Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Hrossabændur: Sölusamtökin líklega lögð niður „Félagiö er hætt rekstri. Það verður líklega lagt niður þegar það hefur gengið frá sínum málum. Það er bæði stjórnar- og aðalfundarsamþykkt fyrir því,“ sagði Viðar Halldórsson, gjald- keri Sölusamtaka íslenskra hrossa- bænda. Framhaldsaðalfundur félagsins var haldinn í gær. Félagið hefur átt í fjár- hagserfiðleikum þar sem kanadískur maður, Amold Faber, hefur ekki stað- ið í skilum. Hann skuldar félaginu nú milljónir króna vegna kaupa á ís- lenskum hestum. Þegar Faber gat ekki staðið í skilum samdi félagið um skuldabréf við hann. Það var gert fyr- ir rúmu ári. Faber greiddi á fjórðu ínilljón inn á skuldabréfið á sl. ári. Síðustu afborgun greiddi hann nú ný- lega, að sögn Viðars, og er nú í skilum eins og er. Ógreiddar á hann þá um 13 milljónir króna. Er gert ráð fyrir að hann greiði þær á næstu tveimur árum. Fjórir stjórnarmenn sölusamta- kanna eru í ábyrgðum vegna þessarar skuldar, með þrjár milljónir hver. Viðar sagði að lítils háttar skuldir væru nú útistandandi, auk skuldar Fabers. -JSS Leikmenn stjörnuliös KKÍ heimsóttu krakkana á barnaspítala Hringsins fyrir stjörnuleikinn á laugardaginn. Þeir gáfu þeim húfur, boli, úr og bókina um Mich- ael Jordan sem þeir árituöu allir. Börnin voru öll hin ánægöustu meö heimsókn kappanna. Á myndinni er Darryl Wilson úr Grindavíkurliöinu aö árita fyrir Gísla Jóhann. DV-mynd BG •é. Herrakvöld Lionsklúbbsins Njaröar: Koníaksflaskan fór á 330 þúsund Hardy-koníaksflaskan frá árinu 1870, sem boðin var upp á herra- kvöldi Lionsklúbbsins Njarðar sl. fóstudagskvöld, var keypt á 330 þús- und krónur. Samkvæmt heimildum DV voru það rekstraraðilar Naustsins sem keyptu flöskuna. Ætlunin mun vera að selja gestum og gangandi koníakssnafsa úr flöskunni góðu sem er 130 ára gömul. Eins og DV greindi frá í síðustu viku var upp- boðið á flöskunni hluti af dagskrá herrakvöldsins á Hótel Sögu sl. fóstudagskvöld. Neistinn, styrktarfé- lag hjartveikra bama, fékk hluta af ágóða kvöldsins. Koníaksflaskan er eflaust með þeim dýrari sem keyptar hafa verið hér á landi. -RR Farþegarúta fauk út af Farþegarúta frá Norðurleið á leið Jil Akureyrar fauk út af veginum við Útkot á Kjalarnesi rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Ökumaðurinn er talinn hafa slasast og var fastur í bílnum. Ekki var vitað hvernig far- þegum reiddi af. Sjúkralið og lög- regla var á leið á slysstað þegar blaðið fór í prentun. Aftakaveður var á þessum slóðum. -RR/S Ferð samgöngunefndar til Brussel: Halldór bað P&S að borga - Pétur Reimarsson hætti vegna trúnaöarbrests viö ráöherra Halldór Blöndal færði í tal á fundi með þeim Pétri Reimarssyni, stjómar- formanni Pósts og sima, og Guðmundi Björnssyni, forstjóra sama fyrirtækis, hvort fyrirtækið væri ekki tilbúið að greiða ferðakostnað samgöngunefndar Alþingis til Brussel. Þetta staðfesti Guðmundur Björnsson, forsfjóri Landssímans, í viðtali við DV í gær. „Hvorugur okkar Péturs gerði athuga- semdir við þessa beiðni ráðherrans," segir Guðmundur. Fundurinn fór fram í samgönguráðuneytinu í nóv- ember. Guðmundur sagði að enginn reikningur hefði enn borist fyrirtæk- inu vegna ferðarinnar og þar sem ráð- herra hefði nú ákveðið að ráðuneytið greiddi ferðakostnaðinn teldi hann málið afgreitt. Pétur Reimarsson sagð- ist muna að ráðherra hefði fært það í tal við sig að Póstur og sími borgaði um- rædda ferð. Ekki samþykki „Ég reyndi nú að eyða talinu, því ég tel það ekki rétt að standa þannig að málum, en vildi síð- ur lenda í deilum við ráðherrann. Auk þess var lagaleg staða fyrirtækis- ins orðin allt önnur eftir að stofnun- inni var breytt i hlutafélag og stjórn- arformaður hefði ekki getað sam- þykkt svona beiðni upp á sitt ein- dæmi. Ósk sem þessi er því að mínu mati á skjön við það sem eðlilegt má teljast og ég hef aldrei gefið samþykki mitt fyrir þessu,“ sagði Pétur. Hann sagði að ástæða þess að hann hefði hætt sem stjórnarformaður Pósts og síma væri sú að milli stjórnenda og eigenda fyrirtækisins þyrfti að rikja gagnkvæmt traust og trúnaður, en svo hefði ekki verið. „Það má segja að þetta mál hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að hætta sem stjórnarformaður Pósts og sírna," sagði Pétur. Varðandi það að þingmenn hafi ekki vitað að Póstur og sími hafi greitt fyrir ferðina, staðhæfði háttsett- ur maður innan samgönguráðuneytis- ins að þingmenn hafi allir vitað að Póstur og simi hefði greitt þá ferð sem farin var fyrir tveimur árum. „Er ástæða tii að ætla að þeir hafi haldið að annað væri upp á teningnum núna?“ spurði sami maður. -phh Halldór Blöndal Veðrið á morgun: Slydduél sunnan til Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi, snjókoma eða éljagangur og frost 1 til 5 stig norðan til. Allhvöss vestan- og suðvestan átt, slydduél og hiti 0 til 4 stig sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 37. Ar. IjWOlOOUl- OPEL6 -Þýskt ebalmerki Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími:S25 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.