Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 15 Harmleikur almennings: Hver á kvótann - hver ætti að eiga hann? „Togveiðar eru sjöfalt dýrari en króka- og netaveiðar," segir m.a. í grein Önundar. Sjávarútvegsstofiiun Háskóla íslands hélt gagnmerkan opinn fund til aö ræða fisk- veiðistefnuna hinn 8. nóvember. Hver á kvót- ann? Hver ætti að eiga hann? Þennan fund hefði gjarnan mátt halda fyrr því að málið er mjög brennandi þessa dagana, m.a. á Al- þingi. Aðalfrummælandi var Þorgeir Örlygsson, prófessor í kröfurétti við Háskólann. Erindi hans var mjög ítarlegt, nákvæmt og tæmandi og verður mikill akkur að því í umræðunni þegar það verður birt. Óheppilegir talsmenn Aðalniðurstaða hans var sú að Alþingi gæti afnumið kvótann fyr- irvaralaust og án bóta, svo sem margir hafa haldið fram. Prófessor Gunnar G. Schram staðfesti að hann væri samþykkur erindi hans í öllum atriðum og er fengur að slíkri yfirlýsingu því að hann er færasti hafréttarfræðingur lands- ins nú um stundir. Gísli Pálsson, prófessor í mann- fræði, lýsti rannsóknum sínum á þróun kvótakerfisins sem hann nefhdi „Hau'mleik almennings" og er fyrirsögn þessarar greinar tek- in til láns frá honum. Þá töluðu þrír hagfræðingar viðskipta- og hag- fræðideildar Há- skólans en niður- staða þeirra allra var að kvótakerfið „væri komið til að vera“ og að „kvót- amir ættu að vera séreign manna og fyrirtækja." Meginforsenda þeirrar niðurstöðu töldu þeir vera að kvótaeigendur myndu best gæta fiskistofhanna eftir að þeir sætu einir að veiðunum. Er þetta þó í engu sam- ræmi við fram- kvæmd fiskveið- anna og smáfiskadrápið sem nú gildir. Hagfræðingar Háskólans eru óheppilegir talsmenn fisk- veiðistjómunar og hafa villt mjög um fyrir allri framkvæmd þeirra á undanfömum áram. Þeir leggja að jöfnu allar teg- undir veiða og gera engan mun á veiðiaðferðum eða umhverfis- vænum veiðum og öðrum en setja allt i einn pott. Þótt vinnsl- an og markaðs- setningin lúti markaðslögmálum þá gera veiö- arnar sjálfar það ekki. Togveiðar eru sjöfalt dýrari en króka- eða netaveiðar. Forsætisráöherra hefur viöurkennt... Gestur á fúndinum með á 120 tonna botnfiskkvóta, sem hann getur selt fyrir 70-80 milljónir, spurði hvort hann ætti að byggja skip samkvæmt teikningu eða selja kvótann. Hann fékk engin svör því enginn vill bera ábyrgð á niðurstöðum Alþingis sem er öll- um sama ráðgátan. Sama dag birti útvarpið itarlega frásögn frá Hjaltlandi þar sem ís- lenska kvótakerfið var harðlega fordæmt. Þar var fullyrt að ef slíkt kerfi yrði tekið upp á Hjaltlandi myndi það leggja allar byggðir þar í auðn, svo sem er að gerast á ís- landi. Alþingi verður að afnema kvótakerfið og hættulegasti þrösk- uldurinn þar er veiðigjaldið sem mun óhjákvæmilega festa kvóta- kerfið í sessi um óákveöinn tíma ef það verður samþykkt á Alþingi. Kvótakerfið á botnfiskveiðunum er harmleikur almennings á ís- landi á okkar tímum. Alþingi setti það á og Alþingi verður að taka það af aftur. Forsætisráðherra hefir viður- kennt að gera þurfi breytingar á kerfinu og lagt til að hámark eign- arkvóta væri 8-10% á fyrirtæki eða mann sem allt eins gæti verið í „eigu“ einnar fjölskyldu. Aldrei hefir verið jafnhart sótt að at- vinnufrelsi manna á íslandi. Þetta er nánast mannfyrirlitning. Hag- fræðingar Háskólans geta hrósað sigri en þeir bera enga ábyrgð, ekki heldur pólitíska ábyrgð, sem í þessu tilfelli er illu heilli hjá Sjálfstæðisflokknum. Önundur Ásgeirsson Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís „Aldrei hefír verið jafnhart sótt að atvinnufrelsi manna á íslandi. Þetta er nánast mannfyririitning. Hagfræðingar Háskólans geta hrósað sigri en þeir bera enga ábyrgð..." Atriði tvö til Kjararáðstefna Öryrkjabanda- lags íslands var haldin í október sl. og tókst hið bezta, enda vel vandað til framsögumanna og í máli þeirra kom margt það ljós- lega fram sem að er í lífskjara- dæmi öryrkja á landi hér. Meðal þess sem þar kom fram sem ótvi- ræð staðreynd var hversu skerð- ing lífeyrisþegans vegna tekna maka kemur hart niður og á það bent af Sigurbjörgu Ármannsdótt- ur að hvergi væri að finna neina lagastoð fyrir þessari skerðingu enda mál af þessu tagi nú hjá um- boðsmanni Alþingis. Sigurbjörg, sem sjálf er 75% öryrki, sannaði það einnig að svo mikil væri skerðingin að það litla sem eftir stæði hrykki hvergi nærri fyrir þeim aukakostnaði sem öryrkinn óneitanlega yrði fyrir af völdum fötlunar sinnar. Hún og fleiri ræðumenn bentu einnig á hversu lítilsvirðandi þessi skerðing væri, hversu allur einstaklingsréttur væri þama fyr- ir borð borinn, til þess væri sem sagt ótvírætt ætlast að viðkom- andi væri algerlega á framfæri maka síns. Tólf þúsund í vasapeninga Sigurbjörg, sem og fleiri sem orð lögðu í belg, bentu á það hróplega ósamræmi sem þarna væri á fram- kvæmd trygg- ingabóta og at- vinnuleysisbóta. Við greiðslu at- vinnuleysisbóta væri ekkert horft til makatekna, einstaklingsrétt- m-inn að fullu virtur og væri þó sá munur á, að örorkan væri því miður viövar- andi en atvinnuleysið sem betur færi oftast tímabundið. Á kjararáðstefnunni var all- nokkuð um vasapeninga þess fólks rætt sem á heimilum fatlaðra eða sjúkrastofnunum byggi, hefði þar fæði og húsnæði sem og ýmsa brýnustu þjónustu, en yrði að láta sér nægja svokallaða vasapeninga til allra annarra þarfa sinna. í dag em vasapeningar 11.589 kr. á mánuði til þessara annarra „Nógu erfíð er æviganga þessa fólks þótt ekki sé beinlínis séð til þess að það lifí í þessum efnum við svo ógnarkröpp kjör sem ræna það sjálfsvirðingunni í viðbót við alltannað." úrbóta brýn þarfa og munu frá og með næstu áramótum verða rúmar 12 þús. kr. á mánuði. í máli Ög- mundar Jónassonar, formanns BSRB, á ráð- stefnunni kom fram að skv. útreikningi Hag- stofu á neyzlugmnni fólks vægju þessar aðr- ar þarfir um þriðjungi neyzlugrunnsins. Naum skal neyzlan Þá höfum við það mat svart á hvítu að þriðj- ungur af neyzlugrunni þess fólks sem við vasa- peninga býr á að nema 11.589 kr. á mánuði. Naum skal neyzlan vera og neöan sultarmarka í raun. Sann- leikurinn er sá að hér er ekki um neinar stórupphæðir að ræða held- ur í fjárlagadæminu og tvöfóldun þessarar upphæðar mundi svo sem ekki svara til hærri upphæðar en helmings viðgerðarkostnaðarins við Stjómarráðshúsið. Samkvæmt staðtölum almanna- trygginga fyrir árið 1996 nutu alls 316 öryrkjar þessara vasapeninga og heildarupphæðin nam 41 millj. kr. í dag nær hún trúlega 45 millj. kr. á ársgrandvelli. Það myndi því ekki kosta ríkissjóð nema um 25 millj. kr. að hækka þessar bætur um 50%. Ekki er neinn efi í okkar huga að á þessu höfum við ærin efni í góðærinu mikla og í raun ekki verjandi að skammta þeim sem við hvað erfiðasta fötlun búa slikar fiárhæðir til alls annars en fæðis, húsnæðis og brýn- ustu þjónustu. Nógu erfið er ævi- ganga þessa fólks þó ekki sé beinlínis séð til þess að það lifi í þessum efnum við svo ógnarkröpp kjör sem ræna það sjálfsvirðingunni í viðbót við allt annað. Við hér á bæ treystum því að ráðherra tryggingamála taki þetta mál til sérstakrar skoðunar, því við vitum að hún hefur fullan hug á þvi að gera betur við þetta fólk. Ráð- herrann hefur fengið í hendur ein- arða ályktun aðalfundar Öryrkja- bandalagsins um þetta mál og þeirri ályktun mun eftir fylgt af fullum þunga. Þennan dökka blett á velferðinni þarf að afmá sem fyrst, við vonum a.m.k. að allir megi sjá að „svona gerir maður ekki“. Helgi Seljan Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Með og á móti Vínveitingaleyfi Hafnarkrárinnar Ekki bannað vegna jafn- ræðisreglu „Tilgangur borgarráðs með umsögn sinni um að veita Hafnarkránni áframhaldandi vínveitinga- leyfi í þrjá mánuði er til þess að gefa þeim tækifæri til að bæta hjá sér aðbúnaðinn og verða við þeim kröfum sem gerðar em til veitingastaða í borginni. Lögreglustjóri veitir sjálft leyfið. Borgarráð hefur fengið misvísandi upplýsingar um aðstæður á staðnum. Þó hefur verið uppvíst að þama er ekki allt sem skyldi. Það er einnig nokkuð sérstakt hjá borgarráði að fara fram á að kráin verði ekki opnuð fyrr en eftir klukkan sex. Það er af því að að degi til safhast þarna sérkennilegir viðskiptavinir sem mönnum finnst að ættu að vera annars staðar en ekki á áberandi stöðum í miðbænum. Þess vegna var horfið frá þeirri kröfu sem borgin gerir til allra veitingastaða; að hafa opið frá klukkan tólf til þess að þar sé líf líka á daginn. Aðalmálið er að gefa Hafnarkránni tækifæri til þess að bæta hjá sér allan brag en ekki þótti rétt að banna staðinn vegna jafnræðisreglu. Einnig var rætt um fleiri krár í borginni vegna svipaðra mála.“ Vantar pólitískan vilja „Þetta hefur verið sem svínastía. Þarna virðist samankomið fólk eins neðarlega og hægt er. Það var sagt að ef fólki væri hent út af Keisaranum, þá gæti það alltaf fengið að fara inn á Hafnarkrána. Því miður, því þetta eru nágrannar okkar og við hér í nágrenninu höfum allir orðið langþreyttir á sóðaskapnum og siðleysinu sem hefur fylgt þessum rekstri. Fyrir utan svo slysahættu og árásarhættu. Þetta er búiö að ganga í nokkur ár. í upphafi þegar við sáum hvert stefndi fórum við friðsamlega og vinsamlega leið til bæði húseigenda og rekstraraðila staðarins og báðum þá að breyta um rekstrarform. Það er allt í lagi að fólk reki siðsamlegan mat- og drykkjarstað. Allt hefur komið fyrir ekki og við höfum leitað til stjórnvalda. Það em allir á sama máli og við en það er enginn pólitískur vilji til þess að gera neitt í þessu." -ST Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritsfjórnar er; dvritst@centrum.is Hilmar Foss, nágranni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.