Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 16
16 íemung MANUDAGUR 22. DESEMBER 1997 Fyrst á réttunni, svo a rongunni Það eru ekki margar myndlistarsýningar opn- aðar til þess að standa yfir blájólin enda er manni kennt að ekki þýði að bjóða neinum neitt nema jólastemningu á þessum tíma. Samt opn- aði Haraldur Jónsson myndlistarsýningu í Gall- erí Ingólfsstræti 8 á fimmtudaginn var og er henni ætlað að standa til 11. janúar á næsta ári. Sýningin er þess eðlis að það er hægt að skoða hana utan af götu (sem fellur vel að hugmyndinni að baki verkunum) svo frídagamir koma ekki að sök. Að þvi leyti er sýningin jólaleg að maður horfir beint inn í blóðrautt ljós en það er blekking, þetta er engin jólasería heldur líkami á röngunni. Haraldur hefur áður unnið beint með tungumálið sem samskiptaform, með bókstafi og hljóð, en nú er hann kominn lengra inn í efnið og um leið orðinn meira abstrakt í umfjöllun sinni um mannleg samskipti. Sam- skiptin einskorðast ekki við hið talaða orð, þau eru í öllum líkamamun, kannski má líta á lífið allt sem tján- ingu. Á sýningunni Innvortis eru tvö verk, Göng, rauða ljósið í litskyggnu- vélinni og Samræður/samræði sem þekur stóran hluta af gólfinu í sýning- arsalnum. Göngin eru 80 blóðrauðar litskyggnur (með myndum af blóði) í kringlóttum bakka sem gengur hæga- gang hring eftir hring í sýningarvél- inni. Áhorfandinn gægist inn í þessi göng eða blóðrás gegnum ljósopið en hann gægist ekki bara inn, hann stend- ur sjálfur ataður blóði þvi hann er inni í mynd- inni um leið og hann horfir inn í hana. Samræð- urnar/samræðið á gólfinu, lítil og ávöl masonít- form, eru líka myndir af ranghverfu líkamans, innan úr munni, kynfærum, görnum og þörmum (göngum og hvelfingum) eða orðin sem maður segir og úrgangurinn sem maður lætur frá sér - allsherjar úthreinsun og losun. Þannig eru tjá- skiptin, á sama hátt og saurinn, erótískar af- steypur af efninu, líkamanum. Vissulega má einnig á beinan hátt tengja sýning- una við nútímaaðferðir læknisfræðinnar. Sjálf fór ég fyrir stuttu í magaspeglun og upplifði hana svipað þessari sýningu. Maður liggur and- spænis sjónvarpsskjá og horfir á eigin holdrosa, smýgur inn um sín innstu göng en finnur lítið fyrir sjálfum sér því maður er ekki í neinni snertingu við skjáinn. Mér líkar þessi sýning mjög vel. Hún er margræð í einfaldleika sínum, svo líkam- lega nálæg en þó niðursneidd og firrt, hlý Myndlist Áslaug Thorlacius Frá sýningu Haralds Jónssonar, Innvortis. DV-mynd E.ÓI. í sýningarskránni er texti eftir Serge Comte, Að kryíja lif, en hann líkir verkinu einmitt við krufningu á líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum manna á tímum cybermenningar. en um leið köld, verkin eru kyrr en það er framvinda í hjartslætti litskyggnuvélar- innar. Hvort verkið um sig er sterkt en þau mynda líka heild eins og hold og blóð tilheyrir sama líkama. Ég fékk að stinga mér inn á sýninguna í fylgd með listamanninum og naut góðs af félagsskapnum. Ég mæli með slíkri leið- sögn því þó textinn í sýningarskránni sé góð brú yfir i verkið er listamaðurinn besti lykillinn. Það gerir verkið ekki verra, frekar betra, að þurfa að hafa fyrir því að komast í samband við það. Að sama skapi þarf enginn að skammast sín fyrir að opinbera fákunnáttu sína með því að spyrja spuminga. Það er samræðan (og auðvitað samræðið) sem tengir fólk saman. Haraldur Jónsson: Innvortis. Gallerí Ingólfsstræti 8. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 til 11. janúar. Dylgjuin svarað Mánudaginn 15. desember birtist í DV gagn- rýni Margrétar Tryggvadóttur um bók mína Vestur í bláinn. Ekki er ætlunin að fjölyrða um gagnrýnina í heild enda álit ég að hver lesandi skynji og túlki skáldverk eins og hann hefur for- sendur til. Þó get ég ekki látið ósvarað dylgjum sem fram koma 1 gagnrýninni og tel að þar sé ómaklega ráðist á starfsheiður minn. Látið er að þvi liggja að ég hafi sótt heimildir að bók minni i hið ágæta ritverk Böðvars Guðmundssonar Híbýli vindanna. Orðrétt segir:.maður veltir því fyr- ir sér hvort Híbýli vindanna sé eina heimild Kristínar." Síðan er vakin athygli á því aö vest- urferðir íslendinga hafi staðið 1 fjörutíu ár og er taliö að ég hefði þar af leiöandi mætavel getað valið annan tíma en Böðvar fjallar um í sinni bók. Þá staðhæfir Margrét í gagnrýni sinni, að bók mín „sé endurtekið efhi“. Ég hóf gagnasöfnun fyrir þremur árum, þ.e.a.s. ári áður en bók Böðvars kom út. Ákvað ég að fjaila um ferðir og örlög heiöarbúa af Aust- ur- og Norðausturlandi, sem margir fóru ör- snauöir vestur um haf eftir Öskjugosið 1875. Jafnframt einsetti ég mér að skrifa um ferð fyrstu islensku landnemaima til Nýja íslands og landtöku þeirra í Víðinesi, en ekki einhverja ótilgreinda ferð sem hugsanlega var farin fjöru- tíu árum síðar. Þegar gagnasöfnun var komin vel á veg ferð- aðist ég voriö 1996 um byggðir íslendinga í Vest- urheimi, skoöaði aðstæöur og ræddi við aldrað fólk. Einnig dvaldi ég þar á söfnum til þess að leita mér ítarlegra upplýsinga. Vel má vera að Böðvar hafi einnig skoðað þessar heimildir og styðjist að hluta til við sömu sögulegu atburðina. Úrvinnsla mín er hins vegar frábrugðin hans, ég skrifa fyrir annan lesendahóp og sagan er séð með augum barnsins. Saga landnáms íslendinga í Vesturheimi er sagnabrunnur sem seint þrýtur. Vonandi sækja fleiri rithöfundar í hann á komandi árum og vinna úr efninu hver á sinn hátt. Þess er óskandi að verkum þeirra verði ekki tekiö með þröngsýni. t framangreindum ritdómi lætur gagnrýn- andi DV að því liggja að ritstörf min felist í því aö fletta upp f metsölubók næstliöins árs og umrita hana i skáldsögu fyrir böm og ungl- inga. Ég tel að hér sé um afar lágkúrulega árás á rithöfundarheiður minn að ræða. Þeirri yfirlýsingu gagnrýnandans að bókin mín „...sé endurtekiö efni“ er þvi visað til fóð- urhúsanna. Kristín Steinsdóttir Stórbrotinn hugsjónamaður Bókin um Guðmund frá Miðdal er með glæsi- legri bókum þetta árið. í henni eru margar og ágætar myndir og mjög er vandað til frágangs hennar, hún er meistaraverk í hönnun. Við það bætist svo að hér er á ferð margbrotinn og sér- stæður maður sem setti svo sannarlega svip sinn á íslenskt þjóðlíf meðan hann var og hét. Saga Guömundar frá Miðdal væri frásagnar- verð þó ekki væri nema fyrir sér- stakt einkalíf hans - þegar böm hans fæðast er hann giftur ömmu þeirra en ekki móður! Þá voru hugðarefni Guðmundar mörg og hann að sama skapi ákafamaður í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann tók þátt í líkams- ræktarbyltingu 4. áratugarins og var frumkvöðull í útiveru og fiallaferðum og ákafur lax- veiðimaður. Þá var hann, eins og margir aðrir þá og nú, dulhyggjumaður mik- Ul. Mesta áherslan er þó eölilega á listamanninn Guðmund frá Miðdal og er ástæða til því að Guðmundur skiptir miklu máli í íslenslcri listasögu 20. aldarinnar, bæði vegna fiölhæfni sinnar og brautryðjenda- starfs í leirmunagerð en einnig vegna þáttar Bókmenntir Ármann Jakobsson hans í listrænum átökum mmistríðs- og stríðs- áranna. Guðmundur lenti í því, eins og margir hæfileikamenn fyrr og síðar, að verða fúlltrúi „afturhaldsins" í listum en yfir afturhaldi hans er sérstök reisn, jafnvel hin alræmda stytta „Skúli frá Miðdal" hefur í sér eitthvað af þeim krafti öfganna sem gerði Guðmund frá Miðdal stóran í sniðum. Þessi saga er sögð af hreinskilni og leitast við að draga fram sem flestar hliðar á málum og gefúr það verkinu aukið gildi. Fyrir vikið er myndin af Guðmundi eftirminnileg og sönn, hann gengur fram fyrir lesandann eins og hann er. Þetta tekst sérstaklega vel í þeim kafla sem snýr að listamanninum Guðmundi. Umræðan um tengsl Guðmundar og Hitlers- Þýskalands (bls. 137-53) er ekki jafii vel heppn- uð og skortir dýpt, hún er ein vamarræða gegn ásökunum sem aldrei eru leiddar fram; þeir sem hafa viljað bendla Guðmund við nasisma eru nafnlausir „aðrir“ sem hafa að mati höfundar rangtúlk- að bækur Þórs Whitehead. Þá sé ég ekki gildi þess að draga fram ónafngreinda'Tíömmúnista sem studdu „með ráðum og dáö ógnarstjórn Stalíns í Sov- étríkjunum". En vita- skuld er ágætt að fram kemur að kynþáttahyggja Guðmundar frá Miðdal var öðruvísi en kynþáttahyggja nasista, og það er eitt að hafa skoðanir en annað að fremja ill- virki í nafni þeirra. Og ofsóknir gegn meintum „nasistavinum" (og öðrum „óvinum ríkisins") eru auð- vitað sama eðlis og ofsóknir nasista gegn pólitískum andstæðingum sínum þó að lýðræðiö komi oftast í veg fyrir mestu hryðjuverkin. Annars þykir mér vel hafa tekist tiL Það er vel heppnuð nýbreytni í að láta skiptast á frá- sögn skrásetjara, skrif annarra eða viðtöl við aðra um Guðmund frá Miðdal og síðast en ekki síst skrif Guðmundar sjálfs sem sfimdum lýsa honum betur en nokkuð annað. Merkismanns hefur verið minnst á verðugan hátt í ágætu riti. Um leið er íslensk menningar- saga nokkru ríkari. Illugi Jökulsson: Guðmundur frá Miðdal Ormstunga 1997 Stangaveiðiárbók íslenska stangaveiðiárbókin er komin út, tíunda árið í röð. í ár heitir hún Af sil- unga- og laxaslóðum og sem fyrr er höfúndur hennar Guð- mundur Guðjónsson blaða- maður. Hann hefur séð um stangaveiðiskrif fyrir Morg- unblaðið í 19 ár auk ann- arra skrifa um efnið. —í bókinni eru allar veiðitölur og fréttir úr stangaveiðiheiminum og kappkostað að krydda með skemmtilegum sögum. Efnið á að höfða jafnt til silungs- og laxveiðimanna, flugu- og maðkveiðimanna, karla, kvenna, bama og unglinga sem hafa tekið bakteríuna. Sjónarrönd gefur bókina út. Mærin á menntabraut Fjölvi hefur gefið út endurminningar Amheiðar Sigurðardóttur frá Amarvatni, Mærin á menntabraut. Arnheiður er dóttir Sigurðar Jónssonar, bónda á Amarvatni í Mývatnssveit, sem enn er þekktur sem höfundur vin- sæls söngljóðs, „Fjalladrottn- ing móðir mín“. Amheiður var bráðger og skörp og braust til mennta þrátt fyrir langvarandi veik- indi. Hún var fyrsta kon- an sem tók meistarapróf í íslensk- um fræöum og raddi brautina fyrir kyn- systur sínar. Amheiður skrifaði brautryðjendaritið Híbýlahættir á miðöldum og einnig hefur hún veriö mikilsmetinn bókmenntaþýð- andi, þýtt til dæmis bækur eftir Sigrid Undset og Karen Blixen. Hún kynntist vel ýmsum þekktustu menntamönnum aldar- innar, til dæmis Sigurði Nordal og Halldóri Laxness, og segir frá samskiptum við þá í bókinni. Á seinni árum fékk Amheiður al- varlegt innanmein og dró sig út úr þeim heimi sem hún hafði gert að sínum. Sálgæsla eftir sjálfsvíg Guðrún Eggertsdóttir hefur skrifaö bókina Sjálfsvíg! ... hvað svo? þar sem hún fiallar um sálgæslu eftir að ástvinur hefur svipt sig lífi. En þó að bókin höfði sérstaklega til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna biturrar reynslu talar hún til allra sem syrgja. Bókin er gott framlag til auk- innar þekkingar á sorg og sorgarviðbrögðum og næmari skilnings á meðbræðrum okkar. Bókin var upphaf- lega unnin sem lokaritgerð til BA-prófs í guðfræði. Aðdragandi henn- ar var sá að sonur höfundar fyrirfór sér 18 ára gamall og hún reyndi að leita svara við erfiðum spumingum vegna þess. Viö ritgerðarvinnuna talaði hún við marga sem misst höfðu ástvini á þennan hátt og fiallar bæði persónulega og fræðilega um vanda þeirra, ekki síst með það í huga aö gefa þjónum kirkjunn- ar og öðrum sem stunda sálgæslu eftir sjálfsvíg innsýn í hugarheim syrgjenda. Muninn bókaútgáfa / íslendingasagna- útgáfan gefur bókina út Ljóðlýst Hallfríður Ingimundardóttir heftir gefið út sína þriðju ljóðabók, Ljóðlýst. Ljóð- in, segir hún, „em feröalag í tvennum skilningi. Ganga á jökul, Hvannadals- hnúk á Öræfajökli, hefiir jafnframt aðra og innhverfari merkingu." Inn á milli ferðaljóða em ljóð móður til dóttur, auðkennd með skáletri, en að lokum fléttast þemun saman. Fyrsti hlutinn af þrem hefst á þessu ljóöi; Utan tjaldskarar strýkur nývaknaöur dagur stírur úr augum Hvannadalshnúkur enn aö sparka af sér sœnginni morgunsár i Örcefum. Skákprent gefur bókina út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.