Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Blaðsíða 26
34
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998
Gönguferð um Akranes:
r
Ahugaverðir staðir á
hverju strái
DV Akranesi:
Akranes er skemmtilegur bær og
kjörið að eyða þar eftirmiðdegi og
fara í gönguferð um bæinn.
Þegar farið er í gönguferð um efri
Skagann er lagt upp frá Upplýsinga-
miðstöð ferðamanna og stefnan tek-
in á miðbæjartorgið og minnis-
merki sjómannsins.
Hótel Barbró er skammt undan en
þar er hægt að fá prýðisgóðan mat.
Þegar gengið er hjá Hótel Barbró er
komið í Efri-bæinn. í Efri-bænum er
áhugavert að skoða hin skörðu skil
sem verða í húsagerðarlist þar sem
gamalt og nýtt mætast og fara vel
saman.
Á þessari leið verður sjúkrahúsið
á leið göngufólks en það er einn
stærsti vinnuveitandi staðarins.
gamalt og nýtt fer vel saman.
Nú er haldið áfram upp Skaga-
braut en við hana stendur verslun
Einars ÓMssonar sem er þekkt fyr-
ir að bjóða lægsta vöruverð á ís-
landi. Lengra upp með Skagabraut-
inni er hin nýja bensínstöð Skelj-
ungs og og skammt frá er veitinga-
staðurinn Langisandur.
Líf og fjör á Langasandi
Neðan götunnar er svo hin kunna
fjara Langisandur. Þar er leiksvæði
sem veitir mörgum kærkomna
dægradvöl hvort heldur sem fólk
vill skokka, spila fótbolta, skoða
fjöruna eða einfaldlega njóta útivist-
ar og útsýnis.
Spölkorn frá er Sementsverk-
smiðjan og litlu lengra er hinn
Kútter Sigurfari er glæsilegt skip og án efa merkasti grip-
ur Byggðasafnsins í Göröum. Skipiö er eina seglskipiö
hér á landi en þaö var byggt áriö 1885. Starfsmenn safns-
ins kalla Kútter Sigurfara stundum „þjóöarskútuna".
Miöbæjartorgiö þar sem minnismerki sjómannsins er til
stakrar prýöi. \ DV-myndir ÞÖK.
glæsilegi kanttspymuvöllur Skaga-
manna. Völlurinn, sem kallast Jað-
arsvöllur, er heimavöllur hins frá-
bæra knattspyrnufélags ÍA sem er
stolt Akraness.
íþróttaiðkun er mikil á Akranesi
og nú eru yfír 400 manns íþrótta-
bandalagi Akraness; í ýmsum deild-
um svo sem knattspymu-, hand-
bolta-, körfubolta-, badmintön-, blak-
og sunddeildum.
Við annan enda Langasands
stendur gamli vitinn og spölkom frá
er dvalarheimili aldraðra en þar má
sjá listaverkið Grettistak sem stend-
ur við framdyr dvalarheimilisins.
Næst liggur leiðin um úthverfi
bæjarins og að Byggðasafninu að
Görðum. Byggðasafnið er einstakt
enda margt fágætra gripa þar að
finna. Veglegasti gripurinn er vafa-
laust Kútter Sigurfari sem er 86
smálesta eikarseglskip.
Þegar Byggðasafnið i Görðum hef-
ur verið skoðað er snúið til baka og
stefnan tekin á miðbæinn. Gengið er
framhjá golfvelli Golfklúbbsins Keil-
is og farið niður Vikurbraut. Þar er
staðsettur Grundaskóli og iþrótta-
hús með útisundlaug og heitum
pottum. Skammt frá stendur Ráð-
húsið og gegnt er listaverk eftir Ás-
mund Sveinsson.
Ofan til er Fjölbrautaskólinn og
heimavistin þar sem 64 nemendur
geta dvalið í einu. Á leiðinni niður
að Upplýsingamiðstöðinni er svo
gengið framhjá bakaríi sem er í eigu
Harðar Pálssonar og þar kvað vera
hið ágætasta bakkelsi. Pósthúsið
verður einnig á vegi göngumanna
og að lokum er hringnum lokað og
ferðinni lýkur þar sem hún hófst við
Upplýsingamiðstöðina.
-DVÓ
V/5A
Viö Fellsmúla
Sími 588 7332
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-16
RADGREIOSLUR
Vetrarferð til Grikklands:
Friðsælt og fagurt í Aþenu
Aþena er ein elsta borg heims og þar eru forn-
minjar á hverju strái. Ekki verður annaö sagt en
Akrópólís-hæöin sé tignarleg enda Erechþeion-
hofiö hiö fegursta.
ferða sem þessarar yflr
veturinn. „Við fórum til
dæmis til Rómar í fyrra
og tókst sú ferð vonum
framar. Þá höfum við
efnt til vikuferða til Ma-
drid, Agadir og Prag
svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er mikið til sami
kjarninn sem fer í þess-
ar ferðir og það er mest
um hjónafólk á miðjum
aldri þótt það sé ekki al-
gilt enda ferðir sem
þessar fyrir alla sem
hafa gaman af að ferð-
ast.“
í ferðinni til Aþenu
verða hvorki meira né
minna en fjórir farar-
stjórar en þeir eru Jón
Karl Einarsson, sem er
yfirfararstjóri, Paolo
Turchi, Arthúr Björg-
vin Bollason og Friðrik
G. Friðriksson.
„Það verður mikið
um að vera hjá okkur og fólk getur
farið í skipulagða skoðunarferð á
hverjum degi. Fyrsta kvöldið bjóð-
um við upp á gönguferð um Plaka-
hverfið sem er við rætur Akrópólís-
hæðar. Daginn eftir höldum við
áfram að skoða Aþenu og það er af
mörgu að taka. Áþena er eins og
flestir vita ein elsta borg í heimi og
það er alls staðar eitthvað merkilegt
að sjá,“ segir Guðrún.
Auk þess verður farið út fyrir
borgina og meðal annars er boðið
upp á dagsferð til Delfl, helgistaðar
Grikkja þar sem hin fræga véfrétt
hafði aðsetur. „Svo verður farið í
langa dagsferð til Korinþuborgar,
Epidavrosar og Mýkenuborgar og í
þeirri ferð verður meðal annars far-
ið hinn fræga skipaskurð, sem teng-
ir saman Jónahaf og Eyjahaf. í Mý-
kenu verður gröf Agamemnons
heimsótt og í Epidavros fórum við í
eitt frægasta leikhús veraldar sem
hefur verið starfrækt frá fomöld og
til dagsins í dag.
Það er svo ótrúlega margt spenn-
andi að gera á Grikklandi en við
teljum okkur ná því besta í þessari
vikuferð," segir Guðrún.
Guðrún segir veðrið á Grikklandi
í febrúar hið ákjósanlegasta en með-
alhitinn mun vera í kringum 14°C.
„Þetta er rólegur tími í Aþenu enda
ekki mikið um ferðamenn á þessum
árstíma. Það sem okkur finnst best
við að bjóða þessa ferð í febrúar er
að hitinn ætti að vera þægilegur.
Auk þess er mengun með minnsta
móti yfir veturinn en oft sér vart út
úr augum í borginni yflr hásumar-
ið. Þá er umferðin líka miklu minni
og það er þægilegt andrúmsloft í
borginni," segir Guðrún.
Nú em vetraráætlanir ferðaskrif-
stofanna í fullum gangi og úrval
ferða gríðarlegt. Þrátt fyrir það
standa ferðaskrifstofur oft fyrir ferð-
um sem ekki er að finna í vetr-
arbæklingum þeirra. Ferðaskrifstof-
an Úrval-Útsýn hyggur til dæmis á
ferð til Grikklands þann 20. febrúar
næstkomandi. Um er að ræða viku-
ferð til Aþenu og verður aðeins um
þessa einu ferð að ræða.
Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá Úr-
vali-Útsýn sagði í samtali við DV að
ferðaskrifstofan hefði gjarna efnt til
• Helluborð með 4 hellum
• Burstað stál eða hvítt
Tilboðsverð
Aðeins
kr. 42.900,- stgr.
VERSLUN
Stundaglas í Sviss
í-
;
Menn eru famir að undirbúa
komu ársins 2000 i borginni
Genf í Sviss.
Þar stendur
nú yfir sam-
keppni um
hönnun á
stundaglasi,
sem ekki er
ætlað að vera
nein smá-
smíði, fyrir
á r a m ó t i n
1999-2000. Stundaglasinu er ætl-
að að mæla fyrstu mínútu árs-
ins 2000 en eftir það verður það
varðveitt sem minjagripur,
gestum og gangandi til augna-
yndis.
Verkfall hjá Alitalia
Flugmenn hjá ítalska flugfé-
laginu Alitalia hafa boðað til
verkfaUs þann 16. janúar næst-
komandi. Flugmennirnir hyggj-
ast leggja niður vinnu í fjórar
klukkustundir eða frá 11 að
morgni til klukkan 15. Þótt
verkfallið geti vart talist langt
þá geta afleiðingar þess varað
enn lengri tíma.
Basilíkan
aftur fyrir áfalli
Eins og kunnugt er varð hin
víðfræga basilíka í Assisi fyrir
talsverðum skemmdum í sept-
ember síðastliðnum þegar jarð-
skjálfti skók borgina. Miklar
endurbætur voru gerðar á basi-
líkunni í kjölfarið og var hún
opnuð almenningi aftur
skömmu fyrir jól.
Það á hins vegar ekki af
hinni fomu basUíku að ganga,
ef svo má að orði komast, því í
lok desember sprakk vatnsrör á
einni af efri hæðunum með
þeim afleiðingum að vatn
flæddi og urðu skemmdir
nokkrar. Hér munu mannleg
mistök hafa átt sér stað og er
verkamönnum, sem unnu að
síðustu lagfæringum kirkjunn-
ar, kennt um óhappið.
Kostar minna
í þeirri viðleitni að laða fleiri
ferðamenn og ekki síst fjall-
göngumenn
til Nepals
hafa þarlend
stjórnvöld
boðað lækk-
I un á því
| gjaldi sem
menn þurfa
að greiða
áður en þeir
leggja á
hæstu fjöll
jarðar.
Lækkunin tekur gildi á
næstu tveimur árum og nær til
Sfjallstinda sem era á hæðarbil-
inu 5.765 til 7.100 m.
Enn eru reykingar
bannaðar
Á síðasta ári færðist það mjög
í vöxt að reykingar væru bann-
aðar i flugvélum og þau eru fá
flugfélögin sem enn leyfa þennan
ósið.
Ekki hefur þó mikið borið á
því að flugvellir væru farnir að
banna reykingar en í gærdag
gekk í gildi reykingabann á
Frankfurt-flugvelli. Þetta þykir
djörf ákvörðun þar sem reyk-
ingamenn vaða almennt uppi í
Þýskalandi án þess að nokkur fái
rönd við reist.
Til þess að gera ekki alveg út
af við tóbaksþræla verða á örfá-
um stöðum litlar skonsur þar
sem reykingamönnum er heimilt
að dvelja. Almennt verður flug-
völlurinn reyklaus og segja for-
svarsmenn ákvörðunina aðallega
tilkomna vegna sifelldra kvart-
s ana flugfarþega sem ekki reykja.
||
1