Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997
Fréttir
Hörkudeilur á aukabæjarstjórnarfundi i ísafjarðarbæ:
Norðurtanganum hafnað
- ekki vantraust, segir oddviti sjálfstæöismanna
Aukafundur i bæjarstjóm ísa-
fjarðarbæjar i gærkvöldi, sem boðað
var til að kröfu sex bæjarfulltrúa,
hafnaði kaupum á húseignum fyrr-
um Norðurtanga á ísafirði undir
skólahúsnæði með sex atkvæðum
gegn fimm. Bæjarstjómarfúndurinn
stóð fram yfir miðnætti og var fjöl-
setinn áheyrendum. Ekki stóðu allir
upphaflegu flutningsmanna að sam-
þykktinni um að hafiia kaupunum,
þar sem Kristján Freyr Halldórsson,
Funklista, bar fram tillögu um frest-
un á afgreiðslu málsins fram yfir
borgarafund, eða til fimmtudags í
næstu viku, en sú tillaga var felld. í
stað hans studdi Guðrún Stefáns-
dóttir, F-lista, tillöguna ásamt Sig-
urði Ólafssyni, A lista, Jónasi Ólafs-
syni, D-lista, Kolbrúnu Halldórs-
dóttur, D-lista, Kristni Jóni Jóns-
syni, B-lista, og Smára Haraldssyni
af F-lista.
Sigurður Ólafsson, Alþýðuflokki,
hafði fyrir fram lýst því yfir að ef
kaupin yrðu samþykkt þá myndi
hann innan fimm mínútna hætta
meirihlutasamstarfi við Sjálfstæöis-
flokk, en hvemig
líst honum á
framhaldið?
„Það er ekki í
minni hendi leng-
ur. Nú em for-
sendumar sem ég
gaf fyrir að ég
myndi slíta
meirihlutanum
ekki fyrir hendi
lengur. Það er því
í höndum oddvita Sjálfstæðisflokks-
ins hvað hann gerir.“
- En Norðurtanginn er endanlega
út af borðinu:
„Ég tel það, en það var ekkert
formlegt kauptilboð til í Norður-
tangann. Hann var kominn inn í
skýrslu VSÓ sem möguleiki, en ég
tel að hann sé nú farinn út. Það em
fimm möguleikar eftir í skýrslunni
og það er um nóg að ræða á morg-
un,“ sagði Sigurður Ólafsson.
„Ég les ekki annað út úr þessari
stöðu en það að gmnnskólamálun-
um er skotið á frest um óákveðinn
tima. Væntanlega verður annar
starfshópur skipaður og önnur
skýrsla búin til sem væntanlega
verður dregin jafnmikið í efa og
þær fyrri," segir
Þorsteinn Jó-
hannesson, odd-
viti sjálfstæðis-
manna.
- Hvað með
framtíð bæjar-
stjómarmeiri-
hlutans?
„Það held ég að
sé allt of snemmt
að segja nokkuö
til um. Við skulum gera okkur grein
fyrir því að hér var samþykkt
þverpólitísk tillaga. Þetta skoðast
því ekki sem vantraust á meirihlut-
ann.“
Þorsteinn
Jóhannesson.
Magnea Guö-
mundsdóttir.
Tap fyrir börnin
- Hvað með aðra möguleika varð-
andi húsnæðismál grunnskólans?
„Ég harma þessa niðurstöðu
vegna þess að hún kemur til með að
skjóta öllum málum á frest. Ég
þekki mitt fólk af bráðabirgðalausn-
um, þeir vilja sitja allt of lengi yfir
málum. Ég held að þetta sé fyrst og
fremst tap fyrir grunnskólann og
bömin okkar,“ sagði Þorsteinn Jó-
hannesson.
Forseti bæjarstjórnar, Magnea
Guðmundsdóttir, sagðist slegin yfir
þessari niðurstöðu. Hún sagöist
miður sín yfir þeirri framkomu sem
fræðslunefnd, vinnuhópi, skýrslu-
höfundum, foreldnun og kennurum
hefur verið sýnd. Sagðist hún ekki
vita hvemig fræðslunefnd ísafjarð-
arbæjar gæti starfaö áfram og lagt
fram fleiri tillögur til úrbóta. Lýsti
hún yfir áhyggjum sínum af fram-
haldinu.
Hús Norðurtangans sem hafnaö hefur veriö.
Gönuhlaup
Þorsteinn Jó-
hannesson, odd-
viti sjálfstæðis-
manna, lét gera
bókim áður en at-
kvæðagreiðsla
hófst. Þar lýsti
hann furðu sinni
og vonbrigðum
með það gönu-
hlaup sexmenn-
inganna að fara fram á aukafund í
bæjarstjóm ísafjarðarbæjar vit-
andi það að almennur kynningar-
fundur í bæjarstjóm ísafjarðarbæj-
ar hefði verið boðaður í dag,
fimmtudag 27.11. Sagði Þorsteinn
að ofangreindir bæjarfulltrúar
leyfðu sér þvílíka valdníðslu að
ætla að keyra þetta mál í gegn í
bæjarstjóm án þess að hafa fengið
þar faglega umfjöllun. Þessir bæj-
arfulltrúar ætli að hundsa álit
meirihluta kennara í Grunnskóla
ísafjarðar. Virða að vettugi sam-
hijóða tillögu fræðslunefndar um
að ódýrasta og hagkvæmasta leiöin
sé valin til úrlausnar í húsnæðis-
málum grunnskólans. „Þessi fram-
koma er ofantöldum bæjarfulltrú-
um til vansa. Þetta hlýtur að skoð-
ast sem blaut tuska framan í andlit
kjósenda. Jafnt framan í nemendur
og starfsfólk grunnskólans í nútíð
og framtíð."
Bókunin
hieypti illu
blóði í sex-
menningana
og lagði Kol-
brún Hall-
dórsdóttir
fram eftirfar-
andi bókun:
„Undirritaðir
bæjarfulltrú-
ar hafa ekki
enn fengið
boðun um
fyrirhugaðan
borgarafund
og lýsir það
vinnubrögð-
rnn formanns bæjarráðs og forseta
bæjcirstjómar. Við undirrituð biðj-
umst undan slíkum aðdróttunum
sem fram hafa komið í bókun Þor-
steins Jóhannessonar. Við lýsum
okkur reiðubúin til að mæta á borg-
arafund hvar og hvenær sem er.“
-HKr
Siguröur
Ólafsson.
Bílvelta varö á Hafnarfjaröarvegi á níunda tímanum í gærkvöld. Annaö afturhjóliö losnaöi undan bfl sem var á ferö.
Ökumaöur missti stjórn á bílnum sem valt á veginum. Þrennt var í bílnum og var fólkiö flutt á slysadeild. Meiösl
fólksins reyndust minni háttar. DV-mynd S.
Mamma fékk fýrsta eintakið
Davíð Oddsson forsætisráðherra
fékk fýrsta eintakið af smásagna-
safninu sínu í hendur í fyrrakvöld
og gaf mömmu sinni það. í dag get-
ur hann fengið eins mörg og hann
vill því í dag kemur bókin hans út
hjá Vöku-Helgafelli: Nokkrir góðir
dagar án Guðnýjar. „Ég gæti sagt að
ég komi út hjá sama forlagi og
Halldór Laxness," sagði forsætisráð-
herra á fimdi með blaðamönnum í
gær, „en það er líka sama forlagið
og gefur út Andrés önd!“
Þetta eru níu smásögur, klassísk-
ar að formi; sumar minna með lif-
andi samtölum sínum á að höfund-
ur hefúr skrifað leikrit. Þær hafa
orðið til á löngum tíma og ekki
hægt að negla þær niður á stjómar-
samstarf. Hugmyndir koma víöa að,
úr beinni lífsreynslu, gömlum fjöl-
skylduminnum og hleruðum sam-
tölum.
Davíö meö fyrsta eintakiö.
Aðspurður hvort hann kviði
gagnrýni sagðist hann vissulega
gera það, þó væri hann kominn
með sigg á sálina, eins og Ólafur
Thors komst að orði. „Skrif hafa
góð áhrif á sálina ekki síður en
bóklestur, þær létta róðurinn,"
sagði Davíð. „Sumir safna frí-
merkjum en þetta hentar mér bet-
ur.“
Davíð kvaddi sér ungur hljóðs
sem höfundur gamanþátta og leik-
rita og var einn Matthildinga sem
breyttu smekk þjóðarinnar fyrir
gríni óaflnrkallanlega. Sér hann
eftir því að hafa ekki lagt ritstörf
fyrir sig?
„Ég hafði ekki nægt sjálfstraust
þá til þess að ákveða að verða al-
vöru rithöfundur," svarar forsætis-
ráðherra. „Nú er ailt í lagi að gefa
út bækur þvi nú ætla ég ekki að
„verða“ neitt.“ -SA
I>V
Stuttar fréttir
NAMMCO og selveiðar
Þriggja daga ráðstefnu
NAMMCO í Saint John’s á Ný-
fundnalandi um selveiðar lýkur í
dag. Fram hefúr komið að veiði-
stofnar við N-Atlantshafið em
bæði stórir og heilbrigðir og vel
nýtanlegir á sjáifbæran hátt. Eftir-
spurn eftir selskinnum hefur verið
að aukast jafnt og þétt síðan hún
var á lágmarki í upphafi níunda
áratugarins.
3,8% atvinnuleysi
3,8% atvinnuieysi er á landinu í
nóvember samkvæmt vinnumark-
aðskönnun Hagstofunnar. Það
jafngildir því að 5.700 einstakling-
ar hafi verið án vinnu um miöjan
mánuðinn. Á sama tíma í fyrra
vom 5.500 manns án vinnu.
Meira púst
íslenskir ráð-
herrar vilja
komast að sam-
komulagi um
meiri útblástur
gróðurhúsaloft-
tegunda frá
fiskiflotamun
og frá stóriöju á
umhverfisráð-
stefnunni í Kyoto. Þeir telja að á
heimsvísu stuðli þetta aö minni út-
blæstri vandræðaefnanna vegna
þess að orkuframleiðsla til stóriöju
hér fer fram án slíks útblásturs.
Þróun hjá Gelmer
Gunnar Már Kristjánsson, deild-
arstjóri þróunarseturs ísl. sjáv-
arafurða, hefur verið ráðinn þró-
unarstjóri hjá Gelmer í Frakk-
landi, sem ÍS keypti nýlega. Nýr
forstöðumaður þróunarsetursins
hefur verið ráðinn. Hann heitir
Tryggvi Finnsson.
Aspir fjarlægðar
Tæpa tvo tugi aspa, sem gróöur-
settar voru fyrir tæpum tveimur
áratugum í Kópavogi, skal fjar-
lægja samkvæmt dómi Héraðs-
dóms Reykjaness. Rætur aspanna
hafa komist í skolplagnir á næstu
lóð og skemmt þær, sem og gang-
stétt og innkeyrslu. RÚV sagði frá.
í rússneskan vísindahóp
Þorsteinn Tómasson, forstjóri
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins, hefúr verið kjörinn í rússnesku
vísindaakademíuna. RÚV sagði frá.
Farandverkafólk
Fulltrúar fiskvinnsludeildar
Verkamanna-
sambandsins
hafa lagt fram
kröfur á hendur
Samtökum fisk-
vinnslustöðva
um bættan að-
búnað farand-
verkafóiks. Með
því er verið að
fylgja eftir bókun í síðustu kjara-
samningum um að semja beri um
bætt kjör og aukin réttindi farand-
verkafólks.
Hrútasæðí utan
Tveir bandarískir bændur ætla
að kaupa sæði úr um 15 hrútum.
Sæðið verður tekið á næstunni,
eða þegar fengitími islenska ijár-
ins hefst. Það verður fryst og sent
út til Bandaríkjanna í febrúar.
Morgunbiaðið sagði frá.
D-listinn eflist
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
44% fylgi i alþingiskosningum
nú, samkvæmt könnun Félags-
vísindastofnunar. Flokkurinn
hefur bætt við sig frá síðustu
könnun en þá var fylgið 36%.
Fylgi við jafnaðarmannafiokk,
sem rætt er um að stofna, hefur
aukist i tæp 11% úr 3,7% í síð-
ustu könnun.
Úr stjórn FÍ
Samkvæmt dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur er stjórnarmönnum
og starfsmönnum Flugleiða
óheimiit að sitja í stjóm Flugfé-
lags íslands þar sem það stríöi
gegn samkeppnislögum. Stöö 2
sagði frá. -SÁ