Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 48
Vinnin$&tölur laugardaginn
—
Englnn var moð
5 rétta í
aukaúrdrœtti
Vi nningar vinninga Vinningóupphœð
l-sats 3.098.661
ÍS> 8» 1 538.890
3 ■<« ts 111 8.370
4-3 ats 3.600 600
Heilc
6.726.621
_
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fulirar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997
Lögreglan sleppti í gær karlmanni úr haldi sem grunaður var um að hafa kveikt í barnakerru í stigagangi f fjölbýlis-
húsi í Iðufelli á laugardag. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir brunann en ekki reyndust nægar sannanir til að
halda honum lengur. Málið er áfram í rannsókn. Töluverðar skemmdir urðu á stigaganginum eins og sést á meðfylgj-
andi mynd. DV-mynd S
Mikil spenna í stjórnarflokkunum vegna breytinga:
Tveimur ráð-
herrum skipt út
- framsóknarmenn reiðir vegna ummæla Davíðs
Danadrottning væntanleg:
Kemur sem
listamaður
Margrét II. Danadrottning tilkynnir
v-^>í dag þá ákvörðun sína að fylgja sýn-
ingu á listaverkum sínum til íslands í
maí i vor. Fyrir nokkrum mánuðum
var afráðið að kirkjutextilverk Dana-
drottningar yrðu sýnd á listahátíð, en
ekki var vitað hvort hún hefði tæki-
færi til að koma sjálf með sýningunni.
Nú er afráðið að hún komi til landsins
15. maí í óopinbera heimsókn, en mun
þó verða sérstakur gestur forseta ís-
lands. Hún kemur hingað sem lista-
maður og opnar sjálf sýningu sína
þann 16. maí, á opnunardegi listahá-
tíðar. Auk þess verður hún viðstödd
opnun listahátíðar og ýmsa aðra við-
burði um opnunarhelgina.
Margrét sýnir meðal annars hökla
og altarisklæði sem hún hefur hann-
y.-*áð, en listfengi hennar er talið njóta
' ysín einna best í slíkum verkum. Sýn-
ingin verður í Bogasal Þjóðminja-
safnsins og sérstakur listráðunautur
drottningar kom hingað í sumar til að
kanna aðstæður. Þetta er ný sýning,
sett upp sérstaklega fyrir listahátíð.
Margrét Þórhildur Danadrottning
heiðrar Listahátíð f Reykjavfk með
þvf að opna sjálf eigin listsýningu.
DV-mynd GVA
Með drottningunni í för verður
’ *Danski útvarpskórinn, einn allrabesti
kór Danmerkur, og mun hann syngja
á sérstökum hátíöartónleikum drottn-
ingunni til heiðurs þann 17. maí. Með
kómum á þeim tónleikum verður tón-
listarhópurinn Caput sem mun m.a.
frumflytja nýtt verk eftir Hauk Tóm-
asson. -SA
Aurskriða
Mikil aurskriða féll í Kam-
banesskriðum á Austurlandi á laug-
ardag.
Skriðan fór yfir veginn en sem
betur fer var engin umferð þar á
þeim tíma. Mikil mildi þykir að
nokkrir starfsmenn Vegagerðarinn-
*Wít voru nýfamir frá þeim stað þar
sem aurslo-iðan kom niður. Vegur-
inn var ruddur tafarlaust. -RR
Samkvæmt heimildum DV hyggst
Davíö Oddsson skipta út tveimur
ráðherrum og setja konu inn í ríkis-
stjórnina. Sömu
heimildir herma að
auk Friðriks Sophus-
sonar, sem um skeið
hefur hugsað sér til
hreyfings, hverfi Þor-
steinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra úr
rikisstjórninni. Sjálf-
gefið er talið að Geir
H. Haarde, formaður
þingflokksins, verði fjármálaráð-
herra í stað Friðriks. Heimildir DV
segja að Sólveig Pétiu-sdóttir sé lik-
leg til að verða dómsmálaráöherra.
Yfirlýsing Davíðs á föstudags-
kvöld olli írafári meðal stjórnarliða.
Samkvæmt heimildum vissu aðeins
tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks-
ins, þeir Bjöm Bjamason og Friðrik
Sophusson, um hugmyndir Daviðs.
Yfirlýsingin kom framsóknarmönn-
um algerlega í opna skjöldu, og mik-
il gremja ríkir i röðum þeirra.
Heimildir DV kváðu Davíð hafa
velt fyrir sér að víxla ráðuneytum
milli flokkanna. Þingmenn úr liði
Sjálfstæðisflokksins telja að með
neikvæðum yfirlýsingum í fjölmiðl-
um hafi Halldór Ásgrímsson eyði-
lagt þann möguleika og torveldað
mjög nauðsynleg ráðherraskipti hjá
FrEunsóknarflokknum.
Heimildarmenn í Sjálfstæðis-
flokknum segja Davíð lengi hafa
velt fyrir sér að skipta Þorsteini út.
Nú sé rétti tíminn og
Þorsteinn sáttur við
að skipta um starf,
enda á svipuðum
aldri og Friðrik.
Hvorugur geti vænst
frekari frama í stjóm-
málum og báðir á
þeim aldri að starfs-
skipti geti ekki beðið
öllu lengur. Friðrik
hefur verið orðaður við forstjóra-
stöðu Landsvirkjunar en engar
vangaveltur hafa verið um framtíð
Þorsteins.
Ólga hefur verið meðal kvenna í
Sjálfstæðisflokknum og með því að
gera konu að ráðherra sefar Davíð
hana, og um leið yrði Sigríður Anna
Þórðardóttur að formanni þing-
flokks, en hún er nú varaformaður.
Sólveig Pétursdóttir er talin dugleg-
ur þingmaður, með sérþekkingu á
dómsmálum og tæki við þeim af
Þorsteini. Óvist er hver tæki þá
sjávarútvegsráðuneytið, en nokkrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa
velt fyrir sér að með því að skipta á
þeim og menntamálum kynni Sjálf-
stæðisflokkurinn að fá utanríkis-
ráðuneytið fyrir Bjöm Bjamason.
Framsóknarmenn taka því hins veg-
ar víðs fjarri.
Skiptin era talin styrkja Sjálf-
stæðisflokkinn, sem fengi bæði ung-
an mann og konu inn í ríkisstjórn-
ina.
í þingliði Sjálfstæðisflokksins
benda þó landsbyggðarmenn á þá
staðreynd að með skiptum af þess-
um toga yrðu fjórir ráðherrar úr
Reykjavík.
Skaftárhreppur:
Maður lést
í bílveltu
- kona alvarlega slösuð
Fullorðinn maður lést í bílveltu á
Meðallandsvegi í Skaftárhreppi á
níunda timanum í gærkvöld.
Eiginkona mannsins slasaðist að
því er talið er alvarlega. Hún var
flutt með sjúkrabíl á Sjúkrahús
Reykjavíkur. Að sögn lögreglu er
margt óljóst um tildrög slyssins.
Maðurinn sem lést var ökumaður
bifreiðarinnar. Svo virðist sem
hann hafi misst stjórn á bíl sínum í
beygju á veginum. -RR
Eskifjörður:
Fimm handteknir
meö hass
Fimm menn voru handteknir
vegna fíkniefnamisferlis skammt
fyrir utan Eskifjörö í fyrrakvöld.
Tveir lögreglubílar veittu bíl
mannanna eftirför út fyrir bæinn.
Mennimir vom á leið til Neskaup-
staðar þar sem þeir búa. Þegar lög-
regan gaf bílnum merki um að
stöðva köstuðu mennimir fikniefn-
um út úr honum. Tveir fikniefna-
leitarhundar vora fengnir til að
kanna svæðið og fundu þeir 15
grömm af hassi. Fjórir mannanna
hafa áður komið við sögu lögreglu
vegna fíkniefhamisferlis og annarra
lögbrota.
-RR
Lögreglumaöur
hlaut áverka
- læti í miðborginni
Lögreglumaður hlaut áverka í
átökum í miðborginni í fyrrinótt.
Lögreglumaðurinn var sleginn í
andlitið með þeim afleiðingum að
tönn brotnaði. Töluverð læti vora í
miðborginni í nótt og nokkuð um
minni háttar líkamsárásir og slags-
mál. Margir gistu fangageymslur
vegna þessa. Enginn slasaðist þó al-
varlega svo vitað sé.
-RR
Bílvelta í Norðurárdal:
Tvennt slasaðist
Bílvelta varð við Hrauná í Norð-
urárdal í Borgarfirði í fyrrakvöld.
Karlmaður og kona vora i bílnum
og voru þau bæði flutt slösuð á
sjúkrahús.
Talsverðir áverkar vora á kon-
unni, skarst m.a. allmikið. Maður-
inn slapp betur og eftir rannsókn
kom í ljós að meiðsl hans vora ekki
mikil. Bíllinn er gerónýtur eftir
veltuna. Slysið er rakið til mikillar
hálku sem var á veginum.
-RR
Veðrið á morgun:
Rigning
sunnan-
lands
Á morgun, Þorláksmessu, er
gert ráð fyrir suðaustankalda eða
stinningskalda og rigningu um
sunnan- og austanvert landið en
annars þurrt að mestu. Hiti 2 til 7
stig.
Veðrið í dag er á bls. 53.
Þorsteinn
Pálsson.
Friðrik
Sophusson.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
K