Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Side 28
36 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 Fæstir hafa • • X / migio í saltan sjó „Núverandi kynslóð, spreng- lærð úr háskólum, innlendum sem erlendum, virðir þessi störf lítils í dag, enda hafa fæstir í þeim hópi nokkum tímann mig- ið í saltan sjó.“ Guðmundur Kærnested, fyrr- um skipstjóri, um þá sem vilja fiytja Sjómannaskólann, í DV. Ruglaðir framsóknarmenn „Aðild hans að R-listanum annars vegar og andstaða við vinstri sameiningu hins vegar ruglar kjósendur Framsóknar- flokksins. Það þarf í senn styrk og leikni til að leika þannig tveimur skjöldum." Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, í Degi. Ummæli Löggilt gamalmenni „Ég fór að skrifa bækur þegar ég var að verða löggilt gcimal- menni.“ Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, í Degi. Vandamálin ekki merkileg „Þegar maður hefur sent frá sér bók horfir maður til baka og þá virðist sálarkvalirnar og vandamálin ekki hafa verið ýkja merkileg." Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, í Degi Oft er mikill hasar á verðbréfa- mörkuðum. Verðbréfa- markaðir Verðbréfafyrirtæki og verð- bréfamarkaðir hafa verið mjög í fréttum að undanfomu, aðallega vegna mikilla sviptinga. Verð- bréfamarkaðir em ekki nýir af nálinni. Sá sem fýrst var settur á laggimar var Verðbréfamarkað- urinn í Amsterdam í Hollandi. Var það árið 1602. Stærstu verð- bréfaviðskipti sögunnar áttu sér stað í Kauphöllinni í New York þegar 48.788.800 hlutabréf í fyrir- tækinu Navistar International Corporation voru seld í einu lagi á 10 dollara hvert bréf fyrir 487.888.000 dollara þann 10. apríl 1986. Hæsta verð sem sett hefur verið á eitt hlutabréf em 101.000 svissneskir frankar fyrir bréf í lyfjafyrirtækinu Hoffmann-La Roche árið 1976. Blessuð veröldin Stærsta fjárfestingar- fyrirtækið Merrill, Lynch, Pierce, Fenner & Smith Inc., sem stofnað var 1914 í New York, er stærsta verð- bréfafyrirtæki Bandarikjanna. Var það eitt sinn stærsta sam- eignarfyrirtæki heims með 124 eigendur áður en skipulagi þess var breytt 1959. Hjá fyrirtækinu starfa um 42 þúsund starfsmenn og það rekur 470 útibú. Elísabet Sif Haraldsdóttir dansari: Tók áhaettu sem hefur skilaö sér Ung íslensk stúlka, Elísabet Sif Haraldsdóttir, hefur verið að vekja athygli í Englandi í keppni í sam- kvæmisdönsum og hefur hún ásamt dansfélaga sínum, James Gordon, verið framarlega í keppni í suður- ameriskum dönsum og var um síð- ustu helgi í öðru sæti á sterku móti í Blackpool í flokki 21 árs og yngri þar sem þátttakendur voru um fímmtíu talsins. Hrafnhildur Sif, sem er aðeins sextán ára, sagði í stuttu spjalli að keppnin hefði verið ákaflega spennandi og skemmtileg: „Þetta er einn besti árangur okkar hingað til en við erum búin að taka þátt í keppni allt frá því ég kom til Englands fyrir níu mánuðum og hefur árangurinn verið ágætur." Hranfhildur Sif, sem býr í Kent, fór út til að dansa og stefnir á fulla atvinnumennsku: „Ég er búin að vinna aðeins með dansinum og von- ast til að komast í skóla eftir ára- mót. Annars fer tíminn að mestu í æfingar. Ég æfi á hverjum degi, bæði í skipulögðum tímum og einkatimum. Svo æfum við James einnig ein þegar við komum því við.“ Dansfélagi Hrafnhildar er bresk- ur og höfðu þau kynnst áður en Hrafnhildur fór út: „Það var þjálfari James sem kom okkur saman. Hann kom til ís- lands í tvö skipti og ég var í tímum hjá honum. Ég hafði að vísu áður hitt James í keppnum sem við höfðum bæði tek- ið þátt í hvort í sínu lagi. James er nítján ára svo við eigum tvö ár eftir í flokknum undir 21 árs.“ Ýmislegt er fram undan hjá Hrafnhildi Sif og dansfélaga henn- ar: „í janúar er opna breska mót- ið sem er mjög sterkt. Þar er að- eins einn flokkur og við stefhum að því að komast í undanúrslit, lengra náum við varla. Flestir keppendurnir eru eldri og reyndari þannig að við verðum að bíða í fáein ár áður en við eigum möguleika í þessu móti.“ Hrafnhildiu' Sif byrjaði að æfa dans átta ára gömul: „Ég hyrj- aði hjá Jóni og Köru og fékk strax mikinn áhuga og hefur hann haldist. Ég tók áhættu, sem ég tel að hafi borgað sig. Ég var mjög á báð- um áttum hvort ég ætti að fara út frá fjölskyldu, vinum og kunn- ingjum og hætta hefðbundnu skólanámi. Ég er þó ákveðin í að halda áfram námi hér í Englandi, það er bara ekki alveg frágengið á hvern hátt það verður." Hrafnhildur er þó ekki laus við heimþrána: „Ég er alveg að deyja, mig langar svo heim. Ég fæ að koma heim í viku um jól- in, hefði viljað fá lengri tíma en þjálfarinn vill ekki sleppa mér leng- ur.“ -HK Hrafnhildur Sif Haraldsdóttir. Maður dagsins Myndgátan Soðkrókur Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. ísland- Júgóslavía í handboltanum Stórleikur verður í handboltan- um í kvöld í Laugardalshöll þegar ísland tekur á móti Júgóslövum í Evrópukeppni landsliða. Nú er hvert stig dýrmætt í riðlinum sem íslendingar leika í og ef íslending- um tekst að sigra í kvöld eru íþróttir miklar líkur á að liðið komist áfram. Júgóslavar verða samt ekki auðveld bráð enda talið sterkasta liðið í riðlinum og því má búast viö hörkuleik sem getur endað á hvom veginn sem er. Bókmennta- kvöld í kvöld verður bókmenntakvöld á Súfistanum. Verður lesið úr fjór- um nýútkomnum bókum. Einar Már Guðmundsson les úr skáld- sögu sinni, Fótspor á himnum. Ragna Sigurðardóttir les úr skáld- sögunni Skot, Sigurður A Magn- ússon les úr sjálfsævisögu sinni, Með hálfum huga og Guðbergur Bergsson les úr bókinni Faðir og móðir og dulmagn bemskunnar, sem hann kýs að kalla skáldævi- sögu. Upplesturinn hefst kl. 20.30. Upplestur Ritlistarhópur Kópavogs Upplestm- verður að venju i Kaffistofu Gerðarsafhs í dag kl. 17. Nú ætla nokkrir félagar úr ritlist- arhópnum, þau Eyvindur P. Ei- ríksson, Geirlaugur Magnússon, Gylfi Gröndal og Hjörtur Pálsson, að lesa eigin þýðingar á ljóðum úr ýmsum áttum. Bridge Það er mikilvægt fyrir sagnhafa að hugsa skýrt í þessu spili til þess að landa heim 6 hjörtum í þessu spili. Vestur byrjar á því að vekja á veikum tveimur í spaða og stuttu síðar em NS komnir i 6 hjörtu. Út- spil vesturs er tígulkóngur. Vestur gjafari og NS á hættu: f ÁG103 «» K5 -f 972 * K763 * K4 * 64 •f G6543 * DG85 * 7 4f ÁDG10972 -f Á8 * Á92 Vestur Norður Austur suður 2 * * pass pass 4» pass 4 * pass 6 p/h Sagnhafi drepur fyrsta slaginn á ásinn og sér strax að hann á 11 beina tökuslagi. Vestur opnaði á veikum tveimur spöðum og því virðist blasa við að vinningurinn liggi í því að búa til tólfta slaginn á spaðann. Vestur er líklega með bæði háspilin og þá er hægt að spila spaða að blindum. Vestur neyðist til að stinga á milli, en þá er drepið á ás, spaðagosa spilað úr blindum og tígli hent heima. En bíðum við. Út- spil vesturs var tígulkóngur. Ef vestur á KD í spaða fer hann varla að spila út tigulkóng frá kóngnum öðrum. Ef hann á hins vegar KD í tígli getur hann varla átt KD í spaða því þá hefði hann sennilega opnað á einum spaða en ekki veikum tveim- ur. Þess vegna er skynsamlegt að gera ráð fyrir því að austur eigi annað hvort Kx eða Dx í spaða. Með það fyrir augum spilar sagnhafi strax spaða á ás í öðram slag, trompar spaða heima, tekur ás og kóng í trompi og þegar báðir fylgja lit eru 12 slagir í húsi. í þeirri stöðu er spaðagosa spilað og tígli hent heima. Spilið er tekið úr nýút- kominni bók Bretanna David Byrd og Tony Forrester, Secrets of Expert Card Play. ísak Öm Sigurðsson f D98652 4» 83 f KD10 * 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.