Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 24
36 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 nn Dagsljós án Jóns Viðars „Dagsljós án Jóns Viðars er eins og Simpsons án Hómers. Hvað sem hver segir þá var Jón Viðar stjarna þáttarins." Hallgrímur Helgason, í fjöl- miðlarýni, í DV. Sífr, nauð og rell „Fréttatímar Rikisútvarpsins eru undirlagðir af sífelldu sifri, nauði og relli. Launaþvargið sem dynur á manni alla daga ársins: það virðist aldrei neinn hugsa út í það hversu fréttnæmt það raun- verulega sé.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í Degi-Tímanum. Listasafn eða leikskólar „Ef ég þekki ýmsa borgarfull- trúa R-listans rétt munu þeir á næstunni skrifa greinar og benda íbúum borgarinnar á hvernig hægt væri að ráðstafa 700 milljónum króna betur til að byggja leikskóla, grunnskóla og stofnanir í þágu aldraðra heldur en að byggja listasafn í Hafnar- húsinu." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi, í Morgunblað- inu. Ummæli Vandamál R-listans „R-listinn á við ákveðin upp- stillingarvandamál að stríða þessa dagana. Þau vandamál koma ekki tU með að skipta máli sjái þeir R-listamenn ekki til þess að kennaradeilan leysist áður en tU verkfaUa kemur.“ Teitur Bergþórsson kennari, í DV. Stendur ekki undir nafni „Bærinn (Hveragerði) stendur ekki lengur undir því nafni að vera heUsubær." Arni Gunnarsson, forstöðu- maður Heilsustofnunar NFLÍ, i Degi-Tímanum. Kór Langholtskirkju syngur til styrktar viögeröum í Langholts- kirkju í kvöld. Steypustyrktar- tónleikar I kvöld kl. 20.30 mun Kór Lang- holtskirkju standa fyrir fjáröfl- unartónleikum tU styrktar um- fangsmiklum viðgerðum á Lang- holtskirkju sem staðið hafa yfir á annað ár. ÖU atriði eru í hönd- um félaga úr Kór og Gradualekór Langholtskirkju, en meðal dag- skráratriða er einleikur á píanó: Lára Bryndís Eggertsdóttir, ung- meyjakvartett úr Kór Langholts- kirkju, fjöldasöngur og Gradu- alekór Langholtskirkju og Kór Langholtskirkju syngja. Að- gangseyrir er 500 kr. fyrir fuU- orðna og 300 kr. fyrir böm. Blessuð veröldin Uppáhaldslög fyrir fiðlu og píanó Á Sólon íslandus i kvöld munu Martin E. Frewer og Sigurður Marteinsson spUa þekkt lög fyrir fiðlu og píanó á Sólon íslandus. Martin E. Frewer fiðluleikari nam í London en flutti til íslands 1983 til að spUa í Sinfóníuhljóm- sveit íslands og hefur búið hér síðan. Auk spilamennsku kennir hann í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Sigurður Marteinsson pí- anóleikari kennir þar einnig auk þess að vera virkur einleikari og undirleikari. Strandganga - Selvogur - Þorlákshöfii Strandgöngur geta verið mjög áhugaverðar og eru yfírleitt léttar og öUum færar. Ein slík leið er að ganga úr Selvogi til Þorlákshafnar. Sjálfsagt er að hefja gönguna við Strandarkirkju og geta menn gert áheit á staðnum, ef þurfa þykir, en sagan segir að Strandarkirkja hafi í upphafi verið byggð vegna áheits í sjávarháska. Gengið er á hrauni aUa leið tU Þorlákshafnar. Víða á leiðinni eru sérkennilegir klettar og skvompur meitlaðar af briminu. Eins má sjá hvemig sjórinn hefur hreinsað klappimar og hent heljar- Umhverfi björgum langt upp í land. Ef mikUl sjógangur er gerir það gönguna enn mikilfenglegri og ævintýralegri. ÖU leiðin er tæpir 20 kUómetrar og hæfilegt að ætla 5 tU 6 tíma tU göngunnar. Að sjálfsögðu má einnig hefja gönguna í Þorlákshöfn og ganga eitthvað vestur á bóginn tU dæmis í Keflavík og láta það duga. Sömu leið má svo ganga tU baka fremur en að fara beinustu leið yfir hraunið tU Þorlákshafnar. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld: Tónleikar, fyrir- lestrar og samvera „Tónlistarhátíðin heitir Ung nor- disk musik og var stofnuð af nem- endum Tónlistarháskólans í Kaup- mannahöfn og Malmö árið 1946. Hin Norðurlöndin urðu strax þátttak- endur en við komum inn síðar. Há- tíðin hefur verið haldin árlega og við erum núna að halda hana í fimmta sinn. Ung nordisk musik hefur aUa tíð verið vettvangur fyrir ung tónskáld og unga flytjendur þar sem nýjar tónsmíðar eru í hávegum hafðar," segir Tryggvi M. Baldvins- son, tónskáld og tónlistarkennari, sem hefur séð um aUan undirbún- ing hátíðarinnar sem hófst á sunnu- daginn. Tryggvi segir að það sem aðgrein- ir þessa tónlistarhátíð frá öðrum, tU að mynda Norræna músíkdaga, er að kennsla og fróðleikur er í háveg- um hafður: „Við erum með fyrir- lestra og umræðuhópa og má segja að það sé dagskrá frá því eUefu að morgni og langt fram á kvöld. Aðal- fyrirlesarinn er italskt tónskáld, Luca Francesconi, sem er um þess- ar mundir að skapa sér stórt nafn í nýju músíkinni og er einnig mjög góður fyrirlesari. Á einum aðaltón- leikum hátíðarinncir, sem eru annað kvöld í Langholtskirkju, mun Sin- fóniuhljómsveit Islands leika verk eftir hann sem nefnist Trama fyrir saxófón og hljómsveit." Tryggvi skipu- lagði hátíðina nánast upp á eig- in spýtur: „Ég lagði mikið upp úr því að gera há- tíðina sýnUegri en oft áður og tel að tekist hafi bærUega, meðal annars með því að stefna saman fólki á Sólon ís- landus á kvöldin og hafa þar nokk- urs konar sam- veru þar sem skipst er á skoð- unum. Búið er að vera mjög góð að- sókn og engin stór vandamál komið upp. Það hefur verið mér tíl happs að Tón- listarskólinn í Reykjavík hefur stutt vel við bakið á okkur. Vikuna sem hátíðin stendur var lögð niður kennsla og nemendur hvattir tU að Tryggvi M. Baldvinsson. Maður dagsins sækja tónleikana. Það hefur skUað sér í fuUu húsi, koUegum mínum norrænum tU undrunar og gleði. Það er mjög sjaldan á nútímatónleikum að það þurfi að hlaupa út og sækja fleiri stóla en það hefur gerst oftar en einu. sinni." Tryggvi á sjálfur ekkert tónverk á hátiðinni: „Það er nú einfaldlega vegna þess að ég er orðinn of aldr- aður tU að geta verið meðal þátt- takenda. Ég var aftur á móti þátt- takandi síðustu fimm ár. Stefnan er að enginn eldri en 31 árs fái verk á hátíðina enda eru tónskáldin yfirleitt enn í námi en langt komin eða nýbúin." -HK Myndgátan Fjallabak. Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn DV ísland lék síðast gegn Dönum. Á mynd- inni sést Konráö Olavsson skora. Ísland-Sviss Stórleikur verður í handboltanum í kvöld þegar íslendingar taka á móti Svisslendingum. Um er að ræða leik í undankeppni Evrópumótsins í handknattieik og er afar áríðandi að íslendingar sigri tU að tryggja sér góða stöðu. Það verður þó ekki auð- velt, svissneska liðið er sterkt og er skemmst að minnast þess að Sviss- lendingar fóru tila með íslendinga i heimsmeistarakeppninni sem háð var hér á landi 1995. Bæði liðin stilla upp reynslumikl- um liðum og valdi Þorbjöm Jensson aðeins einn nýliða í landsliðshópinn. Eitt er víst að hvomgt liðið gefur eft- ir enda stigin dýrmæt. íþróttir Ekki verður leikið neitt í fótbolt- anum í kvöld en tveir leikir verða í körfuboltanum, Reykjavíkurmótinu, sem að vísu er.haldið með þátttöku liða utan af landi. Leikimir tveir fara fram í Austurbergi. Kl. 20 leika ÍS og KR og kl. 20 leika síðan KR og Tinda- stóU. Annað kvöld verður síðan leik- ið í 1. deUd kvenna í handboltanum. Bridge Þröstur Ingimarsson varð um síð- ustu helgi Islandsmeistari í ein- menningi og er það í annað sinn sem hann vinnur tU þessa tittis. Áður hafði Þröstur orðið íslands- meistari árið 1994, en byrjað var að keppa um þennan titil árið 1992. Á þeim 6 árum sem keppt hefur verið um titUinn, hafa 4 aðUar hlotið nafnbótina íslandsmeistari í ein- menningi. Magnús Magnússon hef- ur einnig tvisvar orðið íslands- meistari, árin 1993 og 1995. Þröstur Ingimarsson vUdi ekki gera mikið úr afreki sinu í samtali við dálka- höfund og sagði að góðu gengi sínu mætti fyrst og fremst þakka því að komast hjá þvi að verða fyrir alvar- legum áfoUum. Auðvitað þyrfti með- byr til þess að vinna sigur í móti sem þessu og hann hefði verið fyrir hendi. Þröstur hefur hins vegar tek- ið þátt í þessum mótum frá upphafi og jafnan verið í toppbaráttunni. Skoðum hér eitt spU úr mótinu þar sem Þröstur fékk góða skor. Þröstur sat í vestursætinu, austur var gjaf- ari og NS á hættu: * 62 * K84 ♦ KG108 * G753 * ÁD74 V D105 •f D764 * 109 4 KG1098 972 ♦ 93 4 K64 Austur Suður Vestur Norður pass pass 1 grand pass 3 grönd p/h Þröstur opnaði á einu grandi (15- 18 punktar) og austur taldi ekki ástæðu tU að spyrja um háliti. Út- spU norðurs var tígulgosinn og Þröstur átti fyrsta slaginn á drottn- inguna í blindum en suður setti þristinn (frávísað með lágum spU- um). Hann svínaði strax laufatíunni yfir tU norðurs sem drap á gosann. Af einhverjum ástæðum, hætti norður við tígulsóknina og skipti yfir í spaðasexu. Meir þurfti Þröst- ur ekki, setti ásinn i blindum og svínaði hjartadrottningunni. Norð- ur fékk á kónginn, en vörnin gat ekki tekiö nema 4 slagi. Áframhald- andi tígitisókn hefði hins vegar ban- að spUinu. ísak Örn Sigurðsson * 53 * ÁG63 •f Á52 4 ÁD82

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.