Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 32
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 jargvættur- j inn og við- } undur hans „Mér fmnst þaö galli að , hann heldur sig til hlés þegar pólitískar deil- ur eru uppi en kemur síðan . eins og bjarg- vættur og leysir málin. Ráðherrar hans standa sig eins og viðundur á eftir.“ Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður, um Davíð Oddsson, í Degi. Tvöfalt siðgæði „Tóbak er leyfilegt en samt alls staðar bannað." Guðrún Ögmundsdóttir borgarfulltrúi, í Degi. Léttir aðeins pyngjuna „Að mínu mati léttir fis- mjólkin ekkert nema pyngj- una.“ Brynhildur Briem, mat- vaela- og nœringarfræðing- ur, í Morgunbtaðinu. Þras og annað þras „Ef þessar kjaradeilur eiga að fara út í laga- ' flækjur mun það að öllum líkindum verða til þess að þeir kraftar sem menn ættu að eyða raun- verulega i að leysa málin fari í annað þras.“ Guðjón A. Kristjánsson, form. Farmanna- og fiski- mannasambandsins, í DV. Óvinir, síðan vinir „Þaö er mín skoðun að prófkjör hjá stjómmálaflokk- um séu að renna sitt skeið á enda. Fólk er ekki tilbúiö að berjast hvert gegn öðru og eiga svo að snúa bökum sam- an i kosningabaráttu rétt á eftir." Jón Guðmundsson, form. fulltrúaráðs sjálfstæðisfél- anna í Garðabæ, í Degi. Forsetar á villigötum? „Það er spá mín að þegar frá líður og horft verður yfir öldina í bakspeglinum muni tveir síð- ustu forsetar Bandarikj- anna lenda í sömu skúffu og þeir kumpánar Stalín og Hitler.“ Sigurður A. Magnússon rit- höfundur, í DV. Sæbjörn Jónsson, stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur: Stórsveit í hjáverkum „Það var fyrir tæpum sex árum sem ég fékk þá hugmynd að stofna stórsveit (Big Band). Ég hringdi i ýmsa góða menn sem ég vissi að höfðu áhuga á slíkri sveit og hafði einnig samband við fyrrverandi nemendur mína sem voru komnir á kaf í tónlistarlifíð. --------- Amr tóku vei í Maður dagsins hugmyndina og _______________________________ hljómsveitin varð Big Band-tónlist. Tónleikar okkar eru vel sóttir og eina platan sem við höfum gefið út fékk góðar viðtökur. Það þarf að skipuleggja vel tímann þegar stórsveit er haldið úti því erfitt er að fmna tíma þegar allir geta verið með. Fram undan hjá okkur eru tón- leikar í Ráð- húsi Reykjavík- ur í byrjun til og hefur hún verið starfrækt sið- an. Það eru að vísu ekki margir eft- ir af upprunalega mannskapnum en maður kemur í manns stað og það hefur aldrei verið vandamál að fá liðsmenn. Við höfum öll árin æft einu sinni í viku, sleppt hásumrinu, og haldið tónleika eins oft og við getum,“ segir Sæbjörn Jónsson, stofnandi og stjómandi Stórsveitar Reykjavíkur sem á dögunum fékk myndarlegan styrk úr Minningar- sjóði Gunnars Thoroddsens fyrir framlag sitt til tónlistarmála í Reykjavík. Allir hljóðfæraleikaramir í Stór- sveit Reykjavíkur eru atvinnutón- listarmenn en starfið í Stórsveitinni er eingöngu áhugastarf: „Það er áhuginn sem heldur hljómsveitinni úti. í henni em hljóðfæraleikarar sem em allir í öðmm hljómsveitum. Ég get nefnt að við höfum tvær þekktar hljómsveitir innanborðs, Tamlasveitina og Milljónamæring- ana, tvö tríó og einn kvartett." Sæbjörn segir að ekkert annað en rammíslenskt nafn hafi komið til greina: „Ég fékk leyfi til að nota Reykjavíkurnafnið og síðan kom Stórsveit fyrir framan það. Þetta var dálítið erfltt í byrjun en fólk tók vel við sér þegar við fórum að halda tónleika og ég hef fundið það á þess- um árum að það er mikill áhugi á mars og ýmis önnur verkefni eru í deiglunni." Sæbjörn segir að styrkurinn sem hljómsveitin fékk hafi komið skemmtilega á óvart: „Ég fékk að vita þetta á Þorláksmessu og það var svo sannarlega góð jólagjöf. Við feng- um styrkinn síðan af- hentan 3. janúar og spiluðum nokkrir pínulítið í boði sem haldið var af þessu til- efni. Er mér efst í huga þakklæti til sjóðsstjómarinnar. Helsta vandamálið við að halda svona stórri hljómsveit úti eru pen- ingar. Við höfum verið heppnir með æfinga- húsnæði, fáum afnot af salnum hjá FÍH til æfinga án endurgjalds. Mikill kostnaður er við nótur og má segja að fyrir hverja tón- leika þurfum við að fjárfesta í nótum fyrir um sjötíu þúsund.“ Sæbjörn segir hljómsveitina vera sitt aðaláhugamál: „Ég starfa í Sinfóníu- Sæbjörn Jónsson. hljómsveit Islands og kenni auk þess dálítið. Að stjóma stórsveitinni er kauplaust starf og gert ánægjunn- ar vegna. Af öðrum áhugamálum get ég nefnt íþróttir. Ég er gamall fímleikamaður og þótt ég sjálfur taki ekki þátt í íþróttum lengur þá hef ég mjög gaman af að fylgjast með, sérstaklega boltaíþróttum. Á sumrin hef ég einnig mjög gaman af að vera úti í náttúrunni." Eiginkona Sæbjörns heitir Val- gerður Valtýsdóttir og eiga þau fjög- ur uppkomin börn og eru bama- börnin orðin nokkur. -HK Sund er spennandi keppn- isíþrótt fyrir áhorfendur. Sund Saga sundsins er löng og margar sagnir til um fræki- leg sundafrek í fyrndinni. Viö íslendingar eigum okk- cU- Grettissund og segja má Blessuð veröld að öll menningarþjóðfélög geti státað af ótrúlegum sundafrekum. Skipulögð keppni í sundi fer samt ekki að tíðkast fyrr en á nítjándu öld. Fyrsta opinbera sund- keppnin var haldin í London 1837. Sama ár var haldið mót í Ástralíu og þar fór fram fyrsta heimsmeist- aramótið. Á fyrstu ólympíu- leikunum árið 1896 var keppt í þremur vegalengd- um í sundi: 200 m, 500 m og 1200 m. í dag er ekki keppt í 500 og 1200 metrum en 200 metramir eru enn í fullu gildi. Þegar keppt var í sundi á þessum fyrstu ólympíuleikum var aðeins keppt í bringusundi. Skrið- sund kom ekki til sögunnar fyrr en árið 1900. Ein vin- sælasta þrekraunin í sundi er að synda yfir Ermar- sund. Sá sem fyrstur gerði það hét Weebb og syndir hann vegalengdina á 21 klst. og 45 mín. árið 1875. Miðherji enska landsliösins Alan Shearer er kominn aftur í raöir Newcastle eftir langvarandi meiösll. Enski boltinn Knattspyrnuaðdáendur hafa ekki getað kvartað yfír sinnuleysi sjónvarpsstöðvanna við að sýna frá erlendum knattspymuleikjum. Helgarnar eru undirlagðar og leikir í beinni útsendingu daglegt brauð. Þessi knattspymudýrkun sjónvarpsstöðvanna hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, sem skilj- anlegt er. ítalski, þýski og enski boltinn em svo að segja inni í stofu hjá íslendingum í viku hverri og þar er enski boltinn fyr- irferðarmestur. Má segja að fjóra daga vikunnar sé um beina út- sendingu að ræða. íþróttir I kvöld sýnir Sýn beint frá við- ureign stórliðanna Liverpool og Newcastle og hefst útsendingin kl. 19.40. Til upphitunar fyrir knatt- spymufíkla skal bent á Ensku mörkin sem eru kl. 18.20 á sömu stöð. Og fyrir þá sem aldrei fá nóg af fótboltanum skal einnig bent á þátt á Sýn kl. 22.40 þar sem rifjað- ir verða upp eftirminnilegir leikir með Luton Town. Bridge Fjórðungsúrslit og undanúrslit í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni fóru fram rnn síðustu helgi. Sveit Arnar Arnþórssonar vann sveit Hjálmars Pálssonar í fjórðungsúr- slitum, sveit Landsbréfa lagði sveit Granda, sveit Stillingar vann sveit Roche og sveit Marvins vann sveit Samvinnuferða-Landsýnar eftir góð- an endasprett. Sveit Arnar Arnþórs- soncir vann síðan nauman sigur á sveit Stillingar í undanúrslitum og sveit Landsbréfa vann öruggan sig- ur á sveit Marvins. Úrslitaleikurinn um næstu helgi verður því á milli Arnar og Landsbréfa. Spil 20 í fjórðu lotu fjórðungsúrslitanna olli sveiflu á mörgum borðum. Eins og lesendur sjá stendur alslemma í grandi á hendur NS en hins vegar er ekki endilega auðvelt að feta sig í þann samning. Vestur hindraði kröftuglega á sumum borðum á lauflit sinn og tók sagnrými frá NS. Á einhverjum borðum komust NS alla leið í 7 hjörtu og vestur doblaði þann samning til að fá út tígul (Lightner-dobl). Þá breyttu menn samningnum í 7 grönd sem vinnast auðveldlega þar sem aðeins er nauð- syn á að fá 4 slagi á tígul: 4 DG * K108753 * K102 * ÁK 4 K42 <4 42 4 - 4 DG765432 N 4 109765 44 G6 ♦ G7643 4 8 4 A83 44 ÁD9 4 ÁD985 4 109 Bæði sjö hjörtu og 7 tíglar virðast vera ágætir samningar ef lega spil- anna hjá AV er ekki tekin með í reikninginn. Sveit Roche græddi 18 impa í leik sínum gegn sveit Still- ingar í þessu spili. í lokuðum sal spiluðu NS í sveit Roche 6 hjörtu dobluð og hafði suður ekki sagt frá tígullit sínum. Doblið var Lightner en austur vissi ekki hvort vestur vildi spaða- eða tígulútspil. Útspilið var spaðatía og sagnhafi fékk alla slagina. Á hinu borðinu var loka- samningurinn 7 tiglar í NS og sagn- hafa mistókst að feta sig upp í 13 slagi í þessari legu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.