Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997
5
I
I
*
♦
I
I
»
I
*
I
♦
♦
I
I
»
I
»
t
I
»
»
»
»
\
I
»
»
»
220.000.7
166 MHz PowerPC 604e
16 Mb vinnsluminni, stækkanlegt í 512 Mb
Skyndiminni 256 k, stækkanlegt í 1 Mb
2000 Mb harðdiskur
Tólfhraða geisladrif
16 bita tvíóma hljóð
Þrjár PCI-raufar
Localtalk og Ethernet
Örgjörvi á dótturborði uppfæranlegur
***•+?.!*•*'•** -H' ■
• 2LT* »»*, T *“ á*
Fyrirtækjatilboð
Verð með 17” Apple-skjá frá
176.707,- kr. stgr. án vsk.
|)kr.stgr.m.vsk.
íslensk erfðagreining hf.:
Nóbelsverð-
launahafi í
stjórn
Sir John Vane,
sem hlaut nóbels-
verðlaun í læknis-
fræði árið 1982,
gekk til liðs við
stjóm íslenskrar
eríðagreiningar i
síðustu viku. Kári
Stefánsson, for-
stjóri fyrirtækis-
ins, segir að það sé
ómetanlegt að fá
mann sem Sir
Vane inn í stjóm-
ina sem geti tekið
af skarið með vís-
indalegar ákvarð-
anir.
Sir Vane er heimsþekktur fyrir
rannsóknir sínar á hjartasjúkdómum
og þróun lyfja. Hann var m.a. ábyrgur
fyrir þróun lyfsins Captopril en það er
notað til að vinna gegn of háum blóð-
þrýstingi og til að koma í veg fyrir
hjartaskemmdir strax eftir hjartaáfall.
„Ég vona að Sir Vane taki virkan
þátt í stjómunarstörfum," segir Kári.
„Hann kemur inn í fyrirtækið með af-
burðaþekkingu um lyijaiðnað og lyfja-
gerð.“ -SóL
Nóbelsverð-
launahafinn Sir
John Vane er
nýr stjórnar-
maður í ís-
lenskri erfða-
greiningu.
Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111
Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is
„Ofsóknarbrjálsamt fólk er
oft bestu viðskiptavinir
málafærslumanna.a
Esra
SYNDARA
eftir Ingólf Margeirsson
ÉBÍ
TgS?
Apple-umboðið
Fréttir
íslensk erfðagreining:
Hættu ekki við
- segir framkvæmdastjóri Gagnalindar
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar
erfðagreiningar, segir fyrirtækið hafa
fallið frá áformum um að kaupa
Gagnalind hf. sem hannað hefur hug-
búnað fyrir sjúkraskrár eftir að land-
læknir lýsti því yfir að hann teldi það
óæskilegt. Kári segir að hætt hafi ver-
ið við að kaupa hlutafé Gagnalindar
fyrir tveimur mánuðum.
Þorsteinn Ingi Víglimdsson, fram-
kvæmdastjóri Gagnalindar, segir þetta
ekki rétt. Tvö tilboð hafi borist frá ís-
lenskri erfðagreiningu, hið síðara 17.
september, og fyrirtækið hafi haldið
þeim til streitu þar til þeim var ein-
róma hafnað á hluthafafundi Gagna-
lindar 2. október.
„Við höfðum áhuga á því að reka
fyrirtækið eins og það var,“ segir Þor-
steinn Ingi. „Ef þetta hefði verið fjár-
hagsleg spuming hefðum við gert þeim
gagntilboð."
Þorsteinn Ingi segir að ákvörðunin
um að hafha tilboðinu hafi verið byggð
á því að fyrirtækið er þjónustuaðili við
notendur kerfisins en ekki söluaðili
upplýsinga.
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður
bar upp fyrirspum um þetta mál til
heilbrigðisráðherra á Alþingi á mánu-
dag, eftir að Ólafur Ólafsson landlækn-
ir hafði varað við kaupunum við heil-
brigðisnefnd. Ekki kom fram i máli
hans hvort þessi kaup væra út af borð-
inu.
Siv segir fulla ástæðu til að ræða al-
mennt um hvemig fara skuli með per-
sónupplýsingar í sjúkraskýrslum
fólks. Tugþúsundum vefsýna hafl ver-
ið safnað hérlendis. Þessum upplýsing-
um hafi verið safnað fyrir aimannafé
og þvi sé spuming hvort einhveijir
einstakir eigi að hafa aðgang að þeim.
Siv veltir þvi einnig upp hvort hægt sé
að bjóða þessar upplýsingar út á al-
þjóðamarkaði með þeirri vissu að
fúlirar persónuvemdar sé gætt og að
tekjumar rynnu aftur tii rekstrar heil-
brigðiskerfisins.
Kári segir eðlilegt að standa vörð
um friðhelgi einkalífs fólks með varð-
veislu persðnulegra upplýsinga.
„En það er ekki eðlilegt að saka fólk
um glæp, sem það er að gægjast inn I
heilbrigðisupplýsingar og selja það
öðrum aðila,“ segir Kári. „Það er ein-
faldlega of mikið í húfi fyrir okkur að
það kom aldrei til greina að bijóta
þessar reglur." Kári segir einungis
hafa vakað fyrir íslenskri erfðagrein-
ingu að kaupa hugbúnað með sam-
ræmdri skráningu sjúkraskýrslna en
ekki upplýsingar um sjúklingana
sjáifa. -Sól
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar
erfðagreiningar, segir fyrirtækið hafa
hætt við kaup á Gagnalind en sé nú sak-
að um glæp. DV-mynd Brynjar Gauti