Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Blaðsíða 18
26
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 199
Iþróttir
rnfflrimíBi
Liverpool og Glasgow Rangers
heyja baráttu um bandaríska
markvörðinn Brad Friedel sem
leikur með Columbus Crewe í
bandarísku atvinnumannadeild-
inni. Hann er talinn kosta eina
milljón punda og þykir mjög
efnilegur á milli stanganna.
Alan Curbishley, framkvæmda-
stjóri Charlton, hefur skrifað
undir íjögurra ára samning við
félagið. QPR var á eftir honum.
QPR hefur þess í stað augastað á
Nigel Spackman sem er fram-
kvæmdastjóri hjá Sheffield
United.
Fulltrúi frá ítalska liðinu Lazio
kom í gær til Birmingham til
viðræðna við júgóslavneska leik-
manninn Savo Milosevic hjá
Aston Villa. Lazio er tilbúið að
greiða fjórar milljónir punda fyr-
ir leikmanninn.
í tilefni af 25 ára afmæli Borð-
tennissambands ísland fer fram
landskeppni á milli íslendinga,
Skota og Færeyinga I TBR-hús-
inu á laugardaginn kemur. Á
sunnudeginum fer siðan fram
einstaklingskeppni.
Bikarkeppnin í sundi fer fram
um næstu helgi í SundhöO
Reykjavíkur. Keppni í 2. deOd
fer fram á morgnana en í 1. deOd
sídegis. Allt besta sundfólk
landsins verður á meðal þátttak-
enda.
Úrtökumót fyrir evrópsku mótaröðina:
Birgir Leifur
keppir á Spáni
Birgir Leifur Hafþórsson, at-
vinnumaður í golfl, leikur í dag
fyrsta hringinn á úrtökumótinu fyr-
ir evrópsku mótaröðina á næsta ári.
Mótið fer fram á tveimur vöOum á
Suður-Spáni, vöOunum Guadalmina
og San Roque.
Um 180 kylfingar reyna fyrir sér
og munu þeir leika fjóra hringi í'
byrjun, tvo á hvorum veOi. Eftir að
fjórum hringjum er lokið er kylfing-
um fækkað niður í 75 og verða þeir
að leika aukalega tvo hringi á San
Roque. Þegar þessum tveimur auka-
hringjum er lokið fá 40 efstu leik-
mennirnir kort inn á evrópsku
mótaröðina.
Mót þetta verður mesta þrekraun
fyrir hin unga kylfmg sem sýnt hef-
ur mikla framfor í golfinu síðan
hann gerðist atvinnumaður í mars á
þessu ári. -JKS
Hameln á uppleið
- vann Dormagen - Róbert með fimm
Hameln, undir stjórn Alfreðs
Gíslasonar, komst í 8. sæti þýsku
1. deOdarinnar í handknattleik
með því að sigra Dormagen, lið Ró-
berts Sighvatssonar, 27-26, í
hörkuleik. Róbert var í stóru hlut-
verki hjá Dormagen og gerði 5
mörk en Skrbic skoraði 9 mörk
fyrir Hameln og Kudinov 6.
Niederwúrzbach, lið Konráðs
Olavssonar, vann góðan sigur á
Nettelstedt, 29-27. Konráð náði
ekki að skora. Lisicic gerði 10
mörk fyrir liöið en fyrir Nettel-
stedt skoraði Dusjebaev 11 mörk
og Bogdan Wenta 6.
Róbert Julian Duranona skoraði
3 mörk fyrir Eisenach sem fékk
skeO i Minden, 28-19. Stoecklin
gerði 8 mörk fyrir Minden.
WaOau Massenheim rauf sigur-
göngu Kiel meö 27-23 sigri. Volle
gerði 8 mörk fyrir WaOau en Per-
unicic 7 fyrir Kiel.
Lemgo vann útisigur áGum-
mersbach, 23-29. Baumgartner og
Marosi gerðu 6 mörk hvor fyrir
Lemgo en Yoon 9 mörk fyrir Gum-
mersbach. Flensburg vann Gross-
waOstadt, 33-24.
Kiel er með 15 stig, Lemgo 14,
WaOau 14, Flensburg 12, Magde-
burg, 10, Nettelstedt 10, Minden 10
og Hameln 10 stig. -VS
eru komin á alla
útsölustaði
Öll Lionsdagatöl eru merkt:
KRAKKAR!
MUNIÐ EFTIR OKKUR
Jffit TANNIOGTÚPA
Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa.
Allur hagnaður rennur til líknarmála.
Antoine Walker, á fleygiferö meö boltann, skoraöi 21 stig og var stigahæstur
í liöi Boston Celtics þegar liöiö tapaöi fyrir New Jersey í bandaríska
körfuboltanum í nótt. Reuter-mynd
NBA í nótt:
- sigrar í röð hjá LA Lakers
Hinir fjölmörgu aðdáendur LA
Lakers gleðjast yfir gengi liðsins
þessa dagana enda ekki ástæða tO
annars. í nótt sem leið vann liðið
sinn 10. sigur í röð. Átta leikir voru
á dagskrá NBA-deOdarinnar og
urðu úrslit sem hér segir.
New Jersey-Boston........108-100
Williams 27, Cassell 20 - Walker 21, Mac-
arty 18.
PhUadelphia-Washlngton .... 97-86
Iverson 29, Wheatherspoon 16 - Murray
24, Howard 15.
Cleveland-Orlando.........93-96
Ilgauskas 21, Kemp 18 - Strong 20, Arm-
strong 18.
Miami-LA Clippers.........122-113
Hardaway 33, Austin 26 - Murray 32,
Robinson 16.
Charlotte-Portland.........106-92
Rice 27, Divac 19 - Wallace 18, Sabonis
18, Rider 18.
San Antonio-Golden State . . 108-87
Robinson 21, Duncan 19 - Sprewell 20,
Marshall 16.
Seattle-Vancouver..........107-87
Payton 31, Schrempf 23 - Rahim 25, Ed-
wards 14.
LA Lakers-Minnesota........118-93
Jones 31, O’Neal 26 - Gugliotta 22, Gar-
nett 19.
Lið Los Angeles Lakers virkaði
þreytt í leiknum gegn Minnesota í
Forum í nótt. Liðið var að leika
sinn sjötta leik á níu dögum og sást
það greinilega á leikmönnum. „Þeir
eru orðnir tíu í röð og verða fleiri.
Við gleðjumst yflr velgengni okkar
og njótum þess að leika körfubolta,"
sagði Kobe Bryant hjá LA Lakers
eftir leikinn við New Jersey í nótt.
David Robinson átti góðan leik
fyrir San Antonio gegn vængbrotnu
liði Golden State. Robinson tók 12
fráköst en það verður enn bið á því
að Golden State fagni sínum fyrsta
sigri í deildinni í ár en liðið hefur
leikið níu leiki án sigurs.
Derek Strong var hetja Orlando
gegn Cleveland. Hann byrjaði á
varamannabekknum en varð samt
stigahæsti maður liðsins. Hann
jafnaði leikinn undir lok venjulegs
leiktíma en aðeins þrjú stig voru
skoruð í framlengingunni sem
nægðu Orlando til sigurs.
Leikurinn þróaðist með ótrúleg-
um hætti en þegar átta mínutur
voru eftir af leiknum benti fátt ann-
að en til sigurs Clevelands sem var
þá með tuttugu stiga forystu. Það
mikla forskot gufaði upp á lokakafla
leiksins.
-JKS