Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 28
V I K I N G A L9TT9 ctð.oinna Íl|§ jyrifJíL jö 1 iLij FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið T hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 Slökkviliöiö var fengiö til þess aö reykræsta íbúöina. DV-mynd Pétur Pottur gleymdist Pottur gleymdist á eldavél í íbúð í blokk á Sauðárkróki í gær. Hús- (^•sráðendur fóru til vinnu eftir hádeg- isverðinn en gleymdu að slökkva undir pottinum. Eftir nokkra stund fór að krauma vel í með tilheyrandi reyk og ólykt. Enginn eldur var í húsinu en slökkvilið var kallað til að reykræsta. Skemmdir urðu ein- hverjar af völdum reyks en ekkert sem ekki má laga með sápu og ef til vill einhverri málningu. -sv í gegn 3. október ... „Það er bara verið að bora hérna "Kjalarnesmegin í lokin en þeir hin- um megin eru að leggja drenholuna. Gegnumbrotið er áætlað 3. október. Verkið er töluvert á undan áætlun og sem betur fer hefur allt saman gengið mjög vel, engin lekavanda- mál né annað stórvægilegt komið upp. Þetta er í rauninni lygasögu líkast,“ sagði Þorkell Eiríksson, starfsmaður við göngin, við DV í morgun. -ÖB Frakkinn ófundinn Lögreglan í Reykjavík spyrst nú fyrir um 19 ára Frakka sem átti „^pantað flugfar frá landinu 17. þessa mánaðar en skilaði sér ekki til sins heima. Lítið er vitað um ferðir mannsins en talið að hann hafi haldiö austur yflr fjall. Fólk sem gæti vitað eitthvað um ferðir mannsins er beðið að gefa sig fram því ekki er hægt að hefja skipulega leit á meðan ekki er vitað hvert á land hann fór. -sv Eldur í Pizza 67 Eldur kom upp í gasofni i Pizza 67 í Engihjalla i gærkvöld. Mönnum leist ekki á blikuna miðað við til- kynningu um eld og gas en nánast var búið að slökkva eldinn þegar slökkviliöið kom á staðinn. Skrúfað !*^ar fyrir gasið og ofnirrn borinn út úr húsinu. Engan sakaði. -sv Um 3000 raf- magnslausir á Egilsstöðum - sumarveður forðaði fólki frá vandræðum Vegna bilunar í spenni fór allt rafmagn af Egilsstaðabæ og sveit- inni í kring laust upp úr miðnætti i nótt. Talið er að um 3000 manns hafi verið án rafmagns á svæð- inu. Bilunin orsakaðist af því að einangrun sprakk á úttaki spenn- is, olía rann þess vegna af tankn- um og því sem hærra liggur. Um 400 lítrar af olíu fóru niður vegna bilunarinnar og vamarbúnaður sló spenninum út. Vonast er til þess að viðgerð verði lokið á tveimur til þremur dögum. „Við komum varaspenni í gang um klukkan hálfátta í morgun og vonandi verður þetta í lagi. Ég held að fólk hafi al- mennt ekki orðið svo mikið vart við þetta hér í bænum. Það bjargar að hér er sumarveður, afar hlýtt, um 14 stiga hiti,“ sagði Heimir Sveinsson, tækni- stjóri Rarik á Austurlandi, við DV í morgun. Aðspurður hvort honum væri kunnugt um einhver vandræði vegna rafmagnsleysisins sagðist Heimir vita til þess að prent- smiðjan hefði verið 1 gangi þegar rafmagnið fór og vitaskuld hefðu orðið einhver vandræði vegna þess. „Við erum með varalínur sem við gátum strax sett sjúkrahúsið inn á, Egilsstaðabúið, svo hægt væri að mjólka, pósthúsið og svona það helsta. Vandamálið er að línumar eru veikar og þvi var gott að að þetta tók ekki lengri tíma,“ segir Heimir Sveinsson. -sv Síðustu dagar hafa veriö hlýir á landinu og þótt Reykvíkingar hafi ekki getaö státaö af jafnháum hitatölum og Norö- lendingar hefur veriö hlýtt miðað viö árstíma og hressir krakkar því notiö góöviörisins til útileikja. Meöal annars þessir ungu og efnilegu fótboltastráKar sem sestir eru á skólabekk í Melaskóla. Þeir nota frímínúturnar til að taka nokkrar léttar sparkæfingar. DV-mynd Hilmar Þór ^ÆTLAÐI HANN A€>> GRÍPA GÆSINA - ÚT V UM GLUGGANN? j Veðrið á morgun: Rigning eða súld Gengur í hvassa sunnanátt, fyrst suðvestan- og vestanlands. Rigning eða súld um landið sunnan- og vestanvert en að mestu þurrt norðaustan til. Hiti veröur á bilinu 8-15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Veörið í dag er á bls. 37 Frá fundi útvarpsráðs í gær. DV-mynd E.ÓI. Fréttastjóri sjónvarps: Ákvörðun í dag eða á morgun „Ég veit ekki hvort það verður í dag eða á morgun sem ákvörðun um ráðningu fréttastjóra Sjónvarps liggur fyrir. Ég vil ekkert segja um hvort þetta er sjálfgert, það kemur í ljós,“ sagði Pétur Guðfinnsson út- varpsstjóri við DV í morgun. Útvarpsráð samþykkti á fundi i gær að mæla með Helga H. Jóns- syni í starf fréttastjóra Sjónvarps. Helgi fékk 4 atkvæði en Elín Hirst fékk 3. Útvarpsstjóri tekur endan- lega ákvörðun um hver fær starfið. Þá greiddi útvarpsráð atkvæði um starf framkvæmdastjóra sjón- varpsdeildar ríkisútvarpsins. Þar hlaut Ásdís Olsen fjölmiðlafræðing- ur 4 atkvæði, en Bjami Guðmunds- son rafmagnstæknifræðingur 3. Björn Bjamason menntamálaráð- herra veitir starf framkvæmda- stjóra og hann sagði við DV í morg- un að hann ætti eftir að fá gögn um málið og kynna sér þau. Það væri því óvíst hvenær hann tæki ákvörðun um ráðningu fram- kvæmdastjóra. -JSS/sme Tekinn á 148 km hraða DV, Akureyri: -Þyskt eöalmerki íílheimar e varhöf'óa 2a Sími:525 9000 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ungan mann á móts við bæinn Túnsberg á Svalbarðsströnd á sjötta tímanum i morgun en hann ók bif- reið sinni á 148 km hraða inn í rad- argeisla lögreglunnar. Ökumaðurinn, sem er á þrítugs- aldri, bar því við að hann hefði ver- ið að flýta sér enda væri hann orð- inn of seinn, en ferðinni var heitið á gæsaveiðar. Þess í staö fékk mað- urinn boð um að mæta hjá sýslu- manni í dag og fær hann væntan- lega að sjá á eftir ökuskírteini sínu í einhvem tíma. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.