Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 Fréttir Hugmyndir um breytingar á löggæslu 1 Reykjavík ekki kynntar borgaryfirvöldum: Skylda lögreglunnar að kynna þessi mál - munum kalla eftir upplýsingum, segir borgarstjóri Hugmyndir um breytingar á lög- gæslu í Reykjavík hafa ekki verið kynntar borgaryfirvöldum. Sam- starfshópur dómsmálaráöuneytis og yfirstjómar lögreglunnar hefur þó verið aö störfum um hríð og haldið arrráð hefur óskað eftir því við okk- ar fulltrúa að þeir óski eftir kynn- ingu á þessu,“ sagöi hún. „Ég tel að samstarfsnefhdin sé hinn rétti og eðlilegi vettvangur til að fara yfir þessi mál. Ég tel það skyldu lögregl- um á löggæslunni, að leggja umferð- ardeild niður í núverandi mynd og færa hana undir almenna deild. Þá er rætt um að taka upp fimm vakta kerfi og fjölga lögreglumönnum um 5-7 stöðugildi. Dómsmálaráðuneyti Eitt af verkefnum umferöardeildar lögreglunnar hefur veriö umferöarfræösla í grunnskóium borgarinnar. Sú starfsemi var fœrö undir forvarnardeild á sföasta ári. nokkra fúndi um málið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að þaö sé skylda lögreglunnar að kynna það sem fram fer í þessum efhum til borgaryfirvalda. „Við erum með samstarfsnefnd lögreglu og borgaryfirvalda og borg- unnar aö kynna þessi mál þar því þetta varðar þjónustu við borgar- búa.“ Eins og fram hefur komiö í DV er sú hugmynd m.a. uppi á boröi sam- starfshóps ráöuneytis og löreglu, sem liður í fyrirhuguðum breyting- hefur tilkynnt að það hafi ekki fjár- muni til þessara breytinga. Borgarstjóri sagðist ekki hafa myndað sér skoðanir á því hvemig þessar skipulagsbreytingar, sem þarna væri verið að vinna að, kæmu út fyrir borgina. „Þaö er frumforsenda að þetta sé fyrst kynnt til þess að hægt sé að mynda sér skoðun á því. Við viljum gjam- an fá þessar hugmyndir til skoðun- ar í nefndinnni áður en þær verða að veruleika." „Ég get almennt sagt að ég tel að styrkja þurfi löggæsluna í borginni. Ég tel að það hafi legið fyrir lengi. Þetta á bæði við um miðborgarlög- gæslu, hverfalöggæslu og umferðar- löggæsluna, þannig að hún verði sýnilegri heldur en hún hefur ver- ið.“ -JSS Óánægja innan umferöardeildar Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér, er óánægja meðal lögreglumanna í umferðar- deild með hugmyndir um að leggja hana niður í núverandi mynd. Þeir benda á aö starf um- ferðarlögreglumanna byggist fyrst og fremst á eigin frumkvæði, aö þeir séu sýnilegir og leiti sér að verkefnum. Almenna deildin sinni aftur á móti meira útköllum. Dæmi eru nefhd um að lög- reglumenn í umferöardeild hafi veriö sendir yfir í almenna deild til reynslu. Þeir hafi veriö settir á bíla á hverri vakt til aö reyna að efla umferðarlöggæsluna á vökt- unum í almennu deildinni. Út- koman hafi oröið sú að þeir hafi týnst í málum almennu deildar- innar. Sama myndi gerast nú, umferðarlöggæslan myndi týnast og hverfa í málefnum almennu deildarinnar. Þá er bent á aö umferöarlög- reglumenn hafi sniðið vinnu- tíma sinn að umferðarálaginu í borginni. Þeir hafi myndað ákveðið lífsmynstur í kringiun þennan vinnutíma. Þeir telja nokkuð skýrt aö það takmark ríkisstjómarinnar að draga úr umferðarslysum um 20 prósent til aldamóta náist aldrei meö þessum hreytingum, nái þær hugmyndir fram að ganga að taka Umferöarlöggæsla er mjög marg- þætt og sérhæft starf. öfluga, sérhæfða fagdeild og sam- eina hana annarri. „Markmiðið með þessu er fýrst og fremst það aö spara og reyna að geðjast ráöuneytinu.“ sagði einn viðmælenda DV. „Með þessu væri t.d. hægt aö þjappa lögregluliðinu á enn færri fermetra í húsinu til aö stækka enn frekar viö lögfræðing- ana og skrifstofubatteríiö." -JSS Dagfari Glöggt er gests augað Reykvíkingar eiga sér miðborg. Miðbærinn í Kvosinni var byggður upp á síðustu öld og fyrri hluta þessarar aldar og svo hafa eitt og eitt hús á stangli risiö í staöinn fyr- ir þau sem hafa verið rifin eða bmnniö og miöbærinn er þama, þar sem hann hefur verið og verð- ur áfram. Maður hefur ekki séð neitt athugavert viö að miðbærinn skuli vera eins og hann er, né held- ur hafa Reykvíkingar séð ástæðu til aö breyta þessum miðbæ frá því sem hann er. Svo bregður hins vegar við um þessar mundir aö nokkrir áhuga- menn sem hafa af því atvinnu að skoða miðbæinn og velta því fyrir sér hvaö gera megi við þennan bæj- arhluta ákváðu aö nú væri kominn tími til að fá útlenska sérfræðinga til aö segja sér hvað gera skuli viö miðbæinn. Glöggt er gestsaugað, stendur þar, og útlendingamir létu ekki á sér standa og heldur ekki leiðbeiningum sínum um gamla miðbæinn í Reykjavík. Fyrir það fyrsta segja þeir að lít- ið hafi verið byggt í miðbænum á undanfómum árum, það sé ekki hægt að gera neitt fyrr en búiö sé að byggja meira og til að byggja meira þurfi að kanna hvemig byggt skuli. Þaö þurfti náttúrlega útlendinga til að segja okkur þetta, enda hefur þessum ábendingum verið tekiö með kostum og kynjum og nú segja allir í skipulaginu og byggingar- deildinni og Þróunarfélagi Reykjavíkur og allt upp í borgarráð að auðvitað þurfi að kanna hvað hægt sé að gera í miöbænum áður en hafist verði handa um að gera eitthvað. Svo segja út- Jendingamir að auk þessarar könnunar þurfi að byggja upp gagnagrunn, (væntan- lega um þau hús sem í mið- bænum em) og síðan þurfi að efna til samstarfs um rammaáætlun um sam- ræmda sijóm og síöast en ekki síst er lagt til aö lagður verði gmnnur að könnun til þess að unnt verði að fylgjast með þróuninni í framtíðinni. Lagt er til að lokum að gefinn verði út bæk- lingur um miðbæinn. Allt þetta eru hinar merkilegustu tillögur og okkur sjálfum hefði að sjálfsögðu aldrei dottið í hug að gera svona tillögur og þaö var vissulega þörf á því að fá útlending- ana til að segja okkur hvað við eig- um aö gera við miðbæinn. Það sýn- ir líka hvaö þessir útlendingar eru glöggir að þeir hafa látið hafa það eftir sér að ef byggður verður versl- unarkjarni í Smáranum í Kópavogi, þá muni draga úr verslun annars staðar! Það þarf glögga menn og skarpa frá úflöndum til að segja okkur svona vísdóm. Þetta kemur alveg flatt upp á okkur. Hverjum datt þaö í hug, hér uppi á íslandi, hvað þá í miðbæn- um, aö ný verslun drægi úr viö- skiptum hjá þeim sem fyrir væra? Sér í lagi ef verið er aö keppa um sömu kúnnana. Þetta era algjör- lega ný sannindi fyrir skipuleggj- endur og businessmenn og póli- tíkusa hér heima og era meira að segja taldar stórfréttir í sjónvarp- inu. Maöur bara spyr: hvar værum við Islendingar staddir með mið- bæinn og allar verslanimar og þró- unina næstu árin ef þessir útiend- ingar hefðu ekki komið hingað til lands og sagt okkur, sem enginn hafði áttað sig á, að verslunarmiö- stöðin í Smáranum ylli því aö þaö yrði meira verslað þar ef minna yrði verslað annars staöar. Og svo hitt, sem ekki er síður merkilegra, að ef minna yrði verslað í miöbæn- um væri það vegna þess að meira yrði verslað í Smáranum. Ja, hérna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.