Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997 I 1 ' i i i C Glœsileg postulínsstell jólaafslattui er veittur aföllum vönun yflr 2.000,- kr. gegn staðgreiðslu SILFU RBU ÐIN Jólabjallan 1997 Handmálaður safngripur úrpostulíni kr. 1.980,- Vönduð kristalsglös Fréttir Sérstök stýrinefnd sett í rekstur sjúkrahúsanna: Ófullnægjandi árangur - segir Sturla Böövarsson um samvinnu borgar og ríkis um vanda SHR Verður yfirtaka ríkisins á rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) lausn- in á þeirri deilu sem nú stendm- um vandamál heilbrigðiskerfisins? Sturla Böðvarsson, varaformaður íjárlaga- nefnar segir hins vegar að hyggist Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra taka SHR undir ríkið sé hún að grípa fram fyrir hendur stýrinefndar, sem eigi að leggja línur um rekstur sjúkrahúsanna. Á öndveröum meiöi Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í samtali við DV að hún teldi eðlilegt að saman færi fjár- hagsleg og fagleg ábyrgð í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur og hún fagn- aði hugmyndum borgarstjóra í þá veru. Hins vegar eru ekki allir jafn- hrifnir af þessum hugmyndum. Sturla Böðvarsson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við DV að hugmynd ríkisstjórnarinnar væri að skipa svokallaða stýrinefnd sem í ættu sæti fulltrúar heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis, fulltrúar spít- alanna og verkfræðistofunnar VSÓ og þeirri nefnd væri ætlað að leggja lin- ur í skipulagningu sjúkrahúsmála. Sagði Sturla að ljóst væri að ef heil- brigðisráðherra stykki á hugmynd Ingibjargar Sólrúnar væri verið að grípa fram fyrir hendur þessarar nefndar og þar með að ganga á svig við stefnu ríkisstjórnarinnar í mál- inu. Trójuhestur fjármálaráðherra? Stýrinefndinni var upphaflega ætl- að að deila út þeim 300 milljón króna sjóði sem ætlaður er öllum sjúkrahús- um á landinu samkvæmt íjárlögum. Gert er ráð fyrir að stýrinefndin setji skilyrði fyrir íjárveitingum úr sjóðn- um og nái þannig tangarhaldi á rekstri sjúkrahúsanna. Ákveðnar líkur benda til að með nefndinni sé verið að leika enn dýpri pólitíska leiki. Heimildarmaður DV úr þingliði Sjálfstæðisflokksins segir að ætlunin með nefndinni sé í raun að færa forræðið í sjúkrahúsmálunum úr höndum heilbrigðisráðherra, sem talinn er hafa staðið sig slælega við lausn málsins, yfir í hendur Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Við þriðju umferð fjárlagaumræðu voru veittar 25 milljónir króna til nefndar- innar sem bendir til að henni sé ætl- að mikið hlutverk á komandi ári. Aðspurður um hvort ekki væri ver- ið að reyna að ganga á skjön við eðli- legt forræði heilbrigðisráðherra í málinu sagðist Sturla telja að stýr- inefndin væri „starfsstöð milli heil- brigðis- og fjármálaráðuneytis og að henni væri einungis falið þetta af- markaða tiltekna verkefni, að gera samninga við sjúkrahúsin“. Ófullnægjandi árangur heil- brigðisráöherra Sturla Böðvarsson sagðist telja að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að vinna á grundvelli skýrslu verkfræði- stofu VSÓ og hlutverk stýrinefhdar- innar væri að finna leiðir til þess. Það hefði verið meirihluti fjárlaga- nefndar sem hefði lagt til að nefndin fengi þessar 25 milljónir á fjárlögum, en ekki heilbrigðisráðherra. Aðspurð- ur hvort ekki væri eðlilegt að málið væri útkljáð milli heilbrigðisráð- Fréttaljós Páll H. Hannesson herra, sem færi með forræði í sjúkra- húsmálum annars vegar og Reykja- víkurborgar eða SHR annars vegar, sagði Sturla að „árangurinn hingað til hefði ekki verið nægur. Stjórnar- flokkarnir vilja koma þessum málum í betra horf og vilja með þessari nefnd leggja áherslu á að málið njóti algjörs forgangs. Meirihluti fiárlaganefhdar vill setja meira fé í sjúkrahúsin en ekki að óbreyttu kerfi". Sturla sagði að málefni sjúkra- húsanna væm ekki ákveðin í „ein- hverjum næturræðum borgarstjóra. Ég trúi ekki og teldi það mjög miður ef borgin ætlaði að láta þetta frá sér. Hvað varðar viðbrögð heilbrigðisráð- herra við ræðu borgarstjóra. finnst mér ekki vera staða í málinu áður en stýrihópurinn hefur störf. Með því að grípa tilboð borgarstjóra á lofti er verið að taka fram fyrir hendur stýri- hópsins". Verri þjónusta undir ríkinu Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnarnefndar Sjúkrahúss Reykja- víkur, sagðist telja það mjög miður ef Reykjavíkurborg hætti rekstri SHR og það færi undir heilbrigðisráðu- neytið. „Það væri vond þróun fyrir heilbrigðisþjónustuna, sérstaklega ef samruni yrði milli SHR og ríkisspítal- anna. Þjóðin hefur þá engan saman- burð hvað varðar fagleg gæði og rekstrarkostnað. Ég óttast mjög að möguleikar til að verja heilbrigðis- þjónustuna og sækja þar fram skerð- ist mjög ef sterkasta sveitarfélag landsins á ekki lengur aðild að sjúkrahúsinu. Ég skil hins vegar mjög vel vonlausa stöðu borgarinnar eftir að rikisvaldið hefur þjarmað svo herfilega að spítalanum," sagði Krist- ín. Og hún minnti á að ástæður þess að borgin tók að sér rekstur Borgar- spítalans fyrir 30 árum hefðu einfald- lega verið þær að þjónustan í heil- brigðismálum hefði verið of lítil og of léleg. Nyti borgarinnar ekki lengur við á þessu sviði óttaðist hún að sækti i það sama far að nýju. Skötuveisla á morgun Skötuát íslendinga hefur tekið á sig nokkuð hefðbundið snið; hún er borðuð á Þorláksmessu. Svo vinsæll er þessi siður orðinn að veitingahús eru mörg hver tekin að bjóða upp á sérstök skötuhlaðborð. Fyrh' helgi voru 210 gestir búnir að bóka sig í skötu á Þremur Frökkum og sömu sögu er að segja af fjölda annarra veit- ingastaða. Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður mælir með því að skata, matreidd á hefðbundinn hátt, sé soðin í 5-10 mín- útur, eftir því hve þykk stykkin eru. Með skötunni er síðan borið fram mörflot, hangiflot eða hamsatólg. Þeir sem vilja hins vegar prófa eitt- hvað nýtt/gamalt í sinni eigin skötu- veislu á morgun, geta spreytt sig á Skata er vinsælasti maturinn á morgun, Þorláksmessu. DV-mynd S láta hana kólna í formi, skera hana i sneiðar og hafa hana með brauði. Skötustappa að nútímasið Handa fjórum 600 g kæst eða söltuð skata, soðin og hreinsuð 300 g soðnar, flysjaðar kartöflur 150 g smjör 2-3 stk. hvítlauksrif, smátt söxuð, salt og nýmalaður hvitur pipar, stein- selja. þessum uppskriftum úr íslenska eldhúsinu. Skötustappa aö gömlum vestfirskum siö Handa fjórum 800 g soðin skata 300 g vestfirskur hnoðmör salt Aöferö 1. Hreinsið brjósk og roð af sköt- unni. Stappið vel saman við hana hnoðmör og saltið eins og þurfa þyk- ir. í staðinn fyrir hnoðmör má nota tólg eða súrt smjör. 2. Berið stöppuna fram heita með kartöflum og rúgbrauði. Einnig má Synir duftsins Bók Arnalds Indriðasonar, Synir duftsins, heldur áfram aö vekja eftirtekt erlendis. Umboðs- maðurinn sem hefur tekiö hann upp á sína arma er Patrick Walsh sem er þekktur fyrir að koma litt þekkt- um höfundum á framfæri með miklum ár- angri. Svo mik- 111 áhugi hefur vaknað í kjöl- far kynningar hans á bókinni erlendis að nú er verið að þýða hana á ensku. Sá sem fenginn var til verksins er írinn Gary Gunning sem er kunnur af skrifum sínum í Icelandic Review... Deilt um þinghús Forseti þingsins, Ólafur G. Einarsson, hefur lýst vflja sín- um til aö byggt verði nýítt hús undir skrifstofur Alþingis en starfsmenn þess og þingmenn eru eru dreifðir í 7-8 hús í grennd við Alþingi. Á fjár- lögum átti að setja 50 milljón- ir til að hefja framkvæmdir eins og Ólafur lýsti við þing- setningu. Ráðherr- amir eru þó mjög á móti því að þingið taki sjálfstæðar ákvarðan- ir i þessum efni og í vikunni urðu harðar umræður um málið í þingflokki sjálfstæðismanna, þar sem Friðrik Sophusson og fleiri ráðherrar voru ekki hrifnir af ætlan Ólafs. Nú er búið að lækka fjárhæðina í 20 milljónir og óvíst um framgang málsins... Öðruvísi með Madonnu Sem kunnugt er birti DV einkaviðtöl í síðasta helgarblaði við leikarana Pierce Brosnan og Jonathan Pryce sem leika í nýj- ustu myndinni um James Bond, Tomorrow never Dies. Utan dagskrár i því viðtali var Pryce spurður af blaðamanni okkar hver munurinn hefði verið að leika á móti Madonnu í Evítu og Brosnan í James Bond. Pryce glotti og svaraði eitt- hvað á þessa leið: „í Evítu vorum við Madonna bæði með falskar tennur yfir okkar eigin og þegar við kysstumst heyrðist heldur pínlegt „klank-hljóð“. Ég átti ekki I þeim vandræðum með Brosnan!" Varamaður pólfarans Þegar Ólafur Örn Haralds- son, þingmaður Framsóknar í Reykjavík, hélt í tveggja mánaöa ferð á suðurskautið kom Am- þrúður Karls- dóttir inn á þing sem varamaður hans. Það gekk ekki þrauta- laust. Ólafur tilkynnti henni að hún mætti bara vera í þrjár vikur, og síð- an yrði hún að hleypa að Vig- disi Hauksdóttur, sem er í þriðja sæti Framsóknarlistans. Arn- þrúður neitaði í fýrstu og kvaðst hafa fullan rétt tfl að sitja allan tímann. Ólafur sagði þá að þetta væri ákvörðun þeirra Finns Ing- ólfssonar og ef hún hlýddi ekki tæki hann ekki neinn varamann. Amþrúður mun hins vegar ekki hafa haft tök á aö sitja allan tím- ann, og nú er Vigdís komin inn á þingið í stað hennar. Karlamir höfðu sitt fram...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.