Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 13 Óvitlausar hlaupastelpur Óvitlaust vit Ungar stúlkur á ís- landi sitja ekki lengur rjóðar við rokkinn. í staðinn er komið nýtt fyrirbrigði í menning- unni sem mig langar að kalla hlaupastelpur sem fjalla um listir. Með því að margir vita ekki lengur hvað hlaupastelpa merkir er rétt að gæta að því sem segir í orðabók: Hlaupastelpa er stöng sem tengir saman fóta- fjöl og hjólsveif á rokk. Þetta er góð lýsing á því sem hlaupastelpur í menningunni gera svo hjólið á listarokknum snúist og spunakonan spinni rétta bandið í bókmenntimar. Uppgangur hlaupastelpunnar hefur átt talsverðan aðdraganda en náð hámarki með því að hrekja Jón Viðar af skjánum, mann sem var orðinn stofnun og skemmti- efni með endurteknu setningarn- ar: Nei, ég verð aö segja eins og er: Mér fannst þetta nú ekki vera nógu gott hjá Maríu Helgu. Ég hef séð hana gera betri hluti. Sjónvarpsáhorfendur biðu eftir þessum snjöllu setningum, eins og þegar Davíð Oddssyni tekst upp með sín endurteknu orð. Mönnum hjá þjóðum, sem vekja ekki fjörlega hugsun, hættir til að festast snemma í ákveðið far. Svo helsta gaman almennings er að grínast með stjómendur sína; og svipaðrar striðni gætir hjá þeim. Því verða stjórnmál lítið annað en að stjórnmálamenn atast hver í öðram. Ástæðan fyrir þessu hjá okkur er sú að við njótum þess ekki að beita vitinu heldur eftir- likingu þess. Hér á landi hefur verið talið að vitið fari eftir kynjum. Það að vera með kjaftavit þótti best hjá körlum í listarokknum veröur aö spinna rétta bandið í bókmenntirnar. en hjá konum að þær væra óvitlaus- ar. Núna er best að vera óvitlaus því óvitlaust vit hæfir fjölmiðlum. I þeim má enginn vera hvorki vitur né heimskur. Allir verða að vera óvit- lausir á skjánum. Konur eru því að ná þar yfirhönd- inni, og allt leikur í höndunum á þeim eins og áður við rokkinn. Fullboðlegt vit Þannig höfum við eignast ágætt Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur hlaupastelpulið með Kolbrúnum, Súsönnum og Siljum. Silja Aðalsteinsdóttir er reyndar kapítuli útaf fyrir sig. Vit hennar er þess eðlis að hún getur alltaf hlaup- ið í skarðið, enda sameinar hún það að vera óvitlaus og með fullboðlegt vit. Slíkt skiptir höfuðmáli, svo ekki er að undra að hún skuli hafa hlaupið í skarðið sem Jón Viðar skildi eftir sig í Dagsljósi. En ég held að Súsanna, Kolbrún og hún megi vara sig á þreytu áhorfenda svo þær ættu að nota það fýrirbyggjandi ráð að láta sér vaxa al- skegg meðan á umfjöllun stendur til að halda at- hygli manna vak- andi með glápi. Því þannig er með óvitlausa vitið í fjölmiðlunum að maður þarf oft að flýja undan því fram i eldhús og fá sér kaffisopa til að verða ekki jarðarforanum að bráð. Guðbergur Bergsson „Hér á landi hefur veriö taliö aö vitiö fari eftir kynjum. Þaö aö vera meö kjaftavit þótti best hjá körlum en hjá konum aö þær væru óvitlausar Samband kirkju og þjóðar Undanfarið hefur nokkur um- ræða verið uppi um samband rík- is og kirkju. í því tilefni lét undir- ritaður það álit í ljós hér i blaðinu (12/9) að þetta samband ætti að vera spegilmynd af tengslum kirkju og þjóðar. Meðan þau eru víðtæk og varanleg virðast for- sendur fyrir formlegu sambandi ríkis og kirkju fyrir hendi. Rakni þau er aftur á móti eðlilegt að tengsl kirkjunnar við rikið séu endurskoðuð. Aövörun frá þjóöinni í rúma öld hefur trúfrelsi ríkt hér á landi. Það hefur því um langt skeið verið stjómarskrár- bundinn réttur hvers og eins að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við eigin sannfæringu eða standa utan trúfélaga. Þá hef- ur enginn mátt neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum rétt- indum fyrir sakir trúarbragða sinna. Þrátt fyrir þennan rétt hafa um og yfir 90% þjóðarinnar kosið að- ild að þjóðkirkjunni allt fram á þennan dag. Að sönnu hefur úr- sögnum úr kirkjunni fjölgað mjög upp á síðkastið. Það sem athygli vekur í því sam- bandi er þó einkum hversu fátítt það lengst af var að fólk gengi úr kirkj- unni og hversu hröð breyting hef- ur orðið í því efni. Þótt hér sé ekki um fjöldahreyfingu að ræða skiptir miklu að þjóðkirkjunni takist að bregðast fljótt við þessu ástandi. Hér er tvímælalaust um aðvörun frá þjóðinni að ræða. Festa fremur en fjölmenni Eftir 1000 ára kristni í landinu og miðað við það hve íslensk kirkjusaga hefur þrátt fyrir allt verið laus við stórátök má segja að aðild alls þorra þjóðarinnar að kirkjunni sé hið eðlilega ástand og meta verði raunveru- legt samband kirkj- unnar við þjóðina á annan hátt. Er al- gengast í þvl sam- bandi að vísa til kirkjusóknar og þyk- ir ugglaust flestum að hún bendi fremur til sambandsleysis en líf- rænna tengsla kirkj- unnar við þjóðina. Sé hugað að is- lenskri trúarhefð gegnum aldirnar vaknar þó spuming um hvort kirkjusókn hafi nokkum tíma verið gildur mæli- kvarði á stöðu kirkj- unnar hér á landi. Strjálbýli, vega- lengdir og veðurfar öftraðu því lengst af að almenningur þyrptist til kirkju á messudögum. Kirkju- sókn einkenndist því lengst af fremur af festu en fjölmenni. Heimilin voru af þessum sökum hinar raunverulegu trúarlegu miðstöðvar hér á landi en ekki sóknarkirkjurnar eins og víða er- lendis. Þess var síst að vænta að kirkjusókn ykist með bættum samgöngum. Til þess áttu of stór- stígar breytingar sér stað á öllum sviðum þjóðlífsins. Kirkjan lenti m.a. í harðri sam- keppni við ýmiss kon- ar félagsstarf. Hér er það því ekki þátttaka í hinni al- mennu guðsþjónustu sem segir mest um samband kirkju og þjóðar heldur staða þeirra kirkjulegu at- hafna sem einkum tengja fjölskyldur og heimili við kirkjuna, þ.e. skírnar, ferming- ar, giftingar og greftr- unar. Enn sem komið er leitar langstærsti hluti þjóðarinnar til evangelisk-lútersku kirkjunnar við þessi tækifæri. Hún virðist því enn hafa stöðu raunverulegrar þjóðkirkju. Meðan svo er má telja gildar forsendur fyrir því að hún njóti þeirrar sér- stöðu sem henni er tryggð í lögum og stjómarskrá. Rofni hinir trúar- legu siðir þjóðarinnar við fyrr- greind tækifæri líkt og hefur gerst víða um heim eða taki þjóðin í stórum stíl að leita annað hlýtur tími þjóðkirkjuskipulags í núver- andi mynd hins vegar að teljast liðinn. Hjalti Hugason „Þess var síst aö vænta aö kirkju- sókn ykist meö bættum samgöng- um. Til þess áttu of stórstígar breytingar sér staö á öllum sviö- um þjóölífsins. “ Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor í guðfræði 1 IVIeð og á móti Er opinber neytendavernd nægilega öflug á íslandi? Frjálsi mark- aðurinn er mesta verndin „Ég tel þá löggjöf sem við búum við vera fullnægjandi og veiti neytend- um víðtæka vemd. Allir geta leitað síns réttar fyrir dómstólum telji þeir á sér brotið. Mesta vernd- in sem hægt er að veita neyt- endum er sú vernd sem hinn frjálsi markaður veitir því hann veitir það aðhald sem er nauðsynlegt neytendum. Við sjáum það að samkeppni á neytendavöramarkaði hefur skil- að því að verðlag hér á landi er mjög sambærilegt við verðlag í nágrannalöndunum, sérstaklega á þeim vöram þar sem sam- keppnin er mest. Þetta sýnir best kosti hins frjálsa markaðar. Sá kaupmaður sem ekki leitast við að þjóna markaðnum hann verður undir í samkeppninni. Þess vegna hafa allir kaupmenn og kaupsýslumenn beinan hag af því að veita neytendum sem besta þjónustu. Ég hef meiri áhyggjur af því að ofverndun með reglugerðar- fargani gæti skaðað samkeppni og sem eðlilegasta starfsemi hins frjálsa markaðar og þannig bein- línis orðið neytendum skaðleg." Stefán Guöjóns- son, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar Vantar um- boðsmann neytenda „Nei, hún er fjarri því að vera nægilega öflug. Það vant- ar á að þær stofnanir séu fyrir hendi sem nauðsynlegt er að hafa i hveiju þjóðfélagi til þess að tryggja þessa hags- muni. Við höfum ekki þær stofnanir sem era til staðar hjá nágranna- þjóðum okkar. Danir era til dæmis með Forbrugerrádet og Forbrager- styrelset auk þess aö vera með um- boðsmann neytenda. Við hjá Neyt- endasamtökunum erum með svip- aða starfsemi og Forbrugerrádet. Forbrugerstyrelset er aftur á móti ákveðinn eftirlits- og skoðunaraðili sem hefur að gera með skoðun á vörum og fylgjast með markaðnum með tilliti til neytendavemdar. Auk þess era Forbrugerstyrelset með eftirlit með úrskurðamefndum og kvörhmamefndum. Umboðsmaður neytenda er síðan sá aðili sem ger- ir athugasemdir við markaðsstarfs- semi sem hann telur vera andstæða eðlilegri samkeppni og óhagstæð neytendum. Vegna þess að við erum með svipað lagakerfi og Noregur og Danmörk þá vantar alveg umboðs- mann neytenda og fjármagn til starfans. Þá vantar einnig mann- skap til þess að hafa eftirlit með markaðsstarfseminni frá neytenda- hliðinni. Áhugamannasamtök, þó að þau séu góðra gjalda verð og geti gert ýmislegt gott, vantar samt sem áður alltaf ákveðinn hluta og sér- staklega er það alvarlegt að ekki skuli vera tU umboðsmaður neyt- enda.“ -ST Jón Magnússon, varaformaöur Neyt- endasamtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.