Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1998, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1998 DV 22 $ihi helgina Málverk á Netinu og Kaffi Krák: Eitt þeirra málverka sem hanga uppi á veraldarvefnum. Merja Aletta Ranttila á þetta verk á sýn- ingunni og nefnist þaö Tsjernobyl. Kona og kvíga Elsa D. Gísladóttir opnar í dag sýninguna Sólsetra á milli í gall- eríi 20 m2, Vesturgötu lOa, kjallara. í tilefni þess að þetta er hennar fyrsta einkasýning ætlar hún að rölta með hluta sýningarinnar, kvígu úr krossviði og blikki, um Reykjavík á sjálfan opnunardag- inn. Mun hún ganga á milli helstu safna og gallería borgarinnar, hefja ferðina að Kjarvalsstöðum kl. 10 og enda kl. 18 í 20 m2 og opna þar með sýningu sína formlega. Eningin og liósið Nýstárleg myndlistarsýning verður opnuð um helgina. Hún verður á tveimur stöðum, á KafFi Krók á Sauðárkróki og Intemetinu. Það er myndlistarkonan Helga Sigurðardóttir sem ætlar að sýna myndir sínar á þennan hátt, fyrir íbúa Króksins annars vegar og íbúa heimsins hins vegar. Helga er listakona af guðs náð, hún málar verundarmyndir sem unnar era í gegnum hugleiðslu og bænir. Verkin eru full af mýkt og tilvísunum í ljósið, án upp- hafs og enda. Helga er að mestu sjálf- menntuð í list sinni en hefur samt haldið fjölda sýninga um land allt. Hún vinnur flest sín verk með þurrpastel á flauels- pappír og með akrýl á striga. Sýningin á Internetinu er haldin í Listasmiðjunni sem er starfandi gallerí á Intemetinu í umsjón Apple-umboðsins og Norræna húsið: Norrænt Ijos og myrkur í Norræna hús- inu verður opnuð farandsýning á verkum lista- manna frá norð- urhéruðum Sví- þjóðar og Finn- lands um helgina. Kallast hún Nor- rænt ljós og myrkur og var fyrst sýnd í Kiruna í N-Sví- þjóð I júlí á síð- asta ári. Síðan lá leiðin til Parísar þar sem hún var sýnd í finnsku stofnuninni í des- ember sl. Einnig var hún sýnd sem eitt af fyrstu atrið- um menningarárs Stokkhólmsborg- ar í síðasta mánuði. Á sýningunni eru verk sjö lista- manna. Þeir eru allir fæddir á norður- slóðum, fjórar konur og þrír karlar. Fjögur eru Samar, hin með sterk tengsl við samískt og fmnskt þjóðlíf. Listamennimir eru Rosa Liksom, Merja Aletta Ranttila, Lars Pirak, Maj-Doris Rimpi, Erling Jo- hansson, Bengt Lindstrom og Lena Stenberg. Verkin sem þau sýna eru fjölbreytt; málverk, verk unnin í skinn með tinþræði og innsetningar. Hver listamaður hefur eigið myndmál, áleitið, glettið og áhrifamikið. Sýningin verður opnuð á laugardag- inn kl. 14 og munu nokkrir af lista- mönnumnn verða viðstaddir þá athöfn. Auk þess mun ein ffemsta jojksöngkona Sama, Inga Juuso frá Kautokeino í Noregi, skemmta gestum við opnunina. Birgittu Jónsdóttur fjöllistakonu og vefsmiðs. Þetta er 11. sýning Listasmiðj- unnar og má geta þess að eldri sýningar eru ekki teknar niður heldur fá að hanga áfram á stafrænum veggjum gallerísins. Vefslóð Listasmiðjunnar er http: //www.apple.is/gallery Á Kaffi Krók verður sýningin opnuð í kvöld klukkan 20 og era allir velkomnir. Þema sýningarinnar tengist því sem margir þrá að flnna í lífmu, einingu á einn eða annan máta. Sýningin verður opin i mánuð og í tengslum við hana held- ur Helga námskeiðið „Litir ljóssins" á laugardag og sunnudag þar sem hugleitt er um áhrifamátt lita og sköpunarmáttur þátttakenda virkjaður í málun og leik. Elsa D. Gísladóttir og kvígan. Tolli sýnir í Blómavali: Allsnægtaborð litanna Myndlistarmaðurinn Tolli opnar á sunnudag sýningu á vatnslita- myndum í Blómavali í Sigtúni. Þetta er annað árið í röð sem hann heldur slíka sýningu en galleríið í Blómavali er sérsmíðað fyrir sýn- ingu hans. Sýningarstaðurinn hæfir myndefninu einkar vel, enda voru allar myndirnar málaðar þar af blómum og páfagaukum sem era á staðnum. „Þegar ég kem í Blómaval til að mála sest ég í rauninni að allsnægtaborði litanna," sagði Tolli þegar DV innti hann eftir þvi hvernig á því stæði að hann málaði öðm hvoru myndir eins og þessar. Þær em í raun nokkuð frábmgðnar því sem hann gerir dags daglega. „Þarna koma á hverjum degi blóm frá öllum heimsálfum 1 öllum mögu- legum litum. Auk þess em þarna páfagaukar og þeir draga alls ekki úr litagleðinni. Þetta er því geysi- lega ögrandi verkefni og ég hef lært mikið á því. í rauninni má í þessu sambandi líkja málaralistinni við Ferrari. Venjulega vinnur maður ekki með eins sterka liti þannig að maður keyrir Femarinn sinn á inn- anbæjarhraða. Síðan kemur maður hingað í litadýröina og þar get ég sett litabensínið í botn og þeyst um á 260 km hraöa. Listamaöurinn Tolli, umvafinn allsnægtaboröi litanna í Blómavali. Eins er spennandi að skipta yfir í þetta form, vatnslitina. Þama hef ég þijú element, vatn, lit og pappír. Að nota þetta þrennt er eins og að sleppa fuglum úr búri. Maður málar ekki heldur leggur litina í vatnið sem síðan rennur þangað sem það vill fara. Um þetta fær maður litlu ráðið og því verður maður að virða það sem gerist á pappímum." En er Tolli kominn í fastan farveg núna, mun verða ein sýning á ári í Blómavali hér eftir? „Ég er nú orö- inn alveg saddur núna. Hins vegar gæti þetta verið svipað því þegar maður var á netabát í gamla daga. Þá sagði maður alltaf að lokinni vertíð að nú færi maður aldrei aftur á net. Samt sneri maður aftur að ári. En eitt er ömggt í þessu: Um leið og ég fæ á tilfinninguna að ég sé að gera það sama og ég gerði árið á undan þá er þetta tilgangslaust og ég hætti.“ En hvað er þá frábragðið í ár? „Mér finnst ég þora meira núna. 1 myndunum er meiri kraftur og meira öryggi, auk þess sem ég hætti mér í hluti sem ég lagði ekki i fyrir ári. Þar með er ekki endilega sagt að myndimar séu betri í ár en þær era öragglega öðruvísi,“ segir Tolli að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.