Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 32
íslensku suðurskautsfararnir: Komnir á pólinn íslensku suðurskautsfaramir Ingþór Bjamason, Ólafur Öra Haraldsson og Haraldui- Öm Ólafsson komust á suðurpólinn um níuleytið í gærkvöld. Færi var þungt og erfitt á lokasprettinum. Þeir lögðu af stað gangandi á skíð- um á suðurpólinn og eiga að baki 1100 km beina loftleið gangandi yfir Suðurskautslandið. Landleið- in sjálf er síðan mun lengri. Þetta mikla þrekvirki félaganna hafa þeir imnið án utanaðkom- andi aðstoðar, dregið með sér all- an útbúnað á sleðum en hann vó um 130 kg hjá hverjum og einum. Búnaðurinn hefur lést nokkuð á leiðinni og undir það síðasta var hann um 90 kg. Þeir dvelja ekki lengi á suður- pólnum því flugvél sækir þá i dag eða á morgun og flytur aftur til tjaldbúðanna Patriot Hills þaðan sem þeir lögðu upp í leiðangurinn. Þeir hringdu til íslands i fyrrinótt frá Amundsen-Scott rannsóknarstöðinni sem er um V2 km frá sjálfum suðurpólnum sem er í um 3000 m hæð yfir sjávar- máli. Hitinn þar er nú -30° C. Fær- ið á síðasta hluta leiðarinnar var þungt, þama er engin úrkoma og snjórinn er mjög þurr. Því hafa þeir á köflum sleppt skíðunum og farið fótgangandi áfram. Eina tengingin sem þeir hafa haft við umheiminn í ferðinni eru boð sem þeir senda af Argus-stað- setningartæki um gervitungl sem hefur móttöku í Frakklandi. Það- an hefur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík fylgst með ferðum þeirra. Boðin senda þeir á sér- stöku táknmáli sem þeir bjuggu til hér heima áður en þeir lögðu af stað. Út frá þeim boðum hefur ver- ið hægt að ráða í hvemig hlutun- um er háttað hjá þeim. Þeir em einnig með talstöð sem tengir þá við tjaldbúðirnar í Patriot Hills og hafa alltaf sent þangað boð á tveggja daga fresti. Ef allt fer að óskum eru ferða- langamir væntanlegir til íslands í kringum 10. janúar. -ST Helgarblað DV: "Jónas R. í London í helgarblaði DV á morgun er opnuviðtal við Jónas R. Jónsson, fyrrverandi dagskrárstjóra á Stöð 2. Hann segir frá því hvernig uppsögn- in kom við hann og lífinu í útlönd- um frá því honum var sagt upp. Hann býr við sérstakar fjölskyldu- ^aðstæður en segir það hafa styrkt hjónabcmdið. Árið er gert upp í al- vöruspegli. Þar eru valdir menn ársins frá ýmsum skemmtilegum sjónarhornum. Fréttaljósin fjalla um frjálsa samkeppni í símamálum í Evrópu og nýja stöðu i íslenska bankakerfinu. Þá verða í blaðinu svipmyndir frá áramótaskralli og ýmislegt fleira. -sv/bjb FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998 DV-mynd S Steiner fundinn: Af spítala í steininn Franklín Steiner, sem leitað hef- %»ur verið síðan á Þorláksmessu, fannst í Hafnarfirði rétt fyrir klukk- an eitt i gær. Franklín átti að hefja afplánun 20 mánaða fangelsisdóms 23. desember en mætti ekki í fangel- sið. Hann hafði áður lýst því yfir að hann væri ósáttur við að hefja af- plánunina svo skömmu fyrir jólahá- tíðina. Tildrög þessa vom þau að kallað var á sjúkrabíl að húsi í Hafnarfirði og tilkynnt þar um veikan mann sem þyrfti á læknisaðstoð að halda. Veiki maðurinn reyndist vera Franklín Steiner. Hann var fluttur með sjúkrabílnum á Landspítalann. Ekki er vitað hvað amaði að hon- um. m Franklín stóð hins vegar stutt við á sjúkrahúsinu og útskrifaðist það- an skömmu eftir að hann kom þang- að. Þaðan var hann fluttur í Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg. -HI Fyrsti Islendingur ársins, fæddist á fæðingardeild Landspítalans á nýársnótt kl. 2.33. Hann vó 14 merkur og er fyrsta barn þeirra Hörpu Maríu Hreinsdótt- ur og Álfs Þórs Þráinssonar. Mæðginin brostu breitt og voru undursæl þeg- ar DV leit inn á fæðingarganginn í gærkvöld og færði þeim blómvönd. DV-mynd Pjetur Ættingjar og vinir suðurskautsfaranna fögnuðu árangrinum í gærkvöld heima hjá Sigrúnu Richter, konu Ólafs Arnar. Veðrið á morgun: Gfeðííegt nýtt ár — {Dökícum líðíð -Þýskt eðalmerki 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Bílheimar ehf.í 44444444444444444 MA EKKI GREIÐA GISTINGUNA MEÐ KORTI? Rigning öðru hverju Á morgun verður suðaustan- og austanátt, gola eða kaldi. Vætusamt á austanverðu land- inu en dálítil rigning öðm hverju vestanlands, einkum á Vestfjörðum. Hitinn á landinu verður á bilinu 1 til 6 stig, hlýj- ast á austanverðu landinu. Veðrið í dag er á bls. 36. Aílfi [(i'iÆiMffnw l j jj j \ sj-i sj -'J ) ~>j ir kíÆ 0i2Q á lciuyurdgrj FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Karlmaður neitaði að fara út úr hraðbanka í Búnaðarbankanum við Hlemm í gærkvöld. Ekki var nákvæmlega vitað hvað hann vildi. Hann var ekki að taka út peninga en mim hafa orðið kalt og vantað Maður í gegnum rúðu Lögreglan á Höfn var kölluð að heimahúsi um klukkan hálfátta í gærmorgun. Þar fór ffarn gleðskap- ur sem farið hafði úr böndunum og höfðu slagsmál brotist út í íbúðinni. Meðal annars fór maður i gegnum rúðu á húsinu og þurfti að sauma í hann nokkur spor. Að öðm leyti meiddist enginn. -HI húsaskjól og yl. Lögreglu þótti hraðbankinn ekki nógu vistlegur fyrir manninn og fann honum fleti í fangaklefa. Maðurinn var ölvað- ur. -sv Bruni á Eskifirði Hlaða og fjós viö Steinholtsveg á Eskifirði brannu til kaldra kola á gamlárskvöld. Þessi hús vora notuð fyrir búskap fyrir mörgum áram en hafa ekki ver- ið notuð um nokkurn tíma. Ekki er vitað um eldsupptök en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.