Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1997, Side 2
i6 kvikmyndir Laugarasbíó -187: Kennari á gráu svæði *** í Dangerous Minds fékk Michelle Pfeiffer það verk að kenna vand- ræðaunglingum i fátækrahverfi í Los Angeles og hélt maður satt besta að segja að allt hefði verið hægt að segja um þessi mál í þeirri kvikmynd og nokkrum öðrum sem hjakkað hafa í sama fari. Því er það að byrjun- in á 187 er ekki neitt til að vekja upp spennu eða áhuga, enda liggur við að myndin gerist í sama hyerfi og í sama skóla og Dangerous Minds. Samt verða snögg kaflaskipti i 187 sem aðgreinir hana frá öðrum slíkum myndum, kaflaskipti þar sem kennarinn sjálfur er kominn í sömu hættulegu sporin og nemendur hans. Þessi óvænta stefnubreyting frá hinu hefðbundna gerir 187 mjög svo áhugaverða enda er tekist fyrst og fremst á um siðferði, hvað má, hvað ekki má og hvað er rétt og hvað er rangt. Samuel L. Jackson leikur kennarann Trevor Garfield sem kennir vandræðaunglingum í New York. Hann verður fyrir því að einn nem- enda hans, sem féll á prófi, gengur næstum af honum dauðum. Þetta er ekki bara mikið likamlegt áfall fyrir Trevor heldur einnig sálrænt þar sem Trevor var kennari með hugsjón. Ári síðar er Trevor kominn til Los Angeles og fær starf sem forfallakennari. Vonbrigði hans eru mikil þegar hann sér að hann er að fá upp í hendurnar sams konar nemanda og hann hafði kennt í New York. Hvað gerir kennari sem hefur misst trúna á hugsjónina, hefur samt trú á því góða í manninum, vill hjálpa einstaka nemendum en telur sér trú um það sé ekki hægt nema illkynja æxli séu skorin burt? 187 (sérstaklega óspennandi nafn á kvikmynd, nafn sem merkir visst útkall hjá amerísku lögreglunni) er nokkuð brokkgeng og fer stundum yfir strikiö. Má þar nefna Deer Hunter-atriðið í lokin. Á móti koma vel gerð atriði þar sem samband nemanda og kennara eru í brennidepli og það er stíll yfir vinnubrögðum Kevins Reynolds. Það er samt Samuel L. Jackson sem heldur myndinni saman og er leikur hans sterkur og áhrifamikill. Leikstjóri: Kevin Reynolds. Handrit: Scott Yagemann. Aðalleikarar: Samu- el L. Jackson, John Heard og Kelly Rowan. Hilmar Karlsson Háskólabíó/Bíóhöllin — Volcano: Eldfjöll allra landa sameinist ** Þetta var allt í lagi meðan ísinn entist en svo fór að halla undan fæti. Fyrst steikj- ast nokkrir verkamenn. Þá reynir almanna- vamamaður Mike Roark (Tommy Lee Jo- nes) að sannfæra ýmsa yfirmenn um að hætta sé á ferðum. En tekst ekki. Þá reynir jarðeðlisfræðingur, dr. Amy Barnes (Anne Heche), að sannfæra Roark um að hætta sé á ferðum. En tekst ekki. (Og nei ég rugl- aði ekki röðinni.) Svo kemur eldgos. Og svo heldur það áfram. Einhvem veginn svona hafa handritshöfundar, Jerome Armstrong (sem er arki- tekt) og Billy Ray, skrifað niður handritið sitt, en þeir í félagi við leik- stjórann virtust hafa enn minni hugmynd um hvað var á seyöi í þessari mynd en Roark og Bames, og áberandi minni stjóm á því. Það er synd að þessi stórskemmtilega stórslysamyndabylgja virðist ætla að ganga sér svona fljótt til húðar, vonandi er Volcano bara svart- ur blettur en ekki endalokin. Heimsendastemningin er þó ríkjandi - líkt og í svo mörgum bandarískum myndum undanfarin ár (ID4 kannski besta dæmið), sjálfseyðingarhvöt Bandaríkjamanna virðist sterkari en nokkru sinni áður - en klikkar ekki á að gefa nýja von; seinna eldgosið er eins konar guðlegur eldstólpi leikinn af tölvu. Tæknibrellumar virt- ust ekki endast út myndina fremur en handritið. Náttúruhamfarir eru oft gerðar táknrænar fyrir tiiflnningar og í þessu tilfelli er spilað mikið á kynþáttaátökin í Los Angeles. Eldgosið og hamfarimar virka þá sem friðarboði þar sem allir hjálpast að og allir verða eins undir öskulaginu. Við þetta bætist svo yfirþyrmandi hetjuskapur manna og kvenna og allt er þetta ákaflega þunnt og holt að innan og lítt sannfærandi. Tommy Lee Jones sýndi litla takta og Anne Heche virtist líka hálftýnd í handritshel- víti þessu, og enn er ástæða til að kvarta yfir tónlist Alans Silvestri. Það hefði verið best að sprauta bara vatni yfir þetta allt saman, það var þaö sem þeir gerðu á íslandi. Leikstjóri: Mick Jackson. Handrit: Jerome Armstrong og Billy Ray. Tón- list: Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Anne Heche, Don Chea- dle, Gaby Hoffmann, Keith David, Jacqueline Kim.Úlfhildur Dagsdóttir FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997 XjV að sannfæra hann um að hann þurfi að taka sér frí. Finnbogi veit hins vegar það sem allir athafna- menn vita: Ef þú ætlar þér munað þarftu fyrst að byggja upp veltu. Hann kaupir því lítið, gamalt bak- arí sem lengi hefur verið til sölu. Þar hyggst hann ná upp veltunni til að koma sér og konu sinni í langt og verðskuldað frí til heitari landa. Á sama tíma og hjónin reyna að fóta sig í bakarissrekstrinum fetar sonur þeirra, Bjartmar, sig áfram i ábatasömum viðskiptum með úr sér gengnar Lödur sem rússneskir sjómenn undir forystu hins herskáa Viktors vilja ólmir kaupa. Auk þeirra Ólafiu Hrannar og Jó- hanns leika í myndinni Ólafur Darri Ólafsson, sem leikur son þeirra hjóna, Edda Björgvinsdóttir, sem leikur eiganda bakarís sem ekki þolir samkeppnina, og Ingvar Sigurðsson sem leikur foringja rússnesku sjómannanna. Óskar Jónasson er, auk þess að leikstýra myndinni, handritshöf- undur, en óhætt er að segja að hann hafi leitað nýrra leiða við handrits- skrifin. Óskar setti þróun persón- anna í hendur leikara sem spunnu texta sem Óskar vann síðan einn úr. Kvikmyndatökumaður var Sig- urður Sverrir Pálsson, Leikmynd gerði Ámi Páll Jóhannsson. Kjart- an Kjartansson sá um hljóð og tón- list samdi Ólafur Gaukur. Myndin er sýnd í þremur kvikmyndahús- um, Háskólabíói, Stjömubíói og Sam-bíóum. Spielberg fer í stríð Steven Spielberg er þessa dag- ana að leikstýra þriðju kvikmynd sinni á tveimur áram. Þegar er búið að sýna Jurassic Park: The Lost World. Amistad verður ein af jólamyndunum vestanhafs og nú vinnur Spielberg hörðum höndum við gerð stríðsmyndarinnar Saving Private Ryan. Hafa tökur að mestu farið fram á írlandi. Þessar þrjár kvikmyndir em mjög ólíkar efnis- lega, Lost World var vísindaskáld- skapur, 1 Amistad kafar Spielberg i sögu Bandaríkjanna og í Saving Private Ryen er það sjáifur D-dag- urinn, innrásardagurinn í Norm- andi í seinni heimsstyrjöldinni sem er umgjörðin. í Saving Private Ryan leikur Tom Hanks liðsforingjann Miller sem fær það verkefni ásamt félög- um sínum að gera tilraun til að bjarga hermanninnum Ryan sem er í haldi Þjóðverja. Það er mikið í húfi þar sem Ryan er nokkurs konar þjóðhetja í Bandaríkjunum. í gær var frumsýnd ný íslensk kvikmynd eftir Óskar Jónasson. Um er að ræða gamanmynd um hjón sem leitast við að upplifa ís- lenska drauminn; að auðgast hratt og komast í langt frí til heitari landa. Þau kaupa niðurnítt bakari og byrja að baka, meira af vilja en getu, og komast að því að sumum er sýnd veiði en ekki gefin. Hjónin eru þau Lísa og Finnbogi, sem leikin era af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jóhanni Sigurðar- syni. Þau hjón eru nýlega flutt á mölina frá Seyðisfirði þar sem þau «3 höfðu um árbil rekiö litla útgerð og pylsuvagn. Finnbogi er kappsamur og duglegur maður sem hefur lengi alið með sér þann draum að auðg- ast á athafnamennsku. Hann á það til að fá góöar hugmyndir, eins og til dæmis að ganga í hús og selja kíkjugöt á þeim forsendum að þannig geti fólk losnað við að opna fyrir farandsölumönnum. Lísa hefur þungar áhyggjur af manni sínum sem henni finnst vinna of mikið. Hana dreymir um að komast í frí á sólarströnd með Finnboga sínum og reynir í sífellu Rússneskir sjómenn sem vilja eignast Lödu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.