Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Side 4
Hér eru orðuhafarnir ásamt forsetanum á Bessastöðum í gær. DV-mynd S Tólf fengu fálkaorðuna - þeirra á meöal Friörik Þór og Ómar Ragnarsson Björk vill kaupa skoska eyju DV, Akranesi: Breskt blaö greindi frá þvi fyrir stuttu aö Björk Guömundsdóttir heföi gjörsamlega fallið fyrir hinni ægifógru eyju, Eilean Righ, sem liggur fyrir utan strendur Skot- lands. Hún er tO sölu og kostar litl- ar 96 milljónir króna. Eyjan er í eigu Waldegraves jarls, bróöur fyrr- um ráöherra bresku ríkisstjómar- innar, Williams Waldegraves. Björk hefur sagt aö hún sé hrifm af fógra landslagi Skotlands og fregnir herma að hún hafi bragðið sér þangaö á dögunum til aö skoða eyjuna. -DVÓ Forseti íslands, herta Ólafur Ragnar Grimsson, sæmdi á nýárs- dag 12 íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, ridd- arakrossinum. Þetta eru Anna Einarsdóttir verslunarstjóri, fyrir kynningu á íslenskum bókum erlendis, dr. Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, fyrir vísindastörf á sviði raf- magnsverkfræði, Friðrik Þór Frið- riksson kvikmyndaleikstjóri, fyrir kvikmyndagerð, dr. Halldór Bald- ursson læknir, fyrir læknisstörf í friðargæslusveitum í fyrrum Júgó- slavíu, Halldór Þórðarson skip- stjóri, fyrir sjósókn, Haraldur Sig- urösson, fyrrv. bankafulltrúi, fyrir störf að félags- og menningarmál- um, Helga Kress prófessor, fyrir fræðistörf á sviði íslenskra bók- mennta, dr. Ingvar Birgir Frið- leifsson, forstöðumaður jarðhita- skóla Háskóla Sameinuöu þjóð- anna, fyrir fræðslustörf í þágu þróunarlanda, Jón Bogason rann- sóknamaður, fyrir rannsóknir á lífríki hafsins, Ómar Ragnarsson fréttamaður, fyrir þáttagerð í sjón- varpi um landið og náttúru þess, Sigríður Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur, fyrir hjúkrunar- og hjálparstörf í þróunarlöndun- um, og Vigdis Grímsdóttir rithöf- undur, fyrir ritstörf. -ST Sterk aðvörunarorð í nýársávarpi forseta íslands: Loftslagsbreyting- ar ógna íslandi - hvatti til þjóðarátaks gegn fikniefnum Islendingar eiga að vera í farar- broddi þeirra þjóða sem krefjast rót- tækustu aðgeröa gegn loftslags- breytingum af manna völdum. Þetta sagði forseti Islands í ávarpi sinu til þjóðarinnar í gær, nýársdag. Hann hvatti jafhframt til þjóðarvakningar gegn fikniefnum sem hann taldi geta leitt til upplausnar samfélags- gerðarinnar yrði ekki gripið til rót- tækra gagnaðgerða. „Nýlega voru birtar niðurstöður rannsókna sem sýna hve ört eiturly- fjaneysla unglinga hefur vaxið á síð- ari árum. Um þriðjungur 17 ára ungmenna í höfuðborginni hefur prófað hass og helmingur þeirra sem það gerðu 14 ára hafði þremur árum síðar neytt amfetamíns," sagði forseti. Hann kvaö hættu á því að sjálf samfélagsgerðin liðaðist í sundur og hvatti til þjóðarátaks um björgun þeirra þúsunda ungmenna sem væru í hættu. Forsetinn benti á að virtir fræði- menn hefðu tekið ísland sem sér- stakt dæmi um hrikalegar aíleið- ingar loftslagsbreytinga af völdum gróðurhúsaáhrifanna. „Lega ís- lands og lykilhlutverk Golfstraumsins á okkar slóðum eru á þann veg að áhrif loftslags- breytinganna myndu koma hvað harðast niður á okkur íslendingum og gera landið nánast óbyggilegt fýrir bamaböm okkar og afkom- endur þeirra," sagði forseti. Hann kvað vísindamenn ekki útiloka að þrátt fyrir hlýnun ann- ars staðar myndu breytingar á í ávarpi sínu í gær, nýársdag, færði Ólafur Ragnar Grímsson þjóðinni þakkir fyrir kveðjur, hlýjar óskir og fyrirbænir vegna veikinda frú Guðrúnar Katrínar. Myndin var tekin á Bessastöðum í gær þegar forsetahjónin tóku á móti Davíð Oddssyni forsætisráðherra. DV-mynd S straumakerfi heimshafanna leiða til þess að jökulhella legðist yfir ís- land og „fiskistofnamir, sem hald- ið hafa lífi i þjóðinni um aldir, hverfa úr hafinu umhverfis". ,Við íslendingar," sagði forseti, „ætfum því að vera í fararbroddi þeirra sem á alþjóðavettvangi krefjast þess að tafarlaust verði gripið til róttækustu gagnaðgerða til að forða heiminum frá slíkri loftslagsbreytingu. “ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998 Fréttir sandkorn Þorsteinn æfur Skipulagsslysin Reykjavíkurlistinn nýtur lít- illa vinsælda hjá íbúasamtök- um Skólavörðuholts sem hafa eldað við hann grátt silfur út af ýmsum stór- byggingum í jaðri holtsins. Formaður þeirra er Lára Halla Maack og meðal skæruliða samtak- anna er Magnús Skarphéðinsson músavinur. Fyrir jólin útbjuggu samtökin jólakort með myndum af öllum helstu skipulagsmistökum sem vörðuðu samtökin og sendu borgarfulltrúum listans með þakklæti fyrir liðin ár með frómri ósk um að þau yrðu ekki endurkjörin... Verðlaunaspá f jólabókaflóðinu slógust þeir Davíð Oddsson og Einar Már Guðmundsson um titil met- söluhöfundar þó báðir þyrftu raunar að lúta í gras fyrir köku- bók Hag- kaups. Bók Einars, Fót- spor á himnum, seldist í næstum þúsund eintökum sem er sjald- gæft í tilviki fagurbókmennta. Nú eru margir famir að spá í hver hljóti íslensku bók- menntaverðlaunin að þessu sinni og flestir spá því að það verði Einar... Stuðningsmenn Þorsteins Pálssonar eru ekki glaðir yfir því að hann sé meðal kandídata í fyrirhuguðum tskiptum á áöherraliði ijálfstæðis- lokksins. Þeir segja að Þor- steinn hafi getað hugsað sér til hreyf- ings, en vilj- að ráða tímasetn- ingum sjálfur. Hann sé því æfur yfir yfirlýs- ingu Davíðs Oddssonar. Hún hafi leitt til þess að hann sé nauöbeygður til að sitja sem fastast, því ella liti máliö út eins og Þorsteinn væri hreinn leiksoppur í höndum Davíðs. Forsætisráðherra er hins vegar ekki liklegur til að beygja sig og framvindan verður því fróð- leg... Nýr rithöfundur Ólíklegustu menn máta sig nú við rithöfundarfótin. Einn þeirra er enginn annar en sjálf- ur þjóðhags- stofustjóri, Þórður Frið- jónsson. En ágæt smásaga eftir hann birtist nýlega i ritinu Dala- mót sem er gefið út af Dalamönn- um. Þórður á ekki langt að sækja listamannseðliö því faðir hans, Friðjón Þórðarson, fyrr- verandi sýslumaður og dóms- málaráðherra, var í MA-kvar- tettinum og þótti með liðtæk- ustu hagyrðingum meðan hann sat á þingi. Bróðir Þórðar er svo Helgi Friðjónsson sem er þekktur myndlistarmaður...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.