Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 10
24 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 JjV hús og húsbúnaður Hlýir litir ráðandi „Tískan í innimálun er meira að færast yfir í hlýja liti, gula tóna, mosagrænt og bláa liti á veggi og hvít á loft. Dökkir litir verða áfram inni en pastellitimir eru á undan- haldi,“ segir Gísli Sveinbergsson, málarameistari og einn eigandi Litalands í Hafnarfirði. Verslunin opnaði fyrir rúmu ári og þar starfa aðeins fagmenn í málningarvinnu. Mikiö er lagt upp úr ráðgjöf við litaval og fólki er leiðbeint í gljá- stiganotkun. Boðið er upp á heima- þjónustu, komið er heim til fólks, því leiðbeint í litavali og annarri faglegri vinnu því það að mála er víst ekki bara að mála ... Gísli segir að fólk þiggi mjög gjama þá þjónustu sem fyrirtækið býður upp á, einkum á sumrin þeg- ar unnið er að útimáluninni. Mál- arameistarar fyrirtækisins komi á staðinn og ráðleggi fólki með fram- kvæmdina. Ef eignin þarf mikið við- hald benda þeir fólki á verkfræð- inga sem gera úttekt á eigninni. Hann segir að viðhald geti orðið fólki dýrt ef mikil vitleysa á sér stað við val á efni og vinnu. Allt um húsbúnað ókeypis upplýsingar www.gulalinan.is ^81h8000j Mikið urval af vönduðum gluggatjaldaefnum á góðu verði Ráöleggjum - mæiuin - oauniuin - ocgum umiI Z-brautir & gluggatjöld hf Faxafeni 14,108 Reykjavfk, slmi 81 30 70 & 81 23 40 Ovanalegar gluggaskreytingar Litil fuglahús, skilrúm með húsa- lagi og fuglagötum, blóm og brúður, allt eru þetta góðar og gildar skreyt- ingar í gluggum. Þessir fallegu mun- ir eru hannaðir af Jóni Bergssyni, sem senn opnar verslun í Miðbæjar- markaðnum. Þar ætlar hann að selja muni eftir sjálfan sig, innflutta trévöru frá Bandaríkjunum og fleira smátt. Hann hefur um árabil rekið heildverslun með sama vam- ingi en nú er komið að því að opna eigin verslim, opna almenningi. Nýtt við gólfhreinsun: Rafknúinn gufuskrúbbur frá Ítalíu Hún skúrar öll hörð gólf með gufu og sótthreinsar þau um leið. Erfiðustu blettum er ætlað að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Vélin er ekki ryksuga en samt rafknúin. Hún er létt sem lipurtá og kemst þangað sem vert er að ná í gólfþrif- um, á verði við flestra hæfi. Getur það verið betra fyrir parket-, dúka- og flísaóða þjóð? Þannig gæti auglýsingin um nýj- an gufuskrúbb hljómað sem Pfaff ætlar að flytja til landsins. DV próf- aði kynningareintak af tækinu og komst að því að um margt virðist þetta ágætistæki. Það gufuhreinsar gólfin en gömlu korkflísarnar min- ar urðu mjög mattar eftir þvottinn. Þannig fer víst hitinn með flest bón. Hins vegar virkaði tækið glimrandi á flísarnar á baðinu eftir að búið var að sópa gólfið. Skrúbban heitir Vapori, er frá Ítalíu og vegur aðeins 2,9 kg. Verðið er enn óvíst en gæti endað einhvers staðar á bilinu 6-8.000 kr. -ST rTrwi rrIsggn ui rrmiitilMfi fii föffrrf INNRETTINGAR Flutningar ÍAð mörgu er að hyggja þegar flutningar eru framundan. Und- Iirbúningur getur skipt miklu máli þegar á hólminn er komið. Á að kaupa þjónustu við flutningana eða á aö fram- kvæma sem mest á eigin veg- um? Hægt er að kaupa þjónustu við alla þætti flutninga, allt frá Íþví að taka niður úr hillum og pakka niður og taka upp aftur. Ef ekki á að kaupa þjónustu ; er nauðsynlegt að viða að sér % eftirfarandi: | - Kössum af ýmsum stærðum | og gerðum. Þægilegt getur ver- | ið að hafa kassa undir bækur I og þess háttar af sömu stærð og lögun. (Athuga hvað er til í geymslunni undir raftæki og | fleira.) 1 - Límbandi og rúllu með : skafti og skera. I- Bóluplasti eða svampi utan mn viðkvæma hluti og myndir. - Dagblöðum til að pakka úr eldhúsi og smávarningi. - Verkfærum til aö losa ljós og fleira sem ekki tilheyrir íbúðinni. Hægt er að byrja að pakka niður með þó nokkrum fyrir- | vara þeim hlutum sem ekki eru í notkun en yfirleitt er tíminn fljótur að líða síðustu dagana í fyrir flutninga. Ef færi er á get- | ur verið gott að tæma eitt her- | bergi og setja allt þar inn sem | er búið að pakka. \ Vert er að hafa I huga að þó I- að það sé verið að flytja stutta vegalengd þá eru sömu mögu- leikar á hnjaski og óhöppum og á lengri leiðum. Þegar flutt er um lengri leið, jafnvel milli landsfjórðunga, er | rétt að athuga flutningamögu- i leika og verð með fyrirvara. * Ekki er óalgengt að hægt sé að leita tilboða en einnig þekkist fast verð á rúmmetra búslóðar. j Erfitt getur verið að gefa upp j nákvæma stærð búslóðar og j getur þá verið nauðsynlegt að j gefa upp fyrirferðarmestu hlut- P ina, svo sem heimilistæki og stofuhúsgögn, þegar leitað er tilboða. Það sama á við þegar i flutt er styttri vegalengd því í nauðsynlegt getur verið að fá stóran bíl meö kassa, t.d. út af I stórum ísskáp, þó svo að við | höldum aö búslóöin komist í | miðstærð af sendibíl. Rétt er þó j í þessu tilfelli eins og hinu ‘í fyixa að telja upp það helsta til að flutningsaðilinn átti sig á umfanginu. i Áður en flutt er út þarf að: - Þrífa og bæta eins og samn- ’ ingar gera ráö fyrir. | - Panta álestur af rafmagni S og hita. - Leggja inn beiðni um flutn- ing á síma hjá Pósti og síma eða fá álestur ef um lánssíma er að j ræða. - Leggja inn flutningstil- kynningu hjá Pósti og síma á ý þar til gerðum eyðublöðum. - Tilkynna flutninginn til helstu viðskiptastofnana eins ;j og til dæmis vinnuveitenda og ( banka. I - Tilkynna væntanlegan flutning lögheimilis til Hag- j stofú íslands en það má gera á næstu lögreglustöð. - Fara yfir allar hirslur og veggi til að athuga hvort eitt- hvað hafi gleymst. Ekki gleyma sameign, geymslu og þvotta- j húsi. - Gera úttekt á íbúð að lokn- um þrifum með eiganda ef um leiguíbúð er að ræða eöa kaup- ? anda ef um eigendaskipti er að j ræða. Mikilvægt er að slíkt fari j fram strax við afhendingu með j báðum aðilum viðstöddum svo | að ekki komi til eftirmála. - Þegar flutt er inn í nýtt hús- næði er mikilvægt að kanna öll tengi fyrir heimilistæki, sér- staklega fyrir uppþvotta- og É þvottavélar, til að koma í veg fyrir leka og vatnskemmdir. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.