Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1997, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 Mús og húsbúnaður Hverju þjónar Ijósið? Hlutverk lýsingar skiptir mestu „Lýsing á heimili getur skipt sköpum fyrir andrúmsloftið þar. Illa og ranglega upplýst rými geta orðið kuldaleg og fallegt innbú getur virk- að fráhrindandi með slæmri lýs- ingu,“ segir Sigríður Heimisdóttir, 27 ára iðnhönnuður. Hún útskrifað- ist frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu 1994 og er formaður Félags iðnhönnuða á Islandi. Frá því að hún stofnaði teiknistofu sína Hugvit & Hönnun fyrir tveimur árum hefur hún fengist við ýmiss konar hönnunarstörf hjá íslenskum húsgagnaframleiðendum. Hún hefur einnig fengist mikið við innanhússráðgjöf og ljósahönn- un. „Reyndar hefur hönnun lýsing- ar alltaf vakið mikinn áhuga hjá mér og ég hef áhuga á að taka mast- er í hönnun á því sviði.“ Sigríður segir að oft þurfi ekki kostnaðarsamar lausnir til að láta rými virka heldur útsjónarsemi og raunsæja hugsun á bak við hvert rými. Gerð lýsingar og úrval er mikið og oft stendur fólk ráðalaust gagnvart því hvað á aö velja. „Til eru þónokkrar grundvallar- reglur sem gott er að hafa í huga þegar velja skal lýsingu," segir Sig- ríður. „Þegar lýsa skal upp rými þarf umfram allt að gera sér grein fyrir hlutverki lýsingarinnar þar sem mjög mismunandi er hvað unn- ið er og gert á þeim stað sem þarf að lýsa; þarf að elda og þrifa eða er ver- ið að horfa á sjónvarp og taka það rólega?“ Sigríður vill gjarnan tala um 5 mismunandi gerðir lýsingar þegar lýsa skal upp heimili. Hún lýsir hverjum þætti svo; Umhverfislýsing Það er sú lýsing sem gefur al- menna lýsingu og kemur frá ljósi þar sem peran er yfirleitt hulin. Birtan frá henni kastast á fleti, t.d. loft eða veggi, sem síðan endurkast- ar henni. Dæmigerð umhverfislýs- ing á almenningsstöðum eru flúr- lampar með skermum en í heima- húsum eru t.d. veggljós sem lýsa upp og endurvarpast á veggjunum umhverfislýsing. Umhverfislýsing er kjörin sem bakgrunnslýsing fyrir hinar 4 tegundirnar af lýsingu. Nauðsynlegt er að hún sé til staðar í eldhúsi, stofum og vinnuherbergj- um. Umhverfislýsing skyldi alltaf vera stillanleg, þ.e.a.s. með „dimmer“, að undanskildum flúrljósunum sem bjóða ekki upp á þann möguleika. Áherslulýsing eða „spoflýsing Áherslulýsing gefur færi á að vekja sérstakan áhuga á vissum svæðum og hlutum. Áherslulýsing er bundin vissu svæði en hún verið frá t.d. kastara eða borðlampa með dökkum skermi. Umhverfislýsing gerir rými flatara og ein- tóna en áherslulýsing gefur því líf og karakter. Sérstak- lega hentugir til áherslulýs- ingar eru halógenkastarar vegna ýmissa þátta. Þeir varpa frá' sér hvítu ljósi sem mynda andstæðu við hlýlegt um- hverfi, varpa sterku en litlu ljósmagni og mynda skarpa og skemmtilega skugga og yfirleitt er hægt að velja stærð og gerð kastarans þannig að hann henti nákvæmlega fyrir það sem lýsa skal upp. Sérstaklega er gaman að leika sér með áherslulýsingu í stofum þar sem skrautmunir eru til staðar en að sjálfsögðu er hægt að gera það aíls staðar á heimilinu. Vinnulýsing Mjög mikilvægt er að vinnulýs- ing sé góð og því miður hugar fólk ekki nægilega að vinnulýsingu á heimilum því þaö virðist oft gleymast að heimil- ið er einn helsti vinnu- * staður manns- ins, t.d. eldhúsið. Þessari lýsingu svipar til áherslulýsingar að því leyti að hún er til staðar til þess að lýsa upp ákveðið svæði. Hún er aft- ur á móti ólík henni vegna þess að í öllum tilfellum sést ekki í ljós- gjafann sjálfan, þ.e. peran er alltaf hulin. Æskilegt er að ~v'1 umhverfislýs- ing sé ávallt til staðar auk vinnu- lýsingar þar sem um- hverfislýsingin demp- ar áhrif vinnulýsingar og hjáipar að lýsa inn í skuggasvæði eins og t.d. skápa. Herbergi sem oft á tíðum krefjast vinnu- lýsingar eru eldhús, baðherbergi, vinnuher- bergi, stofa (ef hún nýt- ist sem vinnusvæði á einhvern hátt) og svefn- herbergi. Skrautlýsing Eins og nafnið gefur til kynna er skrautlýsing meira fyrir augað heldur en hentug lýsingaraðferð fyrir rými. Skrautlýsing þarf alltaf á annarri tegund lýsingar að halda, sérstak- lega umhverfislýsingu. Þó skal aðgát höfð við val á henni og styrkleika svo að hún njóti sín til fullnustu. Flöktandi" eða hreyfanleg lýsing Dæmi um svokallaða flöktandi lýsingu er arineld- ur eða kertaljós, þ.e. flöktandi lýsing er sú lýsing sem breytist í sífellu. Hún á einnig við það ljós sem varpast af sjónvarps- skjá. En helsta flöktandi lýsing- in sem við þekkjum öll er sólin, svo að ekki sé minnst á það ljós sem hún gefur við sólsetur. Þessi tegund lýsingar verður alltaf vinsæl og kemur ■Á sem viðbót við / hefðbundnari / lýsingaraðferðir. ST Með þessum lampa er búin til umhverfislýsing, þar sem lýsingin vísar upp og kastast á flöt, sem síðan endurkastar Ijósinu. Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður útskrifaðist frá Istituto Europeo di Design í Mílanó á ftalfu 1994. Hún er formaður Félags iðnhönnuða á íslandi og stefnir á mastersnám í Ijósahönnun í framtíðinni. DV-mynd E.ÓI Allt um parketslípun ókeypis upplýsingar www.gulalinan.is Allt að 18% alsláttur al eldhús- og baðinnréttingum til októberloka. Sérstakur afsláttur ef eldhústækin eru keypt un leii o| eldhúsinnrétting Fjölbrey tt úrval danskra og enskra eldhús- og bað- innréttinga í Rafha færðu líka þvottavélar, þurrkara, kælisképa, uppþvottavélar, eldavélar, veggofna og eldhúsviftur. Vánduð tæki á góðu verdi. @5 E Opið virka daga frá kl. 9:0G18:00, laugardaga frá kl. 10:0016:00 SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 588 0500 Vandlátir velja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.