Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Blaðsíða 38
46
afmæli
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998
Til hamingju með afmæíið 10. janúar
85 áxa
Anna Hallsdóttir, Þórannarstræti 108, Akureyri. Jónína Davíðsdóhir, Kópavogsbraut 1 B, Kópavogi.
80 ára
Ása Eiriksdóttir, Helgamagrastræti 6, Akureyri. Pétur V. Snæland, Öldugranda 11, Reykjavík. Þórarinn Þorleifsson, Vegamótum, Blönduósi.
75 ára
Ragnhildur Haraldsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafharffrði.
70 ára
Bárður Brynjólfsson, Reykjabraut 17, Þorlákshöfh.
60 ára
Ágúst Sveinsson, Dalbraut 51, Akranesi. Guðlaug Guðlaugsdóttir, Suðurvikurvegi 5, Vík. Steinar Gunnarsson, Hraunbæ 43, Reykjavík.
50 ára
Auður Kristjánsdóttir, Lækjarhvammi 11, Búðardal. Björg Eiðsdóttir, Lækjasmára 2, KópavogL Hanna Daníelsdóttir, Búð, Ólafsvík. Hrafnhildur Helgadóttir, Hjallalundi 5 B, Akureyri. Jörgen Pétursson, Hraunbrún 30, Hafharffrði. Ólafúr Kr. Hermannsson, Jóraseli 21, Reykjavik. Snorri Öm Snorrason, Mjóstræti 10, Reykjavík. Valdimar Valdimarsson, Aðallandi 6, Reykjavík. Þórarinn Guðlaugsson, Lækjarsmára 82, Kópavogi.
40 ára
Ásbjöm Ásbjömsson, Berjarima 6, Reykjavík. Gunnar GísU Guðlaugsson, Heiðarbrún 15, Keflavík. Hlíf Matthiasdóttir, Lyngholti 16, Keflavík. Ragna Valdimarsdóttir, Smyrlahrauni 30, Hafnarfirði. Sigriður Jónsdóttir, Lundarbrekku 6, Kópavogi.
staðgreiðslu-
og greiðslukorta-
afsláttur og
stighœkkandi
birtingarafsláttur
oW milíi hirpjfc
Smáauglýsingar
550 5000
Guðný Guðmundsdóttir
Guðný Guðmundsdóttir, konsert-
meistari í Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, Valhúsabraut 23, SeUjamar-
nesi, verður fímmtug á morgun.
Starfsferill
Guðný fæddist í Reykjavik en ólst
upp í Kópavogi. Hún lauk lands-
prófí frá Gagnfræðaskólanum í
Kópavogi, súmdaði nám við MR í
tvö ár, stundaði nám við Tónlistar-
skólann í Hafnarfirði 1954-56, við
Tónlistarskólann í Reykjavík
1956-67 er hún lauk þaðan éinleik-
araprófi, stundaði nám við Éastman
School of Music í Rochester i New
York 1967-71 er hún lauk þaðan BA-
prófi, lauk prófum frá Royal College
of Music í London 1972, stundaði
nám við The Juilliard School of the
Performing Arts í New York og lauk
þaðan mastersprófi 1974.
Á námsárunum kom Guðný fram
sem einleikari með Rochester Phil-
harmonic. Hún hélt sína fyrstu ein-
leikstónleika í London 1972.
Guðný hefúr verið konsertmeist-
ari í Sinfóníuhljómsveit fslands frá
1974 og jafnframt fiðlukeimari við
Tónlistarskólann i Reykjavík.
Guðný hefúr verið einleikari með
fjölda hljómsveita og haldið fjölda
einleikstónleika en hún hefúr farið
tónleikaferðir til Japan, Kína, Hong
Kong, Mexíkó og Puerto Rico. Þá
hefúr hún verið virkur flyljandi
kammertónlistar og er nú meðlimur
í Tríói Reykjavíkur.
Guðný var sæmd ridd-
arakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu 1989 og hlaut
menningarverðlaun DV
1990.
Fjölskylda
Guðný giftist 28.12.1985
Gunnari Kvaran, f. 16.1.
1944, sellóleikara. Hann
er sonur Ævars R. Kvar-
an, leikara í Reykjavík,
sem er látinn, og Helgu
Hobbs, húsmóður á Sel-
tjamamesi.
Dóttir Guðnýjar og
Guðný
Guðmundsdóttir.
Gunnars er Karól Gunnarsdóttir
Kvaran, f. 17.9.1983, nemi.
Systur Guðnýjar era María, f. 8.9.
1944, píanókennari í Asker í Noregi;
Rannveig, f. 29.9.1950, félagsráðgjafi
í Kópavogi; Björg, f. 10.1. 1954,
starfsmaður við ríkisspitalana í
Kópavogi.
Foreldrar Guðnýjar vora Guð-
mundur Eggert Matthíasson, f. 26..2.
1909, d. 17.7. 1982, tónhstarkennari
og organisti i Kópavogi, og k.h.,
Helga Jónsdóttir, f. 18.3. 1920, d.
14.12.1990, kennari.
Ætt
Guðmundur var bróðir Emilíu,
móður Þóra, móður Gylfa Ægisson-
ar söngvara, og ömmu Ruthar
Reginalds söngkonu. Önnur systir
Guðmundar var Kristín, amma dr.
Péturs Péturssonar guðfræðipró-
fessors. Guðmundur var
sonur Matthíasar, pr. á
Helgastöðum, hálfbróður
Kristjönu Önnu, móður
Eggerts skipstjóra og Sig-
urðar, fræðimanns i Hvít-
árholti, Sigurmundssona.
Matthías var sonur Egg-
erts, kennara og sýslu-
skrifara á ísafirði, bróður
Matthíasar skálds, föður
Steingrims læknis, foður
Þorvalds fiðluleikara.
Systir Steingríms var
Þóra, móðir Guðrúnar
Þorsteinsdóttur ópera-
söngkonu. Önnur systir Steingríms
var Guðrún, amma Einars Vigfús-
sonar. Þriðja systir Steingríms var
Elín, langamma Eyþórs Amalds
tónlistarmanns. Eggert var sonur
Jochums, b. á Skógum í Þorskafirði,
Magnússonar og Þóra Einarsdóttur,
systur Guðrúnar, ömmu skáldanna
Herdísar og Ólínu Andrésdætra.
Bróðir Þóra var Guðmundur, pr. á
Kvennabrekku, faðir Theodóra
Thoroddsen skáldkonu, ömmu
Skúla Halldórssonar tónskálds.
Móðir Matthíasar á Helgastöðum
var Guðbjörg Ólafsdóttir, b. á
Rauðanúpi á Langadalsströnd,
Bjamasonar.
Móðir Guðmundar var_ Guðný
Guðmundsdóttir, b. á Svertingsstöð-
um í Kaupangssveit, bróður Dýrleif-
ar, langömmu Stefáns Friðfinnsson-
ar, stjómarformanns íslenskra aðal-
verktaka. Guðmundur var sonur
Guðmundar, b. á Svertingsstöðum,
Jóhannessonar, bróður Sigurlaugar,
langömmu Sigrúnar, móður Krist-
jáns Eldjáms forseta, föður Þórar-
ins skálds.
Helga var dóttir Jóns, trésmiðs og
organista á Möðravöllum, Eggerts-
sonar, b. á Möðravöllum, bróður
Steinunnar, ömmu Ingólfs Davíðs-
sonar grasafræðings, föður Helgu
semballeikara. Eggert var sonur
Davíðs, b. á Efri-Glerá, Tómassonar,
b. á Finnastöðum, bróður Sigurðar,
afa Jóns Magnússonar forsætisráð-
herra. Systir Tómasar var Rann-
veig, amma Páls Árdal skálds, afa
Guðmundar Emilssonar hljómsveit-
arstjóra. Tómas var sonur Davíðs,
b. á Völlum, Tómassonar, b. á
Hvassafelli, Tómassonar, ættföður
Hvassafellsættarinnar, Tómassonar,
langafa Jónasar Hallgrímssonar.
Móðir Jóns á Möðravöllum var Jón-
ina Kristjánsdóttir, söðlasmiðs,
Kristjánssonar og Sesilíu Jónsdótt-
ur.
Móðir Helgu var María Þorgerð-
ur, systir Kristjáns, föður Eggerts
hrl. María var dóttir Sigurður, b. á
Dagverðareyri, Oddssonar, bróður
Stefáns, föður Stefáns Jóhanns for-
sætisráðherra. Móðir Maríu var
Rannveig Jónsdóttir.
Guðný og Gunnar taka á móti
gestum á heimili sínu, Valhúsa-
braut 23, Seltjamamesi, á morgun,
smmudaginn 11.1. frá kl. 21.00-24.00.
Björgvin Hagalínsson
Björgvin Hagalínsson vélsmiður,
Furagrund 38, Akranesi, verður
sextugur á morgun.
Starfsferill
Björgvin fæddist í Bræðratungu í
Dýrafirði og ólst þar upp til sextán
ára aldurs. Þá flutti hann til Akra-
ness þar sem hann stundaði fisk-
vinnslu og síðan sjómennsku.
Björgvin stundaði síðan nám við
Iðnskólann á Akranesi, lærði vél-
smíði hjá Sementsverksmiðju ríkis-
ins, lauk sveinsprófi í þeirri grein
og öðlaðist síðan meistararéttindi.
Björgvin starfaði hjá Sements-
verksmiðjunni um skeið, vann síð-
an hjá Vélsmiðjunni á Akranesi og
loks hjá Þorgeiri og Ellert um ára-
biL Þá var hann vélsmiður hjá
Málmiðjunni á Akranesi, vann á
Raufarhöfn um skeið og víðar og við
Kvíslárvirkjun.
Björgvin hóf síðan afhn- störf hjá
Sementsverksmiðju ríkisins en
hann hefúr nú starfað þar í u.þ.b.
einn og hálfan áratug.
Björgvin hefúr starfað í Félagi
málm- og skipasmiða á Akranesi og
situr i orlofsnefnd félagsins.
Fjölskylda
Björgvin kvæntist 31.12.1960 Guð-
rún Eddu Júlíusdóttur, £ 3.8. 1938,
húsmóður. Hún er dóttir Júlíusar
Þórðarsonar, f. 11.3. 1909, útgerðar-
manns á Akranesi, og k.h., Ásdisar
Ásmundsdóttur, f. 18.8.1912, d. 1985,
húsmóður.
Böm Björgvins og Eddu era Ásdís
Emilía Björgvinsdóttir, f. 10.8. 1960,
sjúkraliði í Hafnarfirði, og á hún
einn son; Lára Hagalín Björgvins-
dóttir, f. 9.4. 1963, húsmóðir á Akra-
nesi, gift Garðari Jónssyni málara-
meistara og eiga þau fjögur böm;
Guðmundm: Júlíus, f. 29.9. 1968,
rafsuðumaður hjá Marel, búsettur í
Reykjavik og á hann einn son; Jónas,
f. 7.10. 1971, vélsmiður við Sultar-
tanga, búsettur í Reykjavík og á
hann eina dóttur.
Systkini Björgvins era
Bjamey Pálína Hagalins-
dóttir, f. 23.3. 1919, hús-
móðir á Akranesi, var gift
Jóni Ámasyni sjómanni
sem er nýlátinn; Ása
Hagalínsdóttir, £ 21.4.
1920, dó í bamæsku; Ólöf
Leógerður Hagalinsdóttir,
£ 27.11. 1921, húsmQðir í
Reykjavík, gift Finnboga
Guðmundssyni, fyrrv. ....................
verslunarmanni; Kristján B'or9v,n Hagalmsson.
Friðrik Hagalínsson, £ 24.5.1924, vél-
stjóri á Akranesi, kvæntur Helgu
Guðjónsdóttur húsmóður; Lúther
Einar Hagalinsson, £ 6.7.1925, nú lát-
inn, húsasmiður i Mosfellsbæ, var
kvæntur Ragnhildi Pétursdóttur;
Sighvatur Steinar Hagalínsson, £
10.9. 1926,- vélsmiður á Akranesi,
kvæntur Ragnheiði Ásgrímsdóttur
húsmóður; Marta Ólafla Rós Haga-
linsdóttir, £ 24.8. 1928, húsmóðir í
Reykjavík, gift Jens Guðmundi Jens-
syni, fyrrv. flugumferðar-
stjóra; Guðrún Helga
Hagalinsdóttir, £ 3.9.1929,
verkakona í Reykjavík,
var gift Kristjóni Mássyni
bankamanni sem er lát-
inn; Ásmundur Magnús
Hagalínsson, £ 14.2. 1931,
vélstjóri við Álverið í
Straumsvík, kvæntur
Önnu Bjamadóttur versl-
unarmanni; óskirð Haga-
linsdóttir, £ 19.10.1932, dó
i frumbemsku; Kristín
Skúlrná Hagalinsdóttir, £ 28.12. 1933,
starfsstúlka í Reykjavík; Lárus Helgi
Hagalínsson, £ 13.12.1936, vélstjóri á
Suðureyri við Súgandaflörð, kvænt-
ur Dóra Kolbrúnu Ásgrímsdóttur
húsmóður.
Foreldrar Björgvins vora Hans
Hagalín Ásbjömsson, £ 1.5. 1896, d.
14.5, 1964, bóndi og sjómaður í
Bræðrahmgu við Þingeyri, og k.h.,
Guðmunda Lárusdóhir, £ 20.6. 1895,
d. 27.3.1985, húsfreyja.
Hrafnhildur Valgarðsdóttir
Hrafhhildur Valgarðs-
dóhir rithöfundur, Barða-
vogi 3, Reykjavík, verður
fimmtug á morgun.
Starfsferill
Hrafnhildur fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp. Hún stundaði nám
við KÍ og lauk þaðan
kennaraprófi 1971.
Hrafiihildur stundaði
að mestu kennslu til 1985,
en starfaði einnig við
blaðamennsku og rit-
störf. Hún var ritstjóri bamablaðs-
ins abc 1988-89, ritstýrði blaðs
Krýsuvíkursamtakanna 1991 og
1992, var ritsfjóri timaritsins Hús-
freyjunnar 1995-97, leysti af sem
skólastjóri á Borgarfirði eystra
1989-90 og í Þykkvabæ 1993-94.
Hrafnhildur hefúr hlotið ýmis
verðlaun og viðurkenningar fyrir rit-
störf. Bækur hennar eru níu talsins
auk þess sem hún er höfundur ýmiss
dagskrárgerðarefnis.
Hrafnhilldur
Valgarðsdóttir.
Hrafnhildur stofnaði
HV-útgáfuna 1994 en í
ársbyrjun 1997 gekk
Theódóra Bjamadóttir til
liðs við hana gg breyttist
þá nafn útgáfúnnar í
KRASS ehf. Markmið út-
gáfunnar er að gefa ein-
göngu út efni eftir Hrafn-
hildi og Theódóru fyrir
almennan markað og
einnig fyrir skóla. Má þar
sem dæmi nefiia þrauta-
blaðið Hrafnaspark
ásamt lestrar- og verk-
efnabókum fyrir skólana.
Fjölskylda
Hrafnhildur giftist 1971 fýrri
manni sínum, Bjama Vemharðs-
syni, £ 3.5. 1949, húsasmið. Hann er
sonur Vemharðs Bjamasonar,
framkvæmdastjóra á Seltjamamesi,
og Bimu Bjömsdóttur húsmóðnr.
Hrafnhildur og Bjami skildu 1979.
Böm Hrafnhildar og Bjama era
Vemharður Bjamason, £ 15.10.1971,
nemi í Reykjavík; Theódóra Bjama-
dóhir, £ 31.3. 1975, útgáfústjóri í
Reykjavík; Páll Hjörvar Bjamason,
18.3. 1977, nemi í Reykjavík.
Hrafnhildar giftist 1982 seinni
manni sínum, Karli E. Vemharðs-
syni, £ 10.9.1941, myndlistarmanni i
Garðabæ. Hann er sonur Vemharðs
Eggertssonar (Dagur austan) rithöf-
undar og Sólbjargar Vigfúsdóttur
húsmóður.
Hrafnhildur og Karl skildu 1991.
Dóttir Hrafnhildar og Karls er
Birta Karlsdóttir, £ 20.12. 1982,
nemi.
Alsystkini Hrafnhildar era Edda
Valgarðsdóttir, £ 1.12. 1944, hár-
greiðsludama í Reykjavik; Þuriðm-
Salome Guðmundsdóhir, £ 1.11.
1945, húsmóðir á Hvolsvelli; Sigur-
jón Hjörtur Sigurðsson, £ 30.5.1950,
myndlistarmaður i Ðanmörku.
Hálfsystkini Hrafnhildar era El-
var Bjöm Sigmundsson, £ 17.4.1943,
d. 1963, uppeldissonur Sesselju Sig-
mundsdóttur á Sólheimum í Grims-
nesi; Birgir Sigurjónsson, £ 28.5.’
1951, útgerðarmaður í Hrísey; Hjör-
dís Valgarðsdóhir, £ 12.3. 1957,
sölustjóri í Reykjavík; Ragnheiður
Valgarðsdóhir, £ 12.3. 1957, sjúkra-
liði í Danmörku; Jónatan Valgarðs-
son, £ 23.7. 1958, d. 31.7.1984.
Uppeldisbróðir Hrafnhildar er
Guðmundur Þór Pálsson, £ 7.7.1934,
arkitekt í Reykjavík.
Foreldrar Hrafhhildar: Valgarður
Jónatansson, £ 31.7. 1918, bifreiðar-
stjóri í Reykjavík, og k.h., Hjördís
Ingvarsdóhir, £ 6.7. 1924, d. 30.5.
1950, húsmóðir.
Fósturforeldrar Hrafnhildar vora
Páll Guðjónsson, £ 22.11. 1904, d.
1984, byggjngarmeistari, og k.h.,
Theódóra Sigurjónsdóttir, £ 1.11.
1908, d. 1990, húsmóðir.
Þau bjuggu lengst af við Kirkju-
teiginn í Reykjavík.
Hrafiihildur mtm taka á móti
gestum og bjóða upp á léttar veiting-
ar í kvöld, laugardagskvöldið 10.
janúar, á Fógetanum við Aðalstræti
kl. 20.00-22.30.