Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Page 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritsíórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Búkolla lifi Nautgriparæktamefhd fundar nú víöa um land með kúabændum. Á fundum þessum eru kynntar hugmynd- ir um að kynbæta íslensku kúna. Nefhdin leggur til að um 50 bú taki þátt í tilraun til kynbóta. Hugmyndin er að flytja inn erlenda fósturvísa úr norrænum kúm, tals- vert stærri og þyngri en íslensku kýmar. Guðmundur Lámsson, formaður Félags kúabænda, segir þessar kýr eins konar samnorrænan kúastofii eftir kynbætur. Stofhinn sé allsráðandi í Noregi og Svíþjóð og eigi vaxandi fylgi að fagna í Danmörku. Verið er að sækjast eftir betra júgri og spenagerð sem skili betri mjólkurframleiðslu. Meðal kúabænda em skiptar skoðanir hvort gera beri þessa tilraun. Eðlilegt er að bændur og samtök þeirra hugi að kynbótum sem aukið gætu arð af framleiðslunni og mögulega leitt til lægra vömverðs. Á hinn bóginn er ekki síður mikilvægt að ígrunda vel ókosti og hugsanleg- ar hliðarverkanir tilraunanna og reyna að sjá fyrir hvað gæti fylgt. Kynnig málsins meðal bænda er sjálfsögð, sem og skoðanakönnun um afstöðu þeirra. Bændur geta með því móti komið á framfæri hvort þeir séu fylgjandi þess- um tilraunum eða ekki. Guðbjöm Ámason, fram- kvæmdasljóri Landssambands kúabænda, hefur sagt að ákvörðun um kynbætur á íslenska kúastofninum verði væntanlega byggð á niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Það er varhugavert að byggja þá ákvörðun eingöngu á könnuninni. Fleira hlýtur að koma til. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, varar við að farið verði út í tilraunir sem þessar án nógu mik- ils undirbúnings. Dýralæknirinn hefur bent á hættu á smitsjúkdómum samfara þessum tilraunum. íslenski kúastofninn, landnámskynið, hefur fylgt okkur frá upp- hafi íslandsbyggðar. Stofninn hefur því verið einangrað- ur lengi. Veimsýkingar gætu borist með fósturvísum. Hinn einangraði stofh er viðkvæmari fyrir slíkum sýk- ingum en aðrir. Þá hefur dýralæknirinn og nefnt að með þessum tilraunum gæti smit borist í íslenskt sauðfé. Þessar tilraunir em því ekki einkamál kúabænda. íslenski kúastofiiinn er verðmætur. Það hafa kúa- bændur sem andvígir em kynbótatilraununum bent á. Rétt er að kynbættar erlendar kýr mjólka meira en hið innlenda en stærri kýr em væntanlega þurftafrekari á fóður. Þá þykir íslenskt nautakjöt afar bragðgott. Það hefur fengið betri dóma en kjöt af kynbættu kyni holda- nauta sem framleitt hefur verið hér á landi, meðal ann- ars af Gallowaykyni. Áhugi á kynbótunum er skiljanlegur meðal þeirra sem sjá fram á 20-25 prósenta meiri afurðir eftir 15 til 20 ár. Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda bend- ir á að Búkollu verði ekki slátrað á morgun. Rök dýra- læknisins á Keldum og margra bænda sem leggjast gegn tilraununum vega þó þungt gegn breytingum á kúakyn- inu. Fram hefur komið ótti um að ekki takist að koma upp hreinu íslensku kúakyni á ný mistakist tilraunin. Aðrir segja það taka 20 ár að hreinsa stofninn á ný. Breyting á kúastofninum er afdrifarík og slíka ákvörð- un má ekki byggja á veikum grunni. Þrátt fýrir að ís- lenskar kýr mjólki minna en kynbættar samnorrænar kýr hafa afurðir þeirra aukist með bótum á stofininum sjálfum. Þeirri vinnu verður að halda áfram. Búkolla ætti því að fá að lifa áfram líkt og verið hefur frá upphafi íslandsbyggðar. Jónas Haraldsson FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 Á ríkisspítölum er rekin heil deild á göngum og klósettum, þar liggur fólk sem er bráöveikt og illa haldið, segir greinarhöfundur m.a. Heilbrigðiskerfi í henglum! Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaöur jafnaöar- manna og nefndar- maöur í fjarlaganefnd Alþingis Sex til átta hundruö milljónir vantar til að mæta rekstrarfjárþörf- inni fyrir utan þaö sem vantar í tækjakaup og viöhald. Á ríkisspítöl- um er rekin heil deild á göngum og klósettum, þar liggur fólk sem er bráðveikt og iila haldiö. Sama ástand er á Borg- arspítala. Er ísland Dav- íðs - allt í lagi h/f? Borgarspítalinn er aö grotna niður af við- haldsleysi og það vantar 471 milljón til að rekst- urinn verði í jafhvægi á næsta ári fyrir utan uppsafnaðan halla. Á sama tíma er gert ráð fyrir spamaði. Mín skoðun er sú og Alþingi veröi aö taka í taumana og skipa ríkisstjórn Davíös Oddssonar aö gera áætl• un til þriggja ára þar sem gert er ráö fyrir 1-1,2 milljöröum á ári ... til aö koma rekstri og viö- haldi sjúkrastofnana i viöunandi horf..." Er þetta rétt eða röng fúllyrðing? Á undanfomum áram og nú á síð- ustu mánuðum, vikum og dögum hefur athygli þjóð- arinnar verið vak- in á því ástandi sem ríkir í heil- brigöismálum. Sumir beina skeyt- um sínum að heil- brigðisráðherra - vissulega ber ráð- herra ábyrgð - en ábyrgðin er fyrst og fremst ríkis- stjórnarinnar í heild hvað sem tautar og raular. Hvernig er staöan? Á flestum heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni er ástandið þannig að þær era með upp- safnaðan halla frá 4-80 milljónum, í heild á annað hund- rað milljónir. Ef þessar stofnanir eiga að vinna sam- kvæmt fjárlagatil- lögmn blasa við uppsagnir starfs- fólks, lokanir deilda og samdráttur þjónustu. Á sama tíma er stefnt að spamaði (niðurskurði) sem nemur 80 milljónum á landsbyggðinni. Á ríkisspítölum er ástand þannig að viðhaldsþörfm er slík að menn era famir að ræða um 5-10 fotu hús til að lýsa ástandinu. Hver sem vill getur séð með því að líta á bygg- ingamar að ýmsu er ábótavant. sett fram út frá þeim upplýsingum sem ég hef undir höndum og út frá ástandinu eins og ég hef kynnt mér það að Alþingi verði að taka í taumana og skipa ríkisstjóm Dav- íös Oddssonar að gera áætlun til þriggja ára þar sem gert er ráð fyr- ir 1-1,2 miiljörðum á ári miðaða við reiknitölu fjárlagatillögu í ár og til ársins 2000 til að koma rekstri og viðhaldi sjúkrastofnana í viðunandi horf á landinu. Menn geta haldið áfram að hagræða því sem unnt er á meðan. Lítil dæmi um ástandiö Allir vita sem fyLgjast með frétt- um - að minnsta kosti þeir sem hafa þurft að leita til séríræðinga að undanfómu - að kerfið er í henglum. Þeir sjúklingar sem verða að Leita sérfræðiþjónustu borga hana án aðstoðar frá sam- tryggingarkerflnu, þrátt fyrir að hafa greitt til þess skatta sam- kvæmt Landslögum. Það era ekki nein sjáanleg merki um að samn- ingar séu í nánd. „Þetta er allt i at- hugun í ráðuneytinu." Kannast einhver við þessa setningu? Heim- sókn til sérfræðings kostar ekki undir 3000 kr. Einstaklingar eru að lenda í því að á einum mánuði þurfa þeir að greiða 12-15.000 kr. vegna lyfja og sérfræðiþjónustu án þess að króna sé greidd af Trygginga- stofhun. Er þetta hægt? - Já, þeir sem eiga peninga geta þetta en þeir sem ekki hafa þá verða bara aö bíða meðan málið, sem er í at- hugun í ráöuneytinu, verður leitt til lykta. Ágæti lesandi, þér finnst þetta ef til vill rógburður um ástandið, en það er svona og unnt að rök- styðja það með sterkari dæmum ef þörf er á. Er ekki mál að linni áður en alvarlegri flótti heilbrigð- isstétta brestur á, en nú þegar er hans farið að gæta. Ég skora á ríkisstjóm að grípa þegar til aðgerða varðandi þessi mál, mörg önnur geta beðið, Qest áherslumál folna þegar mikilvægi þeirra era borin saman við mikil- vægi heilbrigðisþjónustimnar. Gísli S. Einarsson Skoðanir annarra Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði „Það er einungis spuming um tíma hvenær það veröur innleitt að birta þurfl upplýsingar þrisvar eða fjóram sinnum á ári, eins og tiðkast í öðram löndum. Ekki er nóg að birta upplýsingar tvisvar á ári því viðskiptin era að eiga sér stað allt árið. Þeir sem vinna við rekstur fyrirtækjanna vita hvemig hann gengur frá mánuði til mánaðar og þessum upp- lýsingum þarf að koma út á markaðinn. Eins á að gera kröfú um að upplýsingar verði birtar um áæQ- anagerð og samanburöur verði gerður á afkomu og áædun." Tryggvi Jónsson í Mbl. 13. nóv. Síldarleysi „Við íslendingar höfum til þessa verið taldir til- tölulega öraggir viösemjendur og staðið við af- greiðslur en við ráðum lítið við það ef náttúrulegar aðstæður grípa inn í. Næstu dagar og vikur gætu verið „krítískar“ hvað varðar veiðar og vinnslu og ráða miklu um það hemig til tekst. Ef það tekst ekki erum við að skaða okkar markað til einhverrar framtiðar og það gæti orðið þrautin þyngri að vinna okkur afhn- fýrri sess og tUtrú á þeim markaðssvæð- um sem era okkur mikilvægust." Gunnar Jóakimsson í Degi 13. nóv. Vextir og gengisstefna „Langt er síðan bent var á að krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi og kominn tími til að íslendingar taki gengismál sín til gagngerrar endurskoðunar og athugi kosti þess og gaUa að tengjast öðra kerfi. Ein- hliða tenging við evró kæmi hugsanlega tU greina enda er þjóðum utan við ESB ekki veitt aðUd að EMU. Háir vextir hafa um áratugaskeið íþyngt ís- lensku atvinnulífl og ljóst er að 4-5% hærri vextir á skammtímalánum er nokkuö sem ekki verður búið við tU lengdar á öld alþjóðavæðingar." KjM í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 13. nóv. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.