Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 Fréttir Skatta- og lögregluyfirvöld rannsaka meintan ólöglegan innflutning á 500 bílum: Tveir grunaðir um svik með nær 300 bíla - Mercedes Benz-bílar, jeppar og sportbílar algengir - tekjutap ríkissjóðs talið nema hundruðum milljóna Tveir menn eru grunaðir um að hafa, hvor í sínu lagi, meira eða minna staðið að ólöglegum innflutn- ingi á tæplega þrjú hundruð nýjum og notuðum bílum á rúmum tveim- ur síðustu árum. Þeir eru grunaðir um skjalafals, tollalagabrot og und- anskot á skatti. Skattrannsóknar- stjóri rannsakar málin. Hinn ólöglegi innflutningur er í heild mun umfangsmeiri því skatt- rannsóknarstjóri er að rannsaka samtals um 500 bíla sem talið er að hafi verið fluttir ólöglega inn á þessu tímabili. Vel á annan tug ein- staklinga og „lögaðila" tengist inn- flutningi allra bílanna, þar á meðal hinum framangreindu tveimur mönnum. Málið er nú orðið eitt um- fangsmesta efnahagsbrotamál sið- ustu ára. Hluti af málunum hefur verið sendur ríkislögreglustjóra eft- ir að ríkistollstjóri lagði fram kær- ur. Jeppar og Benzar teknir Hald hefur verið lagt á tíu bda - mest jeppa og Mercedes Benz bUa - og þeir kyrrsettir með dómi. Þessir bUar voru í eigu innflytjendanna og höfðu ekki verið seidir „þriðja að- Ua“. Samkvæmt upplýsingum embætt- is skattrannsóknarstjóra er talið að tekjutap ríkissjóðs af vantöldum skatttekjum framangreindra aðUa nemi aUt að 200 milljónum króna. Þessi gjöld verða þó væntanlega lögð á viðkomandi einstaklinga. Að sögn talsmanns skattrann- sóknarstjóra er ekki hægt að segja tU um það nú hvert áætlað tap rik- issjóðs hefur orðið á aðUutnings- gjöldum vegna allra þessara 500 bUa. BUarnir eru flestir keyptir i Örn Jóhannsson, rannsóknarmaður hjá skattrannsóknarstjóra, meö hluta af þeim gögnum sem nú hafa safnast upp vegna hinnar umfangsmiklu bílarannsóknar. DV-mynd Pjetur Þýskalandi, Kanada og Bandaríkj- unum. Jeppar eru algengir, Mercedes Benz-bílar og sportbUar en einnig japanskir bUar. Hinn rökstuddi grunur skatta- og lögregluyfirvalda snýr að því að innflytjendurnir hafi keypt þá ytra á miklu lægra verði en gefið var upp við toUayfirvöld hér á landi þegar þeir voru fluttir inn. Þannig sé um skjalafals (faktúrusvik) að ræða í því skyni að sleppa með lág aðflutningsgjöld. Síðan hafi bUamir verið seldir með hundruð þúsunda eða jafnvel miUjóna króna hagnaði hver - innUytjendurnir hafi síðan ekki talið réttan söluhagnað fram tU skatts. Stofn skattaundandráttarins er ekki talinn nema undir 300 miUjón- um króna. Tekjutap ríkissjóðs sé því hátt í 200 mUljónir króna með álögum og vöxtum. Skjalafals í 50 bíla innflutningi Arnar Jensson, hjá efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra, segir að þar sé þegar farið að rannsaka skjalafals og tohalagabrot að því er varðar vel á annað hundrað bUa. Búast má við að skattrannsóknar- stjóri sendi fleiri mál þangað á næstunni. Ríkislögreglustjóri er nú að ljúka skjalafalsrannsókn sem beinist að tveimur aðUum sem fluttu inn sjálf- ir og í nafni fyrirtækis þeirra 50 bíla. Þeir eru aUir taldir hafa verið Uuttir inn á fölsuðum reikningum. Kröfur frá ríkissjóði í því máli verða um 30 mUljónir króna. Arnar sagði að gott samstarf hefði verið við erlend toUa- og lög- regluyfirvöld tU að fá upplýsingar um upprunalegt kaupverð bUanna sem rannsóknin beinist að. -Ótt Tískujokkar klassískir jokkor frokkor - kápur buxur - hottor Mjúkt - hlýtt - sterkt OVf, ***** Ummæli vegna erfiðleika við innheimtu launa- og lífeyrisiðgjalda: Pizza 67 ætlar að stefna og kæra Gísli Gíslason, lögmaður Pizza 67 keðjunnar, segir að 23 rekstraraðil- ar hennar ætii að stefha Atla Gísla- syni hæstaréttarlögmanni tU greiðslu skaðabóta fyrir atvinnuróg og meiðyrði fyrir að hafa haldið því fram í DV í vikunni að Pizza 67 „hafi svindlað á starfsfólki sínu“. Gísli segir að Atli verði einnig kærður til siðanefndar Lögmannafé- lags Islands fyrir brot á 5., 6. og 31. grein siðareglna félagsins. Eins og ffam kom í DV i vikunni sagði Atii að á síðustu þremur árum hefði stofu hans gengið afar Ula að hafa uppi á forsvarsmönnum Pizza 67 til að innheimta dæmd laun fyrir hönd starfsfólks auk krafna ffá líf- eyrissjóði þess. Georg Georgiou, einn þeirra Atli Gíslason óttast hvergi stefnu eða kæru: Ég skora þá á mennina að mæta „Þessum mönnum er eins og öðr- um frjálst að leita réttar síns ef þeir telja sig hafa málstað tU þess. Ég fæ þá kannski tækifæri tU að hitta þessa menn og birta þeim tilkynn- ingar og stefnur sem ég hef reynt undanfarin þrjú ár án árangurs," sagði Atli Gíslason hæstaréttarlög- maöur um fyrirhugaða stefnu og kæru Pizza 67 á hendur honum. Atli sagöi að þær launakröfur sem væru til innheimtu á stofu hans byggðust á dómum Héraðs- dóms Reykjavíkur sem ekki hefur verið áfrýjað. Lífeyrisjóðsiðgjöld séu byggð á upplýsingum ffá við- komandi lífeyrissjóði. „Það hafa aldrei verið gerðar at- hugasemdir á skrifstofu minni um réttmæti þessara krafna eða athuga- semdir félaganna um að kröfumar kunni að hafa verið rétt útreiknað- ar,“ sagði Atli. „Þeim greiðslum, sem við höfum móttekið, hefur verið ráðstafað með fullkomlega eðlilegum hætti. Á síð- asta ári fékk Georg Georgiou skil- merkilegar kvittanir fyrir öllum greiðslum sem höfðu veriö greiddar og hefur engar athugasemdir gert við það fyrr en núna. Ég bendi á að það var fyrirtaka vegna gjaldþrotakröfu á íslenskt framtak á miðvikudag. Þar mættu forsvarsmenn félagsins ekki. Næsta fyrirtaka í því máli er eftir um það bil hálfan mánuð. Ég skora á for- svarsmenn íslensks framtaks að mæta þar og standa fyrir máli sínu,“ sagði Atii Gíslason. -Ótt manna sem Atii hefur leitað að í tengslum við Pizza 67, sagði við DV í gær að hann hefði greitt 2,2 millj- ónir króna inn á hin dæmdu laun og kröfumar í byrjun árs 1996 - með peningum og tékkum stíluðum fram í september sama ár. Þegar hann hafi ætiað að ganga frá lokauppgjöri í september á því sem eftir var hefði hann orðið þess áskynja að kröfum- ar hefðu hækkað óeðlilega miðað við það sem hann taldi rétt vera. Georg segir að ijóst sé að sam- kvæmt þessu hafi greiðslumar sem hann innti af hendi í ársbyrjun 1996 ekki runnið til sjálfra kröfuhafanna - heldur mnnið til félagsgjalda þeirra og í innheimtukostnað til lög- mannsstofú Atia. -Ótt Stöðvaðist við hengiflug DV, Hólmavlk: ■ • ■ Litlu munaði að olíuflutningabifreið á norðurleið færi fram af brekkubrún og niður bratta hlíð skammt frá svo- nefhdum Forvaða í norðanverðum Koilafirði um há- degisbil 11. nóvem- ber. Þama er malar- vegur og var öku- maður að vikja fyr- ir bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Bifreiðin fór langan veg yfir mó- lendi uns hægra framhjól sökk í vatnsósa jarðveginn nokkrum fet- um frá hengifluginu. Þaö að bif- reiðin var óhlaðin gerði það að verkum að hún valt ekki við að fara út af háum vegkantinum. Skemmdir urðu óverulegar. Bifreiöin á brekkubrúninni. DV-mynd Guðfinnur Meðan ekki frystir er fúll ástæða til að vara við gljúpum vegköntum á þessum slóðum en rignt hefur að minnsta kosti í fjörutíu daga og fjömtíu nætur frá 20. júlí í sumar. GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.