Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Neytendur Kristján Oddsson, bóndi á Neöra-Hálsi: Mikilvægt að kúnum líði vel I apríl er von á nýrri mjólkuraf- urð í verslanir. Um er að ræða líf- ræna mjólk sem Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi, ætlar að fram- leiða. Kristján hefur gert samning við Mjólkursamsöluna sem mun annast lokavinnslu mjólkurinnar. Neytendasíðan spurði Kristján hver væri munurinn á venjulegri mjólk og lífrænni: „Vinnsla lífrænn- ar mjólkur er afar frábrugðin vinnslu hefðbundnu mjólkurinnar. í fyrsta lagi verður mjólkin flutt með sérstökum bílum til Mjólkur- samsölunnar og þar verður hún unnin í nýjum tækjum sem fyrir- tækið hefur nýverið fest kaup á. Öll meðferð lífrænu mjólkurinnar verð- ur vægari, ef svo má að orði kom- ast. Mjólkin verður ekki fitu- sprengd en hún verður gerilsneydd í þessum nýju tækjum. Þrátt fyrir það verður hún náttúrulegri og nær uppruna sínum en heföbundin mjólk. Mér fmnst löngu tímabært að gefa almenningi kost á að drekka lífræna mjólk sem vissulega hefur nokkra i kosti umfram venjulega mjólk,“_iegir Krisfján. Ríkjandi mannúöar- sjónarmiö Vinnsla á lokastigi framleiðsl- unnar er þó aðeins hluti þess að mjólk geti talist lifræn. Kúabúskap- urinn í heild er mjög frábrugðinn því sem tíðkast á hefðbundnum kúabúum og segir Kristján strangar reglur gilda um ræktun fóðurs og allt er varðar aðbúnað dýranna. „Það er til dæmis ekki notaður tilbúinn áburður á túnin og illgres- is- og skordýraeitur er einnig bann- að. Kemísk lyf, sem kúm eru gjarna Ómerktar ** ■ ■ oskjur Lesandi hafði samband við DV og sagðist hafa lent í vand- ræðum með Rjómaost frá Osta- og smjörsölunni sem seldur er með nokkrum mismunandi bragðtegundum. Kvaðst hann hafa borið fram fjórar tegundir af þessum annars ágæta osti. Þegar hann hafði tekið lokin af öskjunum tók hann eftir að sjálfar öskjumar eru ekkert merktar og hann gat með engu móti vitað hvaða ostur var í hvaða öskju. Neytendasíðan hafði samband við Þorstein Karlsson, fram- kvæmdastjóra hjá Osta- og smjörsölunni. Hann sagði ábendinguna afar gagnlega en kvað ástæðuna vera að öskjum- ar væra allar prentaðar í einu. Það væm hagkvæmnissjónar- mið sem réðu ferðinni þvi öskj- ur sem þessar væru dýrar í framleiðslu. Þorsteinn sagði að málið yrði tekið til skoðunar hjá Osta- og smjörsölunni og vafa- laust yrði fundin ásættanleg lausn á þessum vanda. Leiðrétting Síðastliðinn miðvikudag var birt uppskrift að kartöflubrauði hér á neytendasíðunni. Leiðinleg villa slæddist inn þar sem magn súr- mjólkur var sagt eiga að vera 1 lítri í venjulegri uppskrift. Hið rétta er að magn súrmjólkurinnar á að vera 1 1/2 lítri. gefin við ýmsum kvillum, eru bönn- uð nema i samráði við dýralækni og þá aðeins gefin í algjöram neyðartil- fellum. Allur aðbúnaður er náttúra- legri og það eru ríkjandi mannúðar- sjónarmið við ræktun og umönnun dýranna. Gripimir þurfa til dæmis að hafa aðgang að náttúralegu undirlagi, svo sem hálmi, gúmmíi eða sagi. Kýr sem komnar eru að burði verða að vera í sérstakri stíu þar sem er friður og ró. Kálfamir era ekki teknir frá kúnum fyrr en eftir sex daga sem er talsverð breyting frá því sem var. Mikið er lagt upp úr útivist og hreyfingu búfénaðarins og kýmar verða að fara út 2-3 í viku yfir veturinn. Útivist er stór þáttur í að stuðla að heilbrigði grip- anna og er góð vöm gegn sjúkdóm- um. Þetta snýst í reynd um að dýran- um líði sem best og séu í sem best- um tengslum við náttúrana. Þannig fæst lika betri afurð þegar upp er staöið," segir Kristján. Ánægöur meö niöurstööuna Kristján er með vottað lífrænt bú sem þýðir að hann uppfyllir þær kröfur sem alþjóðlegir staðlar gefa um framleiðslu lífrænnar mjólkur. Kristján hefur tekið sér góðan tíma til undirbúnings og það má segja að hann hafi fyrst hafist handa. „Ég var mjög slæmur af exemi fyrir tíu árum þegar ég leitaði til jógakennara sem sagði mér að taka mataræðið í gegn. Þá vaknaði áhugi hjá mér að breyta til og ég fór að skoða möguleikana á að breyta búinu í lifrænt bú,“ segir Kristján og bætir við að þetta sé von- andi bara eitt skref í áttina að fram- leiðslu algerlega lífrænnar mjólkur sem þá yrði einnig ógerilsneydd. „Framleiðsla ógerilsneyddrar mjólk- ur hefur færst í vöxt í nágrannalönd- unum og ég hef sótt um leyfi til slíkr- ar framleiðslu en jafnan fengið neit- un. Ég er samt ánægður með þá nið- urstöðu sem hefur náðst í þessu máli og það er mikið fengið með þessum áfanga. Nú eiga neytendur loks kost á að kaupa lífræna mjólk sem auk fyrrgreindra kosta er laus við sótt- hreinsiefni og lyfialeifar. Það er nefnilega svo margt sem getur vald- ið ofnæmi hjá fólki þegar hefðbund- in mjólk er annars vegar,“ segir Kristján. Þegar Kristján er spurður hvort neytendur megi búast við miklum bragðmun á lifrænu mjólkinni seg- ist hann ekki dómbær á það. Hins vegar segist hann hafa fengið já- kvæð viðbrögð frá þeim sem era búnir að smakka hana. Hverjar viðtökur verða við nýju mjólkinni kemur í ljós í apríl en Kristján sagði að lokum að hann vildi gjarna sjá fleiri kúabændur slást í hóp lífrænna bænda á næstu árum. -aþ Verökönnun á algengum drykkjum: 91% verðmunur á ávaxtasöfum Drykkir af ýmsu tagi vega þungt í innkaupakörfu flestra heimila nú á dögum. Þá eru drykkir stór hluti þeirrar fæðu sem við neytum dag- lega og við fáum mikinn hluta dag- legra næringarefna í fljótandi formi. Undanfarin ár hefur framboð ýmissa ávaxta- og gosdrykkja farið stigvaxandi í verslunum svo ekki er alltaf auðvelt að velja hvað á að kaupa hverju sinni. í ljósi nýlegrar hækkunar á mjólkurvöram lék Neytendasíð- unni forvitni á að vita hvað algeng drykkjarföng heimilanna kosta. Farið var í stórmarkað í Reykjavik og tekið saman verð á nokkrum al- gengum ávaxtasöfum, gosdrykkj- um, ávaxtadrykkjum og mjólkur- vöram. Flestir ávaxtasafar koma í lítraumbúðum en hvað gosdrykk- ina varðar var ákveðið að taka verð á tveggja lítra einingum, enda mest keyptar af neytendum. Verðkönnunin skýrir sig að mestu sjálf en það vekur athygli hversu mikill verðmunurinn er á hverri tegund og þá helst í flokki ávaxtasafa. Ódýrasti safinn kostar 83 krónur hver lítri en sá dýrasti 159 krónur. Hér er um mikinn verðmun að ræða en ekki skal lagt mat á hvort gæðamunur er í sam- ræmi við þessa útkomu. Þá eru ódýrastu ávaxtasafamir á svipuðu verði og svokallaðir ávaxtadrykkir sem verða að teljast ódýrir en era að sama skapi ekki eins hollir og þeir fyrrnefndu. Mjólkin telst líklega sigurvegari i hugum margra og þrátt fyrir ný- lega hækkun stendur hún ágætlega gagnvart öðrum tegimdum drykkja. Ódýrasta mjólkurafuröin er undanrenna sem kostar um 70 krónur en fiörmjólkin, ein nýjasta mjólkurvaran á markaðnum, kost- ar 82 krónur. Verðkönnun sem þessi er langt frá því að vera tæmandi en þegar á heildina er litið má glöggt sjá að mikill verðmunm- er á algengum drykkjum sem eru í boði. Er því mikilvægt fyrir neytendur að velta þessum hlutum fyrir sér og skoða bæði verð og innihald drykkjanna áður en innkaup eru gerð. -aþ . - . f Mikið úrval er af hvers kyns ávaxtasöfum og ávaxtadrykkjum í verslunum hér á landi. DV-mynd Pjetur Verðkönnun á drykkjum Safar kr. lítri Hagkaups appelsínu- og eplasafi 83 Brassi epla- og appelsínudjús 85 Hagkaups eplasafi 97 Brassi epladjús 98 Minute Maid epla- og appelsínusafi 129 Flórídana appelsínudjús 131 Trópí Tríó 132 Flórídana epladjús 132 Rynkeby appelsínudjús 139 Chiquita epla- og appelsínudjús 159 Gos (2 lítral kr-,ílri Hagkaups Cola 64,5 Hagkaups límonaöi 67,5 Hagkaups appelsín 67,5 Pepsí Diet 77,5 Pepsí Max 79,5 Kók 91,5 Fanta 92 Fresca 92 Sprite 92 Egils Appelsín 93,5 Mix 99,5 Ávaxtadiykkir kr*lítri Frissi fríski (2 I.) 69 Svali 79 Glóbjartur (1,5 I.) 85 Sólrikur (1,5 I.) 88 Mjólkurvörur kr-lítr' Undanrenna 70 Nýmjólk 73 Léttmjólk 73 Fjörmjólk 82 □ Lægsta verö D Hæsta verö 159 83 99,5 64,5 69 88 70 82

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.