Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
Útlönd
Blóðug nótt í úthverfi Algeirsborgar:
Fórnarlömbin
skotin og skorin
Þrýsta enn á
Yasser Arafat
Bandarísk stjómvöld lögðust á
Yasser Arafat, forseta Palestínu-
manna, af auknum þunga í gær
og þrýstu á hann að ganga nú
milli bols og höfuðs á palestínsk-
um hryðjuverkamönnum. Israel-
ar höfðu fyrr um daginn upplýst
aö síðustu sjálfsmorösárásimar í
ísrael hefðu verið verk Palestínu-
manna af Vesturbakkanum úr
skæruliðahreyfingimni Hamas.
James Rubin, talsmaður
bandaríska utanríkisráöuneytis-
ins, sagði fréttamönnum í gær að
tíðindin sem hefðu borist frá ísr-
ael bentu greinilega til ábyrgðar
Arafats.
Yfirlýsing Jaglands:
Vilji flokks-
manna
DV, Ósló:
Kjell Engebretsen, þingmaður
Verkamannaflokksins á norska
Stórþinginu, segir þau skilyrði,
sem Thorbjörn Jagland setti fyr-
ir kosningar, um að fengi flokk-
urinn ekki sama stuðning og í
siðustu kosningum færi hann frá
völdum, hafa notið almenns
stuðnings flokksmanna. Það hafi
verið mat flokksins að pressan á
flokknum, sem sat í minnihluta-
stjóm, hafi verið orðin of mikil
og þvi nauðsynlegt að fá sterkara
umboð kjósenda til að stjóma
áfram. Því hafi verið breið sam-
staða um að vikið yrði frá völd-
um ef flokkurinnn fengi ekki að
minnsta kosti sama fylgi.
Allt stefnir nú í það að Kristi-
legi flokkurinn, Miöflokkurinn
og Norski vinstriflokkurinn taki
við stjómartaumum á næstu vik-
um undir forsæti Kjell Magne
Bondevik. Engebretsen segir þá
stjómarmyndun vera mögulega
þar sem öllum „erfiðum málum“
á borð við Schengen, byggingu
nýrra gasorkuvera og EES hafi
veriö ýtt út af borðinu. Hann
sagði Bondevik vera það sjóaðan
í stjómmálum aö ekki væri ótrú-
legt að nýja stjórnin héldi velli
út kjörtímabilið.
íslamski frelsisherinn (FIS) í Alsír
tilkynnti í morgun að hann mundi
láta af baráttu sinni gegn stjómvöld-
um þann 1. október til að hægt væri
að fletta ofan af þeim sem bera
ábyrgð á fjöldamorðum á óbreyttum
borgurum að undanfórnu.
Madani Mezerag, leiðtogi FIS,
sagði í yfirlýsingu sem hann sendi
frá sér að önnur hreyfing, Vopnaða
íslamssveitin (GIA), hefði staðið
fyrir fjöldamorðunum.
Allt að tvö hundruð óbreyttir
borgarar voru myrtir i fjögurra
klukkustunda blóðbaði í Baraki,
einu úthverfa höfuðborgarinnar, Al-
geirsborgar, aðfaranótt þriðjudags-
ins. Mikil skelfing greip um sig
meðal íbúanna. Yfirvöld segja að 85
hafi fallið og 67 særst.
Þeir sem sluppu lifandi úr klóm
morðingjanna sögðu alsírska ríkis-
útvarpinu að árásarmennirnir
hefðu skotið á konur og böm þegar
þau reyndu að flýja.
„Fólk var skotið niður þegar það
reyndi aö komast undan og þeir
sem náöust voru skomir á háls,“
sagði kona ein í viðtali við útvarpið.
Maður að nafni Jilali sagði að
vopnaðir menn hefðu laumast inn i
hverfið á mánudagskvöld, tveimur
og hálfri klukkustund áður en dráp-
in byrjuðu.
„Þeir vörpuðu sprengjum inn í
húsin og skutu svo um leið og þeir
kölluðu á fórnarlömbin með nafni:
Ómar, komdu þér út, Múhameð,
komdu þér út,“ sagði konan sem áð-
ur var vitnað í.
Á myndum sem ríkissjónvarpið
sýndi mátti sjá gólf húsanna útötuð
blóði og ösku úr brunnum húsgögn-
um. Sjónvarpið sýndi einnig mynd-
ir af hundrað íbúa hverfisins sem
höfðu safnast saman á götum úti.
Um 60.000 manns hafa fallið í
skáhnöldinni í Alsír frá 1992 þegar
stjómvöld aflýstu kosningum sem
bókstafstrúarmenn hefðu unnið.
Reuter
Hinn tólf ára gamli Khaled Jannoun, sem býr í Beirút í Lfbanon, tekur sér hlé frá vinnu sinni á málmsmíöaverkstæöi
til aö gefa páfagauknum Jikot aö boröa fræ. Khaled segir aö páfagaukurinn hafi vanist aö boröa af tungunni á sér
og hann kunni því bara vel. Ekki er aö sjá annað en aö pilti líki þaö vel líka. Sfmamynd Reuter
LÍnU Á VEROIÐ!
VP
VP-K70sjómaipsmyndtóliner8mm, með
14 x -aödraetti, einstaklega Ijósnaem - aðeins 2 lux, jótum
mismunandi foretillingum á upptöku, þremur mismun-
andi myndáhrifum (Art Effect), dags/tfma, Edit-
innsetningu, óarstýringu og fj ölmötgu fleira.
VP-K80 sjómapsmyndwélin er 8mm, með
16 x -aðdreetti, einstaklega Ijósnæm - aðeins 2 lux, með HiFi-stereo-
upptöku, Edit-innsetningu, dags./t!ma, þráðlausri jarstýr-
ingu, fimm mismunandi forstillingum é upptöku, K
nærlinsu, innbyggðu Ijósi og flölmörgu fleira.
lusn darstyr-
u, Maao-
_________VP-H65sjónvarpsmyndavéliner
i, með 12 x -aðdrætti, einstaklega Ijósnæm - aðeins
x, þráðlausri flarstýringu, dagsrtlma, fimm mismunarrdi
tillingum á upptöku, þremu mismunandi myndáhritþm
: Effect), Edit- innsetningu og pmörgu
OþH Iau9»rjafla kl. 10:00 • 14:00
VP-H68 sjónvarpsmyrdavélin er
Hi-8, með 24 x -aðdrætti, einstaklega Ijósnæm - aðeins
3 lux, þráðlausri flarstýringu, dags./tíma, fimm mismurandi
fbrstillingum á upptöku, fimm stafrænum myndáhrifum,
Edit- innsetningu, Ijósi og pmörgu fleira.
Grensásvegi 1 1
Sími: 5 886 886
Forseti Póllands:
Viðurkennir sigur
andstæðinganna
Forseti Póllands, Aleksander
Kwasniewski, viðurkenndi meö
semingi í gær að andstæðingar hans
úr Samstöðu gætu myndað næstu
stjóm landsins eftir kosningasigur
þeirra á sunnudaginn.
Kwasniewski, sem er fyrrverandi
kommúnisti, kvaðst telja að Kosn-
ingabandalag Samstöðu og Frelsis-
sambandið, sem varð í þriðja sæti í
kosningunum, myndu jafna ágrein-
ing sinn og mynda samsteypustjórn.
Kosningabandalag Samstöðu og
Frelsissambandið ráðgera að hefja
stjórnarmyndunarviðræður í dag.
Kosningabandalagið mun einnig
ræða við tvo aðra flokka sem hlutu
færri atkvæði.
Kosningabandalag Samstöðu
hefur ekki nefnt forsætisráðherra-
efhi. Leiðtogi bandalagsins, Marian
Krzáklewski, er sagður hikandi.
Samstarfsmenn hans segja að hann
vilji heldur verða forseti neðri
deildar þingsins.
Reuter
Óvíst um dauðadóm yfir
bresku hjúkrunarkonunni
Bróðir ástralskrar hjúkrunarkonu
sem var myrt í Sádi-Arabíu hefur
enn ekki ákveðið hvort hann mun
krefjast dauðadóms yflr breskri
hjúkrunarkonu sem fregnir herma
að hafi verið fundin sek um morðið.
Lögfræðingar hinnar bresku
Deborah Parry sögðu í gær að hún
hefði verið fundin sek um morðið á
Yvonne Gilford í Dhahran í desem-
ber síðastliðnum. Dauðadæmdir
fangar í Sádi-Arabíu era hálshöggn-
ir á almannafæri.
Önnur bresk hjúkrunarkona,
Lucille McLauchlan, ku hafa verið
dæmd til átta ára fangelsisvistar og
500 vandarhagga fyrir hlutdeild í
morðinu.
Utanríkisráðherra Ástralíu sagði
hins vegar að enginn dómur hefði
verið kveðinn upp yfír Parry. Breska
utanríkisráðuneytið staðfesti dóm-
inn yfir McLauchlan en gat ekki
staðfest dóm Parry. Reuter
Stuttar fréttir :dv
Flóð vegna fellibyls
Hundrað Mexíkómanna era
strandaglópar á þjóðvegum
vegna fellibylsins Nóra sem
gengið hefur yflr landið.
Þjóðverjar óttast glæpi
Borgarstjóri Hamborgar,
Henning Voscherau, segir inn-
flytjendur og aukna glæpi eiga
sök á ósigri flokks síns í nýaf-
stöönum kosningum.
Clinton hótar
Leiðtogar demókrata og
repúblikana á
bandaríska
þinginu sam-
þykktu að
ræða breyting-
ar á lögum um
framlög vegna
kosningabar-
áttu eftir að
Clinton hótaði
að þingmenn fengju ekki að fara
heim fyrr en þeir fjölluðu um
málið.
Bjartsýnn á samskipti
Utanríkisráðherra Klna, Qian
Qichen, sagðist í gær vera bjart-
sýnn á bætt samskipti við
Bandaríkin eftir flokksþing
Kommúnistaflokks Kína sem ný-
lega var haldið.
Ljósmyndarar mótmæla
Franskir blaðaljósmyndarar
ætla að efna til mótmæla í dag
til að styðja þá 10 ljósmyndara
sem hafa verið sakaðir um að
vera valdir að dauða Díönu
prinsessu.
Greiða skuldir sínar
Japan og evrópsk bandalags-
ríki Bandaríkjanna kváðust í
gær borga skuldir sínar til SÞ á
réttum tíma. Hið sama ættu
Bandaríkin að gera.
Hagvöxtur í Rússlandi
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
sagði í þing-
ræðu í morg-
un að búast
mætti við hag-
vexti í Rúss-
landi á næsta
ári. Forsetinn
sagði einnig
að hlutverk
ríkisins í efna-
hagsmálum ætti að vera meira.
Herskip með slökkvilið
Tvö herskip frá Malasíu komu
í morgun til Indónesíu með 1040
slökkviliðsmenn sem eiga að
reyna að slökkva skógarelda á
svæðinu.
Viðgerð í Mir
Áhöfnin í rássnesku geimstöð-
inni Mir gerði í morgun við
loftsíu sem bilaði fyrr í vikunni.
Bandaríkjamönnum var sagt að
þeim væri óhætt að senda geim-
fara til stöðvarinnar.
ETA-menn drepnir
Tveir meintir félagar í ETA-
samstökunum vora drepnir i
skotbardaga í Bilbao ó Spáni í
morgun. Hermaður særðist i
skotbardaganum.
Spielberg slasaður
Kvikmyndaleikstjórinn
Steven Spiel-
berg slasaðist
lítils háttar i
árekstri í gær-
kvöldi á leið á
frumsýningu á
myndinni The
Peacemaker í
Los Angeles.
Leikstjórinn
missti af frumsýningunni en
fékk að fara heim af sjúkrahúsi
eftir skoðun.
Nauðlenti íAþenu
Flugvél frá gríska flugfélaginu
Olympic Airways, af gerðinni
Domier, með 18 farþega og flug-
liða nauðlenti í úthverfi Aþenu í
morgun. Vélin hafði reynt aö
lenda á eyjunni Milos en sneri
við vegna bilunar. Reuter