Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Page 26
34 FÖSTUDAGUR. 2. JANÚAR 1998 Afmæli Kristján Bersi Ólafsson Krislján Bersi Ólafsson skóla- meistari, Tjamarbraut 11, Hafnar- firði, er sextugur i dag. Starfsferill Kristján Bersi fæddist i Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og fil. kand.-prófi frá Stokk- hólmarháskóla 1962. Kristján Bersi var blaðamaður við Tímann 1962-64, blaðamaður og ritstjóri við Alþýðublaðið 1965-70, kennari við Flensborgarskólann 1970-72, skólastjóri Flensborgarskól- ans 1972-75 og hefur verið skóla- meistari Flensborgarskóla frá 1975. Kristján Bersi var formaður Blaðamannafélags Islands 1967-68, sat í stjóm Félags háskólamennt- aðra kennara og síðar í stjórn Hins íslenska kennarafélags um skeið og var formaður Félags áfangaskóla í nokkur ár. Hann er höfundur rits- ins Flensborgarskólinn í 100 ár, útg. 1982, og hefur skrifað greinar og rit- gerðir í blöð og timarit. Fjölskylda Kristján Bersi kvæntist 15.8. 1964 Sigriði Bjamadóttur, f. 3.7. 1945. Hún er dóttir Bjarna Kristófersson- ar, bónda í Fremri-Hvestu í Amar- firði, og Ragnhildar Finnbogadóttur húsfreyju. Böm Kristjáns Bersa og Sigríðar em Freydís Kristjánsdóttir, f. 16.2. 1965, myndlistarmaður í Hafharfirði, en dóttir hennar er Hafdís Jó- hanna Einisdóttir, f. 14.11. 1989; Ólafur Þ. Kristjánsson, f. 19.1.1966, jámbindingamaður í Reykjavik, en kona hans er Kristín Ingólfsdóttir viðskiptafræðingur og er dóttir þeirra Snædís, f. 10.10. 1991; Jóhanna Kristjánsdóttir, f. 19.1. 1966, d. 14.1. 1973; Bjami Kristófer Kristjánsson, f. 3.12.1971, líffræðing- ur í Reykjavík. Systkini Kristjáns Bersa era Ást- hildur Ólafsdóttir, f. 3.2.1933, skóla- ritari í Hafnarfirði, gift Herði Zop- haníassyni, fyrrv. skólastjóra, og móðir Ólafs Þ. Harðarsonar stjórn- málafræðings og Tryggva Harðar- sonar, bæjarfúlltrúa í Hafharfirði; Ingileif Steinunn Ólafsdóttir, f. 11.12.1939, hjúkrunarfræðingur, var áður gift Einari Viðari hrl. en er nú gift Gunnari Finnbogasyni, starfs- manni í fjármálaráðuneytinu, móö- ir lögfræðinganna Gunnars Viðar og Margrétar Viðar. Foreldrar Kristjáns Bersa voru Ólafur Þ. Kristjánsson, f. 26.8. 1903, d. 3.8. 1981, skólastjóri og ættfræðingur í Hafnar- firði, og Ragnhildur Gísladóttir, f. 4.12. 1904, d. 23.9. 1996, húsmóðir. Ætt Meðal systkina Ólafs má nefha Halldór, fyrrv. blaðamann og rithöfund, Guðmund Inga, skáld á Kirkjubóli, og Jóhönnu, móður Kolfinnu Guð- mundsdóttur, hjúkmnarfræðings á Patreksfirði. Ólafur var sonur Krist- jáns, b. á Kirkjubóli í Önundarfirði, bróður Guðrúnar, ömmu Kristínar Ólafsdóttur söngkonu og Gests arki- tekts og Valdimars flugumferðar- stjóra, föður Þómnnar, sagnfræð- ings og rithöfundar. Kristján var sonur Guðmundar, b. á Vöðlum, Pálssonar, bróður Solveigar, ömmu Gils Guðmundssonar rithöfundar og langömmu Lárusar H. Bjama- sonar aðstoðarskólameistara. Móðir Kristjáns var Ingileif Ólafsdóttir Kolbeinssonar Hildibrandssonar, bróður Skúla, langafa Þorvalds Kristjánssonar í Svalvogum, afa Ingvars Viktorssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Móðir Ólafs skólastjóra var Bessa, systir Guðmundar í Botni, föður Hermanns símstjóra. Systir Bessu var Friðrika, amma Einars Odds Kristjánssonar alþm. Bessa var dótir Halldórs, b. á Hóli á Hvilftsströnd, Halldórssonar pr. Ei- ríkssonar Vigfússonar. Móðir Bessu var Guðrún Jónsdóttir. Ragnhildur var dóttir Gísla, b. í Króki í Selárdal, Ámasonar, b. í Öskubrekku, Ámasonar, hrepp- stjóra í Neðri-Bæ í Selárdal, bróður Sigurðar, pr. á Stað. Ámi var sonur Gísla, pr. í Selárdal, Einarssonar Skálholtsrektors Jónssonar, bróður ísleifs landsyflrréttardómara. Einar var langafi Guðnýjar, ömmu Hall- dórs Laxness. Móðir Áma hrepp- stjóra var Ragnheiður eldri, systir Brynjólfs i Flatey, langafa Áslaugar, móður Geirs Hallgrímssonar forsæt- isráðherra. Systir Ragnheiðar var Guðrún, amma Eggerts, alþm. í Laugardælum. Ragnheiður var dótt- ir Boga, ættföður Staðarfellsættar- innar, Benediktssonar. Móðir Ragnhildar var Ragnhild- ur, systir Ástríðar, ömmu Daviðs Gunnarssonar ráöuneytisstjóra. Ragnhildur var dóttir Jens, b. í Feigsdal, Þorvaldssonar og Sigríðar Jónasdóttur ljósmóður. Kristján Bersi tekur á móti gestum í Fjörukránni í Hafnarfirði í dag, fostudaginn 2.1., milli kl. 17 og 19. Kristján Bersi Ólafsson. Álfheiður Ákadóttir Álfheiður Ákadóttir húsmóðir, til heimilis að Hátúni á Djúpavogi, varð sjötug á gamlársdag. Starfsferill Álfheiður fæddist á Brekku á Djúpavogi og ólst þar upp. Hún stundaði nám viö bamaskólann á Djúpavogi. Alfheiður vann á saumastofu Guörúnar Heiðberg í Austurstræti í Reykjavik 1944-45, við kápusaum hjá Andrési Andréssyni klæðskera við Laugaveginn og starfaði síðan á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 1947. Samhliða heimilisstörfum stund- aði Álfheiður almenn fiskvinnslu- störf á Djúpavogi og kenndi handa- vinnu við bamaskólann á Djúpa- vogi. Álfheiður hefur stundað sauma- skap fyrir vini og vandamenn, auk þess sem hún hefur saumað mikið af minjagripum. Hún var einn af stofnendum Kvennasmiðjunar ehf. sem sérhæfir sig í handunnum minjagripum og rekur Löngubúð á Djúpavogi. Þá hefur hún sungið með kirkjukór Djúpavogskirkju frá fimmtán ára aldri. Fjölskylda Álfheiður giftist 13.10. 1950 Ragn- ari Kristjánssyni, f. í Hamarsseli í Hamarsfirði 28.10. 1923, d. 8.5. 1984, rafveitustjóra á Djúpavogi. Foreldr- ar Ragnars vom Kristján Jónsson, f. 27.9. 1901, d. 27.3. 1984, verkamaður á Djúpavogi, og Antonía Ámadótt- ir, f. 19.9. 1900, d. 17.5.1988, húsmóð- ir. Kristján var sonur Jóns Þorvarð- arsonar frá Krossi á Beruijarðar- strönd og Jakobínu Ólafsdóttir frá Vík í Fáskrúðsfirði. Foreldrar Ant- oniu vora Sigríður Bjömsdóttir frá Hnaukum í Álftafirði og Ámi Ant- oníusson frá Kambaseli í Álftafirði. Systir Sigríðar var Halldóra, langamma Egils Jónssonar alþm. Móðir Áma var Björg Ámadóttir Hjörleifssonar sterka, annars Hafn- arbræðra. Börn Álfheiðar og Ragnars era Rut, f. 13.10. 1949, starfsmaður Byggðastofnunar í Reykjavík, var gift Dagbjarti Má Jónssyni skip- stjóra sem lést 1990 og er dóttir þeirra Ragnheiður Drifa f. 24.6.1972, í sambúð og á tvær dætur, en sam- býlismaður Rutar er Marteinn Jó- hannsson yfirkennari; Eðvald f. 5. 12.1951, vélstjóri á Húnaröst SF-550, kvæntur Hóhfífríði Haukdal versl- unarstjóra og em böm þeirra Sig- urður Áki, f. 19.5. 1973, í sambúð og á eitt bam, Guðrún Anna, f. 19.9. 1974, í sambúð og á eitt bam, Ævar Orri, f. 24.7.1977, og Ragnar Rafh, f. 2.1. 1986; Drífa f. 30.1. 1953, fram- kvæmdastjóri verslunarinnar Við Voginn á Djúpavogi, gift Frey Stein- grímssyni sjómanni og em börn þeirra Rán, f. 28.5. 1975, í sambúð, Dröfn f. 19.6 1977, og Alfa, f. 21.1.1982; Ólafur, f. 23.9. 1955, sveitarstjóri á Djúpavogi, kvæntur Freyju Friðbjarnardóttur skólastjóra og eru böm þeirra Regína, f. 7.2. 1980, Ragna, f. 24.12. 1984, og Halla, f. 24.12. 1984; Krist- ján, f. 30.11.1961, bifreiða- smiður á Djúpavogi, kvæntur Hrönn Ásbjöms- dóttur verslunarmanni en sonur Kristjáms og Jóhönnu Ambjöms- dóttur er Ambjöm, f. 4.2. 1980. Systkini Álfheiðar: Rögnvaldur, f. 2.2. 1914, d. 5.11. 1946; Jóhanna Helga, f. 9.3. 1915, d. 4.11. 1986; maki 1 Bjami Benediktsson, d. 1944, m. 2 Jón Benjamínsson, d. 1965, og m. 3 Einar Einarsson, d. 1977; Jón Vil- helm, f. 4.3. 1917, maki Halla Jóns- dóttir; Kristjana Þórey, f. 3.2. 1919, d. 1992, maki Eiríkur Guðnason, d. 1995; Ottó, f. 12.6. 1921, maki Matt- hildur Jónsdóttir; Þorbjörg, f. 13.11. 1922, maki Finnur Kristjánsson, d. 1983; Vilborg f. 5.3. 1925, maki Sig- mundur Eiríksson; Pálína, f. 24.5. 1930, maki Gestur Jóhannsson, d. 1974; Sigurrós Ingileif, f. 21.8. 1932, maki Einar Haraldur Gíslason; Sig- mar Bjami, f. 20.11. 1933, maki ísa- bella Þórðardóttur; Erlingur, f. 9.12. 1935, d. 24.10.1971; Fjóla f. 17.1. 1940, maki Elís Pét- ur Sigurðsson; Hlífar, f. 27.9. 1941, í sambúð með Jolantu Szezepenek. Foreldrar Álfheiðar vora Áki Kristjánsson, f. 2.6. 1890, d. 2.9. 1982, verslunarmaður á Djúpvogi, og Áslaug Jónsdóttir, f. 22.5. 1897, d. 3.6. 1966, húsmóðir. Ætt Áki var sonur Kristjáns Kristjánssonar Arasonar frá Kambaseli i Álftafirði. Móðir Krist- jáns var Una Kristjánsdóttir Guð- brandssonar frá Geithellum í Álfta- firði. Móðir Unu var Guðrún Halls- dóttir. Móðir Áka var Þórey Jóns- dóttir Antoníussonar Sigurðssonar (Antoníusarætt). Móðir Þóreyjar var Guðrún Markúsdóttir frá Flugu- stöðum. Bróðir Guðrúnar var Jón, langafi Bjama, útgerðarm. í Bolung- arvík, afa Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, og Ómars fram- kvæmdastjóra íslandsflugs. M.a. systkina Jóns, föður Þóreyjar, var Katrín, kona Hans Jónatans frá Gíneu í Vestur-Indíum. Móðir Alfheiðar var Áslaug Jóns- dóttir Antoníussonar frá Bæ í Lóni. Kona Jóns var Vilborg Jónsdóttir. Álfhildur Ákadóttir. Halldóra Jóna Guðmundsdóttir Halldóra Jóna Guð- mundsdóttir húsmóðir, Kjarrmóa 15, Njarðvík, varð sextug á gamlársdag. Starfsferill Halldóra fæddist í Kefla- vík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við hús- mæðraskóla. HaUdóra stundaði ýmis almenn störf er tengjast sjávarútvegi og hefúr stundað verslunarstörf þó húsmóðurstarfið hafi verið hennar aðalstarf lengst af. Halldóra er félagi í Soroptimista- klúbbi Suðumesja og hefúr starfað í klúbbn- um undanfarin ár. Fjölskyida Halldóra giftist 13.4. 1963 Ingólfi Bárðarsyni, f. 9.10. 1937, rafverk- taka. Hann er sonur Bárðar Olgeirssonar og Eyrúnar Helgadóttur í Njarðvík. Böm Ingólfs og Hall- dóra era Elín Jóhanna, f. 14.1. 1956, húsmóðir í Orlando í Bandaríkjunum, gift Joe A. Livingston og eru böm þeirra Birgitta, Davíð og Edward; Amar, f. 22.12. 1961, rafiðnfræðingur í Njarð- vík, kvæntur Önnu B. Ámadóttur og era synir þeirra Árni Júlíus, Halldór og Róbert Ingi; Ragnhildur Helga, f. 22.2.1965, húsmóðir í Kefla- vík, gift Ólafi Birgissyni og era syn- ir þeirra Ingólfúr og Birgir; Brynja, f. 1.4. 1969, bankastarfsmaður í Njarðvík, gift Jóhanni B. Magnús- syni og era böm þeirra Sindri og Ebba Ósk; Guðmundur Þórir, f. 2.4. 1974, rafvirki í Keflavík, en unnusta hans er Karlotta Sigurbjömsdóttir og er dóttir þeirra Halldóra Jóna. Systkini Halldóra era Elín Jó- hanna, f. 29.5. 1934, d. 1.4. 1948; Lúð- vík, f. 24.6. 1936; Inga Kristín, f. 26.1. 1939; Þórhallur Amar, f. 28.11. 1941; Bima, f. 29.8. 1943; Gréta, f. 29.8. 1943; Ólöf Edda, f. 9.7. 1946. Foreldrar Halldóru: Guðmundur Jónsson, fyrrv. bréfberi í Litlabæ í Keflavik, og Ólöf Eggertsdóttir hús- móðir. Ætt Foreldrar Guðmundar vora Jón Pálsson, sjómaður í Keflavík, og Jó- hanna Jónsdóttir húsmóðir. Foreldrar Ólafar vora Eggert Ólafsson frá Hávarðsstööum í Leir- ársveit og Halldóra Jónsdóttir. HaUdóra og Ingólfur héldu upp á sextugsafmæli sín í október sl. Halldóra Jóna Guömundsdóttir. iz»v Til hamingju með afmælið 2. janúar 80 ára Dagbjartur Dagbjartsson, Klausturhólum 3, Skaftárhreppi. 75 ára Bjami Stefánsson, Suðurgötu 33, Keflavík. Þórir Amgrímsson, Litlu-Gröf, Staðarhreppi. 70 ára Brynjólfur Bergsteinsson, Hafrafelli I, Fellahreppi. Sesselja Kristinsdóttir, Glaðheimum 22, Reykjavík. 60 ára Dagga Lis Kjæmested, Vallargötu 16, Keflavik. Jón Ármann Jónsson, Árstíg 13, Seyðisfirði. 50 ára Guðrún Gunnlaugsdóttir, Bleiksárhlíð 53, Eskifirði. Helgi Magnússon, Selbrekku 18, Kópavogi. Hildur Dagsdóttir, Sigtúni 31, Reykjavík. Sigurbjörg Bjamadóttir, Bjamargili, Fljótahreppi. Svanfríður Kjartansdóttir, Hringbraut 84, Keflavík. 40 ára Anna Wasilczuk, Þiljuvöllum 28, Neskaupstað. Guömundur Halldór Atlason, Holtageröi 65, Kópavogi. Gullveig Ósk Kristinsdóttir, Barmahlíð 12, Reykjavík. Hafdis Njálsdóttir, Aðalgötu 1, Dalvík. Halldór Svanur Olgeirsson, Bjamastöðum, Öxarijarðarhreppi. Jósteinn G. Guðmundsson, Skólabraut 14, Hólmavík. Knútur Kristinsson, Berjarima 19, Reykjavík. Leifur Aðalgeir Benediktsson, Fannafold 182, Reykjavík. Lilja Ingvarsson, Klapparbergi 15, Reykjavík. Margorzata Genowefa Stacho, Höfðagötu 1, Stykkishólmi. Metta Kristin Friðriksdóttir, Álfheimum 33, Reykjavík. Rut Petersen, Vanabyggð 10A, Akureyri. Þorsteinn Sigurbjömsson, Smárahlíð 10E, Akureyri. staögreiöslu- og greiðslukorfa- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.