Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 Fréttir Búnaðarfélag Saurbæinga fékk 5 milljónir frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins: Skilyrði um notkun pen- inganna ekki uppfyllt - peningunum ef til vill skilað aftur DV, Akureyri: Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins veitti Búnaðarfélagi Saurbæ- inga í Dalasýslu 5 mUljóna króna styrk til að eignast hlutafé í Fóður- iðjunni í Ólafsdal. Þetta átti sér stað í september á siðasta ári. Millj- ónimar fimm komu þó ekki fram í ársreikningi Búnaðarfélagsins, og þær voru ekki notaðar til að kaupa hlutafé í Fóðuriðjunni heldur veitt- ar fyrirtækinu sem styrkur. Fóðuriðjan í Ólafsdal sótti á sín- um tíma um 5 milljóna króna stuðning Framleiðnisjóðs vegna endurnýjunar á tækjabúnaði og framleiðslulínu verksmiðjunnar. Stjóm Framleiðnisjóðs samþykkti á fundi í september á síðasta ári að verða við erindinu, en þó þannig að Búnaðarfélag Saurbæinga yrði við- takandi framlagsins og verði því til kaupa á hlutafé í Fóðuriðjunni. Þá skilyrti Framleiðnisjóður að hluta- fé Fóðuriðjunnar yrði a.m.k. 15 milljónir, að meðtöldu framlagi Búnaðarfélags Saurbæinga. Til- kynning um þessa afgreiðslu var send framkvæmdastjóra Fóðuriðj- unnar. Ekki í ársreikningum Framleiðnisjóður greiddi upp- hæðina í tvennu lagi inn á reikning gjaldkera Búnaðarfélags Saurbæ- inga, í nóvember og desember, en tilkynnti stjóm félagsins ekki form- lega um skilyrði styrkveitingarinn- ar fyrr en með bréfl í apríl á yfir- standandi ári og segir Jón G. Guð- bjömsson hjá Framleiðnisjóði það hafa misfarist vegna misskilnings. Samkvæmt heimildum DV vissi enginn um þessa afgreiðslu í Saur- bæjarhreppi nema framkvæmda- stjóri Fóðuriöjunnar og gjaldkeri Búnaðarfélagsins. Peningana milli- færði gjaldkeri Búnaðarfélagsins síðan inn á reikning Fóðuriðjunn- ar, en þeir komu aldrei fram í reikningum Búnaðarfélagsins. „Þessir peningar komu til okkar sem hver annar styrkur og við viss- um ekki um neina kvöð varðandi notkun þeirra fyrr en í apríl. Bún- aðarfélagið fékk peningana og greiddi þá sem styrk til Fóðuriðj- unnar,“ segir Ásmundur Jóhannes- son, formaður Búnaðarfélags Saur- bæjarhrepps. Peningunum skilað? Hvers vegna kom ekki fram í ársreikningi Búnaðarfélagsins að það hafði fengiö 5 milljónir króna frá Framleiðnisjóði? „Einfaldlega vegna þess að þetta var ekki frágengið mál fyrir ára- mót, við höfðum ekkert í höndun- um um þetta.“ Eignast Búnaðarfélagið 5 millj- óna króna hlut í Fóðuriðjunni? „Það stendur jafnvel til, eða að peningunum verði skilað aftur, annað kemur ekki til greina. Per- sónulega finnst mér ekki rétt að vekja upp gamla drauga og breyta þeim hlutföllum að eignaraðild að Fóðuriðjunni sem samkomulag var gert um á sínum tíma. Mér fmnst ekki að Búnaðarfélagið eigi að verða 33% aðili að atvinnufyrir- tæki,“ segir Ásmundur. „Það virðist vera einhver kengur í þessu þarna fyrir vestan. Þeir hafa frest til að leysa málið en það er alveg ljóst að skilyrði sjóðsins fyrir þessari styrkveitingu var að Búnaðarfélagið eignaðist hlutafé í Fóðuriðjunni, og gerist það ekki verður peningunum skilað," sagði Jón G. Guðbjömsson hjá Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins. -gk Afskriftir viðskiptabankanna: Bunaðar- bankinn stendur best - líkt á komið með hinum bönkunum Búnaðarbankinn ber nokkuð af Landsbanka og íslandsbanka þegar borin eru saman hlutföll bankanna af heildarútlánum hvers banka og því hlutfalli sem þeir hafa greitt inn á afskriftareikninga sína. Á síðasta ári voru útlán Lands- bankans rúmir 80 milljarðar króna sem era 48,8 prósent af öllum útlán- um bankanna þriggja. Landsbank- inn hefur á síðustu sex árum greitt 11,8 milljarða inn á afskriftareikn- inga sem eru 51,7 prósent af því sem bankarnir hafa lagt til hliðar til að mæta töpuðum útlánum. íslandsbanki var með 45,5 millj- arða i útlánum í lok síðasta árs sem eru 27,5 prósent af útlánum bank- anna þriggja. íslandsbanki hafði lagt á afskriftareikning 6,8 milljarða sem eru 29,8 prósent af heildinni. Útlán Búnaðarbankans voru í árslok 1996 39,2 milljarðar króna sem eru 23,7 prósent af útlánum 60% 50 40 30 20 10 0 Hér sést hvernig heildarútlán og grelðslur inn á afskriftareiknlnga skiptast á milli viðskiptabankanna þriggja Hluti af heildarútlánum í lok árs 1996 afframlögum á afskriftareikninga siöustu 6 ár 13,3% 80,6 millj. 11,8 millj. 45,5 millj. 6,8 millj. 39,2 millj. 4,2 millj. Landsbanki íslandsbanki Búnaðarbanki jiyj bankanna þriggja. Á síðustu sex árum lagði Búnaðarbankinn 4,2 milljarða króna á afskriftareikning til að mæta vafasömum útlánum sem eru 18,5 prósent af því sem bankamir þrír hafa lagt til hliðar til að mæta áföllum vegna útlána á síð- ustu sex árum. -sme Dagfari Grenjað á Grettisgötunni Allt er hey i harðindum. Nú hef- ur fólk tekið upp á því að kvarta opinberlega undan því að hús séu löguð til. Stillansar eru taldir til lýta. Vandaður frágangur húseig- anda á Grettisgötunni á húsi sínu hefur orðið til þess aö nágrannar klaga hann til borgaryfirvalda og borgaryflrvöld setja dagsektir á eiganda hússins, þangað til hann lýkur við viðgeröir á húsi sínu. Er þetta hægt?. Það er jafnvel fundið manninum til foráttu að hann skuli vera for- maður ibúasamtaka á Skólavörðu- holti. Formaðurinn má sem sagt ekki setja upp stillansa til að laga húsið hjá sér, af því að hann er for- maður!! Á Grettisgötunni eru mörg falleg hús, enda Grettisgatan með heimilislegustu götum borgarinn- ar. En þar eru líka mörg ljót hús. Gömul og ljót. Húsin geta ekki gert að því og heldur ekki eigendur þeirra. Þau voru byggð löngu fyrir þeirra daga. Húseigandinn á Grett- isgötu 40b, Magnús Skarphéðins- son, hefur metnað fyrir hönd síns húss, alveg eins og Magnús hefur orðið frægur fyrir metnað sinn í umhverfismálum og verndunar- málum, hvalamálum og Green Peace-málum og þetta er maður sem hefur metnaö til aö hafa líf- rænt umhverfi og vistvænt og snyrtilegt. Þar á meðal húsið sitt. Þess vegna hófst Magnús handa um viðgerðir á húsi sínu fyrir átta árum og raunar löngu á undan flestum öðrum við sömu götu og löngu áður en það komst í tísku að gera við húsin sín. Magnús er ekki að gera við húsið sitt að gamni sínu. Hann gerir það af umhyggju fyrir nágrenninu og svo koma menn og gagnrýna hann og segja að hann sé alltof lengi að gera viö húsið hjá sér. Er þetta fólk að mæla með því að nágrannamir lagi ekki neitt eða vilja þeir að öO- um viðgerðum sé hespað af, þannig að ekkert verði almennilega gert? Vilja þeir að Magnús, eigandi Grettisgötu 40b, taki niður stiO- ansana áöur en viögerð er lokið? Reynar er spurningin sú hvort Grettisgata 40b sé í rauninni ekki betur útlítandi með stiUönsunum uppi, heldur en að láta húsið standa ófrágengiö án stillans. Þetta er spuming um smekk. Menn geta haft skiptar skoðanir á því hvort Grettisgata 40b sé faUegt hús eða ljótt, en aUir geta verið sammála því sem séð hafa húsið að það hef- ur verið i heldur dapurlegu ástandi og ekki beint tU fegurðarauka fyrir hverfið og þess vegna kann að vera betra að hafa stiUansana hangandi uppi áfram tU að skýla húsinu og koma í veg fyrir að lýti þess sjáist. Jafnvel næstu átta árin. Svo eru menn að amast við því að hamarshögg heyrist á kvöldin. VUja þeir kannske að Magnús mundi hamar sinn á nóttinni? Eða vUja þeir að Magnús sé á kafi i við- gerðunum um miðjan dag í al- björtu veðri og aUir geta séð hvem- ig viðgerðimar líta út? Sannleikur- inn er líka sá að Magnús á ekki annað eftir en að lagfæra tvo glugga. Það getur tekið einhvern tíma og ef borgin ætlar að ganga á eftir dagsektum þann tíma, sem ella mundi taka að laga tvo glugga, getur svo farið að Magnús hafi aUs ekki efni á að laga þessa tvo glugga. Og hvað þá? Hér er um ofsóknir að ræða á hendur einu húsi sem ekki hefur annað gert en standa þama á Grettisgötunni og ofsóknir á hend- ur einum manni sem ekki hefúr annað gert en tekið sér tíma við að gera við það. Eru menn ekki leng- ur frjálsir að því að eiga hús á Grettisgötunni? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.