Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Síða 28
. Fjcrijaldur i. vinningur FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ijyrír kLSt):Sí ujjurda’j Helgarblað DV: Dansará Vegas I helgarblaði DV á morgun er birt ítarlegt viðtal við Lenu, íslenska nektardansmær sem hefur í tæpt ár dansað á skemmtistaðnum Vegas. Hún ræðir opinskátt um starfið, viö- brögð fjölskyldu og vina og fram- komu íslendinga í garð hennar. Seg- ir tíma til kominn að umræða um fnektardans verði á jákvæðu nót- unum. Rætt er við Esra S. Pétursson, geðlækni og sálkönnuð, sem i nýrri bók Ingólfs Margeirsson talar hisp- urslaust um lif sitt. Kafli er birtur úr berskuminningabók Guðbergs Bergssonar, talað við norsk-íslensk- an stjómmálamann í Noregi, sam- einingarmál á Austfjörðum em krufm til mergjar í fréttaljósi sem og nýtt hneykslismál innan Kenn- edy- fjölskyldunnar. -bjb/sv Björk og Kate Bush saman á plötu? DV, Akranesi: Svo getur farið að stórstjaman Björk Guðmundsdóttir og stórsöng- konan Kate Bush gefl út plötu sam- an en Kate er sú söngkona sem Björk hefur að nokkm leyti tekið sér til fyrirmyndar og er mikill að- dáandi hennar. Kate Bush og Björk hafa verið miklar vinkonur síðan þær hittust fyrst árið 1989 og verið í stöðugu sambandi. Þær hafa rætt um að gefa út plötu saman. Kate Bush hefur ný- lokið upptökum á nýju lagi með Goldie en Goldie er fyrram sambýl- ismaður Bjarkar. -DVÓ Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 E5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FOSTUDAGUR 14. NOVEMBER 1997 VERÐÖR BLONDAL ÞÁ KÁPAN ÚR KLÆÐINU? Forstöðukona elliheimilis á ísafirði hætti eftir fund með bæjarstjóra: Borin sokum u m fjar dratt - pólitískar ofsóknir, segir forstöðukonan í samtali við DV Forstöðumaður Elliheimilisins Hlífar á ísafirði hefúr nýlega hætt störfum í kjölfar þess að „óút- skýrður mismunur" kom fram á fjárreiðum verslunar elliheimilis- ins. Hér er um nokkur hundruð þúsund krónur að ræða, sam- kvæmt upplýsingum DV. „Meðferð fjármuna" er sögð ástæða þess að forstöðumaöurinn er hættur. „Hún hefur sagt upp starfinu. Ég get bara sagt að við erum að fara yfir ýmis mál þessu viðvíkjandi," sagði Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri í samtali við DV í morgun. Forstöðumaður elliheimilisins er sá sem er prókúruhafi elliheim- ilisins. Við skoðun á fiárreiðum þess kom fram mismunur sem bæjaryfirvöld kröfðu forstöðu- manninn skýringar á. Konan ákvað síðan að hætta í kjölfar þess að hún átti fund með bæjar- stjóra ísafiarðar. Þar gat hún, samkvæmt upplýsingum DV, ekki gefið viðhlítandi skýringar á mis- munmum. Konan vísaði því algerlega á bug í samtali við DV i morgun að um neins konar misferli væri að ræða heldur ætti málið sér póli- tískar rætur, um væri einfaldlega að ræða pólitískar ofsóknir gegn sér. Mál hennar væri í raun svip- aðs eðlis og mál skólastjórans á Flateyri nýlega. Mikil ólga er í ísafiarðarbæ vegna þessa máls og telja stuðn- ingsmenn forstöðumannsins, eins og hún sjálf, að málið eigi sér póli- tískar rætur og sé að rekja til þess að sveitarstjómarkosningar nálg- ast nú óðum. Umræddur fyrram forstöðumaður elliheimilisins Hlifar hefur starfað í Alþýðu- flokknum og er m.a. formaður fræðsluráðs Ísafjarðarbæjar. Konan sagði við DV að hún hefði síðan í júnímánuði verið að hugsa ráð sitt en ákveðið fyrir nokkra að hætta störfum um stundarsakir að minnsta kosti í því skyni að fá nafli sitt hreinsað. Hún kveðst hafa fengið sér lög- mann í málið og tíðinda sé að vænta á næstunni. „Þetta er ekki pólitískt mál,“ sagði Kristján Júlíusson, bæjar- stjóri ísafiarðar, aðspurður um þetta atriði í morgun. -Ótt/SÁ Krefjumst leiðréttingar segir varaforseti ASÍ Halldór Blöndal samgönguráðherra aðstoðar Svein Björnsson, fulltrúa Landssambands aldraðra, eftir fund þeirra um gjaldskrárbreytingar Pósts og síma. DV-mynd Pjetur „Það er til þess ætlast að Póstur og sími hf. bregðist við mótmælum okkar og leiðrétti gjaldskrá sína, eða sýni okkur fram á forsendur hækkunarinnar með því að upplýsa okkur um raunkostnað símtala," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti Alþýðusambands ís- lands og formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, eftir fúnd ASÍ með samgönguráðherra í gær. „Ég er alveg tilbúin að fallast á rök séu þau lögð fram og sýni áð hækkun sé réttlætanleg." Ingibjörg sagði að ráðherra og stjóm P&S yrðu að svara mótmælum þeirrar breiðfylkingar sem stóð að ályktun gegn hækkun símkostnaðar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra hélt fundi í gær með BSRB, ASf, Neytendasamtökunum, Ör- yrkjabandalaginu, Landssambandi aldraðra, Netverjum og Félagi síma- manna um gjaldskrárhækkanir Pósts og síma hf. Þessi samtök mótmæltu hækkunum P&S fyrr í þessari viku. -Sól. Veðrið á morgun: Rigning viða um land Á morgun verður suðaustan- og sunnankaldi eða slyddukaldi og allviða hvasst vestan til. Rigning víða um land en þó slydda norðvestan til. Hlýnandi veður. Veörið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.