Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Blaðsíða 48
* 17.12/97
•' r-L.
8 733140
Vinningar vinninga Vinning&upphœð
t. 6 aþ6 0 41.123.694
2-5 “t 61 O. 0 736.727
3-5 at« 2 144,57Ql
4-t at 6 186 2-470 dij
5-3 qm.t. - 452 430
Heildarvinningsupphœð
42.803.341
Á fslandi
1.679.647
•7 <36
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
Mœ+M550 5555
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
Læknadeilan:
Líkur á lausn
- segir formaður LÍ
„Mér þykja líkur til þess að þessi
deila leysist á næstu dögum í kjölfar
miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“
sagði Guðmundur Björnsson, for-
maður Læknafélags íslands, við DV.
Eftir hádegi í dag leggur ríkis-
sáttasemjari fram miðlunartillögu í
kjaradeilu lækna á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar.
Atkvæði verða greidd um tillöguna
á morgun og laugardag. Er stefnt að
talningu þeirra síðdegis á laugar-
dag.
„Læknasamtökin hljóta að verða
að skoða þann möguleika að því
verði í framtíðinni komið inn í sjálf-
an kjarasamninginn að atkvæði um
hann verði talin i einu lagi, þannig
að þessi erfiða staða komi ekki upp
aftur,“ sagði Guðmundur. -JSS
____________________________
Botninum náð
Sérfræðingar um efnahagsmál Asíu
sögðu við Reuter-fréttastofuna í morg-
un að svo virtist sem gengisfall verð-
bréfa og gjaldmiðla í iðnríkjum Asíu
hefði stöðvast. Ástandið á gjaldeyris-
og verðbréfamörkuðum væri þó mjög
viðkvæmt.
Verðbréfavísitalan á verðbréfa-
markaðnum í Tokyo hækkaði um
75,85 stig eftir að hafa verið fallandi
~ undanfamar vikur. I morgun var hún
* 1585,21 stig en var fyrir viku 16050,15
stig.
Sama er ekki að segja um verð-
bréfavísitöluna á markaðnum í Hong
Kong því að í gær féll hún um 88,77
stig. -SÁ
Dýrafjörður:
Kýrnar slettu
* úr klaufunum
„Þetta hefur ekki gerst í minni bú-
skapartíð. Þær hlupu um allt og slettu
úr klaufunum," segir Skúli Sigurðs-
son, bóndi á Gemlufalli í Dýrafirði,
sem hefur hleypt kúm sínum út í veð-
urblíðunni að undanfómu í stað þess
að halda þeim inni veturlangt eins og
venja er.
Vestfirðingar hafa eins og aðrir
landsmenn horft með undrun á veð-
urblíðuna sem verið hefur að undan-
fórnu. Skúli segir tíðarfar þetta engu
líkt.
„Þetta er bara sumarblíða og engin
ástæða til annars en hleypa kúnum
( M út. Það vantar bara sólina. Kýrnar
* hafa gott af þessari hreyfingu og það
var erfitt að ná þeim inn aftur.“
Hurðaskellir að störfum
Krakkar á Akranesi hittu jólasveinana sem þar búa í Akrafjalli á dögunum. Hópurinn var rétt kominn upp að vatns-
veitu þegar sást til tveggja jólasveina sem renndu sér niður Selbrekku á leið til byggða. Þetta voru Hurðaskellir og
Giljagaur en að sögn voru hinir sveinarnir með jólaflensu og Grýla því hjá þeim uppi í helli. Hurðaskellir var með dyr
með sér og þegar hann sá krakkana þá stillti hann þeim upp og hóf að skeila af miklum móð. DV-mynd Daníel
Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Skelfangs hf.:
Fangelsi og
milljónabætur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt Kristján Daðason, 52 ára
Reykvíking, í 7 mánaða fangelsi fyr-
ir fjárdrátt og til að greiða Skelfangi
hf. 3,3 milljónir króna i skaðabætur.
Kristjáni voru einnig gefin að sök
umboðssvik upp á 4,6 milljónir
króna og hann krafinn um skaða-
bætur sem þeirri upphæð nam.
Dómurinn sýknaði hann af þeim
sakargiftum.
Á ánmum 1993 og 1994 hafði sak-
borningurinn unnið að þvi að kanna
möguleika á og undirbúa veiði,
ræktun og vinnslu á kræklingi í
Hvalfirði til útflutnings. Sakbom-
ingurinn lét framkvæma ýmsar hag-
kvæmnisathuganh- og rannsóknir í
því sambandi. í nóvember 1994
stofnaði hann hlutafélagið Krókskel
en í desember sama ár stofhaði
hann hlutafélagið Skelfang ásamt
öðrum.
Eftir hluthafafund Skelfangs í
nóvember 1995 urðu stjórnarmenn
varir við að ekki væri allt með
felldu varðandi meðferð Kristjáns
framkvæmdastjóra á fjárreiðum fé-
lagsins. Endurskoðendur voru
fengnir í málið. Framkvæmdastjór-
inn reyndist síðan ósamvinnuþýður
og lét ekki af hendi nauðsynleg gögn
og reikninga þannig að endurskoð-
endur gátu ekki unnið verk sitt sem
skyldi.
Á stjórnarfundi í september 1995
var ákveðið að segja Kristjáni upp
og kæra hann fyrir meintan fjár-
drátt og sviksemi í starfi.
Dómurinn komst m.a. að þeirri
niðurstöðu að sýkna bæri sakborn-
inginn af ákæru um umboðssvik
enda hefðu þeir fjármunir sem
ákært var fyrir verið varið í þágu
hlutafélagsins. Varðandi fjársvik
var hins vegar talið sannað að fiár-
munir sem ákært var fyrir voru
heimildarlaust eignfærðir á per-
sónulegan viðskiptareikning
ákærða - honum hafi verið óheimilt
að greiða þá vegna sjáifs sín og eig-
in fyrirtækis, Krókskeijar.
Dómurinn tók mið af því að
ákærði hafði tíu sinnum hlotið refsi-
dóma, m.a. fyrir fiársvik og tékka-
lagabrot. 7 mánaða fangelsi þótti
hæfilegt og 3,3 milljóna króna bóta-
greiðsla til Skelfangs vegna
ákærunnar um fiárdrátt. Guðjón
Marteinsson kvað upp dóminn. -Ótt
Veðrið á morgun:
Kaldi eða
stinnings-
kaldi
Á morgun er gert ráð fyrir
kalda eða stinningskalda og rign-
ingu um landið sunnan- og aust-
anvert. Hiti verður á bilinu 1 til 6
stig.
Veðrið í dag er á bls. 53.
Heill á húfi
eftir bílveltu
ut I SJO
„Bíllinn fauk hreinlega út af
veginum. Síðan valt hann og lenti
í sjónum. Ég hugsaði bara mn að
komast út úr bílnum en náði að
þrífa með mér kuldagallann. Sjór-
inn var iskaldur en mér tókst að
synda nokkra metra í land. Þegar
ég leit við sá ég að bíllinn var nán-
ast kominn í kaf. Þegar ég komst
upp á veginn kom bíll þar að um
leið, og mér var borgið,“ segir
Ragnar Kristjánsson, 19 ára.
Mikil mildi þykir að Ragnar
slapp heill á húfi er bíll hans valt
út í sjó í Hestfirði sl. sunnudags-
kvöld. Mikið hvassviðri og hálka
var þegar slysið átti sér stað.
„Ég var heppinn að sleppa
svona vel. Ég var í bílbelti og
einnig náði ég að halda ró minni
allan tímann. Það skipti miklu
máli,“ segir Ragnar.
-RR
Bílvelta í Olfusi
Bílvelta varð í Ölfusi í gær.
Tvennt var í bílnum og var farþegi
fluttur á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Hann mun ekki vera
alvarlega slasaður. Billinn er mik-
ið skemmdur.
-RR
Kona lést í um-
ferðarslysi
73 ára gömul kona lést af völd-
um áverka sem hún hlaut þegar
hún varð fyrir sendibíl á Suður-
götu í gærmorgun.
Sendibílnum var ekið norður
Suðurgötu. Til móts við Háskól-
ann varð konan fyrir bílnum.
Talið er að hún hafi verið á leið
austur yfir götuna.
Lögreglan biður þá sem urðu
vitni að slysinu að gefa sig fram.
Ekki er hægt að birta nafn hinnar
látnu að svo stöddu.
-RR
Jólapósturinn
í dag er lokaskiladagur á A-
pósti til Norðurlandanna. Enginn
formlegur
frestur er á
skilum á
jólapósti inn-
anlands en
rétt er að
gera ráð fyr-
ir einhverj-
um dögum í
útburði
vegna mikilla anna á pósthúsmn
rétt fyrir jólin. Póstburðargjald
fyrir bréf undir 20 g er 35 kr.