Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 22
34 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 Fólk í fréttum____________ Björg Bjarnadóttir Hl hamingju með afmælið 24. september Björg Bjamadóttir leikskólakenn- ari, Vallarhúsum 65, ReyKjavík, er formaður Félags íslenskra leik- skólakennara. Félagið samdi um 24-26 % launahækkun um síðustu helgi eins og fram kemur í DV sl. mánudag. Starfsferill Björg fæddist að Haga á Barða- strönd og ólst þar upp. Hún lauk landsprófi á Patreksfirði, stúdents- prófi við MA 1975, lauk prófum frá Fósturskólanum 1978, stundaði þar framhaldsnám í stjórnun og lauk prófum í þeirri grein 1992. Björg hefur sótt fjölda námskeiða á sviði uppeldis- og kennslumála. Björg stundaði sumarvinnu við Hótel Flókalund á námsárunum, stimdaði grásleppuveiðar með föður sínum á sumrin og var ráðskona í vegavinnu. Björg starfaði nær óslitið hjá Dag- vist bama í Reykjavík á ámnum 1978-93, þar af í ellefu ár sem leik- skólastjóri við leikskólann Amar- borg. Hún hóf störf hjá Félagi ís- lenskra leikskólakennara 1993 og ■ hefur starfaö við félagið síðan. Björg sat í fulltrúaráði Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar, hefur frá stofnun Félags íslenskra leikskólakennara, 1988, setið í fulltrúaráði félags- ins, sat í samninganefhd þess, í stjóm þess frá 1989, varð varaformaður 1993 og hefur verið for- maður félagsins frá 1996. Hún hefur gegnt ýmsum nefndarstörfum á vegum félagsins og setið í nefnd- um á vegum mennta- málaráðuneytisins. Fjölskylda Maður Bjargar er Eiríkur Jóns- son, f. 6.7. 1951, kennari og formað- ur Kennarasambands íslands. Hann er sonur Jóns Þórissonar, kennara í Reykholti, og Halldóru Þorvalds- dóttur, fyrrv. símstöðvarstjóra. Böm Bjargar eru Edda Kristín Ei- ríksdóttir, f. 7.11. 1973, húsmóðir í Reykjavík og er dóttir hennar Björg Jessica; Rán Pétursdóttir, f. 14.2. 1982, nemi; Aðalsteinn Sigfússon, f. 16.7. 1987, nemi; Bjami Símon Sig- fússon, f. 9.1. 1990. Böm Eiríks em Hjörtur Ingi Ei- ríksson, f. 19.2. 1972, vélstjóri í Vest- mannaeyjum en kona hans er Erla Baldursdóttir kennari og er dóttir þeirra Halla María; Harpa Rún, f. 5.9. 1977, fiskvinnslukona á Akur- eyri. Systkini Bjargar era Margrét, f. 27.6.1956, ljós- móðir í Reykjavík; Jó- hanna, f. 30.10. 1958, sjúkraliði á Akureyri; Hákon, f. 20.3. 1960, for- stöðumaður á Geldinga- læk;Kristín, f. 6.2. 1961, starfsmaður við Morgun- blaðið; Haraldur, f. 19.10. 1963, bóndi í Haga; Gunn- ar, f. 29.6. 1965, sjómaður á Patreksfirði. Foreldrar Bjargar era Bjami Há- konarson, f. 27.2.1932, bóndi í Haga á Barðaströnd, og k.h., Kristín Har- aldsdóttir, f. 3.5. 1936, húsfreyja og bóndi í Haga. Ætt Bjami er sonur Hákonar, hrepp- stjóra og alþm. í Haga á Barða- strönd, bróður Eiríks skipherra, og Kristófers, föður Guðbjarts mennta- skólakennara. Hákon var sonur Kristófers, b. á Brekknavelli, Sturlusonar, smiðs í Vatnsdal, Ein- arssonar, b. í Vatnsdal, Einarsson- ar, ættfóður Kollsvíkurættarinnar, Jónssonar, bróður Arnfinns, langafa Guðrúnar, móður Kristins Guðmundssonar ráðherra. Systir Einars var Helga, langamma Bjöms Jónssonar, ritstjóra og ráðherra, föður Sveins forseta. Móðir Há- konar var Margrét Hákonardóttir, b. á Hreggstöðum, Snæbjömssonar, b. í Dufansdal, Pálssonar, b. í Álfa- dal, Hákonarsonar, bróður Magnús- ar, langafa Jóns Sigurðssonar for- seta. Móðir Bjama var Björg, dóttir Jóns Jónssonar og Kristínar Magn- úsdóttur. Kristín er dóttir Haralds, b. á Fossá á Barðaströnd, Sigurmunds- sonar, b. þar, Guðmundssonar. Móð- ir Haralds var Kristín, hálfsystir Snæbjöms Kristjánssonar í Hergils- ey, afa Snæbjöms Jónassonar, fyrrv. vegamálastjóra. Kristín var dóttir Kristjáns, hreppstjóra í Her- gilsey, Jónssonar, hreppstjóra á Kleifúm, Ormssonar, ættfóður Ormsættarinnar, Sigurðssonar. Móðir Kristjáns var Kristín Egg- ertsdóttir, b. í Hergilsey, Ólafsson- ar, afa Ástríðar, ömmu Matthíasar Jochumssonar og langömmu Muggs. Móðir Kristínar var Guðrún Öss- urardóttir. Björg Bjarnadóttir. Leikhús Afmæli ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviöiö kl. 20: ÞRJÁIt SYSTUR - Anton Tsjekhof 4. sýn. á morgun, fid., nokkur sæti laus, 5. sýn. sud. 28/9, nokkur sætl laus, 6. sýn. fid. 2/10, nokkur sæti laus, 7. sýn. sud. 5/10, nokkur sæti laus, 8. sýn. Id. 11/10, nokkur sætl laus. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Föd. 26/9, Id. 27/9, nokkur sætl laus, föd. 3/10, Id. 4/10, föd. 10/10. Litla sviöiö kl. 20.30: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Föd. 26/9, uppselt, Id. 27/9, uppselt, mvd. 1/10, uppselt, föd. 3/10, uppselt, Id. 4/10, uppselt, mvd. 15/10, uppselt, fld. 16/10, uppselt, Id. 18/10, uppselt. Sala áskriftarkorta stendur yfir Gjaíakort í leikhús - ágild og skemmtileg gjöf. Miöasalan er opin alla daga í september frá ki. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200. Leikféiag Akureyrar 4 TROMP Á HENDI Hart í bak ♦ Á ferð með frú Daisy Söngvaseiður é Markúsarguðspjall Kortasalan er hafin s. 462 1400 Frumsýningarkortin uppseld! Albína Unndórsdóttir Albína Unndórsdóttir leikskóla- kennari, Heiðarhrauni 8, Grinda-vík, varð fimmtug á sunnudaginn var. Starfsferill Albina fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Hagamelnum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Hagaskólanum, stundaði nám við Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni 1965-66, stundaði nám við Fósturskóla íslands og lauk þaðan prófum 1992. Auk húsmóðurstarfa hefur Albína stundað verslunarstörf og fiskvinnslu. Lengst af hefur hún þó starfaö við Leikskóla Grindavíkur, eða í tæp tuttugu ár. Albína situr í kjararáði Félags islenskra leikskólakennara og í félagsmálaráði Grindavíkurbæjar. Fjölskylda Albina giftist 16.6. 1968 Sigurði Magnúsi Ágústssyni, f. 13.6. 1948, aðstoðaryfir- lögregluþjórji. Hann er sonur Sveiri-bjöms Ágústs Sigurðs-sonar, skipstjóra í Grinda-vík, og Matthildar Sig-urðardóttur, húsmóður frá Hraunteigi í Grinda-vík. Böm Albínu og Sigurð- ar eru Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 1.4. 1968, búsett á Mörk á Kirkjubæjar- klaustri en sambýÚsmaður hennar er Hjalti Þór Júlíusson og er sonur Guðrúnar Sigurður Magnús Ámason, f. 1.9. 1989; Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson, f. 12.7. 1970, búsettm- í Reykjavík en kona hans er Guðný Hlíðkvist Bjamadóttir og er sonur þeirra Auðunn Hlíðkvist Sveinbjömsson, f. 30.4.1996; Unndór Sigurðsson, f. 11.2. 1976, en unnusta hans er Bryndis Björg Einars- dóttir. Systkini Albínu eru Gerður Unndórsdóttir húsmóðir; Þórdís Unndórsdóttir, bókari hjá Björgun hf; Jón Egill Unndórsson verkfræð- ingur; Símon Reynir Unndórsson tæknifræð- ingur. Foreldrar Albínu: Unn- dór Jónsson, f. 5.6. 1910, d. 11.2. 1973, fulltrúi Pósts og sima og síðar fulltrúi hjá Ríkis-endurskoöun, og Guðrún Símonar-dóttir, f. 10.9. 1914, húsmóðir og verslunarmaður. Albína er í útlöndum. Albína Unndórsdóttir. Tilkynningar ITC deildin Melkorka ITC deildin Melkorka heldur fund í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í kvöld, 24. september, kl. 20. Fundurinn er öllum opinn. Upplýs- ingar veitir Rósa í sima 557-3230. Kvenfélag Kópavogs Kvenfélag Kopavogs fer í ferðalag laugardaginn 27. sept. kl. 10 frá Hamraborg 10. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku hjá Þórhöllu í síma 554-1726 og Stefaníu, s. 554-4679. Gerðuberg félagsstarf Laugardaginn 27. sept., haustlita- ferð. Ekið til Þingvalla, létt ganga. Kvöldverður í Nesbúð, sungið og dansað. Fararstjóri Pálína Jónsdótt- ir. Lagt af stað frá Hverfisgötu 105, „Risinu“, kl. 13.30. Upplýsingar og skráning í síma 557-9020. Pokahorn Ráðhildar Plastprent hf. hefur nú sett á markað 3 nýjungar í neytendalinu sinni, „Pokahornið". Um er að ræða rennilásapoka, skrjáfpoka og nýja tegund frystipoka. Bæði skrjáfpok- amir og frystipokarnir era í þægi- legum skömmtunarbúðunum sem era einkennandi fyrir Poka- homslínuna. Ráðhildur gefur góð ráð eins og áður aftan á umbúðum allra pokanna varðandi geymslu á matvælum og hvaðp eina sem við- kemur heimilishaldi. Pokamir úr „Pokahominu" era fáanlegir í öll- um helstu matvöraverslunum. Seljakirkja Fundur æskulýðsfélagsins Sela kl. 20. Sláturmarkaður KÁ stendur fyrir, í samstarfi við SS, sláturmarkaði í verslun þess á Selfossi. Markaðurinn hefst fimmtu- daginn 25. september. Þar verður hægt að fá nýtt ófrosið slátur og allt sem til sláturgerðar þarf. Hafnargönguhópur- inn í miðvikudagsgöngu Hafriar- gönguhópsins 24. september verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20. Pétur Ármannsson arkitekt fylgir hópn- um í gönguferð um miðbæinn og segir frá byggingum og skipulagi í nágrenni Reykjavíkurhafnar. Að því loknu verður gengið um Skuggahverfið inn að Sólfari og með strönd og hafriarbökkum út í Örf- irisey og um Vesturgötuna til baka að Hafnarhúsinu. Allir era vel- komnir í ferö meö Hafnargöngu- hópnum. Ég þakka öllum þeim sem samglöddust mér á 90 ára afmælisdeginum 13. sept- ember sl. og gerðu þennan dag svo eftir- minnilegan með heimsóknum, heilla- skeytum og símtölum. Guð geymi ykkur öll. Gunnar Jónsson, Langagerði 9, Reykjavík 95 ára Ása Ólafsdóttir, Dvalarh. Höfða, Akranesi. 85 ára Sigurfinnur Ólafsson, Álfhólsvegi 125, Kópavogi. Gíslína Þ. Jónsdóttir, Aflagranda 40, Reykjavik. 80 ára Guðrún •ifmfii Ólafsdóttir, Eskihlíð 16, Reykjavík. Guðrún tekur á \ <s».f móti vinum 1 I 1 og ættingjum í sóknarsal Hall- grimskirkju í dag kl. 18-18. Ingunn Sigurðardóttir, Efra-Hvoli, Hvolhreppi. 75 ára Helga Jóhannesdóttir, Einilundi 2 D, Akureyri. 70 ára Steindór Halldórsson, Vogatungu 79, Kópavogi. Jón Lindberg Stígsson, Smáratúni 30, Keflavík. Guðni Jónsson, Laufskálum 3, Hellu. 60 ára Bergljót Jónasdóttir, Útgarði 6, Egilsstöðum. Gréta Jónsdóttir, Efra-Grímslæk, Þorlákhöfn. Þorsteinn Jónsson, Einigrund 5, Akranesi. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Kveldúlfsgötu 18, Borgamesi. Hrólfur Guðjónsson, Heiðarbæ 2, Kirkjubólshreppi. Ásgeir S. Þorsteinsson, Hringbraut 68, Hafnarfirði. Kristófer Gunnarsson, Stuðlaseli 25, Reykjavík. 50 ára Björn Már Ólafsson, Fifumýri 4, Garðabæ. Benóný Haraldsson, Hafnargötu 69, Keflavík. Hólmfríður Hreinsdóttir, Goðabyggð 14, Akureyri. Björn Búi Jónsson, Melseli 24, Reykjavík. Guðmundur Karl Jónatansson, Hringbraut 136 E, Keflavík. Elísabet Gestsdóttir, Ásgerði 8, Reyðarfirði. 40 ára Herborg Margrét Haiðardóttir, Lyngbrekku 20, Kópavogi. Hún er að heiman. Sævar Árnason, Laufengi 23, Reykjavík. Katrín Gunnvör Gunnarsdóttir, Súlukletti 3, Borgarnesi. Stefán Guðlaugur Einarsson, Heiðarbóli 21, Keflavík. Jóhann Ingólfsson, Viðigrand 13, Sauöárkróki. Oddur Sævar Andersson, Suðurhvammi 11, Hafnarfirði. Helgi B. Þorvaldsson, Fífuhjalla 2, Kópavogi. Helga Rakel Stefnisdóttir, Espigerði 2, Reykjavik. Lísa Charlotte Harðardóttir, Stuðlabergi 14, Hafiiarfirði. Signhildur Sigurðardóttir, Sólheimum, Grímsneshreppi. Sigurbjörg Óladóttir, Lerkilundi 5, Akureyri. Björgvin T. Krisfjánsson, ÁÍfatúni 9, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.