Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ráðherra leikur lausum hala Kjósendur á Norðurlandi eystra bera ábyrgð á stjórn- málareiki Halldórs Blöndals samgönguráðherra og hrös- ulum ráðherradómi hans, sem ótt og títt lendir í kastljósi íjölmiðla. Það er í skjóli kjósenda, sem ráðherranum hef- ur tekizt að ramba milli fmgurbrjóta og lögbrota. Sjálfskgparvíti ráðherrans eiga ekki að koma kjósend- um hans á óvart. Hann er búinn að vera lengi ráðherra og enn lengur þingmaður. Samt hefur hann verið endur- kosinn hvað eftir annað og verður sjálfsagt áfram, því að kjósendur hans virðast ekki vilja axla ábyrgð sína. Lélegir embættismenn á borð við flugmálastjóra líta á sig sem sendisveina ráðherrans og magna þannig tjónið af völdum hans. Þannig létu starfsmenn embættisins sig hafa það að láta ráðherra segja sér, hvemig þeir ættu að hafa rangt við í starfi til að þjónusta reiði hans. Þannig létu embættismenn ráðherrann segja sér að halda peningalegum upplýsingum leyndum fyrir Flug- ráði, sem átti þó að skrifa upp á þær. Svo virðist sem ráð- herrann komist upp með að segja starfsmönnum flug- málastjóra beint fyrir verkum framhjá flugmálastjóra. Stjómvald má ekki sveigjast með slíkum hætti eftir kenjum, hvatvísi, lögbrotum eða öðru reiki ráðherra. Stjórnvald glatar trausti, ef það fylgir ekki lögbundnum og hefðbundnum vinnubrögðum, sem hafa alltaf verið og verða alltaf alfa og ómega góðrar embættisfærslu. Ráðherrann hefur eitrað samgönguráðuneytið. Emb- ættismönnum þess er ekki lengur treyst. Þeir hlaupa svo hratt eftir reiki ráðherrans, að þeir fremja augljós lögbrot, þegar þeir telja það henta honum. Þannig lét ráðuneytið hjá líða að bjóða út ríkisstyrkt flug. Kjósendur geta stöðvað ráðherrann á fjögurra ára fresti, en hafa ekki gert það. Embættismenn geta stöðvað hann í hvert skipti, sem hann fer út af kortinu, en hafa ekki gert það. Helzt er það forsætisráðherra, sem hefur tekið að sér að afturkalla uppákomur hans. Þannig varð samgönguráðherra að leyfa Flugráði að sjá skjölin. Þannig varð hann að bjóða út ríkisstyrkt áætlunarflug. Þannig varð hann að draga til baka um- talsverða hækkun á símgjöldum innan símasvæða. Þannig varð hann að leyfa köfun í Æsu sokkna. Sumir fingurbrjótarnir eru óskiljanlegir, svo sem Æsumálið. Ráðherrann vildi fyrst ekki leyfa köfun, en lét síðan brezkt fyrirtæki sjá um hana fyrir tæpar 30 millj- ónir króna. Hann svaraði ekki íslenzkum tilboðum um að taka skipið á land fyrir mun lægri upphæð. Annað íslenzka tilboðið var áhættulaust fyrir ráðu- neytið. Fyrirtækið vildi fá níu miHjónir, þegar skipið væri komið úr kafi og síðan aðrar níu milljónir, þegar það væri komið á þurrt. í staðinn kaus ráðherrann að kasta nærri tvöfalt hærri upphæð í sjóinn. Rauður þráður er í öðru reiki ráðherrans. Þráðurinn felst í eindregnum stuðningi hans við þá sterku í þjóðfé- laginu, einkum þá sem njóta einokunar. Þannig hefur hann staðið vörð um hagsmuni Flugleiða og Pósts & síma gegn hagsmunum almennings í landinu. Engum ráðherra í ríkisstjórninni er eins illa við mark- aðslögmál nútímans og samgönguráðherra. Hann sýndi það áður sem landbúnaðarráðherra og sýnir það núna sem samgönguráðherra. Hann vill, að ríkið stjómi at- vinnulífi þjóðarinnar í smáu sem stóru. Reiki ráðherrans sýnir veikt þjóðskipulag, þar sem embættismenn standa ekki vörð um siði og reglur og þar sem kjósendur taka ekki afleiðingum gerða sinna. Jónas Kristjánsson Smáfiskur kemur ekki f netin, þau eru svo stórriðin, eru svörin við því að ekki sést smáfiskur i fiskverkunar- stöövunum. Breyting á veiði- stjórnun nauðsyn! Kjallarinn Gísli S. Einarsson alþingismaður stofn hefur um árabil verið ofveiddur á got- og getnaðartíma meðan þorskstofninn naut vemdar. 5) Ýsustofninn er í lægð og hefur orðið að minnka veiðiheimildir verulega. Það hlýtur að vera alvarlegur ágalli á veiðistjórnunarkerfi sem hefur leitt framan- talið af. sér ef rétt er með farið. Ef einhver telur sig geta hrakið það sem hér er sagt er skor- að á viðkomandi að hrekja með rökum að það sé rangt. Það hefur oft verið sagt að það beri að hlíta ráð- „Ef einhver telur siggeta hrakið það sem hér er sagt er skorað á viðkomandi að hrekja með rök- um að það sé rangt. “ Að undanfómu hefur oft verið sagt að veiðistjómunar- kerfi íslendinga sé eitt það besta í heimi. Þeir sem þetta segja eru helst þeir sem njóta þeirra stjórn- unarhátta sem not- aðir eru. Gleymist sem miöur fer Á starfstíma kerfisins, sem er ættað frá sjávarút- vegsráðherratíð Halldórs Ásgríms- sonar og viðhaldið af Kristjáni Ragn- arssyni og Þor- steini Pálssyni, hefur margt komið í ljós - ef til vill kostir, en vissu- lega margir áber- andi gallar. Ástæða er til að fara nokkrum orð- um um verstu galla kerfisins, en þeir eru m.a. eftirfarandi: 1) Grálúðustofninn, einhver verðmætasti fiskurinn í dag, er uppveiddur. Það mun taka a.m.k. 15 ár að byggja þann stofn upp svo hann nái afrakstursgetu. 2) Ufsastofninn er í mikilli lægð vegna ofveiði og mun taka langan tima að hann skili veiðigetu eins og var á ámnum 1960-1980. 3) Lúðu hefur verið eytt i Faxa- flóa. Hún var algeng tegund í afla línubáta og í dragnót en er horfm. 4) Ástand í karfastofninum er mjög alvarlegt. Mönnum virðist ekki hafa verið ljóst að þeir eru að drepa fisk sem tekur meira en ára- tug að verða kynþroska. Þessi um fiskifræðinga hvað varðar veiðar við ísland. Þau ráð hafa ekki alltaf verið í heiðri höfð. Einnig hefur okkar ágætu fræð- ingum skjöplast að einhverju leyti og má í því sambandi nefna versta dæmið þegar þorskveiðar voru leyfðar í nót og stofninn hvarf af Selvogsbanka, svo lítið eitt sé nefnt. Hvaö er aö gerast? Allir vita það, en flestir þegja, og ef einhver talar þá heyra stjórn- völd hvorki né reyna að sjá. Það sem ég á við er að nánast enginn fiskur er hirtur á netavertíð nema 8 kg eða meira. Ég fór ásamt fleir- um í heimsókn í fiskverkanir á Suðumesjum sl. vetur. Ekki sást fiskur nema af umræddri stærð og þegar spurt var um smáflsk var svarið: Hann kemur ekki í netin, þau eru svo stórriðin! - Að ætla að segja þeim sem hefur stundað veiðar í þorskcmet um árabil slík- ar sögur er fráleitt. Vissulega kem- ur minna af smærri fiski, en hann ánetjast á kjaftabeinin í miklum mæli og festist t.d. í grásleppunet- um sem eru með 10 og 1/2“ möskva, hvað þá í þorskanet. Staðreyndin er sú að vegna fisk- veiðistjómunarkerfisins sem býð- ur upp á leiguframsal þá neyðast sjómenn til að henda öllum verð- minni fiski en hér er umrætt, dauðum og lifandi, í sjóinn, ef veiðamar eiga að gefa einhvem hlut til þeirra. Tæknivæöing Á þeim tíma sem menn hafa minnkað þorskveiðikvótann hefur mikil tæknibylting átt sér stað, skip hafa stækkað, vélarafl hefur aukist, í sumum tilvikum marg- falt. Veiðarfæri eru margfalt stærri en t.d. á árunum milli 1960 og 1975, mælabúnaður s.s. fiskileit- artæki er ótrúlega nákvæmur og fúllkominn. Stærð flottrolla, sem er nýtt veiðarfæri frá liðnum ára- tug, er óhugnanleg. Skipin eru svo öflug að þau geta dregið tvö troll liraðar en síðutogarar drógu smá- bleðla á þeirra tíma. Samt telja menn sig hafa verið að byggja upp og auka fiskvernd. Eitt skal viðurkennt: Hag- kvæmni veiða hefur aukist í kjöl- far tæknibyltingar en ekki vegna veiðistjórnunar. Veiðisvæði ís- lenskra skipa hefur aukist gífur- lega, það á líklega mestan þátt í aukningu veiða, en þrátt fyrir það hefúr verið gengið óhugnanlega á nefhda stofna. Gísli S. Einarsson Skoðanir annarra Evróið og ESB „Aðild að myntbandalaginu kemur ekki tO greina án aðildar að ESB. Evróinu kunna líka að fylgja ókostir fyrir okkur, sem draga þarf fram í dagsljós- ið. Hver væri t.d. staða okkar í djúpum sveiflum við sjávarsíðuna eins og alltaf verða og við höfum leyst með þekktri aðferð, sem ekki væri kostur á með að- ild að evróinu? ... Um þetta hljóta ríkisstjóm og Al- þingi að hafa alla forystu en hlutur viðskiptalífsins í þessum umræðum verður óhjákvæmilega einnig mikil.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 18. janúar. Davíö fimmtugur „Sem þjóðarleiðtogi hefur hann þá velgengnisára sem er alveg sérstaklega mikilvæg hér á landi þar sem velgengnin byggist svo mikið á draumi um vel- gengni. Hann er íslenskastur flokksforingjanna og eflaust þeirra þjóöræknastur í gömlum skilningi. ... Þegar hann talar treystir hann á dómgreind sína og brjóstvit og það sem hann segir hljómar skynsam- lega. ... Það er erfitt að vera ósammála honum og erfitt að líka illa við hann. ...“ Guðmundur Andri Thorsson í Degi 17. janúar. Konur, borðið í hádeginu „Afsakanir fyrir fátæklegum hádegisverði eru margar; það tekur því ekki að elda fyrir einn; það er of tímafrekt; ég er aldrei svöng/svangur í hádeginu; það er leiðinlegt að borða einn; barnið þarfnast óskiptrar athygli, o.s.frv. Málið er, að sá sem á ann- ríkt þarf að hugsa um að næra sig almennilega og þá duga engar afsakanir, líkaminn hlustar ekki á þær. Hann þarf að fá sitt til að vinna sitt verk. Sú kona sem er of þreytt til að borða almennilegan hádegis- verð yrði vafalítið mun hressari ef hún legði það á sig.“ Álfheiður Hanna Friðriksdóttir í Mbl. 18. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.