Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Síða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1998 onn Ummæli Pólitískur hrá- skinnsleikur „Mér skilst að þar sé ekki hús- friður fyrir hlaupa- seðlum frá sjálfskip- uðum sérfræðingum í Gullinbrúarfram- kvæmdum. Þeir seðl- ar eru innlegg í póli- tískan hráskinns- leik en ekki mál- efnalega umræðu og skila Grafarvogsbúum engu nema kannski óbragði í munninn." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, í Morgunblaðinu. Það snjóaði „Fyrir nokkru snjóaði í Reykja- vík sem virtist koma borgarstjóra í opna skjöldu." Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnarsambandsins og íbúi í Grafarvogi, í Morgunblaðinu. Útrás á æflngum „Ég skeyti skapi minu á stökkunum og stönginni og held; ég megi segja að ég sé ekki skaptnikil fyrir utan völlinn. Ég fæ virkilega út- rás á æfingum og er því eins og lamb þegar þeim lýkur.“ Vala Flosadóttir, í DV. Gamla tuggan „Að lokum gamla tuggan um loftið og ljósabúnaðinn á Kjarvals- stöðum. Það valtar yfir allt sem kemur þar inn, bæði myndlist og gesti. Verkin verða líflaus og þunglamaleg, gestirnir fá andar- teppu og verða máttlausir af þreytu." Áslaug Thorlacius myndlist- argagnrýnandi, í DV. Fótboltafár og annað fár „Mér finnast þessar J sýningar frá Japan ofboðslega geggjað- f ar. En miðað við fót-f boltafárið og allt það fár sem dynur inn þá finnst mér þetta vera rök- rétt framhald á vitleysunni." Birna Þórðardóttir ritstjóri, um út- sendingar frá ólympíuleikunum, í DV. Yfirkokkur á ferðalagi „Yfirkokkur ríkissjónvarpsins hefur lagst í heimshornaflakk og hyggur að súpum í ýmsum heims- hornum." Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, í sjónvarpsrýni í Morgunblaðinu. Leiðrétting f DV í gær birtist röng mynd með einum ummælum. í stað myndar af Pétri Péturssyni, þuls tíl margra ára á: RÚV, birtist mynd af Pétri Péturssyni, fréttamanni á Stöð 2. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á mistökunum. f ^ . I d**-. 1 £& VRRRPFÖFTÍXo ICTf? HWLVEI9I" \ RÚ9INU OEYJA ONN- \\ 7 VÖRPOM OR HLflTRl jö&s Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar: Fyrri hálfleik er lokið, sá seinni er eftir „Ég er mjög ánægður með það að við unnum leikinn með sjö mörkum sem er ágætt veganesti fyrir seinni leikinn. Hins vegar var fyrri hálf- leikurinn mjög slakur hjá okkur og ég tel að við eigum talsvert inni og getum spilað heilan leik betur en við gerðum, það þarf bara að ná því fram,“ segir Skúli Gunnsteinsson, þjálfari og leik- maður Aftureld- ingar í handbolta, sem sigraði sænska liðið Skevde í átta liða úr- slitum í borgakeppni Evrópu, i Mos- fellsbæ í fyrradag. Skúli telur Skövde sterkt lið og að það hafi alls ekki sýnt sitt besta í leiknum í Mosfellsbæ: „Það var Maður dagsins greinilegt að þeirra dagskipun í leiknum gegn okkur var að spila agaðan sóknarleik og bíða eftir að við gerðum mistök og það var eiginlega það sem tókst hjá þeim í fyrri hálfleik. Við spiluðum ágætis vöm en þeir skoruðu mikið úr hraðahlaupum vegna þess að við spiluðum ónákvæma sókn. Ég tel að okkur veiti ekkert af þessum sjö mörkum þegar við mætum Skovde á heima- velli þeirra. Þeir hafa lent á móti sterkum liðum og hafa tapað á útivelli með fimm til sex mörkum en vinna svo heimaleikinn með níu mörk- um. Það má orða það svo að við séum yfir í hálfleik en sá seinni er eftir." Skúli tók við Aftureld- ingu i haust og hefur1 þjálfað og leikið með liðinu í vetur og er liðið nú Skúli Gunnsteinsson. efst í 1. deild. Hefur gengi liðsins verið eins og hann vonaðist eftir? „Það hefúr verið góður gangur á lið- inu í vetur þegar á heildina er litið. Við tókum smádýfu eftir áramót, spiluðum illa, en tókum okkur sam- an í andlitinu og nú er allt upp á við. Svo er það spumingin um að halda þetta út. Það eru fjórar um- ferðir eftir og liðin í efstu sætum jöfn að getu svo það má ekki mikið bregða út af - önnur lið eru á hæl- um okkar. Mótið er jafnara í ár en hefur verið lengi og ég á ekki von á öðru en að úrslitakeppnin verði mjög spennandi, þar sem allir geta unnið alla.“ Skúli hafði ekki hugsað sér að spila í vetur: „Það atvikaðist þannig að þegar erfiðlega gekk að fá Magn- ús Má úr ÍR til okkar náðust ekki samningar á milli félaganna og lenti ég í þeirri aðstöðu að þurfa að spila. Það hefur svo gerst að Magnús er kominn til okkar og ég get farið að gefa mér meiri tíma á bekknum, enda tel ég mig hafa meiri yfirsýn yfir leikinn þaðan þótt alltaf sé gam- an að vera með í baráttunni." Skúli er framkvæmdastjóri hjá Gallup á íslandi og rekur fyrirtækið ásamt félaga sínum, Kristjáni Ágústssyni. Eiginkona Skúla er Nína Björg Hlöðversdóttir ljós- myndari og eiga þau tvo stráka, Gunnstein Aron, sem verður fimm ára í sumar, og Darra Loga sem er að verða þriggja ára. -HK Þótt krókódílar geti veriö stórir eru egg þeirra ekki þau stærstu. Stærstu eggin Strúturinn verpir stærstu eggjunum. Meðal- stórt egg er 15-20 cm að lengd, 10-15 cm í þvermál og vegur 1,65-1,78 kg. Það jafngildir þunga tveggja tylfta hænueggja. Oft er sagt að egg sé fullt hús mat- ar og ef borða á strútsegg Blessuð veröld tekur það 40 mínútur að sjóða það. Skum- ið, sem er 1,5 mm að þykkt, þolir þunga 130 kg manns. Árið 1988 verpti tveggja ára gamall blending- ur strúta af norður- og suðurundirtegund eggi sem vó hvorki meira né minna en 2,3 kíló. Gerð- ist það á samyrkjubúi í ísr- ael. Á íslandi er það álftin sem verpir stærstum eggj- um. Eru þau um 107-118 mm að lengd og 68-74 mm í þvermál. Minnstu eggin Sá fugl sem verpir smæstu eggjunum er járn- urtarkólibríi sem lifir á Jamaíku. Tvö egg þessa fugls mældust innan við 10 millímetra löng og vógu innan við 0,4 grömm. Myndgátan Tugabrot Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Leikhópurinn sem tekur þátt í syningunni. Maður í mis- litum sokkum Nýtt, íslenskt leikrit, Maður í mislitum sokkum, eftir Arn- mund Backman, lögfræðing og rithöfúnd, er sýnt í Risinu um þessar mundir. Þaö er leikhóp- urinn Snúður og Snælda, leikfé- lag eldri borgara, sem sýnir leik- ritið og er næsta sýning í dag kl. 16. Maður I mislitum sokkum lýs- ir ævintýri sem Steindóra, ekkja á áttræðisaldri, lendir í fóstudag nokkum þegar hún er að koma út úr verslun. Atburðarásin er spennandi og óvænt og fléttast inn í hana ýmislegt sem snertir aðstæöur og hugsunarhátt þeirra sem nú eru á eftirlauna- aldri. Leikhús Leikarar í sýningunni eru Aðalheiður Sigurjónsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Sigríð- ur Haraldsdóttir, Sigrún Péturs- dóttir, Sigurborg Hjaltadóttir, Sigurður Ólafsson, Theódór Halldórsson og Þorsteinn Ólafs- son. Leikstjóri er Sigrún Val- bergsdóttir. Bridge í þessu spili hafði enginn áhuga á þvi að nota græna passmiðann fyrr en komið var upp á fimmta sagn- stig. Þá höfðu sagnir þegar þróast of hátt, en það voru spilararnir í AV sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Spilið kom fyrir í sjöttu rnnferð tví- menningskeppni Bridgehátíðar og í sætum AV voru Hjördís Eyþórsdótt- ir og Michael Levine. Vestur var gjafari og enginn á hættu: * Á105 » Á954 ♦ 6 * ÁD972 4 KG9643 D ♦ K1094 4 G3 N V A S * 72 * K1062 4- ÁDG852 * 4 Vestur 1 4 3-f dobl f D8 G873 f 73 4 K10865 Norður Austur Suður 2 4 2 f- 3 4 3«f 54 5f» p/h Fyrsta passið kemur í níundu sögn og ekki oft sem slík staða kem- ur upp við bridgeborðið. Suður hefði átt að gefa eftir í sögnum á fimmta sagnstig- inu, enda er ólíklegt að vöm- inni takist að gefa AV fimm tígla samning- inn. Fimm hjörtu var and- vana fæddur samningur og hefði meira að segja ekki verið góður í hagstæðri tromplegu. í þessari tromplegu tókst sagnhafa ekki að fá nema 8 slagi og fór þ.a.l. 500 niður. Það gaf AV 132 stig af 134 mögulegum. Isak Öm Sigurðsson Hjördis Eyþórsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.