleift að lifa af í harðgerðri náttúra okkar. Þótt ég hafi í sjálfu sér ekki á móti grisjun stofna vegna ágangs á viðkvæman hálendisgróður má ekki kenna hreindýram einum um það. Var t.d. ekki verið að smala mörg þúsund hrossum í Skagafirði nýlega? Ég var feginn að Ómar okkar Ragnarsson sá ekki um ofannefnd- an dagskrárlið, enda viðhorf hans til islenskrar náttúra virðingarvert. Það er unun að sjá hversu hann leggur sig í líma við að sýna okkur perlur lands okkar. - Ég vona að hann haldi sínu striki og að við sjálf sýnum okkar fábreyttu náttúra og okkar fallega landi þá virðingu sem það á skilið. Seðlabankastjóri og gæluverkefnið Þorkell skrifar: Enn einu sinni hefur bananalýð- veldið ísland opinberað yfirgang og frekju forráðamanna sinna. Um það mátti m.a. lesa í frétt DV laugardag- inn 20. sept. sl. - Fyrrverandi for- sætisráðherra og núverandi banka- stjóri Seðlabankans var snupraður af formanni bankans fyrir að hafa ætlað að láta bankann greiða fyrir sig ferðakostnað vegna eigin gælu- verkefnis, umhverfismála. Bankastjórinn lét sig og tók þetta á sig sjálfur, en mikið hlýtur honum að hafa fundist þetta sárt. - Vesal- ings maðurinn með aöeins rúmlega hálfa milljón í tekjur á mánuði! í Bretlandi hafa verið þær kenn- ingar að munurinn á íhalds- og verkamannaflokksmanni væri sá að íhaldsmaðurinn væri svo bældur kynferðislega í skóla að þegar hann kæmist í feitt seinna á ævinni þá sleppti hann algjörlega fram af sér beislinu í þeim efiium. Aftur á móti væri verkamanna- flokksmaðurinn svo féþurfi á sínum æskuáram, að þegar hann kæmist í álnir eyddi hann á báðar hendur. Ekki þekki ég til slíks samanburðar á íslandi. Af dæmi mínu að ofan með íslendinginn hefúr þar áreiðan- lega hvorki skort peninga né félags- skap á æskuárum. Þá er eftir ein skýring á framkomu hans og það er græðgi. Landbúnaðarvörur og lítil kaupgeta J.M.G. skrifar: Aðalvandamál bændastéttarinnar er lítil kaupgeta lágstéttarinnar í Reykjavík. Jónas á Skriðuklaustri, sem var þingmaður sjálfstæðismanna, sagði einu sinni að verkalýðsstéttimar væru líkastar sveitafólkinu. Einnig i matarvenjum. Vörurnar mættu því ekki vera svo dýrar að þessar stéttir heföu ekki efni á að kaupa þær. [LllllKltlM þjónusta allan síma kl. 14 og 16 Hátt verö á landbúnaöarvörum er ein helsta ástæöa vanda bændastéttarinnar, aö mati bréfritara. í gamla daga fengu verkamenn oft miklar launahækkanir að loknu verkfálli og sala á kjöti og mjólk jókst þá til stórra muna. Þúsundir styrkþega og verkamanna hafa nú flúið land vegna afturhaldssemi stjómvalda. Þetta fólk borðar nú sænskt og danskt kjöt og neytir mjólkuraf- urða þessara landa. Ekki á Is- landi. - Léleg kaupgeta, m.a. í Reykjavík og þéttbýlinu vítt og breitt um landið, er versta vanda- mál bænda. Félagsmálaráð- herra tók júní- uppbótina og líf- eyrissjóðina af at- vinnuleysingjum. Með því er hann að spilla fýrir því að bændur geti selt framleiðsluvörur sínar. Bændur ráða ótrúlega miklu um stjóm landsins og afturhaldsstefha þeirra er verst fyrir þá sjálfa. Fé- lagsmálaráðherrann virðist ekki skilja að sala landbúnaðarvara fer eftir kaupgetu neytendanna. DV Mjúkmælgi í guðshúsunum H.R.I. skrifar: Á það var bent í lesendabréfi nýlega að á prestastefnu i ár heföi verið rætt um að vanda þyrfti bet- ur framburð málsins okkar í guðsþjónustunum og aðgerðir munu hafa verið boðaöar. Enn stendur á þessari siðbót. Sumir prestar telja nauösynlegt að vera tungumjúkir í predikun til að hneyksla nú alls engan í hinni víösýnu og breiðu þjóðkirkju. En þegar sú mýkt leiðir til þess að framburðurinn verður: ða, ðeir, ðeim, ðeirra eins og hljómaði í minni kirkju í morgun (21. sept. sl.) þá er mjúkmælgin orðin vera- lega hvimleið. Eða þá þegar prest- urinn spyr: Hvað á baddnið að heita? Óheppni ís- landsbanka Þorbjörn skrifar: Það er eins og sífellt sé eitt- hvað að koma upp hjá íslands- banka. Ef ekki þetta þá hitt og ef ekki hitt þá þetta. Og nú flýr einn stórkúnninn í Búnaðarbankann undan íslandsbanka. Þegar sterkasta vörn íslandsbanka er að lýsa furðu sinni á brotthlaupinu þá er fátt til bjargar. En Fríkortið var frá upphafi ein allsherjar mis- tök, og á eftir að gera usla víðar en hjá íslandsbanka. Konur eða karlar heima? Katrín skrifar: I lesendabréfi í DV 17. þ.m. skrifar Bima um að mæður ættu að fara inn á heimilin sín á ný, í stað þess að setja bömin á bama- heimili. Hún lifir enn í gamal- dags, úreltum hugsunarhætti og jafnréttisstefnan hefur algjörlega farið fram hjá henni. Hvers vegna sagði hún ekki að annað hvort foreldrið ætti að vera heima? Sums staðar háttar þannig til að konan hefur hærri laun en karl- maðurinn. Þó að Birna sé ein af þeim konum sem kysi að vera heima með bömin þá þurfa aðrar konur ekkert að vera heima frek- ar en karlmenn. Þetta eru böm þeirra líka. Enga sakamenn inn í landið Kristinn Sigurðsson skrifar: Nýlega bárast fréttir af því að meintur kynferðisafbrotamaður sem fékk dóm i Finnlandi og var framseldur þangað réttilega vildi nú koma aftur til íslands. Ég tel að við höfum nóg af sakamönnum þótt við flytjum þá ekki inn. Ef svo vildi til að hann fengi land- vistarleyfi opnast ílóðgátt fyrir aðra sakamenn. íslenskir saka- menn eiga að taka út sinn dóm er- lendis ef þeir gerast brotlegir þar. Eiga þeir að njóta sérréttinda fyr- ir það eitt að vera íslendingur? Eyðimörkin vagga sið- menningarinnar Bjami Valdimarsson skrifar. Eyðimörkin er vagga siðmenn- ingarinnar. Án hennar engin Mesópótamía, Egyptaland með píramídum, engin Arabia eða ís- lam. Heldur engin kristni. Eða áttu Jesús og kölski að ræða sín mál í skrúðgarði? Engin Mongól- ía, eða Góbí meö hetjunni Gengis Khan. Sauðkindin, geitin og úlf- aldinn hafa varðveitt ómetanleg menningarverðmæti. Og nú er ís- lenska eyðimörkin í hættu af völdum áhugamanna sem vilja menga allt með grænum gróðri. Þetta er þeim mun nöturlegra af því að ótamin hross era of mörg og kvótakerfi á nautgripum og sauðfé. Hvaö er fólki hollara en kyrrð eyðimerkurinnar? Vonandi þarf ferðafólk framtíðar ekki að leita athvarfs á Grænlandsjökli eða Suðurskautslandinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.