Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Side 12
12
FÖSTUDAGUR. 2 JANÚAR 1998
Spurningin
Strengirðu áramótaheit?
Anna Kristín Jóhannesdóttir
kennari: Já, en hvað það verður
þessi áramótin veit ég ekki.
Soffía Birgisdóttir bókmennta-
fræðingur: Já, en það er algjört
einkamál.
Guðrún Birna Finnsdóttir og Sif
Snorradóttir: Já, ég ætla að sinna
fjölskyldu minni vel og mikið.
Selma Björk Grétarsdóttir og
Lúðvík Þór, 6 ára: Já, ég ætla loks-
ins að láta verða af því að hætta að
reykja.
Arna Ólafsdóttir, blómaskreyt-
ingameistari í Noregi: Já, ég ætla
að borða mikiö af hollum mat á nýja
árinu.
Helga Sigurðardóttir skrifstofu-
maður: Já, ég ætla að gera átak í
líkamsræktinni.
Lesendur________________
Enn um flóð-
lýsingu
Ekki eru allir á einu máli um hvernig tekist hefur til meö lýsinguna á Hall-
grímsklrkju.
Hermann Þorsteinson skrifar:
Ábendingu minni hér 8. þ.m. var
svarað hér í DV 11. þ.m. og upplýst
að áætlun hefði verið gerð um flóð-
lýsingu allrar kirkjunnar sem gert
væri ráð fyrir að tæki mörg ár
vegna mikils kostnaðar. Sá lýsing-
arbúnaður sem þegar hefði verið
komið fyrir alveg upp við veggi
tumsins að framan væri aðeins
hluti 1. áfanga upplýsingar tumsins
að framan. í svarinu segir m.a.: ...þá
er eftir að koma fyrir lýsingu efst
framan á turni, sem lýsir á móti
kösturum á jöröu, og við það dregur
úr misfellum á steypumótum..."
Eins og við blasir nú hefur í
ótíma verið kveikt á fyrstu byrjun
1. hluta lýsingarbúnaðar tumsins
að framan. Þá afskræmist ásýnd
kirkjunnar og ekki bara vegna mis-
fellna á steypumótum heldur einnig
vegna skuggans mikla og háa af
útistandandi ramma úr steypu um-
hverfis bogagluggana háu á fram-
hlið tumsins. Ekki er nóg að viðbót-
arbúnaður efst framan á tuminum
dragi úr þessum misfellum. Ljósin
mega ekki framkalla þær. Þau eiga
að fegra og leiða í ljós einstakan
byggingarstíl (arkitektúr) kirkjunn-
ar í vetrarmyrkrinu. Staðsetning
kastaranna á jörðu, þétt upp viö
vegg framhliðar tumsins, vekur
undmn miðað við staðsetningu ljós-
kastara við aðrar kirkjur hér í
Reykjavík og t.d. í Skálholti og við-
ar.
Varðandi upplýsingu svæðisins
(torgsins) framan við kirkjuna hafa
rafteikningarmenn leyst þaö mál
um árabil meö kösturum á háum
ljósastaurum milli kirkjunnar og
Iðnskólans.
Tilmælin em aö slökkt verði á
þessari fyrstu byrjun flóðlýsingar
kirkjunnar - sem þjónar ekki rétt-
um tilgangi - en áhersla lögð á góð-
an ljósabúnað inni í tumspírunni,
þaðan sem ljósgeislar streyma með
áhrifamiklum og táknrænum hætti
út í vetrarmyrkrið ianga hér á norð-
urslóöum. Yfir gnæfi svo hinn upp-
lýsti, hvíti kross, sem minnir okkur
á orð sr. Hallgríms: „Upp, upp mín
sál...“ Þökk fyrir jákvæð viðbrögð
viö þessum tilmælum eins af vinum
kirkjunnar.
Enginn gerir neitt
Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrif-
ar:
Ég skrifaöi stutta grein nýlega
uni hina þöglu kúgun Ríkisútvarps-
ins. Það var ekki að ástæðulausu.
Það er óþolandi að skylduáskrift að
fjölmiðli skuli vera til staðar þegar
fast er liðið að aldamótum 2000.
Svo sannleikurinn komi í ljós
skal ég segja söguna eins og hún er.
Ég er margbúinn að skrifa þing-
mönnum, Ríkisútvarpinu og fleiri
en enginn gerir neitt. Það er jú auk-
inn peningaausturinn til stofhunar-
innar. Menntamálaráðherra sagði,
ekki alls fyrir löngu, að það kostaði
rikið hátt í tvo milljarða króna að
reka Ríkisútvarpiö. Samt fær það
yfir tvo milljarða í nauðungaskatt
sem tekinn er af almenningi með
skylduáskriftum.
Því miður er það svo aö þaö er
útilokaö fyrir marga aö kaupa
áskrift að öðrum stöðvum því þeir
hafa ekki efni á því eftir að hafa
innt skylduáskriftargjaldið af
hendi. Ég veit um marga sem vildu
nýta sér ýmislegt bitastætt sem er
að fmna á hinum stöðvunum. En
fólki eru allar bjargir bannaðar.
Nei, fijálst útvarp og frelsi til að
velja verður að lögfesta nú á stund-
inni. Fjárkúgun hefur hingað til
verið talin tukthússök en í mínum
huga er þetta ekkert annað en fjár-
kúgun. Þeir sem virða sannleikann
verða veikir af því að hugsa til þess
að þetta geti gerst á íslandi undir
núverandi rikisstjóm. Því segi ég:
Léttið þessu greiðsluoki af þjóðinni
og leyfið henni að velja sjáifri.
Úti er ævintýri lágu
fargjaldanna
Hinrik skrifar:
Nú er hann búinn, draumurinn
um lágu flugfargjöldin. Flugfélögin
hafa boðað að nú skuli fargjöldin
hækkuð og samvinna muni veröa
tekin upp á milli þeirra. Þau ætla
sem sé bæði að bjóða viðskiptavin-
um sínum upp í vildarpunktapolk-
ann, sem Flugleiðir hafa stigiö ein-
ar fram til þessa. En nú semur ís-
landsflug sig inn í vildarklúbb Flug-
leiða og fer brátt að útbýta punktum
til þeirra sem viija fljúga með félag-
inu.
!LÍ©[1®Í1[d)^\ þjónusta
allan sólarhringii
5000
kl. 14 og 16
íslandsflug tekur upp vildarpunkta og hækkar far-
gjöldln.
Allt er þetta gott og blessað, því
punktamir eiga að opna eigendum
sínum ýmsa möguleika. Og svo er
sagt að þeir séu eins konar jarðarber
ofan á tjómabolluna og kosti ekki
neitt. En þar stendur hnífurinn í
kúnni. Þessir punktar kosta auðvit-
að sitt og sá kostnaður fer beint út í
verölagið. Við skul-
um taka sem dæmi
þau fyrirtæki sem
veita korthöfum
Visa svo og svo
mikinn afslátt.
Hvar eiga þau fyrir-
tæki að taka þá
fjármuni? Þeir
koma ekki fljúg-
andi af himnum
ofan eins og flugvél-
ar Flugleiða og ís-
landsflugs. Þeir eru
teknir úr veltunni.
Við uppgjör þarf
svo að rétta dæmið
af og það er gert -
með hækkun á
vöruveröi.
Þetta sama gildir um punktana.
Þeir kosta sitt. Og nú þarf að hækka
flugfargjöldin til þess að hægt sé að
bjóða farþegum upp á þessa sjálf-
sögðu punktaþjónustu, sem nýtist
fólki afar misjafnlega. Mætti ég
biðja um lægri fargjöld án ferða-
punkta.
I>V
Verðbréfa-
salarnir
ijúga
Jóhannes skrifar:
Ættu yfirvöld ekki að taka á
auglýsingaherferð verðbréfa-
sölufyrirtækjanna sem nú aug-
lýsa allt hvað af tekur að fólk
skuli kaupa hlutabréf og ávaxta
fé sitt um allt að 40% á ári?
Sannleikurinn er nefhlega allt
annar. Ávöxtunarmöguleikamir
em alls ekki svona glæsilegir
því að á síðasta ári hækkaði
gengi hlutabréfa í einum stærsta
verðbréfasjóðnum minna en sem
svaraði verðbólgunni þannig að
fé fjárfestanna hefði verið betur
geymt á bankabók. Auglýsingar
verðbréfasalanna nú fyrir ára-
mótin era því ómerkilegt skrum
sem á sér enga stoð og þeir ættu
að mínu mati að sæta ábyrgð
fyrir lygar.
Bíræfnir
þjófar
Ingi hringdi:
Aðfaranótt 20. des. var stolið
undan bílnum mínum dekkjum
og álfelgum þar sem hann stóð
við Skógarás í Reykjavík. Bíllinn
er af gerðinni Mitsubishi Lancer
1996. Það ótrúlega er að bíllinn
stóð á upplýstu stæði og var sjá-
anlegur úr eldhúsglugganum hjá
okkur. Það virðist hins vegar
ekki hindra þjófa í verkum af
þessu tagi. En fólk ætti að at-
huga að það er falskt öryggi þótt
það sjái til bílsins síns. Þjófar
virðast þora aö athafha sig þrátt
fyrir það.
Engar tryggingar bæta tjón af
þessu tagi svo sá sem fyrir því
veröur situr eftir með sárt enn-
ið, nema hið ótrúlega gerist að
hann fái hina stolnu hluti afhu-.
Að kveikja
í pening-
unum
Hafdis hringdi:
Ég vil lýsa andúð minni á
þessu ráðslagi að kveikja í pen-
ingunum í formi alls konar flug-
elda á áramótum. Satt að segja
hélt ég aö fólk hefði nóg annaö
við þá að gera. Svo er þetta af-
leitt fordæmi fyrir bömin okkai-
og afstöðu þeirra til verömæ-
tanna. Þau era nýhoppuð út úr
mikilli jólagleði með dýrum gjöf-
um og góðum mat. Það er allt í
góðu lagi, að fólk haldi hátíðleg
jól.
En svo koma áramótin og þar
ftnnst mér gegna öðra máli. Það
er hreinn óþarfi að fjölskyldur
brenni flugelda fyrir þúsundir
og jafnvel tugi þúsunda. Til
hvers? Halda menn að nýja árið
verði eitthvað betra fyrir vikið?
Nei, það veröur heldur verra ef
tekið er tillit til heimilisbók-
haldsins þar sem stór liöur er:
flugeldar.
Frægðarför
Ástþórs
Arinbjörn hringdi:
Þetta er mikil frægðarfór sem
Ástþór Magnússon hefur nú far-
ið í nafni Friðar 2000. Hann er
sannkallaður boðberi friðar og
réttlætis og óhræddur við að láta
rödd sína heyrast. Vafalaust hef-
ur þessi för verið einhverjum
óþægileg, en hún var farin í
kastljósi fjölmiölanna, sem er
mikill styrkur fýrir friðarboð-
endur.