Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Fréttir Endanleg aldursgreining á mannvistarleifunum i Víðgelmi: Höfðust við í hellinum á 9. öld Rannsóknir hafa leitt í ljós að mannvistarleifar sem fundist hafa í hellinum Víðgelmi í Hallmundar- hrauni eru frá tímabilinu 690-860. Því má reikna með að menn hafi leitað skjóls i hellinum seint á 9. öld. Guð- mundur Ólafsson fomleifafræðingur hefur m.a. verið að rannsaka þessar mannvistarleifar. Ofangreind aldurs- greining er gerð í samvinnu Raun- vísindastofnunar Háskóla íslands og Árósaháskóla. Um er að ræða endan- lega niðurstöðu hvað þetta sýni varðar. „Hallmundar- hraun hefur áður verið aldurs- greint með tveim- ur ólíkum aðferð- um,“ sagði dr. Ámý Erla Svein- björnsdóttir, sér- fræðingur við Raunvísinda- stofnun HÍ. „í fyrsta lagi flnnst svokallað landnámsöskulag þétt undir hrauninu. Öskulagið er frá árinu 871 og getur þar mest munað tveimur árum til eða frá. Þessi ald- ursgreining er mjög nákvæm sam- kvæmt rannsóknum á Grænlandsí- skjamanum. í öðm lagi hafa jurta- leifar, sem hraunið hefur kolað þeg- ar það rann yfir, verið aldursgreind- ar með svokallaðri geislakolsaðferð. Þær gefa sömu niðurstöðu. Hraunið hefur því runnið seint á 9. öld. Þótt greiningin á mannvistarleif- unum gefi aðeins hærri aldur en greinst hefur á hrauninu, þarf hún ekki að vera í mótsögn viö fyrri greiningar á hrauninu, því reikna má með því að þessi viður sem menn vora að brenna inni í hell- inum hafi haft ein- hvern aldur þegar honum var safnað. Þegar hann er ald- ursgreindur hefur hann hærri aldur en tilvist manna í hellinum." Ámý sagði að fleiri sýni væru til greiningar í Árós- um, bæði frá Þjóðminjasafninu og jarðfræðilegs eðlis. Það væri mikil samvinna sem fram færi á þessu sviði. -JSS Dr. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir. Þessi mynd var tekin þegar mannvistarleifarnar fundust í Vfðgelmi árið 1993. Þorsteinn Hannesson og Ólafur Árni Óiafsson, félagar í Hellarannsóknafélagi íslands, og Árni Þorsteinsson, bóndi í Fljótstungu í Borgarfirði, með merk- an fund. DV-mynd GVA 26 af Til umræðu er að breyta lögum og reglugerð um próf og löggild- ingu dómtúlka og skjalaþýðenda hér á landi. Sú breyting felur væntanlega í sér að mun strangari menntunar- og hæfniskröfur veröi gerðar til þeirra sem gangast und- ir sllkt próf en nú eru gerðar. Á Löggildir dómtúlkar og skjalaþýðendur: 30 nemum féllu á pröfinu - rætt um að herða menntunar- og hæfniskröfur síðasta prófi, sem haldið var í haust, féllu nær allir, eða 26 af 30 manns. Þetta mál er á viðræðustigi en ekki hefur verið skipaður starfs- hópur um það enn sem komið er. „Á íslandi er því miður ekkert nám fyrir fólk sem hyggst gerast skjalaþýðendur,“ sagði Guðný Jónsdóttir í dómsmálaráðuneyt- inu við DV. „Fólk þarf að afla sér mjög mikillar þekkingar á við- komandi máli, svo og á móður- málinu. Nú stendur ekki skýrum stöfum í reglum að menn þurfi að hafa einhver próf. Engu að síður era gerðar mjög miklar kröfúr: Það þarf að kunna mjög vel það erlenda tungumál sem þeir vilja öðlast rétt til að túlka fyrir dómi og þýða skjöl úr, svo og móður- málið.“ Guðný kvaðst ekki geta sagt um hvort ný lög og reglugerð um lög- gilda skjalaþýðendur yrðu komin í gegn eftir tvö ár en prófm era haldin á tveggja ára fresti. Það lægi alltaf mjög mikil vinna að baki breyttum lögum og reglugerð- um svo slíkar breytingar tækju sinn tíma. -JSS Dagfari Blöndal er bestur Halldór Blöndal samgönguráð- herra ætlar að sitja áfram í ráð- herraembætti sínu, sem betur fer. Það væri sjónarsviptir að Blöndal, hvemig sem á það er litið. Frá sjónarhóli þeirra sem við fjöl- miðla starfa yrði það meiri missir en flestir þeirra átta sig á. Það má nefnilega treysta á Hall- dór Blöndal. Hann klúðrar með léttum leik öllum þeim stjómarat- höfnum sem hægt er að klúðra. Aðgerðir ráðherrans era því alltaf fréttaefni. Þær halda áfram að vera fréttaefni meðan hann þumb- ast við þótt hart sé sótt að honum um lagfæringar og leiðréttingar. Að lokum er það ekki síst frétta- efni þegar hann afturkallar fyrri gjörðir sínar með hjálp góðra manna. Við höfúm nefnilega ekki átt neinn ráðherra þessarar góðu gerðar síðan Steingrímur Her- mannsson var og hét. Steingrímur var hreinn unaður. Hann svaraði alltaf og sagði hug sinn jafnvel þótt hann byrjaði mál sitt gjaman á því að hann hvorki gæti né mætti segja nokkum skapaðan hlut. Hann gerði ótal gloríur en játaði um leið syndir sínar. Al- þýða manna fyrirgaf honum þetta allt enda var Steingrímur manna vinsælastur. Embættisfærsla Halldórs Blön- dals hefur verið mjög í sviðsljós- inu. Hann átti stórleik í símamál- inu. Póstur og sími, sem þá var, og núverandi Landssíminn verður einhver ár að jafna sig. Fyrirtækið náöi áður óþekktum víddum í óvinsældum. Það þarf her auglýs- ingastofa og ímyndarfræðinga til þess að ná fyrri stöðu. Þegar þar að kemur má gera ráð fyrir því að Alfreð Þorsteins- son og Helgi Hjörvar hjá veitu- stofnunum hafi nánast náð síma- viðskiptunum til sin í gegnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Án þess að vita það opnaöi Halldór Blöndal samgönguráðherra póli- tískum andstæðingum greiða leið til samkeppni við ríkisrekna símahlutafélagið. Símamálið er í fersku minni en af nýjustu afrekum Blöndals ber hátt upplýsingabannið sem ráð- herrann setti á Flugráð. Með því gerði hann þetta helsta apparat flugsins óstarfhæft. Þessi fmi gjörningur gladdi alla þá sem miðla fréttum. Enn var Blöndal samur við sig. Þaö kom fáum á óvart þegar ráðherrann bakkaði út úr málinu en enn var hægt að skrifa. Fjölmiðlungar gátu vart hamið sig af kæti. Bestur var þó Blöndal í seinni tíö í samskiptum sínum við Evr- ópureglurnar. Það kom á daginn að ráðherrann hafði ekki lesið allar reglumar og láir það honum eng- inn. Hver á aö henda reiður á öllu því fargani? Hann átti því að bjóða út flug til staða sem enginn vildi fljúga til. Einhver áttaði sig þó á því að samgönguráðherra hafði undirrit- að reglur um þetta fyrir margt löngu. Ráðherrann greip því til síns gamla ráðs og bakkaði út úr öllu saman. Hann bætti því þó við aö bjóða mætti út sjúkraflugið. Þeir sem best þekkja til í Evrópu- reglustandi halda þó að það eigi alls ekki að bjóða út. Fáir era meiri vinir fjölmiðla- manna en þeir sem misstiga sig eða verður hált á svellinu hvort sem það er í reglugerðunum eða einhverju öðru. Þeir era upp- spretta fféttanna. Þess vegna var Steingrímur lofaður og prísaður af fjölmiðlamönnum á sínum tíma. Ungir jafnaðarmenn hafa skorað á Halldór Blöndal að segja af sér. Það má aldrei verða. Hver á þá að búa til fféttimar? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.