Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Page 12
12
FMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997
Spurningin
Hver veröa úrslit landsleiks
íslands og Júgóslavíu í
handknattleik í kvöld?
Hjörtur Geirsson barþjónn:
Júgóslavar hafa þetta með einu
marki.
Halldór Valgeirsson málari: Ég
spái því að íslendingar vinni leik-
inn með litlum mun.
Valdemar Tómasson gatnamæl-
ingamaður: Júgóslavar vinna leik-
inn með 26 mörkum gegn 24.
Harpa Ólafsdóttir, nemi í
Kvennaskólanum: íslendingar
sigra með þriggja marka mun.
Sigríður Guömundsdóttir, nemi í
Kvennaskólanum: íslendingar
vinna leikinn með þremur mörk-
um.
Eygló Tómasdóttir, nemi í
Kvennaskólanum: Ég spái fjögurra
marka sigri íslendinga.
Lesendur___________
A-flokkarnir á
fallanda fæti
Hvers vegna ættum við að sameinast um A-flokkana þegar
við erum á réttri leið með núverandi stjórnvöldum? spyr bréf-
ritari.
Ólafur Sigurðsson
skrifar:
Ég er einn þeirra sem
hafa lengi fylgt vinstri
flokkunum að málum,
kaus raunar Alþýðu-
bandalagið framan af og
síðar Alþýðuflokkinn. Of
lengi var maður slíkt
bam að halda, að þessir
flokkar báðir, og for-
svarsmenn þeirra, væru
málsvarar þeirra sem
minna mættu sin, þeirra
sem ættu undir högg að
sækja í launalegu tilliti
og félagslegu. Augu
manns hefðu auðvitað
átt að opnast þegar stóra
„krassið“ kom, opnun
Evrópu með falli Berlín-
armúrsins, og fólki sýnt
inn í heim hörmunganna
milliliðalaust, að þeir
sem allt þetta höfðu varið
voru heimskir gasprarar.
Gasprararnir voru líka hér á
landi. Þeir tilheyrðu A-flokkunum.
Þeir eru enn við sama heygarðs-
homið hér, að segja fólki, almenn-
um kjósendum, að nú sé þörf að
stíga næsta skrefíð - sameinast í
einn vinstri flokk. Jafnaðarmanna-
flokk. Þá verði til sterkt afl sem
megi sín einhvers gegn Sjáifstæðis-
flokknum, þessum mikla skelfi al-
múgans! Þessu trúir enginn lengur.
Það er liðin tíð að tala svona til
fólks á íslandi. Og alls staðar á Vest-
urlöndum.
Ég var að hlusta á Bylgjuna milli
ki. 17 og 18 sl. mánudag. Þar var
rætt við formann Framsóknar-
flokksins, Halldór Ásgrímsson. Það
átti víst að taka hann á beinið eft-
ir flokksfundinn um helgina. -
Hvers vegna vildi hann stóriðju á
Austurlandi? Gat hann varið
stefnu ríkisstjómarinnar? Halldór
sagði sem rétt er; það verður að
skapa fólki þau skilyrði sem tiltæk
em fyrir afkomumöguleika. Era
t.d. einhverjir aðrir möguleikar
fyrir hendi á undirlendi fjarðanna
austanlands en að
virkja náttúmöflin
sem undirstöðu stór-
iðju og þjónustu við
hana? Þeir sem em á
móti þessu hafa
aldrei komið með
neitt afgerandi svar.
Það sama hefur átt
sér stað í flestum
þáttum þjóðlifsins
hér. Forsvarsmenn A-
flokkanna hafa aldrei
komið með nein svör
eða nýmæli í atvinnu-
málum. Þeir hafa
fylgt einarðlega eftir
því atvinnumynstri
sem hinir flokkamir,
Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur,
hafa mótað. Hvers
vegna ættum við þá
nú að sameinast um
A-flokkana?
A-flokkamir og tals-
menn þeirra era á fallanda fæti,
þeir bjóða ekkert nýtt. Hafa engar
hugmyndir en gaspra um gósentíð
með veiðileyfagjaldi og miðstýr-
ingu. Hvort tveggja í ætt við trúboð
og tálsýn. Því fyrr sem við íslend-
ingar getum hrint hugmyndinni
um sameinaða pólitíska félags-
hyggju fyrir björg, þeim mun fljót-
ar birtir yflr í íslensku þjóðlífi. Við
erum á réttri leið með núverandi
stjómvöldum en fömm áratugi aft-
ur á bak með sameinaða A-flokka í
eftirdragi.
Fyrsti yfirbyggöi knatt-
spyrnuvöllurinn?
- hugmynd Sigurðar Einarssonar arkitekts
Verður draumurinn um fyrsta
knattspymuvöllinn á Islandi að
veruleika í Hafnarfirði? - Við út-
byggingu hafnarinnar er gífurleg
þörf á grjóti til fyllingar. Drög að
umhverfismati á frekara grjótnámi
era jákvæð.
Verði niðurstaðan sú að gerð
verði geil inn í Hamranesið þar sem
nú þegar er búið að særa landið, er
kominn efniviður í yfirbyggðan
knattspymuvöll.
Hægt verður að ganga að þremur
veggjum og til að loka sárinu þarf að
byggja fjórða vegginn sem er lokunin
að framan og svo þak yfir geilina.
Slíkt hús yrði vafalaust mikil vít-
amínssprauta fyrir knattspyrnuna í
bænum sem og á landinu öllu.
Knattspymumenn geta þá æft og
spilað í hvaða veðri sem er og hægt
verður að skipuleggja knattspymu-
mót yfir vetrarmánuðina. Það sem
ekki síður er mikilvægt í þessari
hugmynd er að áhorfendur geta set-
ið inni. Það eru áhorfendur sem að
stórum hluta þurfa að standa undir
kostnaðinum. - Um byggingu og
rekstur slíks húss má hugsa sér að
stofna hlutafélag.
Tollfrelsi innan ES-ríkjanna
- eftir hverju bíðum við?
Afnám tolla myndi lækka vöruverðið eins og i ES-löndunum.
Hólmsteinn skrifar:
Ég sá fréttamynd í sjónvarpi hér
nýlega þar sem sagt var frá því að
Svíar stvmduðu það að panta sér tó-
bak, aðallega sígarettur, frá hinum
ES-löndunum og ná því þannig mun
ódýrara þar sem tollfrelsi sé innan
Evrópusambandsríkjanna. Ef svo er
aö algjört tollfrelsi ríki innan ES-
ríkjanna þá spyr ég hreinlega: Eftir
hverju bíðum við íslendingar eigin-
lega?
Viljum við kannski ekki fá bílana
frá Evrópu tolifrjálsa, heimilistæk-
in, fatnaöinn á böm og fullorðna,
matvörur o.s.frv.? Ætlum við ís-
lendingar að una glaðir með „töfra-
brögð“ ríkisins er breyta tollum í
vömgjöld eða hvað sem það heitir
til þess að komast hjá því að fylgja
reglum Evrópska efnahagssvæðis-
ins?
Og í fullri alvöru: Ætlum við að
láta endalaust valta yfir okkur? Við
sem borgum hæstu skatta sem um
getur þegar allt er saman talið?
Hvers vegna má ekki taka upp
óbeina skatta hér, þ.e. borga þá með
neyslunni? Og afnema tekjuskattinn
í leiðinni, þann óvinsæla skatt sem
ekki skilar sér til ríkisins hvort eð
er. Þurfum við ekki að taka okkur
tak sem þjóð og fara að huga að líf-
vænlegri kjömm og lífsmáta? Þótt
ekki væri nema til þess að bömin
okkar flýi ekki land strax og þau
ljúka prófum sem em einhvers
virði þótt þau séu það ekki hér?
Boðskapurinn
er rafmagns-
hækkun
Hildur skrifar:
Þá hefur Landsvirkjun birt
okkur „boðskapinn". Hún virðist
vera að búa í haginn fyrir vænt-
anlega erlenda iðjuhölda álvera
og stóriöju með lágt rafmagns-
verð en íslenskur almenningur
fær að greiða það niður. Líkt og
landsmenn hafa möglunarlaust
gert til þessa. Sem sé: á meðan er-
lent álver greiðir innan við 1
krónu fyrir sitt rafmagn þá
greiða landsmenn um 8 kr. til
heimanota sinna. Er einhver
glóra í þessu? Og þótt við séum
álitin heimsk af ráðamönnum,
líkt og þeir bræður Gísli, Eiríkur
og Helgi, þá er augljóst að okkur
er ætlað að greiðá þá 200 millj-
arða sem sagt er að Landsvirkjun
þurfi að taka að láni vegna virkj-
ana á næstunni. Og það er ekki
beðið boðanna; það er byrjaö að
rukka okkur strax!
Þingmenn
Reykjavíkur
brugðust
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Það afrek umhverfisráðherra
að leggja störf fjölda manna hjá
Landmælingum íslands í rúst
hlýtur að vekja upp spumingar.
Hvar vom þingmenn Reykjavík-
ur? Ekki heyrðist orð frá þeim og
vissulega hefði starfsfólk Land-
mælinga þegið einhvem stuðn-
ing frá þingmönnum Reykjavík-
ur. En því miður; hann var ekki
sýnilegur á neinn hátt. Skyldi
það vera rétt að það kosti 150
milljónir að flytja Landmælingar
upp á Akranes? Hvar er forsætis-
ráöherra nú? Týndur eins og aðr-
ir þingmenn Reykjavíkur?
Samband lækn-
is við sjúklinga
Jón Sigurðsson hringdi:
Læknar í Bandarikjunum, sem
fara að halda við kvensjúkling
sinn, eru tafarlaust sviptir lækn-
isleyfi. Ef geðlæknir tekur upp á
þessu er hann tafarlaust dæmdur
í tugthús um leiö og upp kemst.
Hér skrifar læknir einn bók um
athæfi sitt af þessu tagi og hælist
um! Þetta er fáheyrt og ætti
læknirinn frekar að minnkast
sín vegna gjörða sinna en að út-
hrópa þær. - Þetta er ísland í
dag. Allt öðmvísi en önnur sið-
menntuð þjóðriki.
Dansmærin
tvísaga
Svala hringdi:
Ósköp var að heyra í nekt-
ardansmeyjunni íslensku sem var
í viðtali í fréttum sl. mánudags-
kvöld. Hún sagði allt „feik“ sem
hún hefði sagt í DV sl. laugardag.
Hvað meinar aumingja stúlkan?
Er hún að lýsa sig ómarktæka?
Gengur hún fyrir peningum og
leggur allt í sölumar, líkama og
sál? Maður vorkennir svona per-
sónum sem ætla að ganga veg
svika og pretta strax á unga aldri.
Hvað dettur svona manneskju í
hug þegar hún þroskast? Ef hún
þá þroskast?
íþróttahreyfing-
in ekki bind-
indishreyfing?
Kristrún skrifar:
Ég sá yfirlýsingu frá forseta ÍSÍ
í DV sl. þriðjudag. Hann segir m.a.
að íþróttir og áfengi fari ekki sam-
an. Húrra fyrir því! Hann segir
líka að íþróttahreyfmgin geti tæp-
ast verið í hlutverki siðapostula,
banna fullorðnu fólki að neyta
áfengis. „Við erum ekki bindindis-
hreyfmg,“ segir hann hka. Það er
sífellt eins og allir séu að ,jafna
sig“ eftir eitthvert hófið. Slapp-
leikinn lekur niöur kiimamar og
niöur í tær.