Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 32
Vinningstölur miðvikudaginn 19.11 .’97 itimimi HeildarvlnningAupphœð 54-666.326 A íslandi 2.416.326 Vinningar vinninga VinningAupphœð 1. 6 at 6 1 52.250.000 2.5 0(6*. 0 1.557.426 .1.5 0(6 6 43.940 44 0(6 186 2.250 S-3 0( 6*, £491 360 Sfréttaskotið Hl SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Tugmilljónatjón þegar tveir kranar féllu á flutningaskip í Þorlákshöfn í gærkvöld: Kastaði mér út - hefði ekki lifað annars, segir Eyþór Steinarsson kranamaður „Ég sá skyndilega hvar vigtin hjá mér rauk upp um tíu tonn og fann að kraninn var farinn að halla. Ég reyndi að slaka eins hratt og ég gat en það var bara of langt niður. Ég fleygði mér út úr krananum þegar hann var allur kominn á loft. Þetta var nákvæm- lega eins og maður sér þetta í bíó- myndunum. Ég var heppinn að fá ekki fæturna á krananum í haus- inn þegar ég kastaði mér út á bryggjuna," segir Eyþór Steinars- son kranamaður eftir að tveir stórir kranar, með 46 tonna drátt- arbát í loftinu, féllu niður á flutn- ingaskip í Þorlákshöfn um klukk- an tiu í gærkvöld. Dráttarbátur- inn fór alla leið ofan í lest og að sögn hafnarvarðar var mikil mildi að enginn skyldi lenda und- ir. Ekkert að gerast Eyþór og annar kranamaður frá GP-krönum voru fengnir til að hífa dráttarbátinn, dýpkunarp- ramma og ýmsan annan varning dýpkunarfyrirtækis yfir í norskt Eyþór Steinarsson hafði lítið sofið þegar DV hitti hann á heimili hans í morgun. Hann var þá nýkominn heim af slysadeild. Hér heldur hann á syninum Alex Frey, 6 mánaða. DV-mynd Hilmar Þór flutningaskip sem fara átti með notkun í Vestamannaeyjum en þar tækin til Færeyja. Þau hafa verið í sem ekki voru til nógu öflugir kranar þar var ákveðið að gera þetta í Þorlákshöfn. „Það var í raun ekkert að gerast hjá okkur. Við vorum búnir að hifa upp dráttarbátinn og biðum síðan með hann í loftinu meðan verið var að færa skipið undir. Ég var þrjú tonn undir leyfilegu há- marki en sá ailt í einu hvar vigtin rauk tíu tonn upp og fann að kran- inn minn fór að halla. Ég reyndi að slaka á fúllu en það var bara of langt niður. Ég sá ekki annað í stöðunni en að henda mér út. Hinn kraninn fór allur af stað og bó- mann á honum skall inn í fram- húsið á mínum krana. Hann lenti síðan á milli skips og bryggju og kranamaðurinn með. Miðað við hvernig minn krani fór hefði ég aldrei lifað ef ég hefði ekki náð að henda mér út. Ég held að fótur hljóti að hafa gefið sig á hinum krananum,“ sagði Eyþór við DV í morgun. Hann var þá nýkominn heim, með viðkomu á slysadeild „illa marinn á fæti en líklega óbrotinn eftir að lenda á bryggj- unni“. Sjokkeraður Eyþór átti annan kranann, GP- kranar hinn. Báðir kranamir eru taldir ónýtir og var skipið nokkuð laskað. Pétur Jóhannsson er annar tveggja eigenda GP-krana. Hann var nýkominn úr Þorlákshöfn þeg- ar DV náöi tali af honum i morg- un. „Báðir kranarnir héngu á milii skips og bryggju og við vorum að til hálfsjö í morgun að ná þeim frá skipinu. Ég hef ekki enn náð að tala almennilega við kranamann- inn frá okkur. Hann fékk höfuð- högg og var mjög sjokkeraður. Mér er sagt að hér hafi allt verið gert samkvæmt bókinni," sagði Pétur. Aðspurður hvort um mann- leg mistök eða bilun i búnaði hefði veriö að ræða sagði Pétur það al- veg óljóst. Hann segir að um tug- milljónatjón sé að ræða. Skipið tefjist eitthvað þar sem ekki hafi verið hægt að loka lestarlúgum en viðgerð taki örugglega ekki langan tíma. Báðir kranamir vom tryggð- ir. -sv . Kristín Ástgeirsdóttir: Ursögn í dag Ég hef sagt mig úr þingflokki Kvennalistans og mun tilkynna það á Alþingi i dag. Síðar í dag mun ég svo segja mig úr Kvenna- listanum, sagði Kristín Ástgeirs- dóttir, þingmaður í morgun. Kristín sagði að ástæðan væri sú stefnubreyting sem hefði verið samþykkt á landsfundinum um helgina. „Ég var kjörin sem fulltrúi kvenna úr öllum áttum og er ekki sátt við að tilheyra afli sem vill fara í samvinnu til vinstri. En þetta á sér líka lengri aðdrag- anda. Það hafa verið langvinnar deilur um vinnubrögð innan listans. Ég lít svo á að tími Kvennalistans sem pólitísks afls sé liðinn,“ sagði Kristín. Tálknafjörður: Yfirheyrt vegna Þryms Esra S. Pétursson: Þarf ekkert læknisleyfi „Ég hef fengið bréf frá Landlækni þar sem ég fæ ávítur. Hann gefur mér frest til 1. ■^esember til að svara þessu. Ég vil ekkert tjá mig um málið fyrr en að þeim tíma liðnum. Það kann vissulega að fara svo að ég verði svipt- ur læknisleyfi, það er þyngsta refsing. Ég vinn nú hins vegar eingöngu sem sálkönnuður og til þess þarf ég ekkert læknisleyfi," sagði Esra. S. Pétursson, aðspurður um ásakanir á hendur honum um Jjvort hann hafi brotið siðareglur lækna. Sjá bls. 2. -RR Yfirheyrslur standa nú yfir hjá Patreksfjarðarlögreglu vegna vél- bátsins Þryms BA sem hvarf í skjóli nætur frá Tálknafirði um helgina. Talið er að bátnum, sem er 200 tonna stálskip, hafi veriö sökkt í grennd við Tálknafjörð. Jónas Sig- urðsson, aðalvarðstjóri lögreglu, sagði málið litið mjög alvarlegum augum með tilliti til laga um varnir gegn mengun sjávar. -rt Esra S. Pétursson. Arasarmennirnir inni Þremenningamir, sem réðust á öryrkjann á Kleppsvegi aðfaranótt þriðjudagsins, þeir Lárus Svavars- son, Brynjólfur Jónsson og Einar Sigurjónsson, hafa allir verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Allir mennimir eiga verulegan afbrotaferil að baki. Árið 1988 var Einar dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana ungum manni í ver- búð í Innri-Njarðvík með hnífi. RR/Ótt ÆTLI V\Ð SEUM SKYLDIR, ÉG OG ESRA? Veörið á morgun: Víða stinn- ingskaldi Á morgun verður austlæg átt, víða kaldi, stinningskaldi eða 4 til 6 vindstig. Nær samfelld rigning eða súld austan- og suðaustan- lands en úrkomulaust að mestu á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.