Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 37 DV Halfveig Rúnarsdóttir sópran og höfundurinn Steingrímur Rohloff. Ljóðaflokk- urinrt Logn Þessa dagana stendur yfir tón- listarhátíðin Ung norræn músík og verða tónleikar í Norræna húsinu í kvöld þar sem leikin verða verk eftir fimm ung tón- skáld, meðal þeirra er Stein- grímur Rohloff sem er þýsk-ís- lenskur. Eftir hann verður flutt- m- ljóðaflokkurinn Logn. Flytj- endur eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Tinna Þorsteinsdóttir sem leikur á píanó. Tórúeikar Steingrímur er fæddur í Reykjavík 1971. Frá 1994 nam hann tónsmíðar hjá pólska tón- skáldinu Krzysztof Meyer í Mús- íkháskólanum í Köln. Steingrím- ur hefur unnið til nokkurra verðlauna og hefúi' verkum hans verið útvarpað í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Á þessu ári fékk Steingrímur styrk frá Filmwerkstatt Essen til þess að semja tónlist við kvikmyndir. Önnur tónskáld sem eiga verk á tónleikunum í kvöld, sem hefj- ast kl. 20, eru David Bratlie, Palle Dahlstedt, Per Magnus Lindborg og Johanna Frost. Málstofa um mannréttindi í tilefni þess að tiu ár eru lið- in frá því að Evrópusamningur- inn um vamir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu var sam- þykktur, boðar Mannréttinda- skrifstofa íslands og íslandsdeild Amnesty Intemational til mál- stofu um samninginn í Litlu- Brekku (bakhús Lækjarbrekku) i kvöld kl. 20.30. Fmmmælendur eru Jón Bjarman og Ragnar Að- alsteinsson. Miðhálendi íslands - Samnýting gagnasafna Á ráöstefnu á vegum LÍSU, samtaka um samræmd land- fræðileg upplýsingakerfi á ís- landi, sem haldin verður í dag kl. 13-17 á Grand Hótel, verður fjallað mn spurningamar hvaö sé til af gögnum, hvað þurfi að vera til af gögnum og hvaða möguleikar séu fyrir hina ýmsu notendur á samnýtingu gagna- safna. Fundarstjóri er Magnús Guðmundsson hjá Landmæling- um íslands. Samkomur Stærðfræðikennsla Dr. Jan de Lange, forstööu- maður Freudenthal-stofnunar- innar í Hollandi, flytur fyrirlest- ur í boði Rannsóknarstofhunar Kennaraháskóla íslands og Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar í dag kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist Fagmennska stærðfræði- kennara og hlutverk þeirra í samstarfi. Fógetinn: Halli Reynis kynnir Trúbadúr í kvöld mun trúbadúrinn Halli Reynis halda tónleika á Fógetanum og er tilefnið ný hljómplata sem einmitt heitir Trúbadúr. Halli verð- ur einn með gítarinn sinn á Fóget- anum enda er nýja plata hans á þeim nótum. Hann syngur og leik- ur eigin lög en fær aðstoð í nokkmm þeirra frá bassaleikaran- um Jakobi Smára Magnússyni á bandalausan bassa. Halli Reynis er fæddur 1966. Hann var um tvítugt þegar hann hóf að leika á gítar og stuttu síðar hóf hann textagerð og lagasmíðar. Halli er einn margra trúbadúra í kvöld mun trúbadúrinn Halli Reynis halda tónleika á Fógetanum. Samfelld súld eða rigning Yfir Bretlandseyjum er nærri kyrrstæð 1030 mb hæð, en lægðar- drag fyrir suðvestan land fer norður og síðar norðaustur. Vaxandi lægð er austur af Nýfundnalandi og hreyfist hún allhratt í norðaust- urátt. Fram eftir degi má búast við suð- lægri átt, stinningskalda og sums staðar allhvössu með nær sam- felldri súld eða rigningu um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustan- og austanlands verður hins vegar víðast úrkomulaust. Hiti á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands. Síðdegis kólnar heldur og styttir upp á landinu þegar vind- ur snýst til vestanáttar. Veðrið í dag Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og síðar stinning- skaldi og þokusúld eða rigning. Snýst í suðvestan- og vestankalda með smáskúrum er liður á daginn. Hiti 10 til 13 stig. sem svo eru kallaðir er fara á milli einir með gítarinn og syngja fyrir fólk við hvers kyns tækifæri. Tón- list hans ber keim af bandarískri þjóðlagatónlist en hann hefur þó skapað sér eigin stíl sem vel kemur í ljós á nýju plötunni. Áður hefur Halli Reynis gefið út tvær geislaplötur. 1993 kom út Und- ir hömrunum háu og tveimur árum síðar kom út Hring eftir hring. Tónleikar Halla hefjast kl. 22 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skemmtanir Kaffi Akureyri Dúettinn A Door is a Jar leikur á Kaffi Akureyri í kvöld. Annað kvöld skemmtir svo trúbadúrinn Halli Melló. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri hálfskýjaö 15 Akurnes súld 10 Bergsstaöir skýjað 12 Bolungarvík skýjaö 14 Keflavíkurflugv. súld 10 Kirkjubkl. súld 11 Raufarhöfn léttskýjaö 12 Reykjavík rigning 11 Stórhöföi súld 9 Helsinki skýjaö 4 Kaupmannah. þokuruóningur 9 Ósló léttskýjaö 8 Stokkhólmur skýjaö 6 Þórshöfn léttskýjaö 12 Faro/Algarve skýjaö 19 Amsterdam skýjaó 12 Barcelona þokumóöa 18 Chicago hálfskýjaö 11 Dublin þoka 7 Frankfurt skýjaó 10 Glasgow þokuruöningur 2 Halifax skúr á síö. klst. 9 Hamborg þoka 8 London skýjaó 12 Lúxemborg skýjaö 9 Malaga þokumóóa 20 Mallorca þokumóöa 15 Montreal heiöskírt 3 París léttskýjaö 10 New York hálfskýjaö 14 Orlando heiöskírt 24 Nuuk skýjaö 1 Róm skýjaó 19 Vín skýjaó 12 Winnipeg heiöskírt 17 Sólarlag í Reykjavík: 19.22 Sólarupprás á morgun: 7.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.10 Árdegisflóð á morgun: 1.10 Færð á þjóð- vegum góð Yfirleitt er færð á þjóðvegum landsins góð, en þónokkuð er um að vegavinnuflokkar séu að störf- um við lagfæringu á vegmn og er á sumum leiðum nýbúið að leggja nýtt slitlag, meðal annars á hluta Færð á vegum leiðarinnar Hveragerði-Þjórsá. Á Norðausturlandi á leiðinni Akureyri- Svalbarðsströnd er einnig nýtt slitlag og þegar austar dregur er nýtt slitlag á leið- inni Þórshöfn-Bakkafjörður og Fjarðarheiði. Ef keyrt er hratt yfir nýtt slitlag getur þar orsakaö steinkast sem fer illa með lakk á bílum. Hanna og Pálmi eignast son Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 18. september kl. 23.55. Barn dagsins Þegar hann var vigtaður reyndist hann vera 2740 grömm að þyngd og mældist 49 sentímetra. Foreldrar hans eru Hanna Lovísa Olsen og Pálmi Alfreðsson og er hann þeirra fyrsta bam. 0 Steinkast E) Hálka Q) Lokaft Ástand vega 0 Vegavinna-aögát m Þungfært Snjóþekja H Öxulþungatakmarkanir (£) Fært fjallabnum Spawn er ekki árennilegur. Spawn Laugarásbíó og Stjörnubíó hafa að undanfornu verið að sýna framtíðarmyndina Spawn. Myndin er gerð eftir vinsælli teiknimyndasögu og er aðalper- sónan striðsmaður með hæfi- leika atvinnumorðingja sem auk þess getur breytt sér í heilt vopnabúr þegar það á við. Þessi ómennski stríðsmaður var einu sinni venjulegur maður sem hét A1 Simmons. Spilltir félagar hans myrtu hann þegar hætta var á að hann kæmi upp um þá. Simmons er friðlaus í umhverfi sínu og gerir samning viö þann i neðra á sama hátt og Faust gerði forðum. Hann fær að fara til jarðarinnar til að hitta eigin- konu sína. í staðinn samþykkir Simmons að leiða her djöfulsins í þeirri viðleitni hans að eyða öllu lífi á jörðinni. Kvikmyndir í helstu hlutverkum eru Mich- ael J. White, John Leguizamo, Martin Sheen, D.B. Sweeney, Theresa Randle og Nicole Wili- amsson. Nýjar myndir: Háskólabíó: Skuggar fortíðar Háskólabíó: Morðsaga Laugarásbíó: Spawn Kringlubió: Addicted to Love Saga-bíó: Face/Off Bíóhöllin: Breakdown Bíóborgin: Hefðarfrúin og um renningurinn Regnboginn: Spitfire-grillið Stjörnubíó: My Friend's Best Wedding Krossgátan Lárétt: 1 sterk, 8 hljóðar, 9 mánuð- ur, 10 venju, 11 góð, 13 launum, 15 slá, 17 kvenmannsnafn, 18 trúan, 20 mjúk, 21 sofi. Lóðrétt: 1 aukvisi, 2 gati, 3 fiman, 4 kvæði, 5 sundfærið, 6 gelti, 7 fæðu, miklar, 14 svari, 16 karlmannsnafn, 19 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 lauf, 5 hró, 8 úlpuna, 9 tipla, 10 um, 11 agg, 13 lund, 15 eiji, 16 slá, 18 gó, 19 örlát, 21 gaf, 22 væni. Lóðrétt: 1 lúta, 2 ali, 3 uppgjöf, W fullir, 5 hnaus, 6 raun, 7 ólm, 12 gróa, 14 dáti, 15 egg, 17 lán, 20 læ. Gengið Almennt gengi LÍ 24. 09. 1997 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 71,650 72,010 71,810 Pund 115,820 116,410 116,580 Kan. dollar 51,530 51,850 51,360 Oönsk kr. 10,5490 10,6050 10,8940 Norsk kr 9,9400 9,9950 10,1310 Sænsk kr. 9,4410 9,4930 9,2080 Fi. mark 13,4580 13,5380 13,8070 Fra. franki 11,9530 12,0210 12,3030 Belg. franki 1,9450 1,9567 2,0108 Sviss. franki 48,8400 49,1100 48,7600 Holl. gyllini 35,6500 35,8600 36,8800 Þýskt mark 40,1600 40,3700 41,4700 ít. líra 0,041140 0,04140 0,04181 Aust. sch. 5,7040 5,7400 5,8940 Port. escudo 0,3949 0,3973 0,4138 Spá. peseti 0,4758 0,4788 0,4921 Jap. yen 0,597600 0,60120 0,56680 írskt pund 105,210 105,860 110,700 SOR 97,120000 97,70000 97,97000 ECU 78,8400 79,3100 80,9400 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.