Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 28
36
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997
Silungar
með áttavita í
nebbanum
Hann er næmur nebbinn á
regnbogasilungnum. Fiskur-
inn flnnur nefnilega muninn
á norðri og suðri með nebban-
um einum saman.
Það er kannski ekki hægt
að segja að regnbogasilungur-
inn renni á lyktina, heldur
hafa líffræðingar á Nýja- Sjá-
landi uppgötvað að hann er
með seguláttavita í nefmu
sem gerir honum kleift að
rata um vötnin blá.
Að sögn blaðsins New Sci-
entist er svo einnig farið um
margar aðrar dýrategundir,
svo sem fugla og krabbadýr,
sem búa yfir hæfileikum til
að rata eftir segulsviði jarðar-
innar.
Af aumum úln-
liði golfaranna
Sársauki sá sem þjakar
suma golfara og hefur verið
kallaður „golfara-
úlnliður" stafar
hugs-
an-
lega af
brotnu
litlu
beini í
úlnliðnum
og engu
öðru.
Að sögn Franc-
is Fellers, prófess-
ors í röntgen-
lækningum við
Stanford- há-
skóla, eru þetta
algeng álags-
meiðsl á þeirri
hönd golfar-
ans sem ekki
er ráðandi.
Beinbrotið
veldur sársauka
og eymslum í
úlnliði eða i lóf-
anum andspænis
þumlinum.
Beinbrotið sést ekki á
venjulegum röntgenmyndum
og því dregst oft að finna
hvað þjakar golfarann. Ef
ekkert er að gert getur þetta
haft í för með sér þrálátan
sársauka, með tilheyrandi
áhrifum á golfleik viðkom-
andi
Nú er nóg
komið, segir
maturinn
Stórkostlegar fréttir fyrir
okkur sem höfum tilhneig-
ingu til að borða einum bita
of mikið. í Svíþjóð hefur vís-
indamönnum tekist að vinna
efni sem fær matinn sem við
borðum til að senda boð upp í
heila þegar við höfum fengið
nóg.
Tilraunir hafa verið gerðar
með efni þetta í jógúrt. Niður-
stöðumar lofa svo góðu að bú-
ist er við að hægt verði að fá
mat með því í verslunum
áður en langt um líður. Þeir
sem tóku þátt í tilrauninni
borðuðu milli 10 og 30 prósent
færri kalóríur án þess að
fmna til hungurs.
Fyrirtækið sem stendur fyr-
ir efnagerð þessari telur að
nota megi það í ýmsar fæðu-
tegundir, svo sem mjólkur-
drykki, búðinga, ís og osta,
svo einhverjar séu nefndar.
Bandarískur vísindamaður lætur sig dreyma um betri heim:
Risatumar til að gera
andrúmsloftið hreint
Á tímum lofthjúpshreinsunarsátt-
málans frá Kyoto er ekkert að því
að láta sig dreyma stóra drauma um
að losa mannkynið við dálítið af
menguninni sem gerir stórborgar-
búum lífið heldur leitt. Einn slíkur
draumamaður er eðlisfræðingurinn
Mel Prueitt sem starfar við Los Ala-
mos-tilraunastofurnar bandarísku.
Prueitt hefur fengið einkaleyfi á
hönnun risastórra stáltuma sem
eiga bókstaflega að skrúbba and-
rúmsloftið og hreinsa úr því óþver-
rann. Hann telur að 90 svona turn-
ar, sem eru á hæð við 60 hæða hús
og kosta rúmar 700 milljónir króna
stykkið, muni minnka loftmengun í
Los Angeles um helming.
„A1 Gore varaforseti og Clinton
forseti ræða um að hreinsa upp
gróðurhúsalofttegundirnar með
reglugerðum. Við ætlum að gera
það með aðferðum vísindanna," seg-
ir Prueitt. Og bætir því við að turn-
ana sé hægt að nota i þeim ríkjum
Bandaríkjanna þar sem loftslagið er
í þurrara lagi.
Hönnun turnanna byggist á eðlis-
fræðilögmálinu um hringstreymi.
Sjávarúði sem sprautað er yfir efsta
opið á turninum dregur inn loft. Um
leið og loftið fyllist raka og kólnar,
þyngist það og myndar vatnsdropa
sem draga til sín mengunareindir.
Þar með hreinsast andrúmsloftið.
Þegar smádroparnir falla niður
koma þeir hreyfingu á loftið sem
sogar til sín meira loft við toppinn á
tuminum. Menguninni er síðan
sópað upp við neðsta hluta turnsins
og henni komið fyrir i hafmu.
Turnar þessir gera meira en að
hreinsa andrúmsloftið fyrir meng-
unarþjáða íbúa stórborgarinnar.
Þeir eru einnig nýttir til raforku-
framleiðslu. Vindhverflar verða
neðst í hverjum turni og koma þeir
til með að framleiða svo mikið raf-
magn að dugar fyrir þrjú þúsund
heimili.
„Náttúran fer eins að. Öllu agna-
efninu sem við losum út í andrúms-
loftið rignir niður og fer í árnar og
úthöfin. Það sem við komum til með
að setja í hafið er mjög lítið, nokkr-
ir tugir hluta af milljón. Þá em í
sjónum nokkur þúsund hlutar af
milljón. Og tumarnir skaffa okkur
einnig ókeypis rafmagn," segir Pru-
eitt.
Hugmyndir af þessum toga njóta
vaxandi fylgis í ísrael þar sem
áform eru um að reisa átta hundrað
metra háan turn úti í eyðimörkinni.
Helsta hlutverk hans verður þó að
framleiða rafmagn, að sögn Pru-
eitts.
Mörgum fmnst turnamir heldur
lítið augnayndi og fari svo svo að
þeir virki ekki sem skyldi í Banda-
ríkjunum, hefur Prueitt annan val-
kost og öllu ásjálegri. Sá byggist á
íbúar Santiago, höfuðborgar Chile, myndu sjálfsagt taka feginshendi nokkrum risaturnum Mels Prueitts til aö
hreinsa mengunaróþverrann í andrúmsloftinu. Símamynd Reuter
Nýjasta nýtt úr undirdjúpunum:
Vetni léttir jarðarkjarna
Þeir sem einhvern tíma hafa lært ein-
hverja jarðfræði vita sem er að kjarni
jarðarinnar er gerður úr þungum
bráðnuðum málmum, að mestu
leyti nikkeli og járni. Til að
vega aðeins upp á móti öllum
þessum þyngslum og til að
létta á súpunni er þar
einnig að finna mikið af
vetni, að sögn japansks
jarðfræðings.
Takuo Okuchi, en svo
heitir jarðfræðingur þessi
sem starfar við Tæknistofn-
unina í Tokyo, heldur því
meira að segja fram að mest-
ur hluti vetnis jarðarinnar sé
bundinn í kjarna hennar og ekki
í úthöfunum og lofthjúpnum, eins
og sérfræðingar hafa hingað til talið.
„Vetni er hugsanlega helsta létta efnið
í jarðarkjarnanum," segir Okuchi í grein sem
hann skrifaði nýlega í tímaritið Science.
Það sem vakti fyrir Okuchi með tilraunum sínum var
að komast að þvi hvers vegna jarðarkjaminn virtist
vera nokkru léttari en hann ætti að vera, væri hann að-
eins úr bráðnuðum þungmálmum. Hann
gerði því tilraunir með vatn, málma og
silíkat og uppgötvaði að vetni, sem er
mjög rokgjarnt, fuðraði ekki bara
upp, heldur myndaði efnasam-
band sem kallast járnhýdríð.
Kenning þessi getur reynst
ákaflega mikilvæg fyrir jarð-
fræðinga sem eru að reyna
að gera líkan af því hvernig
nákvæmlegajörðin varð til.
Flestir sérfræðingar töldu
að efni eins og brennisteinn
hlyti að vera hið týnda létta
efni í jarðarkjarnanum. „Fæst-
ir leiddu hugann að vetni og
kolefhum af því að þau voru tal-
in hafa verið svo rokgjörn á vaxt-
arskeiði jarðarinnar að þau hljóti að
hafa glatast," segir Bemie Wood, jarð-
fræðingur við háskólann í Bristol, í grein
sem hann skrifar um niðurstöður japanska vís-
indamannsins.
Wood segir í grein sinni að vetnið hafi ekki sloppið út
í lofthjúpinn, heldur hafi það þess í stað runnið ofan í
kjarnann og sé nú geymt djúpt í iðram hans.
sömu grudvallarlögmálum en fyrir-
bærið er að lögun líkt hjólhýsum og
hægt að framleiða í mismunandi
stærðum.
Prueitt hefur þó ekki gefið turn-
drauma sína upp á bátinn.
„Við getum byggt nógu marga
turna í Kaliforníu einni saman til
að sjá öllum Bandaríkjunum fyrir
rafmagni og sköðum ekki umhverf-
ið,“ segir Mel Prueitt.
Líkt eftir kalli
risaeðlu með
andargogg
Öll vitum við hvernig risaeðl-
urnar litu út, þökk sé vísindun-
um. Og enn sé þökk visindunum
vitum við hvernig kall einnar
tegundar þessara útdauðu stór-
kvikinda, andargoggseðlunnar
parasaurolophus, hljómaði. Það
er löng, djúp og lág stuna, ekkert
ósvipuð hljóðinu sem hvalir eða
filar gefa frá sér.
Við rannsóknir sínar nutu
vísindamennirnir, sem telja sig
nú hafa komist að hinu sanna
um kallið, aðstoðai- öflugra
tölva, auk þess sem þeir skönn-
uðu steingerðar leifar risaeðlu-
tegundar þessarar.
„Þetta er dálitið dapurlegt
hljóð og annarlegt," segir Tom
Williamson sem starfar við nátt-
úruvísindasafnið I Nýja-Mexíkó
i Bandaríkjunum.
Það tók vísindamennina tvö
ár að líkja eftir hljóði hinnar
átta metra löngu andar-
goggseðlu. Upphaf verksins má
rekja til þess að hauskúpa úr
dýrinu fannst í norðvesturhluta
Nýja-Mexíkós árið 1995.
Áð sögn Carls Diegerts við
Sandia National rannsóknar-
stofnunina í Albuquerque fýsti
vísindamennina að skilja hlut-
verk básúnulaga kambs sem
stóð aftur úr höfði eðlunnar. í
kambinum var aragrúi lofthólfa
sem Diegert taldi að framleiddu
sérstakt hljóð. Og hljóðið fram-
leiddu vísindamennirnir svo
með aðstoð tölvunnar, hljóð sem
þeir telja að sé eins og það raun-
verulega vai-. Þeir hafa sótt um
einkarétt á hljóðinu.
Þeir sem hafa áhuga á að
kynna sér risaeðlustununa geta
gert það á eftirtöldum slóðum á
Netinu: www.nmnmh-
abq.mus.nm.us og
www.sandia.gov.