Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1998, Síða 12
30 iyndbönd FÖSTUDAGUR 6. MARS 1998 MYNDBAIjlDA Éfi Fever Pitch: Lífið snýst um... ★★"Í Þessi mynd er byggð á metsölubók eftir Nick Homby og gerist veturinn 1988-89 í London. Enskukennarinn Paul er með forfóllnustu áhugamönnum um fótbolta sem um getur. Hann er einn af hörðustu aðdáendum Arsenal og þennan vetur er mikið að gerast í lffi hans. Annars vegar á Arsenal mögu- leika á að vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í átján ár og hins veg- ar verður hann ástfanginn af nýja kennaranum, Sarah. Hún hefur hins veg- ar ekki hið minnsta vit á fótbolta og þaðan af síður áhuga. Til að samband þeirra gangi upp þarf Paul að átta sig á þvi að það er fleira mikilvægt i lffinu en fótbolti og Sarah þarf að gera tiiraun tii að skiija sjúklegan áhuga Pauls á boltanum. Söguþráðurinn er i marga staði mjög áhugaverður og skemmtileg- ur en nokkuð vantar upp á að nægilega vel sé unnið úr honum. Tilraunir þeirra til að nálgast hvort annað eru grátbroslegar en eftir því sem spennan eykst færast þau fjær hvort öðra. Nálgun þeirra í lokin virkar fremur ódýr og skemmir svolítið fyrir. Afbragðsgóður leikur þeirra Colins Firth og Ruth Gemmell í aðalhlutverkunum gerir myndina að ágætri skemmtun og þá er í henni mikið nostalgíugildi fyrir Arsenal-aðdáendur, en það era víst fáir slík- ir sem ekki muna eftir lokaleiknum gegn Liverpool á þessu tímabili. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: David Evans. Aðalhlutverk: Colin Firth og Ruth Gemmell. Bresk, 1997. Lengd: 97 mín. Öllum leyfð. -PJ All Men Are Liars: Strákur í stelpnahljómsveit ★★i Mick vantar 120 dollara til að leysa píanó móður sinnar úr veðskuld en faðir hans hafði veðsett það á fylliríi. Gallinn er að hann kann ekkert annað en að spila á gítar. Kvennahijómsveit er í bænum og vantar gítarleik- ara en vill ekki sjá neina karlkyns umsækjendur svo hann dubbar sig upp sem kvenmaður og fær starfið. Hann verður ástfanginn af söngkonunni sem hefur átt litlu karlaláni að fagna og er að hugsa um að snúa sér að konum. Hún sýnir nýju stelpunni í bandinu mikinn áhuga sem setur Mick í fremur einkennilega klípu. Ástralir eru sérfræðingar í þessum léttgeggjuðu jaðarkómedíum og hafa gert margar slikar upp á síðkastið. Þessi mynd er ágætur full- trúi þessarar kvikmyndastefnu. Þegar allt kemur til alls er þetta hefð- bundin ástarsaga en hún fer bara óhefðbundnar leiðir að endamarkinu. Myndin er oft skemmtileg og áhugaverð og leikaramir standa fyrir sínu. Sérstaklega eru David Price og Jamie Petersen góðir í hlutverkum hinna ólíku feðga. Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Gerard Lee. Aöalhlutverk: Toni Pearen og Jamie Petersen. Áströlsk, 1995. Lengd: 89 mín. Öllum leyfð. -PJ ★★★ Conspiracy Theory: Samsæri í hverju horni Hér segir frá Íeigubílstjóranum Jerry Fletcher sem. er truflaður á geði og sér samsæri í hverju homi. Hann trúir lögfræðingi í dómsmálaráðuneyt- inu fyrir kenningum sínum en hún tekur eðlilega ekki mikið mark á honum. Fljótlega kemur þó í ljós að eitthvað er dularfullt við fortíð hans og þegar CIA og FBI fara að eltast við hann reynir hún að hjálpa honum að flnna fortíðardrauga sína. Þessi mynd er bara prýðisgóð skemmtun og er það fyrst og fremst góðum leik Mels Gibsons í aðalhlutverk- inu að þakka, en honum tekst að gera skemmtilega og áhugaverða persónu úr Jerry Fletcher. Þá er Julia Roberts óvana- lega þolanleg og Trekkarinn Patrick Stewart smellpassar í hlutverk skúrksins. Sagan tekur fyrir vel þekktar klisjur en gerir það á frumleg- an hátt lengst af. Þrátt fyrir að týna sér í lokin er söguþráðurinn lengst af áhugaverður. Richard Donner, Joel Silver og Mel Gibson hafa áður átt samstarf með góðum árangri í Lethal Weapon-myndunum en Con- spiracy Theory er ívið betri. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: Mel Gibson og Julia Roberts. Bandarísk, 1997. Lengd: 130 mín. Bönnuð inn- an 16 ára. -PJ Romy and Michele s High School Reunion Heimskar Ijóskur ★** _ Romy og Michele hafa alltaf verið hálf-utangátta í veröldinni. í menntaskóla voru þær ekki nógu gáfað- ar/fallegar/skemmtilegar eða hvað sem annars þurfti til að tilheyra einhverjum hópnum - klapp- stýrugenginu, listagenginu, eða jafnvel nördageng- inu. Þær una þó glaðar við sitt en þegar þeim er boð- ið í tíu ára útskriftarafmæli finnst þeim sem þær hafl ekki náð alltof miklum árangri í lffinu. Hvorug þeirra á kærasta, Michele er atvinnulaus og Romy vinnur í afgreiöslu bílastæðahúss. Þær ákveða þvi að spinna upp velgengnissögu og slá í gegn í út- skriftarafmælinu. Heimsku ljóskumar Romy og Michele eru stereótýp- ur í húð og hár. Myndin tekur að sér að gera klisjumar fyndnar og áhorfendur ættu flestir að geta hlegið að þeim og einnig með þeim. Léttgeggjuðum húmomum í myndinni svipar nokkuð til hinnar stór- góðu Clueless, þótt myndin nái reyndar ekki alveg þeim hæðum - til þess er hún ekki alveg nogu snjöll. Þær stöllur standa sig vel í aðalhlut- verkunum. Mira Sorvino sló einmitt í gegn fyrir að leika heimska ljósku i Mighty Aphrodite en Lisa Kudrow stelur þó senunni og gæti varla ver- ið tómlegri. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: David Mirkin. Aðalhlutverk: Mira Sor- vino og Lisa Kudrow. Bandarisk, 1997. Lengd: 92 mín. Öllum leyfð. -PJ Myndbandalisti vikunnar CKTI FYRRI j VIKUR SÆTI! VIKfl fl LISTA) i J Ný Ný I 24. febr. - 2. mars TITILL j IÍTGEF. t J Warner-myndir Conspiracy Theory Bean Speed 2 Breakdown Addicted To Love Romy An d Michele's High., Double Team Murder At 1600 The Chamber Háskólabíó Skrfan Sam-myndbönd Warner-myndir Gaman . J Sam-myndbönd Gaman Skrfan Spenna Warner-myndir Spenna ClC-myndbönd Spenna 10 7 ‘J / ' 5 I Grosse Point Blank Sam-myndbönd ,, 8 .. / Gaman 11 u 3 Night Falls On Manhattan Sam-myndbönd Spenna , 12 8 j 6 Men In Black Skífan J Gaman 13 10 3 ! Marvin's Room Skífan Drama 14 mmt 12 8 j Devil's Own Skífan Spenna 15 13 3 J Mchaley's Navy ClC-myndbönd Gaman is ~ Ný i ! Fever Pitch Háskólabíó Gaman 17 Ný 1 1 Truth or Consequences Skífan Spenna 18 J 14 9 i Absolute Power Skífan Spenna 19 15 4 TwinTown Háskólabíó Gaman 20 Ný Swingers Skífan Gaman Mr. Bean fékk ekki lengi að sitja í efsta sæti myndbandalist- ans. Sakamálamyndin Conspiracy Theory með þeim Mel Gib- son og Juliu Roberts kemur stormandi inn í 1. sæti og verður sjálfsagt erfitt að ýta henni þaðan í bráð. í sjötta sæti listans er einnig ný mynd Romy and Michele’s High School Reunion, sem fjallar um tvær Ijóskur sem komast að því að þær hafa frá engu merkilegu að segja úr lífi þeirra þegar gamlir skólafélag- ar hittast og skálda því í nokkrar eyður. í sextánda sæti er at- hyglisverð bresk mynd, Fever Pitch, sem ætti að gleðja alla fótboltaáhugamenn, sérstaklega aödáendur Arsenal, þvi myndin fjallar um kennara einn sem er léttgeggjaöur í fót- boltaáráttu sinni. í næsta sæti fyrir neðan er svo sakamála- mynd meö Kiefer Sutherland, Mykelti Williamson og fleirj þekktum leikurum. Sutherland leikstýrir. -HK Conspiracy Theory Mel Gibson og Julia Roberts. Jerry Fletcher, leigubílstjóri í New York, er með samsæri á heilanum. 1 hans augum er allt fyrir- fram skipulagt og hvert sem hann lítur sér hann ekkert nema djöfullegar ráðagerðir. Alice Sutton er sak- sóknari sem Jerry leit- ar til með samsæris- kenningar sinar. Hún hefur ekki mikla trú á þvi sem hann segir en hefur samt sínar grun- semdir um að ekki sé allt vitleysa. Þegar kemur i ljós að ein af kenningum Jerrys reynist sönn fær hún áhuga á máli hans og saman leggja þau upp i ferðalag til að leita að sannleikanum. ufthiiij' hluiOLt: jfibu.*, þfjijjj, Rowan Atkinson og Burt Reynolds. Hinn auðugi Newton ákveöur að gefa Grierson- lista- safninu í Kalifomiu 50 milljónir dollara til að festa kaup á einu fræg- asta málverki bandarí- skrar listasögu, Móður flautarans, og flytja það aftur „heim“. Þeir bjóða stjóm Þjóðlista- safhsins i Englandi að senda sinn besta mann með verkinu án þess að vita að Þjóð- listasfanið hefur um nokkurt skeið reynt allt sem hægt er til að losna við einn starfs- mann sinn, Bean. Þeir sjá sér leik á borði og senda herra Bean meö verkið og að sjálfsögðu setur hann allt á ann- an endann i Kalifom- íu. J?Lf Speed 2 Sandra Bullock og Jason Patrick. Annie Porter og kærasti hennar hafa ákveðið að gera sér dagamun og njóta lífs- ins um borð i einu glæsilegasta skemmti- ferðaskipi heims sem siglir um Karíbahafið. Skemmtiferðin breyt- ist I andhverfu sína þegar snælduvitlaus tölvusnillingur tekur öll völd um borö og hyggst tortíma skip- inu. Áður en varir er Annie Porter komin í svipaða stöðu og í rú- tunni forðum. Það er nefnilega undir henni og kærasta hennar komið hvort ferðin fær þann ógnarendi sem brjálæðingurinn stefn- ir að. Breakdown Kurt Russell og Kathleen Quinlan. Hjónin Jeff og Amy Taylor era á ferð um eyðimörk til nýrra heimkynna þegar bíll- inn þeirra bilar. Flutn- ingabíll birtist þeim stuttu siðar og eftir smáhik ákveða þau að taka boði bílstjórans um að Amy fari með honum til söluskála í nágrenninu og útvegi viðgerðarmann á með- an Jeff biöur hjá bíln- um. Það líður ekki langur tími frá þvi flutningabíllinn er kominn úr augsýn þar til Jeff uppgötvar hvað er að bílnum. Hann ekur að söluskálanum til að ná í Amy en hún er ekki þar og enginn þar þykist hafa orðið hennar og bílstjórans var ... Addicted to Love Meg Ryan og Matt- hew Broderick. Sam er stjömufræð- ingur og Maggie er list- fræðingur. Þau glíma við sama vandamáliö, era bæði i ástarsorg. Þannig vill til að fyrrum unnusta Sams og kær- asti Maggie búa saman í New York. Þau rekast því hvort á annað þar sem bæði eru að fylgjast með ferðum elskend- anna. Smám saman kynnast þau og innan skamms er Maggie búin að sannfæra Sam um að eina leiðin fyrir hann til að vinna unnustu sína aftur sé að hann hjálpi henni að eyðileggja allt fyrir fyrrum kærasta hennar. Sam lætur sannfferast og áður en varir hrinda þau í fram- kvæmd djöfullegum að- gerðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.