Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Blaðsíða 32
> 40 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 r Iþróttir unglinga Litið inn á frjálsíþróttaæfingu hjá Fjölni: Sterkur kjarni æfir hjá Fjölni - segir Júlíus Hjörleifsson frjálsíþróttaþjálfari DV Örn byrjaður að klifra Hinn bráöefnilegi 16 ára sund- kappi í SH, Öm Amarson, ætlar svo sannarlega að standa viö orð sín um glæsilegan árangur á komandi tímum, því drengurinn er þegar byrjaður að klifra af krafti. Á Norðurlandamótinu í Noregi um sl. helgi varð hann stigahæsti maður móts- ins og setti nýtt Norður- landamet ungl. í 200 m baksundi, á tímanum 1:58,27 mln., sem er nýtt íslandsmet. Örn Arnarson. æfingu hjá ákveðnum kjama sem var á séræfingu í Engjaskóla síðastliðinn fóstudag. Sterkur kjarni í allt æfa nú um 70 krakkar frjáls- ar íþróttir í Fjölni: „Þessir krakkar sem era hér núna æfa mjög reglulega, 2-3 sinn- um í viku á veturna en að sjálfsögðu oftar á sumrin. Það sem við erum núna að eiga við eru sprengjukrafts- æfingar sem er gott að fara yfir á þessum tíma árs. Umsjón Halldór Halldórsson Landsmót UMFÍ í unglingaflokk- um fer fram í Grafarvogi í júlí á næsta ári og er mikill undirbún- ingur í gangi þess vegna. Aðstaðan hefur og mun batna til muna hjá okkur vegna mótshaldsins og hafa krakkarnir stefnt markvisst að því að standa sig vel í sumar,“ sagði Júlíus Hjörleifsson, þjálfari hjá Fjölni. Góð afrek krakkanna Ef við förum yfir bestu afrek nokkurra þeirra sem voru á þessari einstöku æfingu kemur margt fróð- legt í ljós. Kristín Bima Ólafsdóttir, 12 ára: Setti nýverið tvö innanhúss- met, í 60 m grindahlaupi: 10,10 sek. og í þrístökki: 9,64 m. Einnig á hún Frammistaða krakkanna í frjáls- um íþróttum i hinu nýstofnaða ung- mennafélagi Fjölni i Grafarvogi hef- ur vakið mikla athygli að undan- förnu. Skemmst er að minnast góðs sigurs þeirra í 10 ára aldursflokki á Goggamótinu í fyrra. Auk þess hefur Fjölnir teflt fram mjög hæfum einstaklingum undan- farin ár, sem hafa staðið sig mjög vel og krækt í íslandsmeistaratign í hinum ýmsu aldursflokkum. Unglingasíða DV leit inn á Ólafur Dan Hreinsson, 13 ára Fjöln- ismaður, hefur vakið mikla athygli með góðum árangri. Hann stórbætti sig um daginn í kúlu (3 kg) og varp- aði strákurinn 14,16 metra. Lítill hluti af þeim krökkum sem stunda frjálsíþróttir hjá Fjölni var á séræfingu í Engjaskóla sl. föstudag. Fremri röð frá vinstri: Rósa Jónsdóttir, 14 ára, Fannar Friðgeirsson, 10 ára, Davíð Örn ívarsson, 12 ára, Már Kristjánsson, 12 ára, og Jón Ragnar Ragnarsson, 12 ára. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Dan Hreinsson, 13 ára, Júlíus Hjörleifsson þjálfari, Kristín Birna Ólafsdóttir, 12 ára, og Jóhanna Ingadóttir, 15 ára. DV-myndir Hson met í þrístökki, utanhúss, sem er 9,64 metra. Hún bætti sig mjög á FH- mótinu, stökk m.a. 1,43 í hástökki og 4,62 m í langstökki. Fannar Friðgeirsson, 10 ára: Besti árangur 1997 er m.a. hástökk 1,30 m, 60 m hlaup 8,7 sek., lang- stökk, 4,32 m og boltakast 53,64 m. Jóhanna Ingadóttir, 14 ára: Stórbætti árangur sinn í langstökki, í 5,06 m. Ólafur Dan Hreinsson, 13 ára: Besti árangur 1997, 60 m 8,1 sek., langstökk 5,15 m, hástökk 1,72 m, kúla (3 kg) 14,16 m, spjótkast (400 g) 45,46 m, (600 g) 43,64 m, 80 m grindahlaup 12,84 sek. og stangar- stökk 2,50 m. - Frábær árangur. Diljá Ólafsdóttir kvaðst taka æf- Hér er verið að koma upp tvíslánni í hinni glæsilegu Fylkishöll - og var það ingarnar mjög alvarlega. „Það þýðir að sjálfsögðu mikið og vandasamt verk. Kennarar steipnanna, Þorbjörg og _ ekkert annað,“ sagði hún. Bylgja Rún, eru að störfum með hnátunum. DV-myndir Hson Litið inn á æfingu hjá fimleikadeild Fylkis: - segja þjálfararnir Þorbjörg og Bylgja Rún Unglingasíða DV leit inn á æf- ingu hjá fimleikadeild Fylkis laug- ardaginn 6. desember og var mikið um að vera. Krakkar á þönum úti um allt að koma tækjunum á sinn rétta stað - og þurfti einnig mikla nákvæmni við það starf, því annars gæti farið illa. Mikill áhugi Þjálfarar stelpnanna, þær Þor- björg og Bylgja Rún, kváðu áhuga mjög mikinn hjá stelpunum og hóp- urinn mjög stór. Diljá litlu Ólafsdóttur finnast fim- leikar skemmtilegasta íþróttin: „Ég ætla að verða góð í fimleikum þegar ég verð stór,“ sagði sú stutta. Mjög mikill áhugi Glímukappar frá Grundarfirði Glímusambandiö hefur undan- farin ár staðið fyrir kynningu á íþróttinni og fyrir skömmu var lagt upp í slíka kynnisferð um Vesturland. Efnt var til Vesturlandsmóts félagsliða og grunnskólamóts - og tókust bæði afburða vel. Á unglingasíðu síð- astliðinn mánudag var sagt ræki- lega frá mótunum. Það kom í Ijós að áhugi hefur aukist mjög hjá unglingum á þessum stöðum - en allt er þetta gert til þess að auka veg glímunnar í landinu. SHAIji í / \ ’fT* , >|f Á unglingasíðu DV sl. mánudag var sagt frá grunnskólamóti og liða- keppni Vesturlands. Þessir strákar stóðu sig vel og sigruðu í báðum mótunum. Þeir eru frá Grundarfirði og keppa fyrir HSH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.