Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 4
4 FMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 Fréttir DV spyr rlkisbankastjórana um hlunnindi vegna ferðalaga: Ferðapunktar gefa milljónir - árlegur skattskyldur bónus tvær feröir til Bandaríkjanna DV hefur ritað 9 bankastjórum ríkisbankanna bréf þar sem þeir eru inntir eftir þvi hvort þeir séu aðilar að Fríðindaklúbbi Flugleiða og hafi notið verðlauna klúbbsins vegna ferðalaga erlendis sem þeir hafa farið á vegum banka sinna. Þá er spurt hvort hlunnindin sem eru tilkomin vegna útgjalda þriðja aðila hafi verið gefin upp til skatts. Alls er um að ræða 1.233 ferðir sem starfsmenn og stjórnendur hafa farið til útlanda síðan á árinu 1993. Ef gert er ráð fyrir að hver banka- stjóri hafi farið árlega 10 sinnum til útlanda á Saga Class-fargjaldi sem nemur 100 þúsund krónum þá er ferðakostnaður vegna níu banka- stjóra 9 milljónir á ári. Ef allir bankastjóramir notfærðu sér fríð- indakort Flugleiða í ferðum sínum þá falla til punktar sem nema rúm- lega 100 þúsundum króna árlega fyr- ir hvem ferðalanganna. Ameríkuferð í bónus Þannig hafa þeir sem nota fríð- indakort eina Ameríkuferð á Saga Class í bónus árlega vegna útgjalda bankans. Vilji bankastjórinn hins vegar vera sparsamur þegar hann ferðast í einkaerindum út á punkt- ana getur hann ferðast árlega á al- mennu farrými tvisvar til Banda- ríkjanna eða þrisvar í styttri ferðir til Evrópu. Þá má loks nefna að noti bankastjórinn punkta vegna ferða- laga erlendis til að ferðast innan- lands þá getur hann farið 4 til 5 sinnum meö flugi innanlands. Sólon Sigurðsson. w Stefán Pálsson. Vildarverðlaun Bandaríkin/Kanada: Evrópa : Innanlands: Nótt á Ruglelóahótell: Bílalelgubíll Hertz, flokkur A, í 3 daga: Almenn fargjóld 50.000 punktar 36.000 punktar 24.000 punktar Saga Class 100.000 punktar 72.000 punktar 10.000 punktar 20.000 punktar Birgir Isleifur Gunnarsson. Steingrímur Hermannsson. Jón Adolf Guðjónsson. Eiríkur Guðnason. Björgvin Vilmundarson. Ekki em aðeins vildarpunktar fyrir flug heldur einnig vegna bíla- leigubíl og gistingar. Samanlagður bónus eins bankastjóra getur því orðið út frá áðumefndum forsend- um ígildi 100 til 200 þúsunda króna á ári, allt eftir því hvað þeir em ferðaglaðir. Þessi ávinningur er þó ekki ætlaður þeim einum því rikis- sjóður á lögum samkvæmt að fá skatt af þessum hlunnindum sem til koma vegna viöskipta þriðja aðila. Þar með á bankastjórinn sem hefur 100 þúsunda króna ferðabónus ár- lega að greiða rúmlega 40 þúsund krónur í tekjuskatt. Sverrir Hermannsson. Viðskiptavildin annað Gagnrýnt hefur verið að viðskipta- vild vegna feröa- laga falli ekki þeim í skaut sem kostnaðinn ber. Þannig er bent á að ríkisfyrirtæki sem og önnur fyr- irtæki verði að sjá á eftir afslætti í vasa starfsmanna sinna í stað þess að njóta hans. Ef litið er til heildar- kostnaðar bank- anna þriggja vegna ferðalaga erlendis telst hann vera tæplega 269 milljónir króna. Líklegt er að beinn ferða- og gistikostnaður nemi um helmingi þeirrar upphæðar, eða 130 milljónum króna. Ekki er ofætlað að meta sem svo að afsláttur vegna við- skiptavildar gæti numið 10 prósentum. Fjárhagserfiðleikar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyrar: Husanlegt að loka deildum DV, Akureyri: „Fáist ekki umtalsverð hækkun á framlögum til sjúkrahússins þá er þaö í okkar huga hrein og klár afturför og verið að stíga skref aft- ur í tímann. Það myndi þýða að viö yrðum að grípa til mjög harka- legra aðgerða í niðurskurði, hugs- anlega að loka deildum eða minnka umsvif á annan hátt. En það leysir auðvitað engan vanda,“ segir Baldur Dýrfjörð, formaður stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrk liggur að um 70 milljónir króna vantar til þess að um 1,4 milljarða framlag úr rikissjóði til reksturs sjúkrahússins nægi til rekstursins og Baldur segir að verkefni sjúkrahússins aukist stöðugt án þess að fjárveitingar aukist að sama skapi. Og forráða- menn sjúkrahússins vilja sjá hærri tölur til sjúkrahússins á fjárlögum. „Viö höfum nefnt að sjúkrahús- ið þyrfti 120-150 milljóna króna hækkun á fjárlögum sem lágmark. -gk Halldór Guðbjarnason. inn upp til skatts. væntanlega á næstu dögum þegar þeir Þannig má leiða líkum að því að bankamir hafi misst af 13 milljón- um króna. Rétt er að taka frarn að DV veit ekki hverjir bankastjór- anna notfæra sér vildarkjörin og í framhaldinu hvort þeir gefi ávinning- Svör við því fást svara spumingum blaðsins. Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður, sem gagnrýnt hefúr mjög bmðl í bankakerfmu, segir sjáifsagt að fara ofan í það hveijir njóti góðs af útgjöld- um ríkiskerflsins vegna ferðalaga. „Þessi fríðindi gagnast þeim mest sem em á sífelldum ferðalögum er- lendis. Það er mjög gott að skoða þetta hjá bankastjórunum sem virðast sér- staklega ferðaglaðir. Það er auðvitað sjálfsagt aö skattleggja þessi hlunn- indi þeirra sem njóta persónulega," segir Jóhanna. -rt Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður: Burt með fitulag Seðlabankans - bar fram margar tillögur í ríkisstjórn „Við Finnur höfum aldrei verið saman í ríkisstjóm og hann veit því lítið um hvað ég lagði til í ríkis- stjóm. Ég lagði iðulega til í ríkis- stjórn að dregið yrði vemlega sam- an í ferða-, risnu- og bifreiðakostn- aði. Ég taldi að hægt væri að lækka þennan kostnað verulega í staðinn fyrir ýmsan niðurskurð í velferðar- kerfmu,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður vegna þeirra orða Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra í DV að hún heföi sjálf átt að geta tekið til hendinni varðandi meint sukk í bankakerfinu meðan hún var sjálf ráðherra. Finnur vís- aði til langrar setu Jóhönnu í ríkis- stjórn þar sem hún heföi látið líðast það ástand sem er enn við lýði í efstu lögum bankakerfisins í dag. Jóhanna segist hafa gert ótal ráð- stafanir til að ná niður ferða- og risnukostnað meðan hún var félagsmálaráð- herra. Hún segist hafa á sínum tíma lagt til í rík- isstjóm að tekið yrði á bönkunum og þá sérstaklega Seðlabankanum. „Ég lagði iðulega til að skorið yrði fitulagið sérstaklega af Seðla- bankanum. Við því var ekki orðið. Það er því rangt hjá Finni að ég hafl ekki beitt mér í þessum rnálurn," segir Jóhanna. -rt Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. Dagfari Verðugur er verkamaður launa sinna Enn einu sinni er verið að spyrj- ast fyrir um ferðakostnað banka- stjóra. Það er nú meira hvað al- þingismenn og almenningur hafa áhuga á ferðalögum þessara manna. Sífellt verið að kalla fram upplýsingar og skýrslur og greiðsluyfirlit, rétt eins og það sé glæpsamlegt athæfi að banakstjór- ar bregði sér út fyrir landsteinana. Enda er svo komið að Sverrir Hermannsson, bankastjóri í Lands- bankanum, er orðinn þreyttur á þessum fyrirspurnum og þessu stöðuga ónæði blaðamanna, sem hringja og spyrja hann álits. Hvað á Sverrir að segja? Á hann að segja að hann sé á móti þessum ferðalög- um, eða honum finnist þetta of mikill kostnaður? Ætlast menn kannske til þess að hann sitji heima og skili peningunum og játi upp á sig þá synd að fara of oft til útlanda? Nei, Sverrir nennir ekki að svara þessum sparðatíningi. Og honum finnst sem rétt er að al- menningi og fjölmiðlum og alþing- ismönnum komi það hreint ekki við, hvemig bankastjórar haga sín- um utanferöum. Hann skellir á, þegar menn vilja toga út úr honum svör. Bankastjórar tala ekki við seglskip. Þeir eru hafnir yfir það að gefa skýringar á stjómunar- störfum sínum og þeir em menn í kerfinu, sem hafa sín laun og sina risnu og sínar utanferðir án þess að nokkmm öðrum komi það skap- aðan hlut viö. Nema hvað? Menn verða að átta sig á því í eitt skipti fyrir öll að bankastjórar em ekki almenningur. Bankastjór- ar em ekki hver sem er. Þeir era ofar öðmm og öðrum kemur þess vegna ekki við hvemig bankastjór- ar hafa það. Þetta er það sem Sverrir er að segja þegar han skellir á. Drottinn gaf og drottinn tók. Já, já, menn geta fundið það út með reikningskúnstum að banka- stjórar fái sjötíu og fimm þúsund krónur á mánuði í dagpeninga vegna utanferða. Og er þá ekki meðtalið hvað makar banakstjóra fá þegar þeir fara með bankastjór- unum í þágu bankanna og óþarfi er að taka fram að þessir dagpeningar em ekki til að borga kostnað af hóteli eða matfóngum eöa öðrum nauðsynjum í þágu bankanna. Þetta em aukreitis peningar sem ir að leggja það á sig að ferðast í eðlilegt er að mikilvægt fólk fái fyr- þágu bankanna. Þetta reiknast mönnum til að nemi ágætum verkamannalaunum, sem ekki hafa talist há laun fram að þessu, þannig að það er ekki orð á þessu gerandi og eölilegt að bankastjórar skelli símanum á, þegar Qölmiðlar vilja velta sér upp úr svona smá- peningum og skítalaunum. Það er ekki fyrr en dagpening- amir em komnir nálægt því sem bankstjóramir hafa í laun til við- bótar dagpeningunum, sem Sverrir gæti kannske séð ástæðu til að svara í símann, þegar spurt er um hvort hann sætti sig við þær dag- peningagreiðslur. En það fer þá eft- ir því hvort fjölmiðlum og almenn- ingi og alþingismönnum kemur það við, sem er svo aftur álitamál miðað við þau brýnu erindi sem bankastjórar eiga til útlanda 1233 sinnum á fjórum ámm sem kostar ekki nema 268 milljónir króna þeg- ar allt er lagt saman. Og dagpen- ingamir líka. Era menn virkilega að gera veður út af svona tittlinga- skít? Verkamenn em verðugir launa sinna. Svo er einnig um banka- stjóra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.