Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1998, Síða 36
að.yinna
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sölarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
Svaðilför sjö
mánaða barns
Ekki gekk þrautalaust að koma
veiku, sjö mánaða gömlu barni úr
Ólafsvík til Reykjavíkur í gærkvöld
_^aog nótt. Kallað var eftir þyrlu Land-
helgisgæslunnar um klukkan 9 i
gærkvöld en um hálfellefu var ljóst
að vegna veðurs yrði hún að snúa til
baka við Dritvík. Sjúkrabíll fór með
barnið af stað úr Ólafsvík um leið og
ljóst var að þyrlan kæmist ekki en
hann festist í skafli á Fróðárheiði.
Blint var á heiðinni en færð að
mestu góð. Flutningabíll kom sjúkra-
bílnum til aðstoðar og dró hann upp
úr skaflinum. Sjúkrabíllinn var
kominn yfir heiðina um miðnætti og
höfðu verið gerðar ráðstafanir til
þess að hann gæti farið Hvalfjarðar-
göng til þess að barnið kæmist sem
fyrst undir læknis hendur.
„Grunur var um að það væri með
alvarlega sýkingu en útlitið er betra
^►en en á horfðist í gærkvöld,“ sagði
Ólafur Gísli Jónsson, læknir á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, í morgun.
„Ástand þess er þokkalegt en við
munum hugsanlega halda því hér í
rannsóknum í einhverja daga.“ -sv
Hraðbankaþjófn-
aður upplýstur
Eldur kom upp í Gámaþjónustunni við Straumsvík snemma í morgun. Þegar slökkvilið kom á staðinn um klukkan sex logaði eldur upp úr þaki og skömmu
síðar var húsið alelda. Mikið sorp var í húsinu og eldsmatur því mikill. Allt var brunnið sem brunnið gat og sáu menn ekki ástæðu til að reyna að slökkva.
Álverið var aldrei í hættu þótt sorpstöðin standi við endann á því. Staðurinn verður vaktaður á meðan eldar loga. DV-mynd S
i morgun
Lögreglan hefur upplýst að fullu
ijófnað á hraðbanka sem stolið var
húsakynnum Kennaraháskólans.
Fjórir menn voru viðriðnir málið.
Þeir hafa allir setið í gæsluvarðhaldi
að undanfomu vegna rannsóknar
málsins en eru nú allir lausir. Málið
er á lokastigi hjá lögreglu og verður
síðan sent ríkissaksóknara. -RR
* Töldu kviknað
í bensíni
Eldur kom upp í gamla söluskál-
anum Nesti við Ártúnsbrekku í gær.
Verið var að rífa skúrinn og er talið
að kviknað hafi i út frá logsuðutæki.
Að sögn manna hjá slökkviliðinu i
Reykjavík var gríðarlega mikill
reykur frá skúmum og töldu vegfar-
endur að eldur væri í bensínstöðinni
sem er þar við hliðina. Slökkviliðið
sendi allt tiltækt lið á staðinn en þá
þegar höfðu verktakamir, sem unnu
við niðurrifið, byrjað að sprauta
vatni á eldinn. Þeir höfðu komið
vatnsbíl fyrir við hlið skúrsins ef á
þyrfti að halda. Slökkviliðinu gekk
, _Jjví fljótt og vel að slökkva og bensín-
stöðin var aldrei í hættu. -sv
Sjómannaverkfall aö nýju 15. mars semjist ekki:
Enginn vilji til lagasetningar
- stjórnarþingmenn skammaðir heima í héruðum
Nokkuð hefur miðað i viðræðum
sjómanna og útvegsmanna eftir að
verkfalli var frestað til 15. mars.
Deilan mun þó velta á niðurstöðu
kvótanefndarinnar sem fundar stíft
í því skyni að finna þann Salómons-
dóm sem verði til þess að friður ná-
ist milli sjómanna og útgerðar-
manna eftir áralöng átök og illindi.
Kvótanefndinni ber að skila niður-
stöðu þann 10. mars en nú er talið
að hún skili fyrr og jafnvel í næstu
viku.
Sjómenn frestuðu verkfalli í
skugga þess að ríkisstjómin hugðist
grípa til lagasetningar. Nú er sam-
kvæmt heimildum DV lítill
sem enginn vilji hjá stjóm-
arþingmönnum til að leysa
verkfall, komi til þess að
nýju, með lagasetningu.
Ástæða þessarar breyttu af-
stöðu þingmanna er annars
vegar sú að svo virðist sem
almenningsálitið sé sjó-
mönnum hliðhollt. Þar má
nefna skoðanakönnun DV
sem sýndi að um 70 prósent
úrtaksins var andvígur lagasetn-
ingu til lausnar verkfalli. Hins veg-
ar hafa þingmenn á landsbyggðinni
í mörgum tilvikum orðið fyrir að-
kasti fyrir að hafa ætlað að
samþykkja nauðungarlög á
sjómenn enn eina ferðina.
Ekki lög
Einn þingmanna sem
DV ræddi við sagði að ekki
kæmi til greina að gripa til
lagasetningar: „Þeir geta
verið í verkfalli fram á
haust mín vegna. Ég mun
ekki standa að því að af-
nema verkfall með lögum. Deiluaðil-
ar verða einfaldlega að klára þetta
mál.“
Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra-
félags íslands, segist bjartsýnn á að
samningsaðilar nái saman áður en
til þess komi að verkfall skelli á að
nýju.
„Ég met það svo að við munum
ná saman. Það veltur þó allt á þeirri
niðurstöðu sem kvótanefndin skil-
ar. Ef þeir reyna að ganga yfir okk-
ur þá er ljóst að verkfalli verður
ekki aflýst. Náist niðurstaða hvað
varðar kvótabrask og verðlagsmál
þá trúi ég ekki öðru en við leysum
það sem eftir stendur og þar með
talda okkar frægu sérkröfu," segir
Helgi.
-rt
Helgi Laxdal.
Mokveiði á loðnumiðum í nótt
DV, Akureyri:
Mokveiði var á loðnumiðunum
suðaustur af Hvalnesi þegar liða tók
á nóttina. Fram að því var loðnan
fremur dreifð en í morgunsárið
fengu skipin gríðarleg köst og voru
flest á leið í land skömmu síðar með
fullfermi.
Finnbogi Böðvarsson, stýrimaður
á Víkurbergi GK, sagði að skipin
stoppuðu nú stutt á miðunum og
það væri stanslaus umferð í land og
úr landi, eins og það ætti að vera.
Skipin eru farin að sigla með aflann
vestur fyrir land og á hafnir á Norð-
urlandi, enda verið löndunarbið á
Austfjarðahöfnum að undanfornu.
Loðnufrysting fyrir Japansmark-
að hófst á Austfjörðum i gær. Sumt
af loðnunni sem þá harst hentaði
einstaklega vel til frystingar fyrir
þann markað og var hún jafnvel
orðin alveg átulaus.
Langmestu hefur verið landað á
þremur höfnum á Austurlandi;
Seyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðs-
firði, alls um 40 þúsund tonnum, en
um 70 þúsund tonn höfðu í gær-
morgun veiðst á vertíðinni eftir ára-
mót. Heildarafli á vertíðinni frá því
sl. sumar var þá orðinn 592 þúsund
tonn og rétt tæp 400 þúsund tonn
eftir af útgefnum loðnukvóta.
-gk
Veðrið á morgun:
Kólnandi
veður
Á morgun er búist við suð-
lægri átt og rigningu með 1 til 5
stiga hita sunnan- og austan-
lands en norðlægri átt, snjókomu
og 0 til 5 stiga frosti norðanlands.
Kólna mun enn frekar þegar líð-
ur á daginn.
Veðrið í dag er á bls. 37.
MEFSKILEGA MERKIVELIN
brother PT-220 ný véi
(slenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgerðir, 6 stærðir
6, 9, 12, 18 mm borðar
Prentar í 4 línur
Aðeins kr. 10.925
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport