Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 "V
Þrír heiöursmenn, Hilm-
ar Þorbjörnsson, yjírmað-
ur umferöardeildar, Jón
Pétursson lögregluþjónn
og Magnús Einarsson, yf-
irlögregluþjónn í Kópa-
vogi, eiga 40 ára starfsaf-
mœli um þessar mundir.
Eins og geta má nœrri hef-
ur ýmislegt drifiö á daga
þeirra félaga á þessum
tíma. Þeir hafa lent í nátt-
úruhamförum, byssubar-
dögum, starfaö viö björg-
un á fólki viö erfiöar aö-
stœöur og svo mœtti lengi
telja.
Hér segja þeir í stórum
dráttum frá ýmsu sem
þeim er minnisstœtt úr
starfinu og ööru sem leit-
ar á hugann eftir 40 ár í
lögreglunni. Þeir rifja upp
þá atburöi sem standa
þeim efst í huga. Þeir
segja frá því hvernig þró-
unin hefur oröiö í samfé-
laginu og á vinnustaö á
þessum tíma og svo mœtti
áfram telja. En viö gefum
þeim oröiö.
Þeir hafa staðiö í eldlínunni meira eða minna í 40 ár, f.v. Magnús Einarsson, Jón Pétursson og Hilmar Þorbjörnsson.
DV-mynd S
Hilmar Þorbjömsson á að
baki viðburðaríkan feril í
lögreglunni eins og starfs-
bræður hans tveir. Það var
15. desember 1957 að Sigurjón Sig-
urðsson lögreglustjóri kallaði á
hann og tilkynnti honum að hann
væri „hér með ráðinn“.
„Ég ætlaði aldrei að gera þetta
að mínu ævistarfí. Ég var mikið í
frjálsíþróttum og þá var ekki
hlaupið í vinnu þar sem maður gat
verið mikið frá.“ Því má skjóta hér
inn, fyrir þá sem ekki þekkja til,
að Hilmar var afreksmaður í
íþróttum og keppti m.a. í sprett-
hiaupum á tvennum Ólympíuleik-
um og nokkram Evrópumótum,
auk minni móta.
Hilmar hefur farið víða á vegum
embættisins. Hann fór m.a. fyrir
allmörgum árum til New York og
var þar í hálft annað ár. Hann
starfaði þá við öryggisvörslu í
„glerhöllinni" í New York á vegum
Hilmar Þorbjörnsson.
DV-mynd S
á milli með okkar bækistöðvar en
gátum ekkert aðhafst þótt þarna
væru ungir, helsærðir Egyptar
sem voru að reyna að biðja um
hafa orðið til gagns. Það er góö
tilfmning. Svo eru Reykvíkingar
svo góðir vinnuveitendur og gott
að vinna fyrir þá.
Mín reynsla af ungu fólki í dag
er að þetta er vel upplýst, þægi-
legt og gott fólk. Það leitar til okk-
ar og nú er hætt að hræða krakka
með lögreglunni eins og gert var.
Blæðir fyrir dekurmál
Hins vegar finnst mér þróunin
innan lögreglunnar ekki hafa ver-
iö sem skyldi. Grasrótin, hinn
einkennisklæddi hluti lögregl-
unnar, hefur alltaf þurft að blæða
fyrir alls konar ný dekurmál. Hin
einkennisklædda lögregla verður
alltaf ósýnilegri og ósýnilegri
vegna þess að stöðugt fækkar í
henni. En því fjölmennari sem
einkennisklædda lögreglan er
þeim mun betra aðhald er með
þessum sem eru að fikta. Þá gæt-
Hilmar Þorbjörnsson, yfirmaður umferðardeildar:
Ein stór minning
Sameinuðu þjóðanna. Síðan lá
leiðin til Mið-Austurlanda 1969 og
‘70, þar sem hann var í gæslulið-
inu.
Hvað hræddastur
„Þarna held ég að ég hafi orðið
hvað hræddastur sem gæsluliði.
Þetta var seint um nótt á árinu
1969, þegar ég var við Súes-skurð-
inn. Egyptarnir komu yfir með
sínar víkingasveitir og það var
barist lengi nætur. Það endaði
með því að ísraelsmenn felldu
flesta Egyptana. Við vorum þarna
aðstoð. Það er sérkapítuli að hafa
tekið þátt í þessum hildarleik en
maður lærði ótrúlega mikið á
skömmum tíma.“
Á ferli sínum hefur Hilmar
starfað í hinum ýmsu deildum
lögreglunnar. Hann var einn af
sjö stofnendum umiferðardeildar-
innar og er nú yfirmaður hennar.
Og ýmislegt hefur boriö við.
„Það er svo óskaplega margt
sem kemur upp í hugann: skot-
bardagar, erfið slys, ýmsir sorg-
aratburðir. Þetta er allt ein stór
minning. Ég hef orðið ákaflega
þakklátur þegar mér finnst ég
um við kannski komið í veg fyrir
öll þessi afbrot því þeir brjóta
ekki af sér fyrir framan nefið á
lögregluþjóni. Ef ég fengi að ráöa
einhveiju myndi ég fjölga ein-
kennisklæddu fólki um 70-80 pró-
sent.“
Hilmar hefur ekki ákveðið
hvenær hann lætur af störfum:
„Ég hef aldrei ákveðið neitt í líf-
inu. Ég er þó ákveðinn í að hafa
það eins skemmtilegt og veriö
hefur, eftir að ég er hættur."
-JSS
Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn:
Piltur í skorsteini
Ein af ástæðunum fyrir því að Magn-
ús Einarsson ákvað að fara í lögregl-
una var sú að ömmubróðir hans,
Þórður Geirsson, var í lögreglunni á
sínum tíma. Magnús sá hann stund-
um „krambúleraðan" eftir átök. „Ég
var ungur þegar ég ákvað aö feta í fót-
spor hans og gerast lögregluþjónn.
Það fældi mig ekkert frá þótt stund-
um sæist skráma á honum.“
Magnús hefur sjálfur lent í marg-
víslegum kringumstæðum á löngum
starfsferli. Hann var t.d. aðalvarð-
stjóri á vakt þegar „Sportvalsævin-
týrið“ átti sér stað.
„Endurminningin er að hluta
ánægjuleg fyrir það að ekki skyldi
fara verr en fór. Tveir piltar höfðu
brotist inn í verslunina Sportval. Þeir
vopnuðust og skutu á allt sem fyrir
varð, þar á meðal á fimmta tug skota
á lögregluna. Annar þeirra slasaðist á
handlegg þegar ég beitti bílnum til að
yfirbuga hann. Ég fann ekki fyrir
hræðslu meðan á þessu stóð en eftir á
fann ég fyrir einhverjum óróleika
sem ég átti erfitt með að ráða fram úr.
Þá þurfti ég að fá mér góðan göngutúr
austur í Rangárvallasýslu. Nú er
komin áfallahjálp og sérstakur prest-
ur sem við höfum aðgang að.“
Magnús hefur upplifað ýmsa
áfanga hjá lögreglunni í starfi sínu.
Þar má nefna opnun fyrstu hverfa-
stöðvarinnar í Árbæ 1970. Þá var
hann einn af stofnendum umferðar-
deildarinnar ásamt Hilmari Þor-
bjömssyni og fleirum. Loks var
Magnús einn þeirra sem sendir voru
til Noregs þegar sérsveitin var stofn-
uð.
„Eftirminnilegasta útkallið er þó
þegar ungi pilturinn fannst í skor-
steininum í húsinu við Kaplaskjóls-
Magnús Einarsson. DV-mynd S
veg. Hann ætlaði inn í húsið og fór
þessa óvenjulegu leið. Tvær eldri kon-
ur heyrðu í honum og gerðu lögregl-
unni viðvart. Hefðu þær ekki heyrt í
honum hefði hann aldrei fundist."
Magnús segir að gjörbylting hafi
orðið á störfum lögreglunnar sl. 40 ár,
bæði hvað varðar mannafla og tækja-
kost.
„Það er mjög gott samband milli al-
mennings og lögreglu. Fólk ber ekkert
minni virðingu fyrir lögreglunni nú
en áður. Tíðarandinn er bara breytt-
ur. Hér áður tóku menn ofan hver fyr-
ir öðram, dömur beygðu hnén fyrir
lögreglumönnum og þeir gáfu
„honnor". Nú er þetta frjálslegra."
Magnús segist vera búinn að
ákveða daginn sem hann hættir en
vill ekki gefa leyndarmálið upp. Hann
segir þó að farið sé að „styttast í
þessu" hjá sér.
„Ég ætla að reyna að njóta efri ár-
anna eins og hægt er. Ég á mér smá-
reit austur í Grímsnesi sem ég mun
áreiðanlega verja meiri tíma í eftir að
ég hætti í lögreglunni." -JSS