Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 11 menning Sagan bak við fréttina „Eg var búinn að vera í slysa- fréttum á DV í mörg ár þegar ég byrjaði á að skrifa þessar bækur; í þeim segi ég söguna bak við fréttina, allt sem ekki er rúm til að segja frá í dagblaösfrétt," segir ðttar Sveinsson blaða- maður sem var að gefa út fjórðu „slysabókina" sína, Útkall TF-LÍF, sextíu menn í lifshættu. En hvað veld- ur þessum áhuga? „Ég hef gaman af að fá fram hjá fólki hvað það hugsar á ögur- stundu, bæði björg- unarmönnum og þeim sem lenda í slysunum. Sýna hvað fólk þarf að kljást við. Hvað hugsar sigmað- ur úti á regin- hafi yfir tíu metra háum öldum og stórhættulegu braki þegar virinn sem hann ætlar að nota til að bjarga mönnum í háska kemur æðandi á móti honum og rétt missir af að klippa af honum hausinn? Eða spilmaður þegar björgunarvírinn festist í ljóskastara á þyrlunni? A að klippa á hann og fara heim og sækja nýjan vír? Þá gæti einhver dáið úr vosbúð á meðan. Nei, hann tók af sér öryggisbeltið, klifraði út úr þyrlunni á flugi og losaði vírinn.“ Augljóslega þarf að festa slík afrek á bók, og Óttar tekur hátt í þrjátíu viðtöl í bókinni sem hann hnýtir saman í heildstæðar frásagnir af skipssköðunum þremur í vor, Vikartindi, Þorsteini GK 16 og Dísarfelli. Loks er ítar- legt viðtal við unga manninn sem villtist í frumskógum Gvatemala, Einar Ágústsson. Bækur Óttars hafa allar náð hylli lesenda - hvað höfðar svona sterkt til almenn- ings við þessar frásagnir? „Spennan. Við getum svo auðveldlega sett okkur í spor þessa fólks - því við getum öll lent í þvi að þyrla þurfi að bjarga okkur.“ Útkall TF-LÍF kemur út hjá ís- lensku bókaútgáfunni. Setberg hefúr geflð út tvær bækur með „augum“ sem hreyfast þegar þær eru hreyfðar eða þeim er flett. Þær heita Reiptogið og Bátsferðin en yfirtitill beggja er „Augun hvarfla til og frá“. Bátsferðin segir frá Kalla kanínu sem dettur í ána þegar hann er að elta fiðr- ildi en Silli andar- ungi bjargar honum með snarræði sínu upp á trjábol sem Frissi froskur dregur svo að bakkanum. Reiptogið segir frá leik leikfangadýranna og músanna í barnaher- berginu þegar Finni litli órabelgur er ekki heima. íslenskan texta við báðar bækurnar þýddi Stefán Júlí- usson. Depill Depill er kvefaður og píp- ir bara í stað þess að gelta. Það geta bömin heyrt og sannreynt ef þau ýta á magann á honum í hvert skipti sem orðið kemur fyrir í textanum í bókinni Halló Depill. Vaka-Helgafell gefur bókina út en Svala Þormóðs- dóttir þýddi textann. Nykomið Há leðurstígvél, loðfóðruo í yfirvídd stamir sólar St. 36-42 Verð kr.9.225.- ÞóMk GÆÐl & Þ|ÓNUSTA Laugavegi 40a Sími 551 4181 Urval - gott í bakpokann Það sofnar enginn á Stellu Þegar þú lest um morðið í stjóm- arráðinu finnurðu fljótt til þess ör- yggis sem klisjumar skapa þér, þú veist að hverju þú gengur, hittir fyr- ir galnar löggur, undirfórula ribb- alda, falska stælgæja, snúnar og ófor- skammaðar lessur, lúða- lega ráða- menn og síð- ast en ekki síst hittirðu Stellu, töffar- ann mikla, lögfræðinginn kæna, sniðuga og smarta sem sötrar wiskí og kallar ekki allt ömmu sína. Þú finnur fljótt að þú ert alls ekki að lesa nýstár- lega bók sem gefur viðtekn- um hugmynd- um á kjaftinn, þú ert að lesa krimma, íslenskan krimma sem gerist í Reykjavík og þú skynjar ánægju í um- hverfi sem gæti verið hvar sem er. Það er ekkert sérís- lenskt við eiturlyfin, vændið, morð- ið og svínaríið. En það er nú einmitt það sem þú býst við þegar þú liggur með krimma. Og sagan hennar Stellu er skemmtileg og það er satt að það sofhar enginn á henni, sofnar held- ur enginn yfir henni, vegna þess að hún er svo rennileg frásögnin og fjörleg öll og fin í gálgahúmomum. Maður trúir á gaurinn Stellu og morðið sem hún rannsakar og upp- lýsir, maður trúir líka á fléttuna og allan granninn. Og þótt sagan sé öll dálítið fyrirsjáanleg þá er það allt í lagi því sá sem vill lesa reyfara, snöggsoðinn og ígrundaðan með vel stúder- uðu morði, hæfilega ómórölsku fólki og snagg- aralegu plotti, hann les um morðið í stjómarráðinu og leggur bók- ina ekki frá sér fyrr en henni er lokið. Mér dettur ekki í hug að næra þann glæp að rekja söguþráð- inn heldur hvet ég fólk til að dæma sjálft. Hannes Pét- ursson stakk upp á því í kvæði hér á dögunum að höfundur Njálu hafi verið kona, ætli ég hermi ekki eft- ir honum og giski á að Morðið í stjómarráðinu sé eftir konu sem skrifað hafi fleiri en eina bók og sé hinn hressasti penni. Nú, ef það er ekki rétt, þá er bókin eftir karl og það ætti ekki að vera verra. „Sagði mamma." Stella Blómkvist: Moröið í Stjórnarráöinu. Mál og menning 1997. Bókmenntir Vigdís Grímsdóttir Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hæsta gceðaflokki og prýða pau nú mörg hundruð íslensk heimili. í* 10 ára ábyrgð Eldtraust >*■ 10 stcerðir, 90 - 370 cm » Þarfekki að vökva .'*■ Stálfótur fylgir t*. íslenskar leiðbeiningar t* Ekkert barr að ryksuga t* Traustur söluaðili f* Truflar ekki stofublómin t* Skynsamleg fjárfesting \G ÍSLENSKRA SKÁTA Mikjð úrval af útivistar- og vinnusk naust Borgartúni 26 Sími 535 9000 RYMINGARSALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.