Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Blaðsíða 18
18 *t lennmg MANUDAGUR 22. DESEMBER 1997 Nýbyggjarasaga Ekki þarf að ferðast viða eða lengi i Kanada til að skynja hve mikilvæg hlutverk innflytjendur af íslenskum ættum hafa leik- ið, og leika enn í dag, í þjóðlífinu þar í landi. Merkir stjómmálamenn í helstu fylkj- um eru af íslensku bergi, sömuleiðis þekkt- ustu læknar, lögfræðingar og menningarfor- kólfar. Þó vitum við minna um sögu og af- rek þessara kanadísku „ianda“ okkar en uppátæki einhverra smástima í Hollívúdd. Skáldsögur Böðvars Guðmundssonar era vonandi til marks um nývakta löngun okk- ar til að skilja hvers vegna 15-20.000 Islend- ingar lögðu á sig ómælt erfiði til að komast Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson til Vesturheims, og þá ekki síður bók Guð- jóns Amgrímssonar, Nýja ísland. Bók Guðjóns er sérstaklega þarft verk og þar að auki bráðskemmtilegt aflestrar. Á skýra máli, studdu fjölda fágætra ljós- mynda, teikninga og línurita, rekur hann aðdraganda vesturferðanna, fylgir hinum nýju landnemum eftir á áfangastaði sína, aðallega með þvi að vitna í bréf og greina- skrif þeirra sjálfra, setur landnám íslend- inga í sitt rétta samhengi þar vestra - inn- flytjenda- og landnámsstefnu breska sam- veldisins - og fjallar síðan um það helsta sem á daga landnemanna drífur fram undir fyrstu heimsstyrjöld. í frásögn sinni veltir Guðjón upp ýmsu sem er á skjön við viðtekna söguskoðun. Öfugt við það sem menn hafa haldiö er alls ekki klár fylgni milli óáranar, náttúruhamfara og veðurhörku á íslandi og vestur- ferða. Árið 1883 var tíöarfar til dæmis gott á landinu, aflabrögð sömuleiðis, en þá fluttust 1215 manns til vesturheims, en eftir hörmungarárin 1881-82 fluttust „einungis" um 500 manns vest- ur. Þama kom auðvitað til fleira en vond veður: áhrifa- rík sölumennska kanadískra yfirvalda, tíðarandinn, nýjar hug- sjónir, pólitík. Eða eins og höfúndur segir: „Ekki rak vonda veðrið 9,9 milljónir ítala yfir hafið.“ Guðjón lýsir einnig skilmerkilega þeim erfiðleikum, jafnvel hörmungum, sem vest- urfaramir þurftu að ganga í gegnum áður en þeir komust á áfangastaði. Árið 1976-77 létust til dæmis 102 íslendingar úr bólusótt, flest böm og unglingar. Átakanlegar era lýsingar af foreldram sem settu lík bama sinna upp á þak, þar sem ekki var hægt að grafa þau í frosthörkunum. Höfúndur segir einnig frá því merkilega fyrirbæri, Nýja Islandi, sem í þrettán ár (1875-1888) var sjálfstæð byggð með eigin Lágvær en ísmeygileg Kristján Kristjánsson, sem hóf feril sinn sem ljóðskáld en sneri sér síðan að skáld- sagnaritun og leikritagerð, sendir nú frá sér ljóöabók, Vistarverur, eftir nokkurt hlé. Vistarverur er ekki stórbók, 31 ljóð og skipt- ist í fjóra hluta, þar af er einn mjög stuttur, eitt minningarljóð. í fyrsta hlutanum fylgjumst við með skáldinu á göngu um Akranes, frá höfninni þar sem ferjan bíður, hvítur hvalur „sem geispar/og gleypir í sig fólk og bíla“ í átt til fjalls þar sem ég leggst nióur í ilmandi grasiö, dreg upp bók meó auóum blöóum, nagaðan blýant - og byrja að skrifa! Bókmenntir Geirlaugur Magnússon Líta má á þennan fyrsta hluta sem eins konar inngang sem kynni lesandanum að- ferð og hugðarefni skáldsins. Annar hluti fjallar um lífsævintýriö eða tilvistarvand- ann vilji maður vera ofur hátíðlegur. Hér era mörg athyglisverð ljóð, til dæmis „Hamskipti“ og „Staðnæmst við endamörk hins sýnilega heims“ og þetta stutta ljóð, „Ver- aldarvist": Inni í veröldinni yrkir maóur l(f sitt af kostgæfni eóa eftir atvikum eóa jafnvel alls ekki og þreyir hér eitthvaó sem maður á engin nöfn yfir lengur Þriðji hluti er áður- nefiit minningarljóð en í þeim fjórða era að mínu viti bestu ljóð bókarinnar, „Tvéir gluggar" og „Villuljós", furðu samstæð; í því fyrra er horft út um glugga „þennan spöl sem lífið spannar/um þessar mundir", og í því síðara Mikill snjór - þyngsli í sinni Fellur mjöll í Sedrasskógi eftir David Guterson er athyglisverð saga. Hún gerist árið 1954 og er sögusviðið eyjan San Piedro úti fyrir ströndum Washington-ríkis í Bandarikjunum. Á eyjunni mætast ólíkir menningarstraumar en þar búa bændur og sjómenn sem eru ýmist af japönskum eða evrópskum upprana. í upphafi sögunnar erum við leidd inn í réttarsal þar sem ungur, japanskur maður Kabuo að nafni bíður dóms. Þegar hvítur fiskimaður finnst látinn við dularfúllar kringumstæður berast böndin að japanska manninum. í ljós kemur aö fjölskyldur þeirra hafa átt í eijum í áraraðir og þótt ljóst sé að sú misklíö hafi aldrei sáð fræjum óvildar í huga ungu mannanna hamast ákæravaldið við að finna sem flestar sann- anir fyrir máli sínu. Lesandinn áttar sig þó fljótt á aö það er ekki hinn meinti glæpur sem sagan snýst um held- ur flókin lögmál mannlegra samskipta og hug- leiðingar um innsta eðli mannskepnunnar. Og lesandinn verður að ferðast mörg ár aftur í tímann til að átta sig á því lævi blandna and- rúmslofti sem ríkir í réttarsalnum. Bygging sögunnar er snilldarvel unnin. í hvert skipti sem nýr einstaklingur er leidd- ur í vitnastúkuna reikar hugurinn til fortíö- arinnar og smám saman skýrist sú mynd sem réttarhöldin era umgjörð um. Við kynnumst því hvemig lífið gengur fyrir sig i eyjasamfélagi þar sem íbúamir era háðir duttlungum náttúrannar. Við kynnumst lífi og hugarheimi margra ólíkra einstaklinga Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir sem allir tengjast þó hinum meinta morð- ingja og fómarlambi beint eða óbeint. Það sem gerist í fortíðinni hefur sínar afleiðing- ar í ffamtíöinni og fljótlega fer lesandann að grana að Kabuo sé blóraböggull. Að hvítir íbúar eyjarinnar séu að fá útrás fyrir margra ára innibyrgða reiði, vantraust og vanmátt sem síðari heimsstyijöldin skildi eftir sig. Sárin sem aldrei hafa gróið rifna upp og fordómamir blossa upp af margfóld- um krafti. Fellur mjöll í Sedruskógi er mögnuð og eft- irminnileg blanda af spennandi sakamála- sögu, undurfagurri ástarsögu og hrottafeng- inni stríðsfrásögn. Þetta er saga um vináttu og hatur, orsök og afleiðingu, stríð og frið, innilokun og undankomu þar sem allir þræð- ir mætast og mynda fúllkominn vef. Lesand- skattatekjur, dómstóla og félagslega þjón- ustu. Það var í fyrsta og eina sinn í kanadískri sögu sem þjóðarbrot fékk að stjóma sér sjálft. Segir það sína sögu um álit bresku landstjómarinnar á íslend- ingum. Dufferin lávarður, landstjóri Breta, hrósaði þeim sérstaklega fyrir „gáfur, menntun og and- legt starfsfjör". Á sama tíma sagði íslenskt blað, Austri, þá hafa flúið ísland fyrir „leti, óeirð og hring- landahátt". Guðjón birtir brot úr fyrir- lestri sem Einar H. Kvaran hélt i Reykjavík 1895, þar sem hann fullyrti, þvert ofan í það sem flest- ir héldu ffarn, að vesturferðimar yrðu íslendingum til góðs, því þær kæmu í veg fyrir að „hið þjóðarlega andrúmsloft (yrði) að innbyrgðu baðstofu- lofti, þar sem lífsstraumar heimsmenningar- innar ná aldrei um að leika“. Löngu er tíma- bært að líta á vesturferöimar sem framleng- ingu á sögu íslensku þjóðarinnar, ekki sem einhvers konar bakslag i þeirri sögulegu ffamvindu. Eini gallinn á ágætri bók Guðjóns er brot hennar; það hefði mátt stækka til að betur færi um myndir og innskotskafla. Guðjón Arngrímsson: Nýja ísiand Mál og menning 1997 horfist ljóðmælandinn í augu við kvisti tvo áður en hann sofnar. Þar segir síðan: Augun kveikja af vana villuljós sem l(fna og deyja nánast i sömu andrá. Ég ligg bara kyrr - lcet mig þau engu skipta. Kristján Kristjánsson er ekki skáld stórra yfirlýsinga eða glæstra líkinga. Tónn hans er lágvær án þess þó að vera dauflegur og víða verður vart nokkuð ísmeygilegrar gaman- semi. Þó er hann ffemur alvörumaður, yrk- isefni hans eru tilvistarlegs eðlis og ættu að gleðja þá sem kvarta undan því að ljóð- skáldin yrki um nær ekki neitt. Og hann yrkir af kostgæfni, ljóð hans í senn þaul- hugsuö og vönduð. Það liggur við að les- andinn sakni þess á stundum að skáld- ið gefi sér ekki meir lausan tauminn. En sem heild er Vistarverur athyglis- verð ljóðabók og eflaust besta ljóðabók Krist- jáns til þessa. Bók sem óhætt er að mæla með og hlýtur að ná til vandfýsinna ljóðaunnenda. Kristján Kristjánsson: Vistarverur Bjartur 1997 Birta og Skuggi Ævintýnð um Birtu og Skugga er eftir Am- heiöi Borg. Þar segir frá Birtu ljósálfi sem er sendiboöi gleð- innar á Jörðinni. Þegar enginn má vera að því að horfa á stjörnurnar vegna annríkis svífur hún inn í húsin og reynir að töfra ffam bjart- sýni með sprota sínum. Stundum á hún í baráttu við Skugga karlinn sem hagar sér þveröfúgt viö Birtu og dreifir í kringum sig döpram hugsunum en með þrautseigju nær hún jafiian yfirhöndinni. Höfúndur teiknar líka litríkar myndir við söguna. Mál og menning gefúr bókina út. Jólasaga Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir hefúr sent ffá sér Jólasögu úr Dýrafirði, ævintýri um Grýlu og Leppalúða og syni þeirra, jólasveinana einn og átta, sem eiga heima í vestanverðum Glámujökli. Sagan segir ffá litrík- um samskiptum innan fjölskyld- unnar, tröllaballi í Kelduhverfi og kynnum fjölskyldimnar af mann- fólkinu. i í bókinni era bæði ljósmynd- ir og teikningar eftir Sigurð G. Daníelsson. Vestfirska forlagið gefur út. ir r i se: inn fær skarpa sýn á mannlegan breyskleika og það er aðdáunarvert hvemig höfundi tekst að láta náttúruna og veðrið undirstrika líðan persónanna hveiju sinni. Því meiri sól, þess meiri ást. Mikill snjór, þyngsli í sinni. Það er ekki oft sem ég les bók sem hefur svo sterk áhrif að mig langar beinlínis inn í sögima til að skipta mér af málefn- um sögu- persóna. Og svo ljóslif- andi urðu per- sónurnar í huga mínum að hvað eftir annað stóð ég mig að því að vera komin í hrókasamræður við þær. Klikkun? Nei, ffábær skáldsaga! David Guterson: Fellur mjöll í sedrusskógi Árni Óskarsson þýddi Mál og menning 1997 Bréfið til Jóa Tryggvi Ólafsson listmálari hefúr skreytt for- kunnarfallegum myndum lítið bréf sem Rögn- valdur Finnbogason samdi til að hugga slasað afabam í öðra landi. Bókin heitir Bréfið til Jóa og segir frá öllum þeim ótrúlegu ævintýram sem ger- ast í lífi afa daginn sem hann fer í gömlu stigvélin hans Þórðar refaskyttu ffá Dagverðará og ætlar að vinna stórvirki. Þann dag fer margt öðravísi en ætlað var. Forlagið gefúr bókina út. Strokufanginn Strokufanginn heitir spennandi bók um þrjá 13 ára krakka sem uppgötva leyndar- dóma eyðibýlisins. Höfúndur er Jónas Baldursson og er þetta önnur barnabók hans. Aðalsöguhetja þeirra beggja er Alli sem nú leys- ir gátuna um strokufangann með hjálp Steina og Elsu. Höfundur teiknar sjálfúr myndir í bókina og Bókaútgáfa Jónasar gefur hana út. Jónssonar Sundur og saman Nýja unglingabókin hans Helga heitir Sundur og saman og er sjálf- stætt framhald af Allt í sleik sem kom út í fyrra. Söguhetjan Jónatan er að fara í samræmdu prófin í sögubyrjun. Hann er „nútima úll- ingur" og segir sjálfúr söguna á sinu eigin máli, enda fjallar hún um líf og störf unglinga í nú- tímasamfélagi. Framsamin ljóð í bókinni era eftir Evu Pálsdóttur, 17 ára. Tindur bókaútgáfa gefur bókina út. Saga frá Ástralíu Solveig Kr. Einarsdóttir og ástralski listamað- urinn Evelyn Barber hafa saman búið til bókina Snædís í sólskinslandinu. Þar segir frá Snædísi sem kemur frá kalda landinu með hvítu fjallatoppunum en lendir allt í einu - bomsaraboms - í ókunnum skógi í miðri Ástral- íu. Þangaö hafði hún svifið á bleiku skýi en það leysist upp og hún leitar til dýranna til að fá hjálp til að finna annð ský til að komast heim. í sögunni er góð fræðsla um dýrin í Ástralíu, sem sannarlega era framandi fyrir Snædisi litlu: emúi, hláturfugl, kóali, kengúi'a, risaeðla, slanga og krókódíll - að ógleymdum Djinini, væna drengnum á rauðu boltaskónum. Mál og menning gefur bókina út. Dýrin okkar Á hljóðmyndabókinni Dýrin okkar er hægt aö spila hljóðin sem dýrin segja um leið og textinn er lesinn upphátt fyrir bamið. Öll húsdýrin okkar láta í sér heyra þegar ýtt er á takkana, kýrin, kisa, hundurinn, hænan, hest- urinn og lambiö. Setberg gefur bókina út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.